Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 17
17 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001________________ DV __________________________________________________________________ Menning Allt deyr ... nema tíminn DV-MYND ÞÖK Jón Kalman Stefánsson rlthöfundur Texti hans er Ijóórænn, tær, fágaöur, lúmskur og leiftrandi af fyndni sem aldrei fyrr. Ýmislegt um risa- furur og tímann. Þetta fallega heiti gefur Jón Kalman Stefánsson nýjustu skáldsögu sinni sem um margt minnir á kunna skáldsagna- trílógíu hans úr ís- lenskri sveit í upp- hafi áttunda áratugarins. Sjónar- homiö er enn bundið við ungan dreng og enn situr sögumaður við skrifborðið heima og horfir um öxl til veraldar sem var fyrir tæpum þrjátíu árum. Ekki hefur ryk fallið á hæfileika höfundar til að skapa sprelllifandi, skondnar og skemmtilegar persónur og textinn er ljóðrænn, tær, fágaður, lúmskur og leiftrandi af fyndni sem aldrei fyrr. Nú hefur frásögnin hins vegar fært sig um set, yfir himin og haf alla leið til Noregs. Það er eftir- væntingarfullur tíu ára snáði sem fer þessa óra- leið í sumarheimsókn frá íslandi. Til íslenska afans, „ömmunnar" norsku og hálfsystur sem alin er upp í Noregi. Þar er drengnum tekið opn- um örmum og fyrr en varir hefur hann kynnst bræðrunum Birni og Eirik sem eru alltaf saman en ólíkari en svart og hvítt. Saman bralla drengirnir það sem drengir hafa brallað svo lengi sem elstu menn muna: Pissa á bila, stela lyklum úr löggubíl, flytja að heiman í einn dag (þar til myrkur skellur á), stela stelpunærbuxum og sælgæti og bindast bræðralagi um að verða aldrei við kvenmann kenndir... Drengurinn kynnist fleiri krökkum og þeirra minnisstæðastur er Helge sem veit að „um helm- ingur íslendinga býr í Reykjavík eða í bæjunum þar í kring“ (95) og spyr drenginn hvort hann geti sagt sér eitthvað um ísland sem Helge veit ekki. í ljós kemur að það er afar fátt. Helge er ótæmandi viskubrunnur sem liflr og hrærist i sex þúsund binda bókasafni fóður síns á meðan aðrir drengir spila fótbolta og raða tindátum. Lengi vel hefur drengurinn ekki roð við Helge sem ávallt hefur frá einhvérju mikilfenglegra að segja þegar drengurinn ætlar að fræða hann á einhverju nýju um ísland. En þegar kemur að stjúpu drengsins er Helge bæði skák og mát því stjúpan og öll hennar ætt er svo mikilfengleg að sjálfur Ein- stein bliknar í samanburðinum. Stjúpan kemur ekki mikið við sögu en stendur eftir sem ljóslifandi og lit- rík persóna, likt og umburðarlyndi afinn og hörkutólið amma sem dreng- urinn kallar „stál“. Þessar karakt- ermiklu persónur mynda notalega og þétta umgjörð um veröld drengsins. Þær eru skjólið sem skríða má í þeg- ar saklaus fyrirbæri dagsins verða að martöð næturinnar, þegar kotrosk- inn „töffari" þarf á huggun að halda. Ferðalögum drengins á milli ævin- týraveraldar, þar sem hann stækkar um helming og getur allt í samfylgd Tarsans og Léttfeta, og alvöruheims- ins þar sem hann er bara lítill og hræddur strákhnokki lýsir höfundur á ljóslifandi hátt. Einnig fólskvaleysi, kappi og frjóu ímyndunarafli bernsk- unnar, svo og hugleiðingum um tím- ann sem ekki þjaka barnið sem nýtur dásemda og furðuverka lífsins og veltir hvorki fyrir sér aldri né efa. Það gerir sögumaður hins vegar af angurværð þess sem þekkir forgengileikann og veit að tíminn gengur af sér allt líf (19). Innskot sögumanns, til skiptis létt og döpur eins og lifið, víkka út bæði sögu- svið og tíma og tengja saman sakleysi og visku, fortíð og nútíð í sögu sem er sannkölluð yndis- lesning - og tvímælalaust besta bók höfundar fram til þessa. Sigríður Albertsdóttir Jón Kalman Stefánsson: Ýmislegt um risafurur og tím- ann. Bjartur 2001. Bókmenntir Leitin að hinu ósýnilega Sagan um Pobby og Dingan er áreiðan- lega ólík flestum barnabókum sem íslensk- ir lesendur þekkja. Sagan gerist í litlum námabæ í Ástraliu þar sem draumóra- menn eru saman komnir að leita að ópöl- um, án þess þó að eiga nokkurn gróða vís- an. Sögumaður og aðalpersóna sögunnar er drengurinn Ashmol. Faðir hans er einn draumóramannanna og lifir i voninni um að finna ópal, móðir hans er ensk og kann illa við sig í Ástralíu og litla systir hans, Kellyanne, umgengst einkum tvo ósýnilega vini sína, Pobby og Dingan. Ashmol á erfitt með að sætta sig við tilvist þess- ara tveggja ósýnilegu vera þangað til þær hverfa einn daginn, sama dag og pabbi hans er sakaður um að snuðra í annarra manna námum. í raun var pabbi hans að leita að Pobby og Dingan en eðlilega taka ekki allir þá afsökun gilda. Hvarfið hefur svo mikil áhrif á Kellyanne að hún verður veik af harmi. Ashmol gerir sér grein fyrir að nú eru góð ráð dýr, fjöl- skyldan rambar á barmi upplausnar. Hann fær því alla bæjarbúa til að leita að Pobby og Dingan sem þeir gera flestir. Það er einkar snjöll hugmynd að skrifa bók um ósýnilegt fólk. Þó að það sé ekki til í hefðbundinni tilvistarmerkingu verð- ur það smám saman til vegna þeirra • áhrifa sem þaö hefur á menn: „Pobby og Dingan voru á góðri leið með að splundra fjölskyldunni og samt voru þau ekki einu sinni inni á heimilinu. Þau voru hvergi." (37-8) Leitin að Pobby og Dingan verður þannig táknræn hliðstæða leitarinnar að gersemum í iðrum jarðar og skopfærir hana. Eng- inn veit heldur hvort ópalarnir eru þarna í raun og veru en allir leita samt því þeir vonast eftir ríki- dæmi. Sagan er vel skrifuð og innri togstreitu Ashmols er vel lýst. Hann trúir ekki að Pobby og Dingan séu til en er reiðubúinn að gera hvað sem er til að lækna systur sína - og það gengur svo langt að hann fer í og með að trúa á tilvist þeirra. Bókin veltir því upp ýmsum spurningum um hvað sé raunverulegt og hvað ekki; hvort ímyndun okkar geti jafnvel verið sterkari en raunveruleikinn. I raun er sagan um Pobby og Dingan harmleikur af bestu gerö þar sem von og vonbrigði, gleði og sorg fléttast saman i afskaplega mannlega sögu um fólk sem allt er til, aðeins á ólíkan máta. Katrín Jakobsdóttir Ben Rice: Pobby og Dingan. Bjarni Jónsson þýddi. Vaka-Helgafell. 2001. Tónlist Mergjuð sinfónía DVJvlYND HARI Dmitri Alexejev Tækni hans var fullkomin og túlkunin trúverðug. Flestir þekkja fyrsta píanó- konsert Tsjajkovskís, enda er hann með vinsælustu tónverkum sem samin hafa verið. Færri kannast við annan pianókonsertinn, sem er skiljanlegt, því verkið er ekki eins hnitmiðað og einleiksparturinn ekki eins glæsilegur. Þetta er þó að mörgu leyti skemmtilegur konsert, og á vissan hátt frumlegri en for- veri hans. Veikasti hlekkurinn er siðasti kaflinn, en hann sam- anstendur af þumbaralegu sveita- ballastefi sem tónskáldinu hefur ekki tekist að vinna almennilega úr, heldur endurtekur það bara aft- ur og aftur. Hinir kaflarnir eru betri, og annar þátturinn, með hinu óvenjulanga fiðlusólói, er afar hríf- andi og sérstæður. Konsertinn var á efnisskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabiói í gærkvöld. Ein- leikari var rússneski píanósnilling- urinn Dmitri Alexejev sem ætti að vera Islendingum að góðu kunnur, því hann hef- ur tvisvar áður leikið með Sinfóníunni og einnig haldið hér einleikstónleika. Frammistaða hans á tónleikunum í gærkvöld olli engum vonbrigðum, tækni hans var fullkomin og örugg og túlkun hans afar trúverðug. Verra var samspilið við hljómsveitina sem var dálítið ómarkvisst, eins og Alexejev og hljómsveitarstjórinn, samlandi hans Alexander Anissimov, næðu ekki almenni- lega saman. Þetta kom fram í því að hljómsveit og píanóleikari voru ekki alltaf fyllilega sam- taka, og stundum yfírgnæfði hún píanóið, sem reyndar skrifast að hluta til á það að flygillinn er fyrir löngu kominn yflr síðasta söludag. Tauga- óstyrkur skyggði ennfremur nokkuð á hið viðkvæma fiðlusóló Guðnýjar Guð- mundsdóttur konsertmeistara í hæga kaflanum, sérstaklega í byrjun, en það lagaðist er á leið. Leikur Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara, sem einnig er talsvert veigamikill, var mun þéttari. Tsjajkovskí átti líka hitt verkið á tón- leikunum, en það var hin fræga „pathetique“ sinfónía nr. 6. Hún er væg- ast sagt stórfengleg, einstaklega drama- tísk og magnþrungin, og eiginlega ekki hægt að lýsa henni með orðum. Túlkun Anissimovs var sérlega áhrifamikil, afslöppuð, laus við alla væmni og án þess að hann væri að kreista eitthvað út úr músíkinni sem ekki átti þar heima. Hið eina sem hægt er að finna að var dá- lítið óskýr leikur í hinum hraða þriðja þætti, annað var alveg eins og það átti að vera. Tónlistin fékk að vera hún sjálf og hún var svo dásamlega fögur að mað- ur komst við. Ég hef ekki heyrt An- issimov stjóma áður, en frammistaða hans í þessari sinfóníu Tsjajkovskís var aðdáun- arverð. Kannski væri ekki vitlaust að ráða hann sem næsta aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar, ef einhver möguleiki er á því. Hann dansaði a.m.k. ekki steppdans á tónleikunum í gærkvöld, og mikið var það nú gott. Jónas Sen Cuvilliés kemur Cuvilliés-kvartettinn þekkti frá Múnchen heiðrar Kammermúsíkklúbb- inn með nærveru sinni á sunnudags- kvöldið kl. 20 í Bústaðakirkju. Hann ætlar að leika þrjú verk: Strengjakvart- ett nr. 2 í a-moll frá 1917 eftir Béla Bar- tok, Strengjakvartett í C-dúr, K. 465 eða „Dissonanz" frá 1784 eftir Mozart og Strengjakvartett í a-moll, op. 132 frá 1825 eftir Beethoven. Beethoven var nýrisinn af sjúkrabeði þegar hann samdi þennan kvartett og einn kaflinn í honum er „heilagur þakkaróður til Guðdómsins frá manni, sem hefur feng- ið bata á ný, 1 lýdiskri tóntegund“. Lýdiska tóntegund má heyra ef slegnar eru hvítu nóturnar á píanóinu og byrj- að á F. Siðfræði Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun Há- skólans hafa gefið út í sameiningu bókina Siðfræði - af sjónar- hóli guðfræði og heim- speki. Bókin er eftir Göran Bexell, prófess- or í siðfræði við há- skólann í Lundi, og Carl-Henric Gren- holm, prófessor i siðfræði við Uppsala- háskóla, en Aðalsteinn Daviðsson cand. mag. þýddi. Áhugi á siðfræði hefur á síðustu árum aukist til muna, bæði hjá almenn- ingi og innan skólakerfisins. Bókin kemur til móts við þennan aukna áhuga með því að kynna siðfræðiheim- speki og raunhæf siðfræðileg vandamál sem almennt eru rædd í samfélaginu, m.a. siðfræði í opinberu lífi, samlífs- og fjölskyldusiðfræði, siðfræði lifvísinda og lækninga, umhverfismál og málefni réttlætis og friðar á alþjóðlegum vett- vangi. Bókin endurspeglar vel hinn mikil- væga þátt siðfræðinnar sem eru rök- ræður manna með ólíkar skoðanir og misjafnan bakgrunn. Við slíkar rök- ræður, þar sem mætast fulltrúar ólíkr- ar menningar og mismunandi hefða, geta komið fram ný sjónarmið, og er sá þáttur þýðingarmikifl I fjölmenningar- legum samfélögum nútímans. Hvatt er til sjálfstæðrar íhugunar um siðfræði- leg mál, rætt um hvað felist í vel ígrunduðum siðferðisskoðunum og fjallað um að hve miklu leyti siöfræðin ráðist af félagslegu samhengi og menn- ingarlegri hefð. Siðfræði - af sjónarhóli guðfræði og heimspeki er undirstöðurit handa öfl- um þeim sem hafa almennan áhuga á að kynna sér siðfræði. Málþing í Japan Samstarfsnefnd um Norðurlanda- fræðslu erlendis gengst fyrir fjórum málþingum um Norðurlönd, sögu, sam- félög og menningu, í Japan í lok nóvem- ber og byrjun desember. Fyrsta mál- þingið verður í Wasedaháskólanum 26. nóvember, 27. nóvember verður haldið málþing í Tokaiháskóla, 30. nóvember í sænska sendiráðinu í Tokyo og 3. des- ember í Osakaháskóla fyrir erlend fræði. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, og Anna- Maija Raanamo hafa haft vanda af skipulagningu málþinganna af hálfu nefndarinnar. Nánari upplýsingar eru á slóðinni: http:/www.waseda.ac.jp/index.html. Leiðsögn Á sunnudaginn kl. 15 verður Geir Svansson, annar sýningarstjóra „Omdúrman: Margmiðlaður Megas í Nýló“, með leiðsögn um sýninguna. Að- gangur er ókeypis. Safnið er opið frá 12-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.