Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 14
14 Neytendur FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 I>V Verðkönnun ASÍ og Manneldisráðs: Sætindi og kjöt hækka matarreikninginn - og hollur matur ódýrari I vikunni voru niöurstöður verð- könnunar á matvöru, sem gerð var af Manneldisráði og ASÍ, kynntar. Þrátt fyrir' töluverða umræðu um hátt verð á hollustuvöru, svo sem grænmeti, kom í ljós að ódýrara er að fylgja ráðleggingum um hollustu- fæði en kaupa þann mat sem er að finna í meðalneyslu íslenskra f]öl- skyldna samkvæmt könnunum Manneldisráðs. í könnuninni voru útbúnar tvær matarkörfur, hollustukarfa og með- alkarfa, og verð þeirra kannað í helstu matvöruverslunum á höfuð- Hollustukarfa * Öll næringarefni og matvæli í samræmi við ráðleggingar og manneldismarkmið. * 500 g af ávöxtum, grænmeti og kartöflum á dag. * 2-3 mjólkurskammtar á dag. * Fiskur tvisvar til þrisvar í viku. Meðalkarfa * Meðalneysla samkvæmt könnunum Manneldisráðs. 315 g af ávöxtum, grænmeti og kartöflum á dag. * Meira af kexi, kökum, sæl- gæti og gosi en í hollustukörfu. * Tveir til þrír mjólkurskammt- ar á dag - en feitari og sætari vör- ur. * Meira af kjöti en minna af fiski og baunum. borgarsvæðinu. Tekið skal fram að verð þetta miðast við 15. október sl. og hefur getað breyst siðan þá. Matarkostnaður á mann er um 15.500 kr. á mánuði sé miðað við meðalkörfuna en rúmar 14.000 kr. í hollustukörfu. Munurinn er 9,3%. Þetta eru háar upphæðir því sam- kvæmt þeim kostar frá 56.196 kr. til 61.948 kr. að fæða fjögurra manna fjölskyldu á mánuði. Og þessar tölur eru eingöngu fyrir nauðsynlega hitaeiningaþörf, eða 2000 kcal/dag, sem er meðalþörf allra aldurshópa. Flestir karlar og ungt fólk þurfa að borða töluvert meira en sem þessu nemur en konur og böm minna. Gert er ráð fyrir að ekki neitt fari til spillis. í körfurnar vantaði krydd, salt, kaffi, te og aðra slíka hluti. Óþarfi er að taka fram að kjöt, fitkur, ogg mjólk og ostar og baunlr ávaxtir, graanmeti og kartöflur brauö og annaö kornmeti kökur og kex sykurvörur, saelgœti, nasl og gos HOLLUSTUKARFA MEÐALKARFA Vöruval * Hliðstæð matvæli valin í báð- ar körfur * Engin tilbúin matvæli * Ekkert krydd, kaffi eða te * Gert er ráð fyrir að allur mat- ur í körfunum sé borðaður, nema hýði o.þ.h. * Um 2000 kcal/dag í báðum körfum (nálægt meðalþörf allra aldurshópa) hreinlætisvörur eru ekki með í þessum útreikningum. Ætíð var valin ódýrasta varan og ekki keypt sérstök vörumerki. Því getur t.d. gosdrykkur í meðalkörfunni verið ódýr kóladrykkur en ekki kók frá Vífilfelli eða Egils appelsín. Sætindi hækka reikninginn í fréttatilkynningu frá Manneldis- ráöi og ASÍ segir aö í heilsukörf- unni sé magn allra bætiefna, fitu, próteina, sykurs og trefjaefna, í samræmi við manneldismarkmið og ráðleggingar. Meðalkarfan endur- speglar hins vegar meöalneyslu samkvæmt könnunum Manneldis- ráðs og fæðuframboði. Magn sykurs og fitu, einkum mettaðrar fitu, er Hvað á búðin að heita? því mun minna í hollustukörfunni, en þess í stað er heldur meira af próteinum og heildarkolvetnum. Mesti munurinn á körfunum tveim- ur er að í heilsukörfu er ekkert sæl- gæti eða gos en þess i stað meira af grænmeti, ávöxtum, mögrum mjólk- urvörum og kornmat. Þeir sem borða grænmeti og ávexti sam- kvæmt ráðleggingum en leyfa sér jafnframt að boröa einhver sætindi, borga því væntanlega enn hærri matarreikning. Það er því ekkert grín að kaupa í matinn fyrir fjögurra manna fjöl- Hvers vegna er hollustan ódýrari þrátt fyrir meira grænmeti? * Grænmetið er 1.018 kr. dýrara í hollustukörfu * 200 g af grænmeti kosta 72 kr. á dag eða 2.025 kr. á mánuði á mann * 5 á dag! kostar 4.068 -kr. á mann á mánuði * Ávextir, grænmeti og kartöfl- ur kosta 2.478 kr. í meöalkörfu * Á móti kemur að sælgæti, gosdrykkir og sykurvörur kosta 2.439 kr. í meðalkörfu en aðeins 160 kr. í hollustukörfu * Kex og kökur kosta 977 kr. i meðalkörfu en 474 kr. í holl- ustukörfu * Kjöt, fiskur, egg og baunir kosta 5.124 kr. í meöalkörfu en 3.991 kr. í hollustukörfu * Ástæðan er meira kjöt í með- alkörfu, en meira af fiski og baun- um í hollustukörfu skyldu, svo ekki sé talað um þær sem stærri eru. Allir vita hversu mikinn tíma það tekur, sérstaklega ef skoða þarf innihaldslýsingar, bera saman verð og gæta þess að maturinn sé hollur og góður. Þar að auki fylgja matarinnkaupunum miklir flutningar. Fyrir hvem ein- stakling þarf að bera heim um 46 kg á mánuði sé hollustukarfan keypt en 35,5 kg af matvöru úr meðalkörf- unni. Með drykkjarfongum eru því aöföng til heimilisins um 200 kg á mánuði fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu. Myndir sem fylgja greininni koma allar frá þeim aðilum sem gerðu könnunina. -ÓSB Cha Cha, Clara og Collections - eða Verslun Guðsteins Eyjólfssonar? I dag er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni ákvað Neytendasíðan að líta aðeins í kringum sig og skoða nafngiftir verslana og þjónustufyrir- tækja. Eitt af því fyrsta sem fólk ger- ir þegar það stofnar fyrirtæki er að velja því rétta nafnið. Eins og al- kunna er hefur sú þróun að sí- fellt fleiri verslanir beri er- lend nöfn sætt nokkurri gagn- rýni og í skyndikönnun sem gerð var kom í ljós að nú heita jafnvel fleiri verslanir erlend- um nöfhum en íslenskum. Svo dæmi sé tekið eru tæplega 70 fyrirtæki í Kringlunni sem bera erlend nöfn en aðeins um 55 ís- lensk. Hver ætli sé ástæðan fyrir þessum erlendu nafngiftum? Gísli Blöndal, markaðs- og stjóm- unarráðgjafi, segir að fólk velji þau nöfn á fyrirtækin sín sem það telur vera best markaðslega séð og þá oft erlend. „Sjálfum finnst mér það í góðu lagi. Hins vegar er ég ekki á því að það sé alltaf tilfellið og er sann- færður um að t.d. verslun Guðsteins Eyjólfssonar sé miklu betra nafn á þeirri búð en eitthvert erlent heiti. Þaö sýnir okkur að ekki er þörf á er- lendu nafni til að ná þeirri athygli og markaðsstöðu sem sóst er eftir. En svo má líka segja sem svo að við séum á erlendum markaði því hingað til lands kemur gífurlegur fjöldi ferðamanna og vafalaust hefur þetta áhrif á þá líka.“ „Franska búöin“ Hér á landi eru nokkur fyrirtæki með þannig erlendum nöfnum að al- menningur á erfitt með aö muna þau eða bera fram. Sem dæmi um slík fyrirtæki er bamafataverslunin Du Pareil au Meme sem af flestum er kölluð „franska búðin“, svo ekki sé minnst á endurskoðunarfyrirtæk- ið Deloitte og Touche, en framburð- ur á því nafni tekur á sig ótrúleg- ustu myndir. Hið sama má segja um fylgihlutaverslunina Accessorize. Við íslendingar erum þó ekki þeir einu sem sitja uppi með nöfn á tungumálum sem við kunnum ekki að bera fram. „TU er íslenskt fyrirtæki sem er að hasla sér vöU erlendis undir nafn- inu X-18 sem.er auðvitað alíslenskt heiti. Þetta fyrirtæki er að opna skó- búðir úti um aUan heim sem heita Ásta G. Með þessari nafngift er auð- vitað verið að reyna að skapa sér einhvers konar sérstöðu. Hvort þær verða kaUaðar „Asta djí“ veit maður auðvitað ekki en það er ákvörðun markað- arins," segir Gísli. Þess ber að geta að á undanförnum árum hafa verið opnaðar hér margar verslanir og fyrirtæki sem eru hluti af erlendum keðjum og þá er verslunareigendum náttúr- lega skylt að halda þeim nöfnum. Meðal slíkra fyrirtækja eru nokkrir skyndibitastaðir, svo sem Kentucky Fried Chicken, Subway og McDon- ald’s og fataverslanir eins og Topshop, Debenhams, Dressmann og Karen MUlen. „Ég er sjálfur afar umburðarlynd- ur gagnvart erlendum slettum þó ég viðurkenni að við eigum að reyna að halda þeim í lágmarki og tala eins góða íslensku og við getum,“ segir Gísli að lokum. -ÓSB Hvernig á aö bera nöfnin fram? Accessorize=Aksessoræs Du PareU au meme= Du parei ó memm Deloitte & Touche=Delúat e túss Bison Bee-Q=Bíson bí kjú Elégance boutique= elegans bútík DKNY=Dí kéi enn væ PRIWIAVERA . • - 5S- ? #1 1 j é Matreiðslubók frá La Primavera Primavera nefnist ný matreiðslu- bók sem Forlagið gefur út. í bókinni eru uppskriftir sem upprunnar eru frá veitingahúsinu La Primavera og byggðar á langri hefð matseldar ítal- íuskagans. Höfundar bókarinnar eru matreiðslumennirnir Leifur Kol- beinsson og Ivar Bragason en Börkur Arnarson hannaði bókina og tók ljós- myndirnar. Auk uppskrifta er í bókinni mikið af haldgóðum ráðum sem nýtast viö matseldina, svo sem um mál og vog, hráefni og undirbúning. Einnig er kafli um vín og fordrykki. Eftirfarandi er útdráttur úr bókinni: Kjúklingabringur með timían, mascarpone og sítrónu Þetta er réttur sem vinur okkar Pet- er Begg frá River Café í London eldaði þegar hann var hjá okkur síðast. 4 vænar kjúklingabringur 1 dós mascarpone-ostur 1/2 búnt timian safi úr 1 1/2 sítrónu börkur af 1 sítrónu tvær ausur af kjúklingasoði olía til steikingar skvetta af hvítvíni salt og pipar Ofninn er hitaður í 200 C. Mascar- pone-osti, timían, sítrónusafa, sítrónu- berki, salti og pipar er hrært saman í skál þangað til þetta er orðiö kekkja- laust. Maukið er siðan sett undir skinnið á hverri bringu og klappað ofan á það svo það fletjist út. Skiljið eftir smáræði af maukinu til að nota í sósuna. Panna er hituð vel með oli- unni á og bringurnar brúnaðar báðum megin en fyrst þeim megin sem skinn- ið er. Kryddið meö salti og pipar á báð- um hliðum. Skvettið síðan hvítvíninu yfir, lækkið hitann og látið sjóða stutta stund. Hellið síðan kjúklinga- soðinu út á. Setjið allt saman í ofnfat eða látið kjötið standa á pönnunni og stingið í ofn. Látið bakast í 8 mínútur. Takið síðan fatið eða pönnuna úr ofn- inum og færið bringurnar á annað ílát og haldið þeim vel heitum. Ef þið haf- ið sett bringumar og vökvann í fat skulið þið hella vökvanum aftur í pönnuna. Takið síðan klípu af mascar- pone-maukinu og setjið út á pönnuna, hrærið vel í. Setjið bringumar á diska og hellið sósunni yfir. Ný vefsíða Húseig- endafélagsins Nýverið opnaði Húseigendafélagið vefsíðu á Netinu þar sem finna má mikið magn gagnlegra upplýsinga fyrir húseigendur landsins. Barbara Wdowiak, skrifstofustjóri Húseig- endafélagsins, segir að á síðunni megi m.a. finna greinargóðar upplýsingar um félagið, samþykktir þess og bar- áttumál auk ýmissa tengla sem kom- ið geta sér vel, svo sem inn á lög um fjöleignarhús, húsaleigulög og önnur lög og reglugerðir um húsnæðismál." Húseigendafélagið, sem var stofnað árið 1923, hefur í gegnum tíðina unn- ið ötullega að baráttumálum húseig- enda og að réttarbótum á því sviði hér á landi. Við höfum m.a. komið að gerð ýmissa laga og reglugerða er snerta þau mál, svo sem laga um fjöl- eignarhús, og nýja frumvarpinu um fasteignakaup," segir Barbara. Húseigendafélagið býður félags- mönnum ýmiss konar þjónustu. Þar á meðal er lögfræðiþjónusta og hús- fundaþjónusta, þar sem húsfélög fjöl- eignarhúsa fá aðstoð reyndra manna við aö halda húsfundi og taka ákvarðanir. Slóðin á vefsíöuna er www.huseigendafelagid.is -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.