Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 10
10
Viðskipti__________
Umsjón: Viöskiptablaöiö
Fínt uppgiör Landsbankans
- hagnaðurinn 677 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins
Hagnaður Landsbankasamstæð-
unnar fyrstu níu mánuði ársins
2001 nam 927 milljónum króna fyrir
skatta, en 677 milljónum króna eftir
skatta og hlutdeild minnihluta í af-
komu dótturfélaga. Verulegur af-
komubati varð á þriðja ársfjórðungi
og nam hagnaður samstæðunnar
655 milljónum króna fyrir skatta á
tímabilinu, samanborið við 272
milljónir króna á fyrstu sex mánuð-
um ársins.
í frétt sem Landsbankinn sendi
frá sér vegna uppgjörsins kemur
fram að afkomu-
bata megi rekja
til margháttaðra
hagræðingar- og
samþættingarað-
gerða samstæð-
unnar. Þær séu
að skila sér í
auknum tekjum
og lækkandi
kostnaði, bæði á
sviði viðskipta-
og íjárfestingarbankastarfsemi, s.s.
í þóknunartekjum og gengismun á
tekjuhlið og á sviði miðlægrar
vinnslu á kostnaðarhlið. Jafnframt
er bent á að fjárhæðir rekstrar-
reiknings frá fyrra ári séu ekki að
fullu samanburðarhæfar þar sem
bankinn eignaðist 70% hlut í Herit-
able Bank Ltd. þann 1. júli 2000.
Fram kemur hjá Landsbanka að
með hliðsjón af góðri afkomu á
þriðja ársfjórðungi 2001 og þeirra
hagræðingar- og samþættingarað-
gerða sem samstæða Landsbanka Is-
lands hf. hafi gripið til þyki ekki til-
efni til að endurskoða arðsemis-
markmið bankans fyrir árið 2001 en
þar sé gert ráð fyrir 8-11% arðsemi
eiginfjár eftir skatta. Að teknu tilliti
til söluhagnaðar af eignarhlut í Lýs-
ingu hf. muni arðsemi Landsbank-
ans verða vel innan arðsemismark-
miða ársins 2001. í því sambandi sé
rétt að taka fram að afkoma fjár-
málafyrirtækja sé háð ýmsum ytri
þáttum, svo sem efnahagsþróun hér-
lendis og erlendis, þróun verðlags
og gjaldmiðla, sem og þróun inn-
lendra og erlendra fjármálamark-
aða.
Tap deCODE eykst um 17%
- þrátt fyrir milcla tekjuaukningu
Auknar tekjur
Tekjur DeCODE jukust verulega milli ára en tapiö jókst um 17%.
Tap Opinna
kerfa 204
milljónir
Tap var á rekstri samstæðu Op-
inna kerfa hf. fyrstu níu mánuði árs-
ins 2001 sem nemur 204 milljónum
króna en 186 milljóna króna hagnað-
ur var á sama tímabili 2000. Tap sam-
stæðunnar eftir fyrri helming ársins
var 203 milljónir króna og var rekst-
urinn því í jámum á þriðja ársfjórð-
ungi. Rekstrarhagnaður móðurfélags-
ins var þó 189 mUljónir króna sem er
um 17% aukning frá sama tíma í
fyrra. Velta móðurfélagsins hefur
aukist um 7% og framlegð heldur
hækkað milli ára. Heildarvelta sam-
stæðunnar jókst um 12%.
Fram kom hjá Opnum kerfum að
aðhaldssemin sem einkennt hefði
rekstur móðurfélagsins virtist vera
að skila góðum árangri þó tíma-
bundnir erfiðleikar væru í rekstrar-
umhverfinu á íslandi. Segir að sér-
staklega sé ánægjulegt að vel hafi
gengið á þriðja ársfjórðungi en hann
sé tölvufyrirtækjum hér á landi sjald-
an hagstæður.
Áhrif dótturfélaga eftir skatta voru
neikvæð um tæpar 130 milljónir
króna fyrstu níu mánuði ársins en
voru jákvæð um rúmar 70 milljónir
króna á sama tímabili árið 2000.
Megnið af þessari sveiflu skýrist af
niðurfærslu skráðra hlutabréfa í eign
Skýrr. Af hlutdeildarfélögum hefur
rekstur AcoTæknival verið mjög erf-
iður á árinu. Áhrif hlutdeildarfélaga
eftir skatta eru neikvæð um tæpar
290 milljónir króna í níu mánaða upp-
gjörinu nú en var neikvæður um 30
miíljónir króna eftir sama tímabil í
fyrra.
Tap hjá deCODE á þriðja ársfjórö-
ungi samkvæmt rekstrarreikningi
nam 8,9 milljónum Bandarikjadala
og tap á hvem almennan hlut eftir
umbreytingu forgangshluta i al-
menna hluti var 0,20 dalir. Til sam-
anburðar var tap 7,6 milljónir fyrir
sama tímabil árið áður og tap á
hvern almennan hlut eftir umbreyt-
ingu forgangshluta í almenna hluti
0,18 dalir.
Tap þriðja ársfjórðungs 2001 er
17% meira en tap þriðja ársfjórð-
ungs ársins 2000 og tap á hvern al-
mennan hlut eftir umbreytingu for-
gangshluta í almenna hluti hefur
aukist um 11% frá fyrra ári.
Fyrirtækið tekjufærði í rekstrar-
reikningi 9,7 miíljónir Bandaríkja-
dala á þriöja fjórðungi ársins 2001
sem er 74% aukning frá sama tíma-
bili fyrra árs, þegar tekjufærðar
voru 5,6 milljónir Bandaríkjadala.
Fyrstu níu mánuði ársins jukust
tekjur í rekstrarreikningi um 49%
miðað viö fyrstu níu mánuði ársins
2000, úr 14 milljónum Bandaríkja-
dala í 21 milljón dala. Þessi tekju-
aukning stafar að mestum hluta af
auknum áfangatengdum tekjum í
rannsóknasamstarfinu við Roche og
af tekjum vegna nýrra samstarfs-
samninga.
„Þessar auknu tekjur endur-
spegla undirritun nýrra og mikil-
vægra samstarfssamninga og at-
hyglisverðar niðurstöður í rann-
sóknum okkar. Við erum mjög
ánægð með árangur okkar, bæði í
vísindum og viðskiptum. Tekju-
aukningin endurspeglar þennan
góða árangur og við reiknum fast-
lega með að ná tekjumarkmiðum
ársins,“ sagði Kári Stefánsson, for-
stjóri íslenskrar erfðagreiningar.
„Starfsemi Islenskrar erfðagrein-
ingar miðar að því að koma með
nýjar vörur á markað. Við höfum
aukið rannsóknir okkar og fengið
til liðs nýja og mikilvæga samstarfs-
aðila á öllum starfssviðum fyrirtæk-
isins. I lyfjafræðirannsóknum okk-
ar erum við byrjuð að skima þús-
undir lytjasambanda og höfum upp-
götvað mörg hundruð áður óþekkt
lyfjamörk. Við rannsóknir okkar í
lyfjaerfðafræði og við þróun grein-
ingarprófa höfum við hannað fjölda
nýrra aðferða sem geta sagt okkur
fyrir um hvernig sjúklingar svara
ákveðnum lyfjum. Allar stærri
rannsóknarstofur í heiminum, sem
stunda rannsóknir í mannerfða-
fræði, munu brátt hafa aðgang að
lífupplýsingatækni frá okkur. Við
höfum einnig verið að bæta nýjum
aðgerðum í lífupplýsingakerfl okkar
sem auka enn á möguleika kerfisins
og verömæti þess. Með erfðafræði-
rannsóknum okkar höfum við skap-
að einstaka þekkingu sem er mjög
mikilvæg við þróun nýrra með-
ferðar- og greiningarúrræða. Það er
mikil þörf á nýjum úrræðum sem
beinast að rótum algengra sjúk-
dóma og við sjáum mikla möguleika
á því að mæta þeirri þörf.“
Hagnaður Búnaðarbankans
ekki í takt við áætlanir
Hagnaður Búnaðarbanka ís-
lands hf. að loknum þriðja árs-
fjórðungi 2001 var 205 milljónir
króna að teknu tilliti til reiknaðra
skatta. Miðað er við núverandi
reglur um álagningu tekjuskatts á
lögaðila og tekur uppgjörið því
ekki mið af væntanlegum áhrifum
lækkaðs tekjuskattshlutfalls á
tekjuskattsskuldbindingu bankans.
Ef þaö væri gert væri afkoma
bankans eftir skatta um 519 millj-
ónir króna í stað 205 milljóna.
Afkoma þriðja ársfjórðungs var
heldur undir áætlun og skýrist það
alfarið af mjög erflðum aðstæðum
á verðbréfamörkuöum og þeim
áhrifum sem sveiflur á fjármála-
mörkuðum hafa á rekstrarafkomu
bankans hverju sinni. Hlutabréfa-
verð lækkaði talsvert á ársfjórð-
ungnum, sérstaklega í framhaldi af
þeim hörmulegu atburðum sem
áttu sér stað í Bandaríkjunum
þann 11. september síðastliöinn.
Heildargengistap bankans var um
1.017 milljónir króna frá áramótum
og skýrist það alfarið af gengistapi
hlutabréfa, sem var um 1.019 millj-
ónir frá áramótum.
Afkoma Búnaðarbankans er háð
sveiflum á verðbréfamörkuðum
hverju sinni, þar sem verðbréfa-
eign bankans er færð til markaðs-
verðs á hverjum tíma. Endurskoð-
uð rekstraráætlun bankans fyrir
árið 2001 gerði ráð fyrir um 850
milljóna króna hagnaði fyrir
skatta. Vegna erfiðra aðstæðna á
fjármagnsmörkuðum er bankinn
heldur undir áætlun það sem af er
árinu og ljóst er að ef verðþróun á
verðbréfamörkuðum verður áfram
neikvæð mun bankinn ekki skila
þeirri afkomu sem vænst er. Á
sama tíma er ljóst að almennur
rekstur bankans er betri en áætlan-
ir gera ráð fyrir, auk þess sem Lýs-
ing er nú hluti af rekstri Búnaðar-
bankans. Af þessum sökum er
áfram gert ráð fyrir að rekstrar-
markmið bankans, um 850 milljónir
króna hagnaður fyrir skatta, náist
og er þá ekki tekið tiflit til væntan-
legra tekjuáhrifa af breyttum regl-
um um tekjuskatt lögaðila. Rétt er
þó að ítreka að aðstæður á fjármála-
mörkuðum geta á skömmum tíma
breyst, bæði til hins betra og hins
verra.
Mikill rekstrarbati hjá Tanga
Tap af rekstri Tanga hf. á Vopna-
flrði fyrstu níu mánuöi ársins 2001
nam 188 milljónum króna saman-
borið við 154 milljóna króna tap
fyrstu níu mánuðina árið áður.
Hins vegar var verulegur afkomu-
bati á rekstri félagsins á þriðja árs-'
fjórðungi og nam hagnaður tíma-
bilsins 109 milljónum króna. Veltu-
fé frá rekstri nam 201 milljón króna
og jókst velta félagsins um 20% frá
fyrra ári. Rekstrargjöld hækkuðu
um 5%. Tapið stafar aðallega af
gengislækkun íslensku krónunnar.
Rekstrartekjur félagsins námu 1.590
milljónum króna fyrstu niu mánuði
ársins 2001 en voru 1.322 milljónir
sama tímabil árið 2000. Rekstrargjöld,
önnur en afskriftir og fjármagns-
kostnaður, námu 1.222 milljónum
króna nú en voru 1.163 milljónir.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði nam 368 milljónum króna á
móti 159 milljónum í fyrra og veltufé
frá rekstri nam 201 milljón króna,
eins og fyrr segir, samanborið við 48
milljónir árið áður. Afskriftir námu
157 milljónum króna.
Versnandi afkoma af reglulegri
starfsemi stafar fyrst og fremst af
verulegri gengislækkun. Vaxtagjöld,
gengismunur og verðbreyting lang-
tímalána hækkuðu úr 160 milljónum
fyrstu níu mánuði ársins 2000 í 397
milljónir króna fyrstu níu mánuði yf-
irstandandi árs eða um 237 milljónir.
Gengi íslensku krónunnar vegur
þungt í afkomu félaga eins og Tanga.
Gengislækkun hækkar skuldastöðu
félagsins en styrkir tekjuöflun þess til
lengri tíma.
Fram kemur hjá Tanga að horfur
séu á að rekstrarafkoma félagsins
verði nokkuð góð. Verð á afurðum
uppsjávarfiska sé hátt og eftirspurn
virðist næg. Veiði á síld hafi að vísu
gengið misjafnlega vel í haust en
framlegð úr því sem veiðist sé góð.
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001
DV
il
HEILDARVIÐSKIPTI 2.039 m.kr.
- Hlutabréf 371 m.kr.
- Ríkisbréf 1.019 m.kr.
MESTU VIÐSKIPTI
Össur 52 m.kr.
Delta 49 m.kr.
Íslandssími 48 m.kr.
MESTA HÆKKUN
; O Guömundur Runólfsson 10,0%
O Sæplast 3,3%
j o Skeljungur 3,0%
MESTA LÆKKUN
■ o Marel 5,8%
I o Búnaöarbankinn 4,8%
© Skýrr 4,6%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.067 stig
- Breyting O -0,50%
Hagnaður Granda
22 milljónir
Hagnaður Granda hf. og dóttur-
fyrirtækis þess,
Faxamjöls hf., á
fyrstu níu mánuðum
ársins nam 22 millj-
ónum króna en á
sama tíma árið 2000
var hagnaðurinn 45
milljónir króna.
Rekstrartekjur sam- Brynjólfur
stæðunnar á tímabil- Bjarnason.
inu námu 3.448 millj-
ónum króna saman-
borið við 2.857 milljónir króna á
sama tíma á síðasta ári og jukust
um 21%. Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsgjöld var 986 milljónir
króna eða 29% af rekstrartekjum
samanborið við 691 milljón króna á
sama tíma árið áður. Veltufé frá
rekstri nam 803 milljónum króna
sem er 23% af rekstrartekjum sam-
anborið við 518 milljónir króna á
sama tima árið áður.
Horfur eru á áframhaldandi af-
komubata félagsins á siðasta hluta
ársins, svo framarlega sem veiði
verður góð og gengisvísitala ís-
lensku krónunnar helst stöðug það
sem eftir er af árinu.
Verð á olíu
lækkar um 14%
Verð á hráolíu er nú komið undir
18 dollara á fatið á markaði í
London og hefur ekki verið svona
lágt síðustu tvö árin. Síðustu tólf
mánuðina hefur verð á olíu lækkað
mikið eða um tæp 50% og er útlit
fyrir að verð geti lækkað enn frek-
ar. Ástæður fyrir lækkunum má
rekja til minni eftirspurnar í kjölfar
samdráttar í hagkerfum heimsins.
Þá stóð til að OPEC-ríkin myndu
ákveða að draga verulega úr fram-
leiðslu á fundi sínum í vikunni en
ekki náðist samstaða um slíkt og
varð það enn til að slá botninn úr
heimsmarkaðsverði.
OPEC-ríkin hafa nú þegar minnk-
að framleiðslu þrisvar á árinu og
neita að skera enn frekar niður
nema önnur framleiðsluríki dragi
að sama skapi úr sinni framleiðslu.
Þar er helst verið að horfa til Rússa
og Norðmanna.
KAUP SALA
BlÉDollar 106,230 106,770
h&áPund 152,450 153,220
l*§Kan. dollar 66,770 67,180
læS-IPönsk kr. 12,6240 12,6940
EtBNorsk kr 11,8670 11,9320
ESsænsk kr. 10,0370 10,0920
Fi. mark 15,8124 15,9075
M Fra. franki 14,3327 14,4189
1 Bolg. franki 2,3306 2,3446
EB Sviss. franki 64,0500 64,4000
QhoII. gyllini 42,6628 42,9192
""•Þýskt mark 48,0699 48,3587
1 Bh. lira 0,04856 0,04885
iCQAust. sch. 6,8324 6,8735
t ýiPort. escudo 0,4690 0,4718
4.*.. Isná. peseti 0,5651 0,5684
il • ÍJap. yen 0,86920 0,87440
1 lirskt pund 119,376 120,093
SDR 134,5600 135,3700
Hecu 94,0165 94,5815