Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 37 !OV Eiríkur á föstudegi 101 í París þariscope © iistíat Út um allt í París Pariscope hampar 101 Reykjavík. Auglýs- ing fyrir kvikmynd- ina 101 Reykjavík birtist á forsíðu franska menningar- tímaritsins Pariscope sem dreift er um alla Parísarborg með kynn- ingarefni um það helsta sem í boði er i menningu og skemmtun borgarinnar. Victoria Abril, aðal- stjarna myndarinnar, sleikir putta og Hilmir Snær er við að geispa golunni í snjóskafli undir fyrir- sögninni: Gamanmynd frá íslandi i litum eftir Baltasar Kormák. Innan um kynningar á öðru menningar- efni er kvikmyndin sögð byggð á bók eftir vinsælan, íslenskan rit- höfund. Eða eins og segir í franska textanum: „Anti-héros, la trentaine, décidé a ne pas devenir adulte, un homme vit chez sa mére. Ses noumbreuses conquetes féminines ne l’incitent pas á la vie de couple... Sýningar á 101 Reykjavík eru auglýstar 1 sjö kvikmyndahúsum í París og alls staðar er hún bönnuð innan 12 ára. Jólaótti Jólasveinninn Óvíst hversu þungur pokinn veröur í ár. Þráinn 77/ Tvíhöföa. Arvökull Dan Sommer fylgist grannt meö - ekkert má skaöa viöskiptavininn. íslenskt fyrirtæki með lífverði um allan heim: Þekkjast á augnaráðinu - ekki dökkum gleraugum og svörtum jakkafötum Smásölufyrir- tæki hafa verið að falla í verði á verðbréfamörk- uðum í Banda- rikjunum af ótta manna við að jólaverslun verði minni í ár en endranær. Síð- ustu fréttir herma þó að markaðurinn sé á uppleið og munar þar mestu um aukna bflasölu vestanhafs. Ótt- ann við samdrátt í neyslu má rekja til hermdarverkanna í New York og Washington 11. september. Þríhöfði Tvíhöfði hefur ráðið sér nýjan aðstoöarmann í útvarpsþátt sinn sem sendur er út á hverjum morgni á Radió - X. Sá heitir Þrá- inn Steinsson og hefur áratuga- reynslu í útsend- ingum á útvarps- efni. Er Þráinn af mörgum talinn besti útsending- arstjóri landsins. „Það er ekkert nýtt undir sól- inni. Ég er biiinn að fara allan hringinn, frá Tveimur með öllu og niður eða upp í Tvíhöfða,“ segir Þráinn sem ekki ætlar að aðstoða Tvíhöfða á almennum skemmtun- um. „Ég verð aldrei þriðja hjólið,“ segir hann. Leiðrétting Vegna frétta um þrjár mismunandi tUlögur að nýju nafni á Samfylking- una skal áréttað að íjórða tillagan hef- ur alls ekki verið kynnt tU jafns við hinar. Hún gerir ráð fyrir að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í SUKK (Samtök umbótasinnaðra karla og kvenna). Leiðréttist þetta hér með. GEÖ öryggisþjónusta ehf. hefur keypt breska lifvarða- fyrirtækið World Federation of Bodyguards í Englandi og er fyrir bragðið með 500 líf- verði á sínum snærum viða um heim. Starfsemin er tak- mörkuð hér á landi en blómgast í Rússlandi, Mexíkó, Suður-Afriku, Eng- landi, Spáni og á Ítalíu. Eig- endur fyrirtækisins eru Jó- hann Óli Guðmundsson (áður Securitas) og Dan Sommer, þrautþjálfaður lífvörður af dönskum uppruna sem hefur verið búsettur hér á landi með hléum frá 1988. Dagurinn 44 þúsund „Þetta er dýr þjónusta. Dagurinn hér heima kostar 44 þúsund krónur með virðisaukaskatti en best og mest eru viðskiptin í Mexíkó enda er það „high risk country". Þá er meira en nóg að gera í Rússlandi," segir Dan sem á 20 prósent í fyrirtækinu á móti Jóhanni Óla sem á 80 prósent. Dan segir að starfinu fylgi lífs- hætta erlendis og í Rússlandi sé dauði lífvarða nær því daglegt brauð. Ef handsprengja komi rúllandi i átt að viðskiptavini sé ekk- ert annaö að gera fyrir lífvörð en að kasta sér yfir hana. Starfið fari þó að mestu fram í höfðinu við að fyrir- Jóhann Oli Meö lífvaröa- sveitir í mörgum löndum. að byggja að handsprengjan eða byssukúla komist í tæri við viðskiptavinina: Sendiráösveislur „Lífverðir þekkjast ekki á sólgleraugum og svörtum jakkafötunum. Þannig er það er bara í bíómyndum. Sjálfur þekki ég lífvörð alltaf á augnaráðinu. Hann er alltaf að fylgjast með og horfir annað en aðrir,“ seg- ir Dan sem hefur haft nóg gera hérlendis eftir árásina á Manhattan og Pentagon 11. septem- ber síðastliöinn. Sendiráðin í Reykjavík hafa keppst við að fá hann til að halda námskeið um allt sem lýtur að öryggi og sér hann ekki fyrir endann á þeim óskum öll- um. Þá færist það í aukana að sendi- ráðin ráði lífverði þegar þau halda veislur og vilja hafa vaðið fyrir neð- an sig. Peningar í Nígeríu „Það geta verið miklir peningar í langtímaverkefnum eins og aö gæta olíuleiðslu í Nígeríu. Hér heima tengjast lifvarðaverkefnin helst frægum útlendingum sem hingað koma eða óuppgerðum dómsmálum þar sem menn telja sig ekki örugga einhverra hluta vegna,“ segir Dan sem kallar ekki allt ömmu sína. :4 Frétt um hálsbindi Skiptar skoöanir á þingi. Rétta myndin IMM Bjöm Brynjúlf- ur Björnsson Sá sætasti. Gunnar Eyjólfsson „Old flame“. ÁgÚSt Guðmundsson Kemur alltaf aftur. Ómar Ragnarsson Gegnheill meö brotna styttu. Jón Gnarr Einlægur í leikaraskap sínum. Þorfinnur Guðnason Eins og Nick Nolte. □ a Toppsex-listl Kollu bygglr á greind, útgelslun og andlegu menntunarstlgl þelrra sem á honum eru. Nýr llsti næsta fóstudag. Tískulögga vill bindi Svavar Örn Svavarsson, hár- greiðslumeistari og tískuhönnuð- ur, er mótfallinn því að alþingis- mönnum verði ekki lengur gert skylt að nota hálsbindi við störf sín í þingsölum: „Mér finnst til bóta og reyndar flott að hafa „dress-code“ á þingi. Háisbíjridi ógna * iýdræðinu \ Svavar Orn Þverslaufan vond. Blessaðir alþingismennirnir eru ekki mjög smart fyrir og bindið gerir þá oft flna sé það rétt valið," segir Svavar örn sem sjálfur notar aldrei bindi enda ekki í stjórnmál- um. „Ég tók hins vegar eftir því að Össur Skarphéðinsson hætti að nota slaufu og fékk sér bindi þegar hann tók við formennsku í Sam- fylkingunni. Ég vildi vita hvers vegna.“ Svavar Örn segist ekki hrifinn af þverslaufum: „Það er eins og menn með slaufur hafi lesið yfir sig. Þeir verða eitthvað svo óeðlilega gáfu- legir og það er ekki smart." Símaæðið í algleymingi: 30 prósent aukning í GSM íslendingar tala 30 pró- sent meira í GSM-síma í dag en þeir gerðu fyrir ári. Um leið hefur notkun á al- mennum talsímum dregist saman um 5 prósent. Gert er ráð fyrir að þróunin haldi áfram og ef svo held- ur fram sem horfir þá á GSM-síminn eftir að út- rýma gamla talsímanum áður en langt um líður. „Það eru 210 þúsund virk GSM-símanúmer i notkun í landinu en þess ber að gæta að margir eru með fleiri en eitt númer. Talsímarnir eru hins vegar 106 þúsund og hefur fækkað um þúsund frá því í fyrra,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- stjóri Símans, sem sjálf er með fjög- Heiörún á Sím- anum 210 þúsund virk GSM-númer í landinu. ur símanúmer. „Við send- um út 210 þúsund símreikn- inga í mánuði og viðskipta- vinir okkar senda 200 þús- und SMS-skilaboð á dag.“ Að meðaltali má gera ráð fyrir að á hverju islensku heimili sé einn talsími og tveir GSM-símar. Útgjöld heimilanna vegna síma- notkunar hafa rokið upp þó tölur Símans sýni annað. Hófleg símanotkun eldra fólks dregur meðaltalið nið- ur en ljóst er að fólk sem greiddi um 3.500 krónur í símreikn- ing fyrir fimm árum er nú almennt komið upp fyrir 10 þúsund krónur í símakostnaði og 20 þúsund króna símreikningar eru ekki óalgengir. Grátt gaman Flugleiöaþota er notuö í samsettri mynd sem birt er á sænskri vefsíöu og á aö sýna árás hermdarverkamanna á sænska sveit. Þotan stefnir til jaröaryfir grænum ökrum þar sem búfé er á beit. Hvers vegna Flugleiöaþota? Ekki vitaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.