Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Qupperneq 24
28 •4T Tilvera FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 DV Star Wars: Empier Stri- kes Back ★★★★ " # Besta kvikmyndin í Stars War-seríunni. Hún er nánast fullkomiö framhald. Heldur við heíðinni og ævin- týrinu sem komið var af stað í fyrstu myndinni og bætir við þunga í söguna og atburðarásina sem gerir hana að ein- stakri upplifun. Leikarar hafa vanist hlutverkunum og eru allir frábærir, þó Empire Strikes Back Logi geimgengill á tali viö Jedi. enginn betri en Harrison Ford sem með þessari mynd festi sig í sessi sem stór- stjama í Hollywood. George Lucas leik- stýrði ekki myndinni heldur lét gamlan og góðan spennumyndaleikstjóra, Irv- ing Kershner, hafa fyrir því að gefa starfsliðinu skipanir en handbragð Lucasar leynir sér ekki og hann er sá sem ræður bak við tjöldin. Frábær kvik- mynd. Sýnd á Síöó 21 kvöld kl. 20. Judy Garland syngur Over the Rainbow. Galdrakarlinn í OZ 2j ' ★★★★i 'C|y§$? Ein besta bama- og söngvamynd sem gerð hefur verið. Böm hafa skemmt sér yfir ævintýrinu allt frá því hún var frumsýnd árið 1939. Judy Garland leik- ur aðalhlutverkið, hana Dórótheu litlu, sem strýkur að heiman með hundinn sinn þegar iilgjam nágranni ætlar að láta svæfa hann. Vindsveipur feykir henni inn í ævintýralandið Oz en hún vill komast þaðan aftur og heldur til borgarinnar í leit að galdrakarlinum. Á leiðinni hittir hún fuglahræðu sem vantar heila, blikkkarl sem vantar hjarta og ljón sem skortir sárlega kjark. Myndin. gerði Judy Garland að sfiömu sem skein skært á himni um nokkurra ára skeið. Fyrir böm á öllum aldri. Sýnd í Sjónvarpinu á laugardag kl. 20.55. Sweet and Lowdown *★** Sweet and Lowdown er besta kvikmynd Woodys Allens í langan tíma, einstaklega lifandi og gráglettin kvikmynd um mann sem öðrum þræði er sniliingur en á hinn bóginn sjálfselsk- ur drykkjubolti sem traðkar á tiifinn- ingum annarra. Myndin gerist á fimmta áratugnum. Emmet Ray er af flestum talinn mesti gítarsnillingur Bandaríkj- anna og hann er í engum vafa um að ** hann sé sniilingur en viðurkennir fyrir sér og öðrum að einn sé fremri, sígaun- inn Django Reinhardt. Og Django er rauði þráðurinn í lífi hans og eini mað- urinn sem hann lítur upp til, aðrir era aðeins til afnota. Sean Penn fer sniildarlega með hlut- verk Rays. Það er ekki aðeins myndin, tóniistin hrífur einnig. Jt Sýnd á Stöð 2 á sunnudag ki 20.25. Betty Grable: Síðustu árin sem Betty lifði bjó hún með Bob Remick, dansara sem var tuttugu og fimm árum yngri en hún. Hann bað hana margoft um að giftast sér en hún elskaði Harry James enn og vildi ekki gifta sig á ný. Betty sinnti aðdáendum sínum vel, sendi þeim jólakort og spjallaði við þá í síma og bauð nokkrum þeirra í heim- sókn. Hún var alla tið afar vinsæl með- al samstarfsmanna sem fannst hún vingjamleg, glaðleg og skemmtileg kona, algjörlega laus við stjömustæla. Betty var fimmtíu og sex ára gömul þegar hún greindist með krabbamein og á stuttum tima veslaðist hún upp. Harry James lést tíu árum síðar úr krabbameini. Betty Grable á enn aðdá- endur viðs vegar um heim. Einn þeirra, japanskur karlmaður, kemur í hverri viku að gröf hennar með rauð- an rósavönd. „Af hæfileikalausri konu að vera hef ég verið heppin, mjög heppin," sagði hún eitt sinn. „Ég get sungið og dansað dálítið en ég stenst ekki saman- burð við alvöru leikkonu. Ég er söngv- ari og dansari og hef aldrei tekið sjálfa mig alvarlega." Stjarna sem tók sig ekki alvarlega Betty Grable fæddist árið 1916 i Mis- sínum. Hjónabandið endaði með skiln- souri og var þriðja og síðasta bam for- eldra sinna. Móðir hennar, Liilian, hafði átt sér þá ósk að verða dansari en varð þess í stað húsmóðir. Hún ákvað að yngsta dóttirin yrði það sem hún hafði sjálf ekki getað orðið. Betty var einungis sjö ára gömul þegar móð- ir hennar sendi hana í hæfileika- keppni. Betty komst í úrslit og móðir hennar faðmaði hana og kyssti. Þegar kom að úrslitakeppninni lenti Betty einungis í þriðja sæti. Þegar hún hljóp til móður sinnar eftir að tilkynnt hafði verið um úrslit sló móðir hennar hana í andlitið og hvæsti að henni að hún hefði ekki lagt sig nægilega fram. „Ég leið þjáningar til að koma þér í heim- inn. Þú skalt ekki voga þér að bregðast mér aftur,“ sagði hún. Betty kom fram í útvarpsþáttum og tíu ára gömul var hún orðin bama- stjama í heimabæ sinum. Hún var tólf ára gömul þegar móðir hennar ákvað að fiölskyldan skyldi flytja til Hollywood en þar taldi hún dóttur sína eiga mikla möguleika. Það tók hana ár að koma Betty í prufumyndatöku hjá kvikmyndaveri og í framhaldi fékk hún smáhlutverk í kvikmyndum. Þeg- ar Betty sagði móður sinni að hún vildi verða hjúkrunarkona eða einka- ritari sagði móðir hennar: „Hættu þessu bulli. Þú átt eftir að verða mikil leikkona. Þú fæddist til þess.“ aði. Betty var rísandi stjama. Hún hafði leikið í fyrstu litmynd sinni og mynd- aðist einkar vel. Hún var falleg og þótti hafa einhveija fegurstu fótleggi í HoOywood og kvikmyndafélag hennar tryggði þá hjá Lloyds í London fyrir svimandi fiárhæð. Hún fékk 5000 aðdá- endabréf á viku og framtíð hennar virtist tryggð. Kvikmyndafélag hennar óttaðist þó mjög að hneykslismál gæti eyðilagt feril hennar. Hún átti í ástar- sambandi við leikarann George Raft sem var alræmdur vegna tengsla sinna við mafíuna. Hann var giftur og vildi skilja við konu sína til að giftast Betty. Eiginkona hans var hins vegar harðá- kveðin í því að slíta ekki hjónaband- inu og neitaði honum um skilnað. Svo fór að Betty yfírgaf Raft, enda vonlaust að hann gæti gifst henni og jafn útilok- Fræg Ijósmynd Mynd þessi hékk víöa hjá bandarísk- um hermönnum í seinni heimsstyrj- öldinni og er áhersia lögö á full- komna fótleggi leikkonunnar. lifið eftir kvikmyndirnar Árið 1953 endumýjaði kvikmynda- fyrirtæki Bettyar ekki samning við hana. Hún hafði í tíu ár verið ein vin- sælasta leikkona Bandaríkjanna en naut ekki jafn mikilla vinsælda i Evr- ópu. Myndir hennar höfðu nær allar verið léttvæg froða, þar sem hún söng og dansaði og varð ástfangin. Tími þessara mynda var nú liðinn. Eftir að kvikmyndaferli Bettyar lauk kom hún fram í kabarettum og sjónvarpi og söng i Hello Dolly á sviði við miklar vinsældir. Hjónaband hennar var á fallanda fæti og eiginmaður hennar flutti að heiman til að að búa með dansmey í Las Vegas. Þegar dansmær- I upphafi ferilsins Ung 'og efnileg en ekki oröin biondína. How to Marry a Millionaire (1953) Betty Grable og Rory Calhoun. Stjarna í Hollywood Betty var smástimi í Hollywood þegar hún giftist leikaranum Jackie Coogan sem hafði öðlast heimsfrægð fyrir leik sinn í Chaplin-myndinni, The Kid. Hann var nú fallin bama- stjama og það kom í hlut Betty að vinna fyrir þeim meðan hann eyddi tímanum í drykkjutúra með félögum að var að hún gæti búið með honum í óvígðri sambúð. Hún kynntist trompetleikaranum og hljómsveitarstjóranum Harry James sem var giftur en hafði ekki búið með konu sinni í langan tíma. Skömmu eft- ir kynni þeirra Betty bað Harry konu sína um skilnað sem hún veitti hon- um, enda orðin hundleið á kvennafari hans. Þegar Betty giftist Harry James var hún ein tekjuhæsta leikkona í Hollywood. Slúðurblöð spáðu því að hjónabandið myndi ekki endast lengur en sex mánuði. Kvensemi Harrys var á allra ■ Vitorði svo og áfengisdrykkja hans og fíkn í fiárhættuspil. í tilraun til að fylgja manni sínum eftir breytti Betty lífsstíl sínum. Hún fór að drekka, reykti allt upp í þrjá pakka af sígarett- um á dag og fór að stunda fiárhættu- spil. Einstöku sirínum fékk hún slúð- urfréttir af framhjáhaldi eiginmanns en hún neitaði að trúa þeim sög- um. Hjónin eignuðust tvær dætur og virtust lifa hamingjuríku fiölskyldu- lífí. Með árunum varð ljóst að Harry James var með hugann við annað en eiginkonu sína. Hann var að heiman yfir nótt tvisvar eða þrisvar í viku og safnaði spOaskuldum sem hún varð að greiða. in varð ólétt sótti Betty um skilnað eft- ir tuttugu og tveggja ára hjónaband. .Síðar kom í ljós að Harry James var ekki faðir bamsins. Hann giftist dans- meynni eftir skilnað þeirra Betty en hjónabandið stóð einungis í nokkra mánuði. _ Betty Grable 1957 Hún var í tíu ár ein vinsælasta kvikmyndastjarna í Hollywood. Myndir hennar voru léttar söngvamyndir sem þóttu á sínum tíma notaleg skemmtun en hafa elst fremur illa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.