Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 DV 9 Fréttir DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON Stuðmenn Starfsmenn Landsvirkjunar viö spennuvirki virkjunarinnar. Vatnsfellsvirkjun tekin í notkun: Svæðið að verða fullvirkjað - segir stjórnarformaður Landsvirkjunar FVrri aflvél Vatnsfellsvirkjunar var ræst fyrir helgina að viðstöddu fjölmenni. Það kom i hlut Jóhannes- ar Geirs Sigurgeirssonar að ræsa vélina en í Vatnsfellsvirkjun eru tvær 45 megavatta túrbínur. Bygging virkjunarinnar hefur tekið mettíma en rétt rúm tvö ár eru síðan framkvæmdir hófust við hana. „Ég held að við séum orðin á mörkum hins mögulega með virkj- unarhraða varðandi þessa virkjun. Þetta var reyndar svipað með Sult- artangavirkjunina en hér erum við komin töluvert lengra inn í landið, yfir 500 metra yfir sjó, sem þýðir harðari veðráttu. En þetta hefur gengið ótrúlega vel héma,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Með Vatnsfellsvirkjun er allt mögu- legt fall nýtt frá Þórisvatni niður fyrir Hrauneyjafossvirkjun. Vatnsfeflsvirkjun verður þó ekki keyrð aflt árið um kring. Það vatn sem i gegnum hana fer er miðlunar- vatn úr Þórisvatni sem er nýtt yfir þann tíma sem þörf er á því til að halda virkjunum neðar i Tungná og Þjórsá gangandi á fullum afköstum. Virkjunin kemur því inn á álags- tímum og hjálpar til við aö mæta aukinni raforkuþörf. Gert er ráð fyrir að seinni túrbína Vatnsfells- virkjunar veröi gangsett í desember. Næsta virkjun í startholunum. Framkvæmdir við Vatnsfellsvirkjun hófust strax eftir að Sultartangavirkj- un kláraðist. Nú eru hafnar fram- kvæmdir við brúargerð yfir Tungná og vegalagningu á Búðarhálsi, neðan við Hraimeyjafossvirkjun. Þar er næsta verkefni Landsvirkjunar á Tungna- ár/Þjórsársvæðinu. Mögulega verður hægt að bjóða framkvæmdina út að vori 2002. Gert er ráð fyrir að virkja fafl Tungnaár niður í Sultartangalón með jarðgangagerð gegnum Búðarháls. „Framkvæmdir við þá virkjun heijast ekki fjTr en í ljós kemur hvað um semst. í þá virkjun verður ekki ráðist nema til komi samnmgar um stóriðju á Suðvesturlandi, annaðhvort á Grundartanga eða í Straumsvík. En ef af henni verður verðum viö búnir að virkja allt fall Þjórsár og Tungnaár niður að Búrfefli. Þá eru reyndar eftir kostir neðar, við Stóra-Núp og Urriða- foss. Síðan eru eftir hér upp frá á áætl- un veitur til að auka vatnið í miðlun- inni og með því að nýta þessar virkjan- ir enn betur. En það styttist óðum í að vatnasvæði þessara áa sé fullvirkjað,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður Landsvirkjunar.-NH Dagur íslenskrar tungu: Sérstöðu tung unnar minnst Dagur íslenskrar tungu er haldinn há- tíðlegur í dag og verð- ur ýmislegt gert til há- tiðarbrigða. Mennta- málaráðuneytið efnir tU samkomu í Reyk- holtskirkju í Reyk- holti í Borgarfirði þar sem Björn Bjamason menntamálaráðherra mun m.a. veita verð- laun Jónasar Hall- grímssonar og sér- stakar viðurkenning- ar fyrir störf í þágu ís- lenskrar tungu. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk hefst í dag og munu vinnings- hafar síðustu ára m.a. lesa upp í Reykholti. í dag kemur einnig út kynningar- bæklingur um íslenska tungu á 5 tungumálum og ný skýrsla um ís- lensku og aðstæður í íslensku mál- samfélagi verður kynnt á norrænni ráðstefnu í Finnlandi. Á laugardag- inn verður svo árlegt málræktar- þing íslenskrar málnefndar, ís- lenska á evrópsku tungumálaári, í safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju og þá verður einnig leiklest- ur á Föðumum eftir Strindberg í Borgarleikhúsinu. í fréttatUkynningu frá Mennta- málaráðuneytinu segir að höfuð- atriði sé að dagur íslenskrar tungu sé álitinn hátíðisdagur móðurmáls- ins, dagur sem íslendingar nota tU að minnast þeirrar sérstöðu sinnar sem endurspeglast í tungunni. Lögð er áhersla á að skólar og stofnanir minnist dagsins með viðeigandi hætti. í tUefni dagsins verða dag- skrár í flestum leik- og grunnskólum landsins og ýmsar samkomur. -ÓSB Pólsk kona sem flutti inn 1.636 e-töflur haföi komið tvisvar áður til íslands: Sagðist hafa búið hér í tjaldi um hávetur - gefur þær skýringar að hún hafi talið sig vera að flytja stera fyrir pólskan mann Konan kom meö pakka til íslands Hún taldi sig vera aö fiytja stera hingaö til lands fyrir pólskan mann. Konan kom hingaö frá Póllandi með viökomu í Kaupmannahöfn. 22 ára pólsk kona, sem hef- ur verið ákærð fyrir að hafa flutt 1.636 e-töflur tU landsins, segist hafa talið að efhin sem hún flutti inn hefðu verið steratöflur. Þegar lögreglan rannsakaði mál hennar kom á daginn að hún hafði tvisyar áður komið tU landsins. Skýr- ingar hennar á þeim ferðum þóttu hins vegar ekki í takt við raunveruleikann. Konan var handtekin hér á landi 1 lok júlí. Komu efnin þá í ljós og hafði hún falið þau innan klæða. Eftir þetta hefur konan nokkrum sinnum mætt fyrir dóm, síðast á þriðjudag þegar málið var þingfest. Þegar konan hefur verið spurð að því hvað hún hefði verið að gera í tveimur fyrri ferð- um hennar tfl landsins, sem báðar voru um hávetur, sagðist hún hafa búið í tjaldi á tjaldsvæði, hún hefði verið ferðamaður að kynnast landi og þjóð. Þegar hún var spurð að því hvar hún hefði tjaldað gaf hún upp staði þar sem engin tjaldstæði eru. Beindi þetta því grun að því að ekki hefði verið aUt með feUdu í fyrri ferðum hennar. Konan segist hafa hitt pólskan mann í annarri af fyrri ferðum sínum hingað tU lands. Hann hafl síðan hringt í hana tU PóUands og beðið hana um að taka með sér pakka tU íslands. Hún segist hafa farið með lest til Ham- borgar þar sem hún hefði far- ið um borð í vél Flugleiða. Síðan hefði verið miUUent í Kaupmannahöfn áður en flogið var tU Keflavíkur. Konan sagðist hafa talið að sterar hefðu verið í pakkan- um. Þetta hefur verið dregið í efa og ákærir ríkissaksóknari hana fyrir inn- flutnmg á 1.636 e-töflum sem hafl að verulegu leyti verið ætlaðar tU sölu hér á landi. -Ótt Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöld sem á voru lögð: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2001, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2001 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2001 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinbemm gjöldum, sem em: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjaid, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæöi, ofgreiddar hamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtaiwetur. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna, ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vömgjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2001. Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.