Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 16
16 Menning Torfi K. Stefánsson Hjaltalín gefur út sögu Möðruvalla í Hörgárdal: Sjö stórbrunar Torfi K. Stefánsson Hjaltalln guðfræöingur hefur gefið út sögu höfuðbólsins MöðruvaUa í Hörgárdal í tveimur stórum bindum undir samheitinu Eld- ur á Möðruvöllum. Nær fyrra bindið fram til miðrar 19. aldar en hið Síðara endar 1937 þegár íbúðarhús brann á staðnum. Skrár yfir presta ná þó til sam- tímans. Viðeigandi er að sagan skuli enda á bruna því bnmar eru rauði þráðurinn í verkinu eins og nafnið bendir til. „Já, það er talað einum sjö sinnum um stóra bruna á staðnum," segir Torfl. „Fyrst brann klaustrið sem var reist 1296. Það brann 1316 og er sagt frá þvi í þekktu leikriti eftir Davíð Stefánsson, Munkarnir á Möðruvöllum. í Biskupasögum, sem er frumheimildin, er sagt frá því að munkarnir hafi farið óvarlega með eld þegar þeir komu drukknir úr kaupstað. Svo brann sýslu- mannssetrið 1712, það var mikill bruni og brunnu nánast öll hús á staðnum. Til eru lýsingar á því af öðrum sýslumanni sem var fenginn til að meta tjónið svo að ábúandinn þyrfti ekki sjálfur að borga fyrir uppbyggingu staðarins. Árið 1783 verða Möðruvellir amtmannssetur og brennur bústaður amtmanns tvisvar. Fyrst brann íbúðarhús amtmanns 1826, timb- urhús frá 1788, og eftir það var reist hið þekkta hús Friðriksgáfa sem Friðrik konungur 6. gaf ís- lendingum. Jónas Hallgrímssön orti um það hús og Tómas Sæ- mundsson kom þangað þegar ver- iA t7o„ oR U„agja það 0g ■ „dægilega jt“. En údðriks- gáfa brann 874 og eftir i íluttist aannssetr- Muireyrar. íllir höfðu amtmanns- íundrað ár og þar sátu merkismenn eins og Bjarni Thorarensen skáld. Þar orti hann til dæmis erfiljóðið um Odd Hjaltalín, ást- arkvæðið „Kysstu mig aftur" og fleira gott.“ Torfi gerir ítarlega úttekt á þeim einstaklingum sem verið hafa á Möðruvöllum, högum þeirra, sam- skiptum þeirra og útistöðum við menn og atvikum sem urðu í þeirra tíð. Drjúgur bókarhluti fjallar um tímabil Bjarna Thorarensen amtmanns á staðnum og skáldskap hans. En áfram með brunasöguna: Torfi K. Stefánsson Hjaltalín Saga staðarins er um leið þjóðarsaga. „Kirkjan á Möðruvölium brann 1865,“ heldur Torfi áfram, „kirkjan með hattinn, fyrsta timbur- kirkja með forkirkjuturni á íslandi. Hann var ný- lega reistur, mjög fallegur turn eins og sjá má í bak- grunni á þekktri mynd eftir danska málarann F. C. Lund af stúlku sem talin er hafa verið dóttir Skáld- Rósu. Eftir brunann var reist kirkjan sem enn stendur, og þykir ein fallegasta timburkirkja á landinu. Hún er elsta byggingin á staðnum núna. Eftir að amtmannssetrið var flutt var reistur skóli á Möðruvöllum sem tók til starfa 1880, fyrsti gagn- fræðaskólinn á íslandi, byggður á rústum Friðriks- gáfu sem reyndar takmarkaði stærð hans. Hann var forveri Menntaskólans á Akureyri, en skóla- húsið brann 1902 og þá var skólinn fluttur til Akur- eyrar.“ Loks brann svo íbúðarhúsið 1937 eins og áður gat - og þá er ekki lengur undarlegt að verkið skuli heita Eldur á Möðruvöllum! „En þá á ég alveg eftir að tala um óeiginlegan bruna á staðnum," segir Torfi, „því þarna gerist mikil átakasaga. Þetta var höfuðból í tíu aldir og í raun og veru er saga staðarins um leið þjóðarsaga því þarna var eitt aðalstjórnsýslusetur á landinu um skeið.“ Torfi þurfti ekki að útskýra frekar hvað hefði „kveikt í honum“ við þetta efni, en hann var þjón- andi prestur rúman áratug á Möðruvöllum og sýndi gestum staðinn og fræddi. Heimildir hans eru fyrst og fremst prentaðar bækur og vandlega er getið heimilda í verkinu auk þess sem nafnaskrár eru í báðum bindum. Flateyjarútgáfan gefur út. Tónlist Smágert víravirki Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar í Listasafni íslands á mánudagskvöldið. Á efnisskránni voru eingöngu verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, hið elsta frá árinu 1976 en hið yngsta frá 1998. Hófust tónleikarnir á því að Kammersveitin lék Filigree frá árinu 1993 sem samanstendur af mínímalískum stefbrotum er minna töluvert á hinar svokölluðu Hanon-fingraæf- ingar fyrir píanista. Umhverfis þær hefur tónskáld- ið spunnið þéttan vef þar sem öllum hljóðfærum kammersveitarinnar er gert álíka hátt undir höfði. Sumum kann að hafa fundist útkoman dálítið svip- laus, enda er dramatísk framvinda lítil sem engin. Hún á hins vegar ekki að vera það, tónlistin er fyrst og fremst hugsuð sem nokkurs konar skrautmynst- ur, eða smágert víravirki, en það er einmitt merk- ing enska orðsins „filigree". Filigree er ágætlega skrifað tónverk, formuppbyggingin er skýr og það ferli sem er greinanlegt í tónlistinni er rökrétt og lætur vel i eyrum. Ekki ósvipuð var næsta tónsmíð á efnisskránni, Dulcinea (1996) fyrir gítar og strengjasveit, en þar var Guðmundur Pétursson í einleikshlutverki. Rétt eins og Filigree er Dulcinea áferðarfallegt verk, nánast sætt, enda þýðir orðið Dulcinea „kærasta". Guðmundur lék á gítarinn af öryggi og var við- kvæmt styrkleikajafnvægi gítars og strengjasveitar eins og best verður á kosið. Mun meiri átök áttu sér stað í Wiblo (1976), enda hálfgerður konsert fyrir horn, píanó og strengja- sveit. Wiblo er skammstöfun úr nafni feðganna og tónlistarmannanna Wilhelm og Ib Lansky-Otto, en í tónleikaskránni var sagt aö tónskáldið hefði verið nemandi Wilhelms og leikfélagi Ibs á róluvellinum á Freyjugötunni. Verkið er samið til heiðurs þeim feðgum og spilaði Anna Guðný Guðmundsdóttir listavel á slaghörpuna, en Jósef Ognibene ekki síð- ur vel á hornið. Hver einasti tónn sem úr horninu kom var hreinn og vel mótaður, og ómur píanósins var ávallt tær og í góðu jafnvægi. Wiblo er við- burðarík tónsmíð með auðskiljanlegu dramatísku ferli, en átökin sem eiga sér stað í tónlistirini eru þó aldrei ofstopafull, enda flngerð og hófstillt efnistök meðal helstu einkennismerkja Þorkels sem tón- skálds. Tvö verk enn voru flutt á tónleikunum, Umleik- ur (1998) fyrir fiðlu og kamm- ersveit og Af mönnum (1988) fyrir kammer- hóp. Ég hef ný- lega flallað um síðarnefndu tónsmíðina, sem Kammer- sveit Reykjavík- ur flutti í Hátíð- arsal Háskóla íslands fyrr í haust, og óþarfl að bæta þar nokkru við. En Um- leikur er falleg og litrík tónlist sem þægilegt var að hlusta á, enda var einleikur Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara sérlega smekkvís og vandaður. Hið sama verður sagt um leik Kammersveitarinnar í heild sinni, hann var ávallt vel ígrundaður og snyrtilegur, og voru þessir tónleikar ágæt skemmt- un. Jónas Sen Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld Fíngerð og hófstillt efnistök eru meðal helstu einkenna hans. Bókmenntir Veröld sem var í nýjustu skáldsögu Stefáns Mána, Hótel Kalifomía, göng- um við inn í tíma og samfélag sem er nálægt okkur en fær samt á sig blæ hins liðna og horfna. Sagan gerist snemma á níunda áratugnum í smábæn- um Gömluvík við Djúpaflörð, þar sem aðalpersónan vinnur á hausara í vélasal eina frysti- hússins á staðnum. Þegar umhverfi bæjarins er lýst í upphafi sögunnar er eins og reynt sé að gefa þessum bæ allegóríska vídd. Örnefni eins og Gamlavík, Djúpifiörður og Tveggjafiskavatn gefa tilfinningu fyrir staðleysu, líkt og þessi bær sé í senn allir smábæir - og ekki til. Öll lýsingin á samfélaginu í Gömluvík er sann- færandi og vel gerð, þótt hún fari stundum hættu- lega nálægt klisjunum. Þama er á ferð fólk og týp- ur sem maður þekkir, og mátti sennilega finna í hverju frystihúsi á níunda áratugnum. Út við sjón- deildarhring er svo Reykjavík, Pan-hópurinn og pönkið. En saga Stefáns Mána er ekki saga af samfélagi eða saga dæmigerðs einstaklings á nokkurn hátt. Þvert á móti. Aðalpersóna Hótel Kaliforníu er mað- ur eða drengur sem er á skjön við umhverfi sitt. Hann er gáfaður á bókina, en hefur ekki getað fylgt því eftir og er lentur í endurtekningarsömu og til- breytingarlausu lífi í frystihúsinu þar sem hann á lítiö sem ekkert sameiginlegt með fólkinu sem DV-MYND TEITUR Stefán Máni Aöalpersóna hans hefur sérkennilega og persónulega rödd. hann umgengst. Öll samskipti hans við aðra em á yfirborðinu eða byggjast á misskilningi. Hann er vonlaus í kvennamálum; einu vinirnir sem hann á hafa þann metnað helstan að panta nóg brennivín með póstinum fyrir næstu helgi. Hótel Kalifornía er, líkt og síðasta bók Stefáns Mána, Myrkravélin, feikilega vel skrifuð. Honum tekst að ljá aðalpersónunni sérkennilega og per- sónulega rödd, sem einkennist af bókmáli sem stundum snýst í meðvitaða ofvöndun. Allt gerir þetta rödd sögumannsins, sem er vel gefinn en óþjálfaður i ritmennsku, einkar sannfærandi. Eina brotalömin á frásagnaraðferðinni er sú að þaö er erfitt að sjá hvenær og hvernig þessi frásögn á að hafa ratað á blað. Þau heimsslit sem boðuð eru í lok bókarinnar gefa okkur ekkert svar við því, og þetta gerir það að verkum að sagan svífur svolítið í lausu lofti, lokuð inni í sjálfri sér. Sagan er krökk af biblíutilvísunum, ekki sist í nöfnum sögupersónanna. Aðalpersónan og vinir hans Aron og ísak eru uppnefndir Vitringarnir þrír. Einn fyllirístúrinn varir í fiörutíu daga og flöratíu nætur og hann á í sérstöku sambandi við flárhjörð sem er í eigu Jóns guðsmanns nokkurs. Sjálfur er hann nafni fyrsta kristna pislarvottsins. Konurnar í lífi hans heita svo Sara, Anna og Rebekka, og vinnufélagarnir allir Pétur og Páll. Það er ekki auðvelt að ráða fram úr þessum nöfn- um þótt mann hljóti að gruna að þau vísi á eitt- hvert táknrænt samhengi. Líkt og í síðustu bók Stefáns Mána er persónu- lýsingin aðal sögunnar. Það sem vefst fyrir mér er hins vegar hvaða erindi þessi persónulýsing á við okkur. Hún hvílir einhvern veginn í sjálfri sér, án þess að tengjast neinu öðru. I lok bókarinnar verð- ur svo sparsemin í miðlun upplýsinga of mikil, eyð- urnar í frásögninni vekja ekki spurningar heldur loka á þær. Þorpið og þorparinn hverfa inn í sjálf sig án þess aö okkur verði fullkomlega ljóst hvaða erindi þau áttu við okkur. Jón Yngvi Jóhannsson Stefán Mánl: Hótel Kalifornía. Forlagiö 2001. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 _______________________ Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Bókatíðindi 2001 Aðalhandbók þessa árstíma er komin út: Bókatíð- indi 2001. Þar eru kynnt 486 verk, m.a. 57 íslensk skáldverk, skáldsögur og smá- sögur fyrir fullorðna og hafa aldrei verið fleiri. Ljóðabókum flölgar, þær eru 32 í þessum Bókatíö- indum en voru 30 á síðasta ári. Is- lenskar barnabækur eru nú 49 sem er svipað og á árabilinu 1997 til 1999 en heldur færra en á síðasta ári. Þá koma út 37 ævisögur og viðtalsbækur á þessu ári. Hluti bókanna eru endurút- gáfur og talsvert er um hljóðbókaút- gáfu á útkomnum skáldsögum. Fjöldi handbóka vekur athygli. í ár koma út 66 handbækur sem er talsvert meira en undanfarin ár. í þessum flokki kennir ýmissa grasa og má með- al annars finna allmargar bækur um hjónaband, ást, vináttu og kynlíf. Bæk- ur um stjörnuspeki, spádóma og list- ina að spá eru einnig I þessum flokki og flöldi bóka með safni spakmæla. í Bókatíðindum er gefið upp leið- beinandi verð bóka. Það nær allt frá 290 krónum fyrir litla barnabók upp í tæplega tuttugu þúsund fyrir viða- miklar fræðibækur. Bækur eru á svip- uðu verði og verið hefur undanfarin ár. Skriðdýrastofan Skriðdýrastofan er önnur bókin „Úr bálki hrakfalla" eftir hinn vinsæla banda- riska bamabókahöf- und Lemony Snicket. Bækurnar fialla um afskaplega óheppin systkini sem missa foreldra sina og flækj- ast á milli undarlegra ættingja. Þegar fyrstu bókinni um Baudelaire-munað- arleysingjana lauk voru systkinin heimilislaus eftir óskemmtilega vist hjá frænda sínum, Ólafi greifa. I Skrið- dýrastofunni er þeim komið fyrir hjá nýjum ættingja, skriðdýrafræðingnum Montgomory Montgomory, þar sem hversdagurinn snýst um eiturnöðrur og skröltorma. Þar virðist lífið brosa við þeim - en er allt sem sýnist? Lúmsk skemmtisaga fyrir böm sem kalla ekki allt ömmu sína, skreytt æv- intýralegum teikningum Brett Helquist. Helga Sofiia Einarsdóttir þýðir bók- ina og Mál og menning gefur út. í stressi JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina Stelpur í stressi eftir breska verðlaunahöf- undinn Jaqueline Wil- son. Þetta er ný bók eftir sama höfund og Stelpur i strákaleit sem hlaut frábærar móttökur á síðasta ári og segir frá Ellie, flölskyldu hennar og vinum. Jacqueline Wilson nýtur mik- illa vinsælda og virðingar fyrir bækur sínar handa börnum og unglingum og til dæmis var þessi bók tilnefnd til Shefiield bamabókaverðlaunanna og Bresku bamabókaverðlaunanna. Þórey Friðbjörnsdóttir þýddi. ísland ríkast? ísland er þegar með ríkustu löndum heims. En það getur orðið ríkast, segir Hannes H. Gissurar- son prófessor, i bók- inni Hvernig getur ísland orðið ríkasta land í heimi? Hann lýsir auðlegð þjóö- anna í aldanna rás og sýnir fram á tengsl atvinnufrelsis og hagsældar. Hann rekur sögu íslendinga úr fátækt í bjargálnir og tekur dæmi af litlum löndum á jaðri stórra markaða sem hafa hagnast af því að lækka skatta og veita alþjóðlega flármálaþjónustu. Hannes vill að ísland fylgi fordæmi þessara landa - svo sem Lúxemborgar, írlands, Manar og Ermarsundseyja - og örvi atvinnulíf framtiðarinnar með því að lækka stórlega opinberar álögur á fyr- irtæki, og laða að erlent flármagn og fýr- irtæki. Nýja bókafélagið gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.