Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 25
26 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 DV Tilvera Vinsælasta kvikmynd sem sýnd hefur verið í Noregi: Elling hinn norski er mættur Norðmenn hafa hægt og sígandi eins og við íslendingar verið að vinna sér sess í heimi kvikmynd- anna og eru þær tvær kvikmyndir sem sýndar eru á Kvikmyndahátíð í Reykjavík dæmi um góða norska kvikmyndagerð. Elling, sem frum- sýnd er í kvöld, er ómótstæðileg kvikmynd um tvo utangarðsmenn sem reyna að krafla sig áfram í lif- inu. Eftir langa vistun á stofnun þarf Elling að halda út í samfélagið og kljást við dagleg vandamál eins og Sjukrahusið kvatt Elling kveöur hjúkrunarkonuna og heldur út í lífiö. James Bond er bestur Burtons var hreint út sagt snilldar- leg og ég skemmti mér alveg kon- unglega." 007 Hilmar er þekktur fyrir áhuga sinn á James Bond og líklega fróð- asti maður á landinu um njósnar- ann. Meira að segja símanúmerið hans tengist áhugamálinu en það endar á 007. Hann á allar myndirn- ar á vídeóspólu og segist geta horft á þær aftur og aftur og að hann ætli að fá sér þær allar á DVD þegar hann kaupir sér spilara. „Að mínu mati var Sean Connery langbestur í hlutverkinu, hann er sá Bond sem ég ólst upp við og ég held mest upp á. Mér flnnst reyndar Pi- erce Brosnan líka mjög góður og Elling og félagar Þau eru mörg vandamálin sem Elling og félagi hans þurfa aö takast á viö. - segir Hilmar Thor Bjarnason fjölmiðlafræðingur við hin. Ásamt hinum (enn) verr gefna herbergisfélaga sínum, Kjell Bjarne, er Elling úthlutað af félags- málayfirvöldum íbúð í miðborg Óslóar og er skilyrðið að þeir sjái sjálfir um húshaldið. Fyrir þann sem ferð yfir götu jafngildir leið- angri á suðurpólinn tekur þetta gif- urlega á taugarnar. Myndin er framlag Norðmanna til óskarsverðlaunanna í ár sem besta erlenda myndin. Hún er vin- sælasta mynd sem nokkurn tímann hefur verið sýnd í Noregi þar sem yfir 700.000 manns hafa séð hana. ísland er fyrsta landið utan Noregs þar sem myndin verður tekin til almennra sýninga. Hún verður frumsýnd í kvöld og af því tilefni kemur leik- stjórinn, Peter Næss, til landsins og verður sérstakur gestur á frumsýn- ingunni. Elling er byggð á sögu Ingvars Ambjornsen, en hann er einn vin- sælasti rithöfundur Noregs. Bókin sem gerði hann frægan var Hvítir negrar og var gefin út árið 1986. Leikstjórinn Petter Næss er lítt þekktur á ís- landi en með „Góð mynd verður að hafa hraða atburðarás, sprengingar, bílaelt- ingaleik og spennu," segir Hilmar Thor Bjarnason, fjölmiðlafræðingur og kennari í íjölmiðlafræði við Há- s]mla íslands, „og það er svo sem ekki verra ef í myndinni eru eitt eða tvö geimskip og flottar stelpur." Þegar Hilmar er spurður hvort hann sé mikill áhugamaður um kvikmyndir svarar hann þvi ját- andi: „Hver er það ekki? Ég get varla ímyndað mér fólk sem hefur ekki gaman af því að horfa á góða mynd.“ Strákamyndir „Mér finnst mjög gott að slappa af og horfa á góða hasarmynd með klassísku plotti. Ég hef gaman af góðum hetjumyndum og eins og all- ir karlmenn hef ég gaman af því að horfa á fallegar konur.“ Hilmar seg- ist svo sem ekki fara leynt með það að hann hafi gaman af því sem er kallað strákamyndir. „Ég fer ekki oft í kvikmyndahús en síðasta mynd sem ég sá var Apa- plánetan og þar komu fram allir þættir sem mér finnst einkenna góða bíómynd. Útfærsla Tims Hröð atburöarás, sprengingar og spenna Hilmar Thor Bjarnason fjölmiölafræöingur segist ekki fara leynt meö áhuga sinn á því sem margir kalla strákamyndir. komast næst Connery." Þegar Hilm- ar er spurður hver hafi verið léleg- astur er hann fljótur til svars og segir „Roger Moore“. „Hann var svo mikill trúður. Myndirnar voru bræðingur af grínmynd og njósna- mynd og grínið hafði of mikið vægi og í mínum huga gekk það ekki upp.“ Að lokum er Hilmar spurður hvern hann vilji sjá sem næsta Bond. „Ég á svolítið erfitt með að sjá fyrir mér hver tekur við af Brosnan en fyrir utan sjálfan mig held ég að leikarinn sem leikur sál- fræðinginn í þáttaröðinni The Bold and the Beautiful gæti komið til greina. Hann er Skoti eins og Sean Connery en eins og margir vita var James Bond hálfur Skoti.“ -Kip Myndbandarýni Chasing Sleep ★★i Svefn- leysi Sá ágæti leikari, Jeff Daniels, hef- ur sjálfsagt aldrei fengið jafn krefj- andi hlutverk og í Chasing Sleep, sálfræðitrylli sem er þungmeltur, svo ekki sé meira sagt. Hann er all- an tímann í mynd og þarf hann á allri sinni kunnáttu að halda til að geta komið tvöfaldri persónu til skila. Daniels leikur Ed Saxon, háskóla- kennara sem morgun einn saknar eiginkonu sinnar. Þegar enginn veit hvað hefur orðið af henni hringir hann í lögregluna sem kemur sam- stundis. í þessu atriði fáum við fyrsta grun um að ekki sé allt eins og það á að vera með Ed. Sá grunur styrkist alla myndina. Hann þjáist af svefnleysi og sér ofsjónir. Ljóst er að svefnleysið stafar af öðru en þreytu. Geðveikin ágerist án þess að utanaðkomandi aðilar taki eftir því. Loks er aðeins eins spurning eftir: Myrti hann eiginkonu sína eða ekki? Chasing Sleep er yfirþyrmandi mynd, þung í vöfum og nær aldrei upp almennilegri spennu. Stíllinn er sérstakur og var ekki laust við að upp í hugann kæmi kvikmynd Rom- ans Polanskis, Repulsion, þar sem einnig var átt við persónu sem var ein í íbúð og varð ruglaðri með hverri mínútunni. Jeff Daniels nær ágætum tökum á persónunni í upp- hafi en nær ekki fylgja því eftir í brjálæðinu. Gott dæmi um leikara sem hefur náð þessu fullkomlega er Jack Nicholson í Shining. -HK Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Zoch Grenier, Bandaríkin, 2000. Lengd: 95 mín. Leikarar: Jeff Daniels, Gil Bellows og Emily Bergl. Bönnuö börnum innan 16 ára Afler the Storm ★ Kafað eftir gulli After the Storm er gerð eftir smá- sögu Ernest Hemingways sem er víst ekki nema sjö til tíu blaösíður i bókarbroti. Það segir sig sjálft að einhverju þarf að bæta við til að hægt sé að búa til kvikmynd í fullri lengd. Rithöfundurinn A.E. Hotchner hefur greinilega haldið að það væri hægt og réðst í það verk. Hann hefði betur látið þaö eiga sig því handritið er einstaklega viðvan- ingslegt og ekki hægt að sjá að reyndur rithöfundur hafi skrifað það. Það er samt ekki aðeins það sem gerir spennumynd óspennandi. Leikstjórinn er varla starfi sínu vaxinn og leikarar, sem sumir hverjir eru þekktir að góðu, ná eng- an veginn að sýna hvað í þeim býr. * After the Storm gerist í Karíba- hafinu. í mikium stormi ferst skip milljónamærings. Vitað er að mikl- ir fjármunir voru um borð. Arno er ungur maður sem er á flótta undan lögreglunni. Hann finnur flakið og hugsar sér gott til glóðarinnar. En það eru fleiri á eftir gullinu og skartgripunum og gerir Arno sam- komulag við Frakka einn um feng- inn. Saman eru þau fjögur að kafa eftir gullinu og öll hugsa með sér að best væri að fækka hluthöfum. Endirinn kemur skemmtilega á óvart. í raun er söguþráðurinn þess virði að gerð er kvikmynd og ekki skemm- ir fallegt umhverfi, en myndin er öll svo viðvaningsleg að allur sjarmi hverfur út í veður og vind. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Guy Fer- land. Bandaríkin, 2001. Lengd: 105 mín. Leikarar: Benjamin Bratt, Armand Assente og Milli Vitale. Bönnuö börnum 41. innan 12 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.