Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 30
34
íslendingaþættir
Umsjön: KJartan Gunnar Kjartansson
Fólk i fréttum
Birgir ísl. Gunnarsson
bankastjóri Seðlabanka íslands
85 ára_________________________
Jórunn Andrésdóttir,
Hásteinsvegi 39, Stokkseyri.
80 ára_________________________
Sigurður Jónsson,
Hlíöarvegi 26, Kópavogi.
75 ára_________________________
Eiín Eyfells,
Efstasundi 19, Reykjavlk.
60 ára_________________________
Árdís Erla Bragadóttir,
Háaleitisbraut 111, Reykjavík.
Helga Magndís Haraldsdóttir,
Miövangi 41, Hafnarfirði.
50 ára_________________________
Baldur Hjaltason,
Háaleitisbraut 93, Reykjavík.
Gísli Þorláksson,
Blómsturvöllum 5, Grindavík.
Halldór Sigurgeirsson,
Hvannavöllum 2, Akureyri.
Hjalti Jóhannsson,
Giljum, Varmahlíö.
Ingi Kristmanns,
Neöstaleiti 4, Reykjavík.
Kári Pétur Sveinsson,
Austurströnd 6, Seltjarnarnesi.
Kristín Markúsdóttir,
Torfufelli 21, Reykjavík.
Kristín Sigurðardóttir,
Stekkjarbergi 10, Hafnarfirði.
María Rósa Jakobsdóttir,
Eyrarvegi 9, Akureyri.
40 ára_________________________
Aöalsteinn Snorrason,
Vættaborgum 19, Reykjavík.
Auður Kristinsdóttir,
Fögrubrekku 22, Kópavogi.
Bergþór Bjarnason,
HITöarhjalla 63, Kópavogi.
Björn Líndal Gíslason,
Vallargötu 12a, Sandgeröi.
Einar Pálsson,
ísalind 6, Kópavogi.
Erla Halldórsdóttir,
Álfaborgum 21, Reykjavík.
Fjóla Þorvaldsdóttir,
Álfaheiði 44, Kópavogi.
Ingibjörg S. Ingimundardóttir,
Norðurbyggð 21, Akureyri.
Ragnheiður Elsa Busk,
Þelamörk 58, Hverageröi.
Sigríður Friðjónsdóttir,
Lokastíg 1, Dalvík.
Sigurður Ásgrímsson,
Þórsvöllum 1, Keflavík.
Sigurveig Grímsdóttir,
Skógarási 11, Reykjavlk.
Sveinn Víkingur Grímsson,
Rauöalæk 41, Reykjavík.
Birgir ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri hefur mikið ver-
ið í fréttum að undanförnu vegna
vaxtalækkunar og umræðu um
vexti.
Greinin er endurbirt vegna
tæknilegra mistaka sem urðu í
vinnslu blaðsins síðastliðinn
miðvikudag.
Starfsferill
Birgir fæddist í Reykjavík 19.7.
1936. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR 1955, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1961, öðlaðist hdlréttindi
1962 og hrlréttindi 1967.
Birgir var framkvæmdastjóri
SUS 1961-63, starfrækti eigin lög-
mannsstofu í Reykjavík 1963-72,
var borgarstjóri í Reykjavík
1972-78, sinnti ýmsum störfum er
lúta að stjórnmálum 1978-79, var
alþm. Reykvíkinga fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn 1979-91, var mennta-
málaráðherra 1987-88, hefur verið
bankastjóri Seðlabanka íslands
frá 1991 og er formaður
bankastjórnar.
Birgir var formaður Vöku
1956-57, formaður Stúdentaráðs
HÍ 1957-58, var fulltrúi stúdenta í
Háskólaráði 1958-59, í stjórn
Heimdallar 1956-62 og formaður
1959- 62, í stjóm fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
1960- 62, í stjórn SUS 1961-69 og
formaður 1967-69, í flokksráði
Sjálfstæðisflokksins frá 1965, í
miðstjórn flokksins 1973-91, for-
maður framkvæmdastjórnar Sjálf-
stæðisflokksins 1979-87, borgar-
fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík 1962-82 og jafnframt í
borgarráði og átti sæti í ýmsum
nefndum borgarinnar, s.s. launa-
málanefnd, heilbrigðismálaráði,
hafnarstjórn og skipulagsnefnd.
Hann sat í stjóm Landsvirkjunar
1965-91, var formaður Stúdentafé-
lags Reykjavíkur 1966-67, formað-
ur stóriðjunefndar 1983-87, sat í
flugráði 1984-86 og var formaður
nefndar um löggjöf og áætlun um
flugvelli 1984-86, formaður sendi-
nefndar Alþingis hjá þingmanna-
samtökum NATÓ 1983-87, í sendi-
nefnd íslands á allsherjarþingi Sþ
1980 og 1988, í stjórn Skógræktar-
félags Reykjavíkur frá 1989, hefur
setið í sóknarnefnd Hallgríms-
kirkju og hefur verið formaður
þróunarnefndar HÍ.
Fjölskylda
Birgir kvæntist 6.10. 1956 Sonju
Backman, f. 26.8. 1938,
skrifstofustjóra í skóla ísaks Jóns-
sonar. Foreldrar hennar eru Ingi-
mar Karlsson, málarameistari í
Reykjavík, látinn, og Alda Carl-
son, húsmóðir í New York.
Börn Birgis og Sonju eru Björg
Jóna, f. 24.2. 1957, námsráðgjafi
við Háskólann í Reykjavík. Björg
var gift Bjarna Haraldssyni og
eiga þau þau tvö börn. Þau skildu.
Sambýlismaður Bjargar Jónu er
Már Vilhjálmsson, rektor
Menntaskólans við Sund.
Gunnar Jóhann, f. 19.10. 1960,
hæstaréttarlögmaður í Reykjavík,
var kvæntur Soffíu Thorarensen,
og eiga þau tvö börn; Birgi ísleif,
f. 22.8. 1980, og Unni Elísabetu, f.
12.10. 1984. Eiginkona Gunnars
Jóhanns er Ragnheiður
Guðmundsdóttir textílhönnuður.
Þau eiga eina dóttur, Katrínu
Björk, f. 17.7. 1994.
Lilja Dögg, f. 17.10. 1970.
Ingunn Mjöll, f. 17.10. 1970. Hún
var gift Kolbeini Guðjónssyni og
eiga þau eina dóttur, Björgu
Sóleyju. Sambýlismaður Ingunnar
Mjallar er Viktor Eðvaldsson
viðskiptafræðingur.
Systir Birgis er Lilja Jóhanna, f.
1.10. 1940, húsmóðir í Reykjavík,
gift Guðlaugi Stefánssyni kennara
og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Birgis eru Gunnar
Espólín Benediktsson, f. 30.6. 1891,
d. 13.2. 1955, hrl. og forstjóri í
Reykjavík, og k.h., Jórunn ísleifs-
dóttir, f. 2.10. 1910, húsmóðir, sem
er látin.
Ætt
Hálfsystir Gunnars, samfeðra
var Sigríður, amma Gunnars Guð-
mundssonar, prófessors í læknis-
fræði, og langamma Guömundar
Magnússonar, forstöðumanns
Þjóðmenningarhúss. Hálfbróðir
Gunnars, samfeðra, var Hallgrím-
ur, prentsmiðjustjóri hjá Guten-
berg.
Gunnar var sonur Benedikts,
gullsmiðs á Laxnesi í Mosfells-
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001
I>V
sveit, Ásgrímssonar, b. á Laxnesi,
Jónssonar, b. á Laxnesi, Eyjólfs-
sonar. Móðir Benedikts var Sig-
ríður, systir Jóhanns, fóður Ólaf-
íu, rithöfundar og kvenréttinda-
konu. Sigríður var dóttir Bene-
dikts, pr. á Mosfelli, sem Messan á
Mosfelli eftir Einar Benediktsson
er ort um. Benedikt var sonur
Magnúsar, klausturhaldara í
Þykkvabæjarklaustri, Andrésson-
ar, og Helgu Ólafsdóttur, systur
Ingibjargar, langömmu Guðmund-
ar, afa Guðmundar í. Guðmunds-
sonar, ráðherra og langafa Davíðs
Á. Gunnarssonar ráðuneytisstjóra
og Hauks Helgasonar, fyrrum að-
stoðarritstjóra DV.
Móðir Gunnars var Lilja Jó-
hanna Gunnarsdóttir, útvegsb. í
Eyrarkoti í Vogum Jónssonar og
Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Faðir Jórunnar var ísleifur,
skipstjóri og fiskmatsmaður í
Hafnarfirði, Guðmundsson, b. í
ívarshúsum í Garði, bróður Gunn-
varar, móður Gunnars M. Magn-
úss rithöfundar. Guðmundur var
sonur Árna, hreppstjóra á Meiða-
stöðum í Garði, Þorvaldssonar.
Móðir Jórunnar var Björg, syst-
ir Björns, afa Björgvins banka-
stjóra og Björns Vilmundarsona.
Björg var dóttir Gísla, sjómanns á
Bakka við Reykjavík, Björnsson-
ar, á Bakka, bróður Jakobs,
langafa Birgis Þorgilssonar, fyrrv.
ferðamálastjóra, og Sigrúnar,
móður Árna Mathiesens sjávarút-
vegsráðherra. Björn var sonur
Guðlaugs, b. á Hurðarbaki i Kjós,
Ólafssonar, b. á Hurðarbaki, ís-
leifssonar, bróður Jóns í Stóra-
Botni, langafa Vigdísar, ömmu
Sigmundar Guðbjarnasonar,
fyrrv. háskólarektors. Jón er
einnig langafi Ingibjargar, ömmu
Þórðar Harðarsonar prófessors og
langömmu Flosa Ólafssonar leik-
ara. Móðir Björns var Margrét
Torfadóttir, b. í Ánanaustum, Jó-
hannssonar, bróður Sigurðar,
langafa Klemens landritara, föður
Agnars, fyrrv. ráðuneytisstjóra.
Gunnar Sölvi Sigurösson frá
Hvammstanga, til heimilis að Akraholti,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 14.11.
Hrönn Viggósdóttir, Þykkvabæ 8 I
Reykjavík, lést á Landspítala Hringbraut
13.11.
Sigurður M. Jónsson, Skeiðarvogi 22 I
Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum 13.11.
Þóra Ólafsdóttir, Laxárdal, Þistilfiröi, til
heimilis á Hrafnistu I Hafnarfirði, lést
14.11.
Erling Georgsson, Flyðrugranda 6 I
Reykjavlk, lést 13.11.
Merkir islendingar
Jón Sveinsson (Nonni) fæddist 16. nóvem-
ber 1857. Hann var sonur Sveins Þórarins-
sonar, amtskrifara á Möðruvöllum í Hörg-
árdal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur.
Nonni ólst upp á Akureyri en var boð-
in námsdvöl í Frakklandi og fór utan
1870. Hann dvaldi fyrst i Kaupmanna-
höfn en lauk siðan stúdentsprófi frá
Collége de la Providenee, Jesúítaskóla i
Amiens í Frakklandi, 1878. Þá lærði
hann heimspeki og nam guðfræði i
Ditton-Hall í Lancashire á Englandi.
Hann vígðist prestur í Jesúítareglunni
1891 og var kennari við St. Andreas Colleg-
ium í Ordrup í Danmörku til 1912. Þá gerðist
hann rithöfundur og flutti fyrirlestra víða um
heim, mest um ísland, sögu þess og bókmenntir.
Jón Sveinsson (Nonni)
Bamabækur Nonna um bemskuár hans við Eyja-
íjörðinn urðu mjög vinsælar í Þýskalandi og víðar
í Evrópu og voru þýddar á þriðja tug tungumála.
Nonni kom til íslands 1894 og ári síðar átti
hann samstarf við kaþólska biskupinn í Dan-
mörku, Johannes von Euch, um fjársöfnun
fyrir holdsveikraspitala á íslandi. Danskir
Oddfellow-bræður stofnuðu slíkan spítala í
Laugarnesi 1898 en söfnunarfé Nonna rann
til stofnunar Landakotsspítala. Hann kom
aftur til íslands á Alþingishátíðina 1930 i
boði ríkisstjórnarinnnar.
Nonnasafn á Akureyri er bernskuheimili
Nonna og á þjóðdeild Þjóðarbókhlöðunnar í
Reykjavík er sérsafn Nonna þar sem sjá má bréf
hans, skjöl og rit á hinum ýmsu tungumálum.
Hann lést 1944.
Björg S. Ólafsdóttir, Fellsmúla 9 I
Reykjavik, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju 16.11. kl. 15.
Marta Kristjánsdóttir,
Munkaþverárstræti 2 á Akureyri, verður
jarösungin frá Akueyrarkirkju 16.11. kl.
13.30.
Benedikt Orri Viggósson, Sogavegi 162
I Reykjavík, veröur jarösunginn frá
Grafarvogskirkju 16.11. kl. 13.30.
s
jjrval
- gott í hægindastólinn
s m á
il iiÍi il
a
u g I
ý s i n
g a
r n a r
n á a
t h y g I i
550 5000