Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 13 V Fréttir Heimur fíkniefnanna harðnar og vopnaburður orðinn almennari en áður var: Fíkniefnalögregla farin að nota skotheld vesti Menn í fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík nota gjarnan skotheld vesti þegar þeir ryöjast til inngöngu í hús til að handtaka fólk sem grunað er um að vera með magn fíkniefna undir hönd- um. Þetta er gert í ljósi þess að það hefur stöðugt farið vaxandi að afbrotafólk tengt fíkniefnum hafi skotvopn undir höndum ekki síður en hnífa og önnur of- beldistól. Mjög hörð átök verða gjarnan þegar fólk er handtekið, hvort heldur er í húsum eða ef hinir grunuðu eru í bílum. Dæmi er um að lagt hafi veriö til fíkni- efnalögreglumanns með hnífi. Sá maður var ekki í vesti en svo heppilega vildi til að lagið kom þar sem lögreglumaðurinn bar minnisblokk innan klæða. Þegar lögreglumenn fara í hús- leitir hjá fíkniefnasölum geta þeir Rkniefnalögreglumaður í skotheldu vesti dvmynd þök Lögreglumenn sem fara í húsleitir hjá fíkniefnasölum geta búist viö hverju sem er - þeir vita aldrei hvað bíöur innandyra enda er þar oft um vopnaö fólk aö ræöa sem er haldiö ofsóknarbrjálæði vegna neyslu. Mjög hörö átök verða mjög gjarnan þegar fíkniefnalögregla ræöst til inngöngu í hús. búist við hverju sem er - þeir vita aldrei hvað bíður innandyra endar er þar oft vopnað fólk sem haldið er ofsóknarbrjálæði vegna neyslu. „ Alltaf þegar minnsti grunur er um að menn séu vopnaðir þá klæðast lögreglumenn okkar vest- um,“ segir Ásgeir Karlsson, yfir- lögregluþjónn og yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar. Hann segir að vopnaburður fólks í flkniefna- heiminum hafi greinilega aukist mjög. Ástæðurnar eru ekki endi- lega þær að menn hafi hugsað sér árás heldur segja þeir oftast að vopnin séu „til varnar“ í hinum harða heimi fíkniefna. Sérsveit lögreglu er oftast kölluð til þegar rökstuddur grunur leikur á um að skotvopn séu fyrir hendi þar sem handtökur þurfa að fara fram. -Ótt Málþing um lyf: Stuðla að rettri notkun lyfja Sparisjóðsstjórinn á Ólafsfirði neitar sök: Rétt leiö vandrötuð Lyfjahópur samtaka verslunar- innar og Landlæknisembætið standa fyrir málþingi á Hótel Loft- leiðum á fostudag. Á málþinginu verður fjallað um klínískar leið- beiningar sem stuðla eiga að réttri notkun lyfja. Sigurður Guömundsson land- læknir mun ræða um notagildi klínískra leiðbeininga, Guðmundur Þorgeirsson fjalar um klínískar leið- beiningar og hjartasjúkdóma en Hjörleifur Þórarinsson, formaður lyfjahóps verslunarinnar og fram- kvæmdastjóri GlaxoSmithKline, um klínískar leiðbeiningar út frá sjónarhóli lyfjafyrirtækja. Hjörleifur Þórarinsson segir að ekki megi líta svo á að lyfjanotkun sé röng hér á landi þrátt fyrir yfir- skrift málþingsins. „Það verður að skoða málið í víðara samhengi. Við ætlum að fara yfir ransóknir og vinna að því að allar leiðbeiningar verði eins vandaðar og hægt er og að fólk noti rétt lyf á réttum tíma og á réttan hátt. Það gildir ekki sist um þessar leiðbeiningar og að við eig- um að halda uppi ströngustu gæða- kröfum og koma þannig í veg fyrir ranga notkun lyfja.“ -Kip - vitni sögöu einkum: „Ég man Fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði, Þorsteinn A. Þor- valdsson, neitar öllum sakar- giftum í ákæru ríkislögreglu- stjóra. Þetta kom fram við aðal- meðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Meðferðin hófst sl. mánudag og stóð út miðvikudaginn. Fjöldi vitna svik, bókhaldsbrot og brot á lög- um um ársreikninga. Sam- kvæmt ákærunni eru brotin stórfelld og nemur bótakrafa Sparisjóðs Ólafsfjarðar tæpum 22 milljónum króna ásamt vöxtum. Fram kom í héraðsdómi að Bankaeftirlitið hafði frumkvæði að rannsókn sem varð til þess að sparisjóðsstjóranum var vikið frá störfum. Það var í júní 1997 sem tengjast fjármálum á einn Þorsteinn A. eða annan hátt var kallaður Þorvaldsson. fyrir en rauða linan í svörum þeirra sem grunsemdir kviknuðu fyrst vegna var: „Ég man það ekki.“ brota á árunum 1994-1997 og kom fram Þorsteinn er ákærður fyrir umboðs- í dóminum að fordæmi eru fyrir því að þaö ekki“ sparisjóðsstjórar hafi verið látnir sæta refsiábyrgð. Grunur leikur á að spari- sjóðsstjórinn hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í stórfellda hættu. Sjálfur sagði sparisjóðsstjórinn fyrr- verandi að það umhverfi sem hann hefði starfað í hefði verið mjög óljóst. „Þessar reglur eru mjög loðnar og teygjanlegar út og suður og vandrötuð rétt leið.“ Fjölskipað er í Héraðsdómi Norður- lands eystra og er dóms að vænta inn- an tiðar. -BÞ Perlan fer í sölu Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að fela forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að hefja undirbúning á sölu Perlunnar í Öskjuhlíð. Allir 8 fulltrúar R-list- ans greiddu þessu atkvæði, en 7 full- trúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Sjálfstæðismenn sögðu í greinar- gerðum að þeir væru í sjálfu sér ekki andvígir sölu á Perlunni en vegna þess hvernig málið hefði bor- ið að, og i Ijósi þess að verið væri að beina athyglinni frá vandræðum Línu.Nets, greiddu þeir tillögunni ekki atkvæði sín. R-listinn lét hins vegar færa til bókar að afstöðuleysi sjálfstæðismanna vegna sölu Perlunnar væri ótrúlegt og í mót- sögn við yfírlýsta stefnu flokksins. -gk Nýr sveitarstjóri í Þórshafnarhreppi Björn Ingimarsson, starfsmaður Ráðgjafarstofunnar ehf., hefur verið ráðinn til að gegna starfi sveitarstjóra i Þórshafnarhreppi til loka júní 2002. Þórshafnarhreppur og Ráðgjafarstofan gerðu samning sín á milli um ráðninguna. Athygli vekur að þetta er í annað sinn sem ráðgjafarstofa útvegar bæjarstjóra til tímabundinna verkefna, en nýverið var nýr bæjarstóri sveitarfélagsins Skagafjarðar fenginn með þeim hætti eftir að sá sem fyrir var hætti með skömmum fyrirvara. -kip Hafnarfjörður: Kveikt í barnavagni Nokkrir ungir piltar urðu upp- vísir að því í gær að kveikja i barnavagni í fjölbýlishúsi í Hafn- arfirði. Vagninn var í sameign í kjall- ara hússins og stóð í ljósum log- um þegar slökkvilið kom á vett- vang. Elduinn var snarlega slökktur en talsverður reykur komst upp í stigagang hússins og olli skemmdum auk óþægind- anna. Nokkrir unglingar höfðu í gær viðurkennt aðild sína að þessum verknaði. -gk Reykjavík: Tvö innbrot í vesturbænum Tvö innbrot voru framin seint í nótt í vesturbænum í Reykjavík og liðu ekki nema nokkrar mínút- ur á milli tilkynninga til lögreglu vegna þeirra. í fyrra tilvikinu var tilkynnt um innbrot í matvöruverslun við Bræðraborgarstíg. Lögregla var snör á staðinn og handtók mann í versluninni. Nokkrum mínútum síðar kom tilkynning um innbrot í rakarastofu á Vesturgötu og þaðan var saknað einhverra pen- inga úr peningakassa stofunnar. -gk Veíwib í kvöW $ •V w. y % 4' 181 ISJ 5“ IV % & Búist við stormi Suðvestan 18-25 og skúrir vestan til á landinu en hægari austan til og víða bjart veður noröaustanlands. Suðvestan 13-18 m/s í kvöld. Hiti 3 til 8 stig. IJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.25 15.55 Sólarupprás á morgun 10.03 10.06 Síödegisflóö 19.02 23.35 Árdegisflóö á morgun 07.25 11.58 Skýrmgprá vafturtaltnum J*-- VINOÁTT < HITI -10° VINDSTYRKUR ™ncT i nwtrum i tekúndu f w HBOSKÍRT o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ W w s? RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA i* ÉUAGANGUR RRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR igfgjggs Aðgát skal höfð Agæt færð er um helstu vegi landsins. Víða er mjög hvasst á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Því er betra að hafa varann á sér á feröalögum um þá landshluta. C=1SN)0R ÞUNGFÆRT HALT OFÆRT Skúrir vestanlands Suðvestan 8-13 m/s síðdegis. Skúrir vestanlands en skýjað með köflum austan til. Hiti 3 til 8 stig. jiftsnrjiiissgaf ■-’jlSSB í Vindttr: J Vindur: } . -' 8-13 m/tr*' 3. 10-15,«/, J Hiti 5" til 10” . Hiti 3” tíl 8° Sunnan og suövestan Suövestlæg átt, 8-13 og 10-15. Rlgning og síöan rignlng eöa súld sunnan- skúrlr sunnan- og og vestanlands en annars vestanlands en annars hægarl og úrkomulítiö. Hltl úrkomulitiö. Hltl 3 tll 8 5 tll 10 stlg. stig. Suövestlæg átt og slydduél sunnan- og vestanlands en annars þurrt aö kalla. Hltl 1 tll 6 stlg. rm-i AKUREYRI heiöskirt 12 BERGSSTAÐIR skýjaö 8 BOLUNGARVÍK skúr 7 EGILSSTAÐIR léttskýjað 8 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 8 KEFLAVÍK skúr 8 RAUFARHÖFN heiöskírt 10 REYKJAVÍK skúr 9 STÓRHÖFÐI þokumóöa 8 BERGEN alskýjaö 4 HELSINKI léttskýjaö -1 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 4 ÓSLÓ léttskýjaö 0 STOKKHÓLMUR 1 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNOHEIMUR skýjaö 2 ALGARVE heiöskírt 6 AMSTERDAM skýjaö 8 BARCELONA leiftur 12 BERLÍN skýjaö 7 CHICAGO þokumóöa 14 DUBLIN þokumóöa 7 HAUFAX skýjaö 8 FRANKFURT skýjað 0 HAMBORG léttskýjað 6 JAN MAYEN snjóél -2 LONDON mistur 8 LÚXEMBORG skýjaö 2 MALLORCA léttskýjaö 10 MONTREAL 13 NARSSARSSUAQ snjókoma -2 NEW YORK léttskýjaö 15 ORLANDO alskýjað 18 PARÍS léttskýjaö 0 VÍN léttskýjaö 0 WASHINGTON heiöskírt 7 WINNIPEG heiöskírt -1 ■saHMBBBMai!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.