Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 19
18
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001
23
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, slmi: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Aðvörun veirufrœðings
Full ástæöa er til þess aö taka alvarlega aðvörun sem Mar-
grét Guönadóttir veirufræöingur hefur sent frá sér vegna
hugsanlegs innflutnings fósturvísa úr norskum kúm. Kosn-
ing um þaö hvort Bændasamtökin og Landssamband kúa-
bænda eigi að standa fyrir slíkum tilraunainnflutningi er aö
hefjast. Þaö er því komið á dagskrá á ný eftir aö hafa verið
árum saman til skoöunar. Sú athugun leiddi til þess aö land-
búnaðarráöherra heimilaöi á sínum tíma innflutning á fóst-
urvísunum meö ströngum skilyröum. Málið frestaðist hins
vegar, einkum af ótta viö kúariðu sem geisaði í Bretlandi og
fleiri Evrópulöndum.
í leiðara þessa blaös, fyrir réttum fjórum árum, voru reif-
uö rök áhugamanna meöal kúabænda um fósturvísainn-
flutninginn. Þar var þess getið aö bændur sæktust eftir nýju
kyni sem væri ráöandi í Noregi og Svíþjóö og ætti vaxandi
fylgi aö fagna í Danmörku. Þetta kúakyn mjólkar betur en
hiö íslenska, um þaö er ekki deilt. Áhætta vegna innflutn-
ingsins er hins vegar meiri en svo aö hann sé réttlætanleg-
ur. Á þá hættu benti Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á
Keldum, þega málið kom fyrst til tals og nú kveður Margrét
Guönadóttir enn fastar að oröi og getur nýrra raka máli sínu
til stuðnings.
Siguröur benti á hættu á smitsjúkdómum samfara þessum
tilraunum. íslenski kúastofninn væri einangraöur og veiru-
sýkingar gætu borist meö fósturvísum. Smit gæti borist í
sauðfé. Tilraunirnar væru því ekki einkamál kúabænda.
Margrét gengur enn lengra og segir beinlínis að sjúkdómarn-
ir séu hættulegir mönnum. í aðvörun sinni segir aö í um-
ræöu um málið hafi ekki verið minnst á þá sýkingarhættu
sem hlotist geti af innflutningi erlendra fósturvísa. Hér á
landi hafi aldrei fundist hvítblæði í kúm en sá sjúkdómur
hafi hins vegar fundist í Noregi. Fósturvísa sé ekki hægt aö
dauðhreinsa. Þeir beri í sér alla þá sýkla sem komið hafi sér
fyrir í kynfrumum foreldra og erfðagen þeirra frumna.
í virtum veirufræðiritum sem fjalla um fyrirbyggjandi aö-
gerðir gegn því að kúariða berist inn á ný landsvæði er, að
sögn Margrétar, lagt til aö bannaöur veröi innflutningur
fósturvísa af sýktum svæðum. Engin ástæöa er til annars en
aö fara aö ráöum virtustu vísindamanna okkar á þessu
sviði. Þótt hægt sé aö benda á efnahagslegan ávinning af
fósturvísainnflutningnum er hann fráleitt áhættunnar virði.
Þaö hljóta bændur aö hafa í huga í þeirri kosningu sem nú
er aö hefjast.
Franska búðin
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíölegur í dag. Það
er vel og full þörf á að staldra við og hugleiða stöðu íslensk-
unnar og framtíö hennar. Aö henni er sótt út öllum áttum
en mest fer fyrir áhrifum enskunnar. Tungan sameinar
okkur sem þjóö. Kæruleysi í meðferð tungumálsins er
hættumerki og þau merki eru mörg.
Það vekur til dæmis furðu að ný fyrirtæki, einkum veit-
ingahús og verslanir, bera oftar en ekki erlend nöfn án þess
að þaö þyki tiltökumál. Sum nöfnin eru jafnvel svo erfið í
framburði að gripið er til nýrrar nafngiftar eins og aö kalla
barnafataverslun frönsku búöina þegar menn treysta sér
ekki til að bera fram nafn hennar, „Du Pareil au meme“.
Varöar þaö engan aö 36 verslanir af 73 sem opnaðar voru
í hinni nýju Smáralind bera útlend nöfn? Varla er verslun-
arnafnið „Augun okkar“ verra en „Optical Studio“ svo tvö
dæmi séu nefnd úr hinni nýju verslunarmiðstöð og með
fullri virðingu fyrir báðum fyrirtækjunum.
Jónas Haraldsson
Skoðun
Með lýðræðið að leiðarliósi
Björgvin G.
Sigur&sson
framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar
Um helgina heldur
Samfylkingin fyrsta eigin-
lega landsfund sinn.
Áherslurnar sem skil-
greina Samfylkinguna frá
öörum flokkum má draga
saman í þrjú orð; auðlind-
ir, Evrópa og lýðræðis-
mál. Lýðræðismálin eru
fyrirferðarmikil hjá
flokknum og verða ofar-
lega á baugi á fundinum
um helgina. Meðal þeirra
eru að gera landið að einu
kjördæmi og þróun beins
lýðræðis.
Landið eitt kjördæmi
Eitt stærsta verkefni stjórnmál-
anna er að gera landið allt að einu
kjördæmi og jafna atkvæðisréttinn
til fulls. Fyrir því liggja margar
ástæður, lýðræðislegar, efnahagsleg-
ar og þær sem tengjast byggðum
landsins. Núverandi kjördæmaskipt-
ing og atkvæðamisvægi hefur ekki
stuðlað aö jafnvægi í byggð landsins.
Þvert á móti hefur þessi skipan skipt
kjörnum fulltrúum landsins í tvo
hópa og myndað gjá á milii dreiíbýl-
is og höfuðborgar.
Jafn atkvæðisréttur
er þó fyrst og síðast
spurning um mannrétt-
indi og með því að gera
landið að einu kjör-
dæmi þá væri tryggt að
aliir í landinu hefðu ná-
kvæmlega sömu mögu-
leika til að hafa áhrif á
stjórn landsins, því öll
atkvæði vega jafnt.
Tilraunastofa
í lýðræ&i
„íslendingar ættu að
geta hugsað sér aö
tilraunastofa í frekari
lýðræðislegra stjórnar-
vegna lýöræðishefðar
menntunarstigs og fá-
verða
þróun
hátta
okkar,
mennis þjóðarinnar sem ætti
að auðvelda að láta tilraunina
heppnast," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson sendiherra í
Morgunblaðinu fyrir nokkrum
misserum. Undir þessi orð
Jóns Baldvins ber að taka og
stíga fyrstu skrefin. Það fyrir-
komulag sem viögengist hefur
síðustu tvær aldirnar i formi
fulltrúalýðræðisins hefur að
„Það fyrirkomulag sem viðgengist hefur síðustu tvœr aldimar í formi
fulltrúalýðrœðisins hefur að mörgu leyti runnið sitt skeið. Það er
löngu tímabœrt að kanna nýjar leiðir til að íbúar geti haft áhrif á
stjóm samfélagsins með beinum og milliliðalausum hœtti. “
mörgu leyti runnið sitt
skeið. Það er löngu tíma-
bært að kanna nýjar leiðir
til að íbúar geti haft áhrif
á stjórn samfélagsins með
beinum og milliliðalaus-
um hætti.
Inntakið breytt
„Tæknin hefur breytt
eðli og inntaki lýðræðis-
ins,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Islands,
við setningu Alþingis i
október árið 2000. Nú er
einstaklingurinn hjá jafn
vel upplýstri þjóð og Is-
lendingar þess umkominn
að veita álit sitt og um-
sögn, nánast hvenær sem
er, í krafti þekkingar sinn-
ar og hæfni. Menntabylt-
ingin og aðgengi að upp-
lýsingum gera þetta að
veruleika og eiga að fleyta
okkur frá fulltrúalýðræði
síðustu alda til milliliða-
lausrar þátttöku borgar-
anna sjálfra við stjórnun
samfélags síns.
Björgvin G. Sigurðsson
Linka og heimilisböl
Svo einkennilega og merkilega bar
við um daginn að málefni framhalds-
skólanna voru rædd í sölum Alþing-
is. Ég hélt það væri kannski bannað
að ræða þennan málaflokk á Alþingi
nema framhaldsskólakennarar hefðu
verið í verkfalli í mánuö en sú virð-
ist ekki raunin. Með tilliti til þess
hve sjaldan þingmenn virðast leiða
hugann að framhaldsmenntun i
landinu má ef til vill segja að það
hafl verið framsækið af 'stjórnarand-
stööunni að láta sig hafa það að fara
í ræðustól og tala um málið. Óneit-
anlega hefði hins vegar verið meiri
glæsibragur yfir uppákomunni ef
þeir hefðu kynnt sér það fyrst. Það
er reyndar einkennilegt hve oft
stjórnmálamenn okkar og frétta-
menn sýna linku í undirbúningi
þeirra mála sem þeir þykjast ætla að
fylgja eftir. Sé einhver í vafa um orð-
ið linka þá merkir það: uppgjafar-
hneigð, dugleysi, roluskapur, lasleiki
eða slen.
Mismunandi þörf
Stanslaus niðurskurður mennta-
„Háskóli íslands virðist búa við svipað heimilisböl og
framhaldsskólamir. Ýmiss konar hagfrœðidúllur sem
fátt vita um það sem þar fer fram hafa tekið að sér að
reikna út að ríkisstjórnin geti endalaust sparað í
rekstrarkostnaði Háskólans. “
málaráðuneytisins á fé til
menntamála gengur um
þessar mundir ýmist undir
nafninu: Árangur í fjármál-
um eða gæðastjómun.
Prangfræðingar mennta-
málaráðuneytisins hafa
samið svokölluð reiknilíkön
sem á næsta sjálfvirkan hátt
eiga að reikna út að skólarn-
ir þurfi ekki meira fé en rík-
isstjórnin vill leggja til
þeirra. Þessum útreikning-
um þykjast fulltrúar
menntamálaráðuneytisins
trúa þó að skólarnir séu gjörólikar
stofnanir með þörf á mismunandi að-
dráttum.
Þegar menntamálaráöherra svar-
ar fyrirspurnum fréttamanna um
þetta mál segir hann venjulega að
vandi framhaldsskólanna sé orðum
aukinn. Auðvitað væri hreinskilnis-
legra að segja fréttamönnum að
þegja og éta það sem úti frýs.
Menntamálaráðherra þarf hins veg-
ar ekki að grípa til slíkra lausna því
íslenskir fréttamenn gera það óbeðn-
ir. Háskóli íslands virðist búa við
svipað heimilisböl og framhaldsskól-
amir. Ýmiss konar hagfræðidúllur
sem fátt vita um það sem þar fer
fram hafa tekið að sér að reikna út
að ríkisstjórnin geti endalaust spar-
að i rekstrarkostnaði Háskólans.
Þegar ráðamenn þjóðarinnar
verða í senn andaktugir og slepjuleg-
ir yflr því hve mikið fé hafi verið
sparað í skólamálum þá þarf engan
að undra þó að almenningi verði
hugsað til frákastsgreifanna sem
fleygja í sjóinn úrvals hráefni fyrir
hundruð milljóna. Eða ætti ég
kannski frekar að nefna milljónirnar
Kristján Jöhann
Jónsson
ríthöfundur
sjö hundruð og sjötíu sem
fóru í sendiráðið fræga í
Japan eða milljónatröpp-
umar upp í gamla Lands-
bókasafnið? Það væri in-
dælt ef þessar sterku
sparnaðarástríður ríkis-
stjómarinnar beindust að
fleiri sviðum en skólamál-
um.
Mikil þröngsýní
Nú ber auðvitað ekki að
skilja það svo sem hér hef-
ur verið sagt að reiknilík-
ön séu af hinu illa. Þau eru eins og
hver önnur verkfæri sem bæði er
hægt að nota til ills og góðs. Það sem
einkennir notkun menntamálaráðu-
neytisins á þeim í framhaldskólum
er það að fólkið er skilgreint sem
aukaatriði, þjónustan við nemendur
skiptir ráðuneytið engu og starfs-
menn skólanna ráða engu.
Peningarnir eru það eina sem full-
trúar ríkisstjórnarinnar elska og
virða. Hins vegar er þröngsýnin svo
mikil að það er einungis spurt hvað
fer út en aldrei hugsað til þess hvað
fæst í staðinn. Þannig hugsa einung-
is nurlarar.
Þegar stjórnarandstaðan tók mál-
efni framhaldsskólanna upp á þingi
um daginn var hún á réttri leið. Mál-
iö ónýttist hins vegar vegna þessarar
endalausu linku i undirbúningi. Það
þarf ekki annað en að hringja í ein-
hvem af öllum þeim framhaldsskóla-
kennurum sem árum saman hafa
horft á skólann sinn veslast upp í
sýndarveruleika reiknilíkananna.
Hjá þeim liggja margar góðar rök-
semdir ónotaðar.
Kristján Jóhann Jónsson
Ummæli
Ævintýri þremenninga
„Sá ævintýrálegi
rekstur Línu.Nets sem
þrimenningarnir Alfreð,
Ingibjörg og Helgi Hjörv-
ar bera ábyrgð á er á
fullri ferð og ekkert lát
er á fjárþörf til fyrirtæk-
isins. Fjárausturinn úr sjóðum almenn-
ings mun augljóslega halda áfram með-
an þau eru við völd í Reykjavík. Þeir
fjármunir verpa ekki notaðir í þágu
borgarbúa eiiis og t.d. að lækka orku-
og vatnsverð. Þau gögn sem nú hafa
verið birt leiða í ljós að varnaðarorð og
gagnrýni okkar sjálfstæðismanna um
málefni þessa fjarskiptafyrirtækis hafa
fyllilega átt við rök að styðjast. Þessar
upplýsingar sýna enn fremur þörfina á
að rækilega verði farið ofan í saumana
á rekstri fyrirtækisins. Kjörnir fulltrú-
ar eiga ekki að vera á bólakafi í
áhættusömum samkeppnisrekstri."
Inga Jóna Þóröardóttir I pistli
á Reykjavik2002.is
Naglar og mengun
„Gífurleg mengun fylgir sliti mal-
biksins í formi svifryks og er mjög
hættuleg umhverfismengun sem ógnar
heilsu borgarbúa á hverjum vetri. Þá er
einnig ótalin hljóðmengunin sem fylgir
nöglunúm og er ólíku saman að jafna
milli sumar og vetrar hvað það snertir.
Sjálfstæðismenn í borgarmálum segjast
vera á móti aukinni skattlagningu en
gleyma því að óþarfa eyðing malbiksins
er skattlagning á alla borgarbúa án
nokkurs ávinnings. Þeir virðist líta
meðvitað fram hjá þessari staðreynd til
þess eins að geta á ódýran hátt mót-
mælt áformum R-listans um skattlagn-
ingu á nagladekk og komið sér á fram-
færi. En svona er nú komið fyrir mál-
flutningi sjálfstæðismanna í Reykjavík,
sleggjudómar fram yfir rök.“
Þorlákur Björnsson á Hrifla.is
Spurt og svarað
Hvað á að táka við íAfganistan?
Vigfus Geirdal
sagnfræðingur:
Tryggja þatfþjóðar-
brotum sjálfstjóm
„I fyrsta lagi skulum við fara var-
lega í að álykta að talibanar hafi
tapað stríðinu þótt þeir hafi hörfað
út úr rústum Kabúl. Talibanar eru
pastúnar, það er tilheyra stærsta þjóðarbrotinu í
Afganistan og eru skilgetið afkvæmi leyniþjónustu í
Pakistan og Sádi-Arabíu. Norðurbandalagið er illa sam-
stætt bandalag minnihlutahópa. Það er brothætt sam-
staða að baki Bush og Blair. Við að koma á friði mega
Bandaríkin ekki endurtaka mistökin frá 1992, þau
verða að vera jafnörlát á að veita fé til efnahagsupp-
byggingar og mannúðarmála og þau hafa verið á stríðs-
rekstur í þessu volaða landi. Það verður að tryggja ein-
stökum svæðum og þjóðarbrotum sem mesta sjálfstjórn
og hafa þá heldur veika miðstjórn í landinu."
Sr. Halldór Reynisson,
verkefnastjóri á Biskupsstofu:
Gœtum að hugsun-
arhœtti Afgana
„Mér sýnist að þarna þurfi fyrst
og fremst að koma til aðstoð Samein-
uðu þjóðanna viö aö byggja upp sam-
félag að nýju. Auðvitað er æskilegt
ef allir þessir ólíku hópar og ættflokkar geti síðan kom-
ið sér saman um stjórn landsins. Varðandi aðstoð verð-
ur að gæta þess að taka tillit til hugsunarháttar og
sjálfsvirðingar Afgana sjálfra, enda virðast þeir vera
stolt þjóð auk þess sem taka þarf tillit til trúarbragða
og hugsunarháttar í landinu sem mótast vitaskuld af is-
lam. Vestrænir menn með Bandarikjamenn í farar-
broddi verða að foröast fávísa íhlutun um þeirra mál,
sagan segir okkur frá of mörgum mistökum þar sem
Vesturlandabúar hafa ekki sýnt hugsunarhætti og trú-
arbrögðum austrænna manna tilhlýðilega virðingu."
- . ,
Björgvin G. Sigurðsson,
framkv.stj. Samfyikingar:
Svcela þaif rottuna
úr greninu
„Nú blasir við að hin viðbjóðslega
ríkisstjóm talibana er fallin og er
brýnt að leita allra leiða til að koma
í veg fyrir borgarastyrjöld í
Afganistan. Þjóðin er í sárum eftir áratuga hörmungar
og núna síöast áður óþekkta kúgun talibana sem mis-
þyrmdu konum og niðurlægðu með svo hryllilegum
hætti aö útilokað er að ímynda sér óhugnaöinn. Bless-
unarlega er búið að hrekja þessa villimenn frá völdum,
konurnar hafa fellt blæjuna og friöargæslusveitir Sam-
einuðu þjóðanna eiga núna að koma til sögunnar og
gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg
fyrir frekari ófrið í landinu. Auk þess þarf að ljúka
verkinu og uppræta Bin Laden og fnyðjuverkasamtök
hans, það þarf aö svæla rottuna út úr greninu."
Gefðu mér veröldina
aftur, Jónas minn!
Margrét Sverrisdóttir,
Frjálslynda flokknum:
Norðurbandalaginu
hampað um of
„Að minnsta kosti vil ég ekki að
Norðurbandalagið taki viö og ég
óttast að því hafi verið hampað um
of i þessum hernaði af bandamönn-
um. Alþjóðasamfélagið þarf aö setja ströng skilyrði
um að mannréttindabrot verði ekki liðin í Afganist-
an. Á erlendum sjónvarpsstöðvum hafa verið fréttir
um að Norðurbandalagið skjóti nú menn án dóms og
laga, ef grunur er um stuðning þeirra við talibanana.
Affarasælast væri ef það tækist að koma á lýðræðis-
stjórn í landinu. En á hinn bóginn verðum við að
hafa í huga að landið er algjörlega í molum, í hvaða
tilliti sem er, eftir stríösrekstur í tuttugu ár. Því er
ákaflega erfitt verkefni fyrir höndum að koma á lýð-
ræðislegri stjórn í þessu landi.“
Herliö Noröurbandalagsins hefur náö Kabúl á sltt vald og talibanastjórnln hefur veriö knésett. Hins vegar er ekki fyrirséö hvaö og hverjir taki viö stjórn landsins.
Ég hef að undanförnu
verið aö endurlesa hina
mögnuðu bók Kristins E.
Andréssonar, Ný augu.
Tímar Fjölnismanna
(Reykjavík 1973). Man ég
enn hve mikil áhrif hún
hafði á mig þegar ég las
hana fyrst í menntaskóla.
Langar mig að deila með
lesendum fáeinum hugsun-
um sem að mér sóttu við
lesturinn að þessu sinni.
Tengjast þær deginum í
dag, 16. nóvember, sem er
afmælisdagur listaskáldsins góða,
Jónasar Hallgrímssonar, og dagur ís-
lenskrar tungu samkvæmt ákvörðun
menntamálaráðherra.
Ekki einn á báti
Fyrir yngri lesendur sem kannast
ef til vill ekki við nafn Kristins E.
Andréssonar er rétt að upplýsa að á
öldinni sem leið var hann einn
skarpasti bókmenntarýnir þjóðar-
innar og meðal mikilvirkustu bóka-
útgefenda landsins. Sá var að vísu
ljóður á ráði hans að hann hafði tek-
ið trú á marxisma og sósíalisma og
finnst okkur mörgum að það hafi
stundum takmarkað sýn hans á
menn og málefni. Tvennt einkenndi
Kristin sem fræðimann og rithöfund
og kemur ljóst fram í þessari bók
hans og öðrum ritum. Annað er ákaf-
lega skýr og skilmerkileg framsetn-
ing efnis sem öðru fremur er ætlað
hinum almenna lesanda. Hitt er eld-
heit og fölskvalaus ættjarðarást og
virðing fyrir landi, þjóð og menning-
ararfi íslendinga.
Hér var Kristinn E. Andrésson
ekki einn á báti. Heita má að þetta
tvennt hafi verið einkenni flestra
þeirra manna sem drjúgan hluta lið-
innar aldar tóku sér fyrir hendur að
rannsaka sögu og menningu íslend-
inga og miðla efninu til almennings.
Mér koma strax í hug nöfn nokkurra
öndvegismanna á þessu sviöi: Sig-
urðar Nordals, Kristjáns Eldjárns,
Einars Ólafs Sveinssonar, Páls Egg-
erts Ólafssonar, Jónasar Jónssonar
frá Hriflu og Halldórs Laxness en
þeir voru að sjálfsögðu miklu fleiri.
Ef unnt er og ástæða til að tala um
sérstakt málgagn þessara manna,
þessa skóla, var það líklega Skírnir
Hins íslenska bókmenntafélags.
Tímarnir breytast og
mennirnir með
Á allra síðustu árum virðist mér
farið að gæta allt annarra viðhorfa
Gu&ntundur
Magnússon
sagnfræöingur
meðal alltof margra há-
skóla- og menntamanna
sem fjalla um menningu og
sögu íslendinga. Framsetn-
ing hugmynda er oftar en
ekki þokuleg og greinilega
gengið að því visu að les-
andinn sé einn úr hópnum
fremur en almenningur.
Það sem verra er, það er
eins og þeir finni ekki fyrir
neinu tilfinningasambandi
við þjóö sína og hafi lítinn
áhuga á því að vinna hana
á band sitt eða vekja með
henni einhver hughrif.
Sumir segja að uppvakningur í há-
skólasamfélaginu sem kallaður er
póstmódernismi (og enginn veit í
rauninni hvað er eða merkir) eigi
hér mesta sök á. I nafni þessa draugs
virðist einna helst boðuð einhvers
konar afstæðishyggja um hugsjónir,
verðmæti og sannleika.
Þessu er samferða áhugaleysi og
nánast vanmetakennd gagnvart
mörgu sem þjóðlegt er kallað eða get-
ur vakið þjóðarstolt, hvort sem það
er þúsund ára hátíð kristni á Þing-
völlum, afrek íslenskra miðalda-
manna í langsiglingum og landa-
fundum, sjálfstæðisbaráttan á 19. og
20. öld nú eða Þjóðmenningarhúsið
svo nokkuð sé nefnt. Svo öfugsnúið
sem það hljómar sér maður þessa
dagana aö prófessor í íslandssögu
við Háskóla Islands boðar, glað-
hlakkalega að því er virðist, endalok
þjóðrikis íslendinga. Aðrir leggja á
sig sérstakan krók í ritum sinum,
svo sem nýlegt dæmi er um, til að
ávíta forystumenn okkar fyrir að
leyfa sér að tala af þjóðarstolti í út-
löndum um sögu og menningarafrek
íslendinga.
Ég minnist þess að þegar fyrir
tveimur árum út komu tvö ágæt rit
um tíma Fjölnismanna vöktu þau
ólund í þessum hópi. Kvartað var
yfir því að rómantík væri að blinda
menn! Sem betur fer eigum við enn
marga ágæta fræðimenn og rithöf-
unda sem skrifa í anda hins gamla
skóla, hinnar gömlu menningarhug-
sjónar. Ég fæ ekki séð að þeir menn
séu neitt síður frumlegir og gagnrýn-
ir í hugsun en -hinir sem virðast
helst ekki vilja kannast við þjóðerni
sitt og uppruna og þykir jafnvel ekki
vænt um þjóð sína. Kannski er þessi
nýja tilhneiging aðeins tímabundið
hret í andlegu lifi okkar eða einfald-
lega ungæðisháttur.
Einhver uggur er samt í mér um
að við séum á góðri leið með að glata
dýrmætri hefð. Kemur mér í hug
frægt ákall Konráðs Gíslasonar 1844
í bréfi til Jónasar Hallgrímssonar:
„Gefðu mér veröldina aftur, Jónas
minn! þá skal eg aldrei biðja þig oft-
ar.“
Guðmundur Magnússon
„Sumir segja að uppvakningur í háskólasamfélaginu
sem kallaður er póstmódemismi (og enginn veit í raun-
inni hvað er eða merkir) eigi hér mesta sök á. í nafni
þessa draugs virðist einna helst boðuð einhvers konar
afstæðishyggja um hugsjónir, verðmœti og sannleika. “