Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 31
35
Mið pizza með 2 áleggs«?gundum.
» lítercoke, stórbrauðstanglrogsosa
Srór pizza með 2 áleggstegundum. \
2 iitrar coke, srór brauðstangir og sósa
Pizza að eigin vali og stór brauð-
stangir OG ÖNNUR af söaiu stærð fylgir
með án aukagjalds ef sótt er*
Srór pizza með allt að 5 áieggs-
tegundum, srórbrauðstangir ogsósa.
TILBOD
TILBOÐ . < SOTT
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001
Tilvera
DV
Oksana Baiul 24 ára
Skautadrottningin
Oksana Baiul er afmæl-
isbarn dagsins. Lífið hef-
ur ekki alltaf verið dans
á rósum hjá þessari
stúlku sem fæddist í
Úkraínu og átti erflða
æsku. Hún var aðeins sautján ára þeg-
ar hún vann gull á ólympíuleikunum
1994. I kjölfarið flutti hún til Banda-
ríkjanna og gerðist atvinnudansari á
skautum. Um tíma átti hún við áfeng-
isvandamál að stríða. Hún hefur náð
sér að fullu og skrifað tvær bækur,
Oksana, My Own Story og Secrets of
Skating. Þá hefur verið gerð sjón-
varpsmynd um ævi hennar.
Gildir fyrir laugardaginn 17. nóvember
Vatnsberinn (20. ian.-ts. fehr.r
Grunur þinn í
ákveðnu máli reynist
ekki réttur og kvíði
þinn er ástæðulaus.
léttir verulega þegar þessi
niðurstaða er fengin.
Fiskarnlr (19. febr.-20. marsl:
Gefðu þér góðan tíma
aö sinna sjálfúm
þér og fjölskyldu
þinni. Þú hefur ekki
eytt miklum tíma með henni
undanfarið.
Hrúturlnn (21. mars-19. anríl):
Allir virðast leggjast á
eitt við að vera vin-
gjamlegir hver við
annan. Þú sérð hve
allt gengur betur þegar þannig
er farið að.
Nautlð (20. april-20. maí):
Fjármálin þarfnast
endurskoðunar og
jafnvel væri nauðsyn-
legt að fara yfir alla
þætti þar. Vinir gleðjast
saman í kvöld.
Tvíburarnir 121. maí-?i. iúní'i:
V Sýndu fyllstu aðgát
þegar viðskipti eru
/ annars vegar. Þar er
ekki allt sem sýnist.
Þú ættir að leita ráða hjá sérfræð-
ingum varðandi ákveðna þætti.
Krabbinn 122. iúní-??. íúitv
Þú ert fúllur bjartsýni
I og sérð framtíðina í
rósrauöum bjarma.
Ástin er í góðum
farvegi og elskendur ná einkar
vel saman.
Llónið (23. iúlí- 22. áeústl:
Láttu ekki glepjast af
gylliboöum sem þér
berast. Betra er að
hafa báðar fætur á
jörðinni og taka ekki neinar
kolisteypur.
Mevian (23. ágúst-22. sept.l:
Þér berast fréttir
aVIiA sem hafa heilmikla
Vx^tþýðingu fyrir þig.
’ Það er mikilvægt að
þú haldir rétt á málum
varðandi peninga.
Vogln (23. sept-23. okt.l:
S Dagurinn verður sér-
Oy staklega rólegur fram-
Van af. Vinir koma til
'f þín síðdegis og þið
eigið notalega stund.
Happatölur þínar em 3, 7 og 16.
Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l:
Gamlir vinir gleðast
t saman. Þú ert ekki
Llt-^einn af þeim en þú
hrífst með og sérð
margt í nýju ljósi.
Happatölur þínar era 8,13 og 19.
Bogmaðurinn (22. nóv-21. des.t
Eitthvað forvitnilegt
gerist í dag og þú verð-
w ur vitni að ýmsu sem
V þú vissir ekki að ætti
sér stað. Láttu ekki á neinu bera.
Happatölur þinar era 16, 23 og 31.
Steingeltln 122. des.-l9. ian.):
_ Vinur þinn segir þér
leyndarmál. Mikilvægt
*Jr\ er að þú bregðist ekki
trausti hans þar sem
hornnn er þetta mjög mikils virði.
Happatölur þínar era 2, 3 og 29.
Bíógagnrýni
Regnboginn - Last Orders ★ ★ -^,
2001:
kvikmyndoháNb i reykjavik
I.* Itv
Hinsta óskin
Þrír vinir, Ray (Bob Hoskins), Vic
(Tom Courtenay) og Lenny (David
Hemmings) hittast á bar eins og
þeir hafa greinilega gert ótal sinn-
um áður, en eitthvað er öðruvísi í
þetta skiptið og fljótlega kemur í
Ijós að fjórði vinurinn, Jack (Mich-
ael Caine) er bara með þeim í
krukku. Félagarnir ætla til Margate
ásamt syni Jack, bílasalanum Vince
(Ray Winstone) til að dreifa ösku
vinar síns i sjóinn. Á leiðinni rifja
þeir upp hver fyrir sig upphátt og í
hljóði kynni sín af Jack og hver öðr-
um. Á meðan þeir þjóta eftir hrað-
brautinni í glæsilegum Bens úr bíla-
sölu Vince situr eiginkona Jacks,
Amy (Helen Mirren), hjá þroska-
heftri dóttur þeirra Jacks, sem hann
neitaði alltaf að hafa samband við.
Handritið er gert eftir Booker-
verðlaunabókinni Last Orders eftir
Graham Swift, en henni er skipt
upp í kafla þar sem hver vinur
Jacks segir frá sameiginlegri fortið
þeirra. Kvikmyndin er ekki kafla-
skipt á sama hátt, við flökkum þess
í stað á milli minninga vinanna
þriggja og sonarins. Fyrirferðar-
mestur er Ray; þeir Jack kynntust í
Bíógagnrýni
Tveir góðir
Bob Hoskins og Michael Caine í
hlutverkum sínum.
Egyptalandi í heimstyrjöldinni síð-
ari og höfðu verið bestu vinir síðan
og Ray hefur þar fyrir utan burðast
með afar hlýjar tilfinningar til
Amy, eiginkonu Jacks. Eftir því
sem minningarnar verða fleiri
komumst við nær bæði persónunni
Jack, vinum hans og fjölskyldu en
þessi stöðugu hopp í tíma gera það
að verkum að kvikmyndin er ansi
lengi að hrökkva í gang. En um mið-
bikið eru persónurnar orðnar heil-
steyptari og auðþekkjanlegari og
mósaík minninganna orðið forvitni-
legra.
Það besta við Last Orders eru
leikararnir - það er ekki amalegt að
hafa þau Caine, Hoskins og Mirren
saman á tjaldinu. Michael Caine er
afskaplega sjarmerandi Jack og
minnisstæður þrátt fyrir stuttan
tíma á tjaldinu (hann er jú látinn).
JJ Field sem leikur hann ungan er
þó nokkuð líkur honum i fasi og
töktum þótt hann sé töluvert mynd-
arlegri en Caine var nokkurn tím-
ann. Bob Hoskins er hlýr og elsku-
legur í hlutverki Ray og Helen Mir-
ren að sjálfsögðu frábær sem Amy,
og það sem þessi elegant kona getur
verið luðruleg er alveg ótrúlegt.
Þeir Courtenay, Hemmings og Win-
stone eru líka óaðfinnanlegir í sín-
um hlutverkum.
Schepisi hefur gert ljúfa litla
mynd um það sem er eftir þegar ein-
hver deyr, þvíeins og segir í kvæð-
inu „Þegar fólk deyr þá deyr ekki
bara fólk ...“ Sif Gunnarsdóttir
Leikstjórn og handrit eftir skáldsögu
Graham Swift: Fred Schepisi. Framleiö-
endur: Elisabeth Robinson, Fred Schep-
isi. Tónlist: Paul Grabowsky. Aöalleikar-
ar: Michael Caine, Bob Hoskins, Tom
Courtenay, David Hemmings, Ray Winsto-
ne og Helen Mirren
Háskólabíó - Goya kr ★
kvikmyndahátiö i reykjavik
Málari lítur yfir farinn veg
Carlos Saura hefur á
síðari hluta ferils síns
verið umhugað um að
koma öðrum listgreinum
inn í kvikmyndaveröld
sína. Allt frá þvi hann
gerði hina rómuðu kvik-
myndaútgáfu af Carmen
1983, þar sem hann
blandaði tónlist, baflett
og kvikmynd saman á
einstaklega eftirminni-
lega hátt, hafa listir verið
honum oftar en ekki vett-
vangur kvikmyndagerð-
ar hans. Síðast var það
Tango, ástríðufull kvik-
mynd eins og vera ber
þegar tangó er annars
vegar og var hún sýnd á
kvikmyndahátíð í fyrra. í Goya sem
sýnd er á kvikmyndahátíð í ár er það
myndlistin sem er umíjöllunarefni.
Saura fjaflar þar um síðustu stundir
samlanda síns, Francisco Goya. Saura
hefur síðan haldið áfram á sömu
braut því nýjasta kvikmynd hans,
Bunuel y la mesa del rey Salomón, er
um Luis Bunuel og Salvardor Dali.
Ekki er þó verið að fjaUa um raun-
verulega atburði í þeirri mynd.
Styrkur Saura hefur ávaUt verið í
myndmáli og þegar hann fær tU liðs
við sig ítalska meistarann Vittorio
Storaro þá er von á góðu. Þeir félagar
bregðast ekki að þessu leyti frekar en
áður, en þetta er í þriðja sinn sem
þeir vinna saman. Það er aftur á móti
vafasöm tUraun hjá Saura þegar hann
„lífgar" við hin frægu málverk Goya.
Málarinn í eigin veröld
Francesco Rabal í hlutverki meistarans.
Þetta gerir myndina stundum tUgerð-
arlega. Þó má segja að Saura nái tU-
gangi sínum í lokin, ef hann hefur
ætlað að sýna okkur inn i hugarheim
Goya sem kominn er á níræðisaldur
og gerir sér grein fyrir að hann er
kominn að lokaáfanganum.
Saura kýs að kynna okkur Goya
sem gamalmenni sem tuðar í öUum
sem hann hittir. Hann er heymarlaus
og lætur unga dóttur sina stjana við
sig. Goya leiðir hugann tU baka og
staðnæmist við Leocadiu, sem er
stóra ástin hans og fyrirmynd á mörg-
um hans verkum. Lecadia fór iUa með
Goya og segir dóttur sinni að hann
hafi löngu fyrirgefið henni. Dvalið er
við fleiri atburði sem aUir tengjast
málverkinu á einn eða annan hátt.
Uppbygging myndarinnar er á
þann veg að hún getur
aldrei orðið öðruvísi en
hæg. Tengingin við mál-
verkin gerir það að verkum
að hún verður langdregin.
Það bjargar málum ef stað-
næmst er við stórfenglega
kvikmyndatöku Storaros.
Leikur er aUur á mjög svo
klassískum nótum þar sem
Francisco Rabal fer fremst-
ur í hlutverki Goya. Hann
gerir listamanninum ágæt
skU, þótt stundum sé erfitt
að fá á tilfinninguna að
Goya sé heyrnarlaus.
Hilmar Karlsson
Leikstjóri og handritshöfund-
ur: Carlos Saura. Kvikmynda-
taka: Vittorio Storaro. Tónlist: Rogue
Banos. Aðalleikarar: Francisco Rabal.
Jose Coronado, Dafne Fernandez og
Eulalia Ramon.
Feguröardíslr í Sólarborg
Fegurðardrottningarnar Carrie Ann Stroup frá Bandaríkjunum og Sally Kettle frá
Englandi brosa breitt tii Ijósmyndarans í Sun City, vestur af Jóhannesarborg í
Suöur-Afríku, þar sem fegurðarsamkeppnin Ungfrú heimur verður haldin á föstu-
dagskvöld. Tæplega eitt hundrað stúlkur taka þátt í keppninni.
Kylie gefur uppá-
haldsnærurnar
Ástralska diskódrottningin, Kylie
Minogue, sem flutti opnunaratriðið á
evrópsku MTV-tónlistarhátíðinni,
með sexý flutningi á topplagi sínu
„Can't Get You Out of My Head“, hef-
ur ákveðið að gefa uppáhaldsnærbux-
urnar sínar, bleikar pínubuxur, til
góðgerðarstarfsemi og verða þær
boðnar hæstbjóðanda í beinni útsend-
ingu á „Radio 2“-útvarpsstöðinni. Að
sögn Kylie eru þetta ekki aðeins upp-
áhaldsbuxurnar hennar heldur líka
miklar lukkubuxur, enda merktar að
framan með orðinu „Lukka", hvort
sem þaö vísar í lukku hennar í ástum
eða í nafn á gömlu topplagi hennar,
sem bar sama nafn. í útsendingunni
verður einnig boðinn upp gamall
bleikur hárbursti frá kryddpíunni
Viktoriu Beckham og rauður Chann-
el-varalitur frá Jerry Hall.
Rambó til höf-
uðs bin Laden
HNú má
hryðjuverka-
maðurinn
Osama bin
Laden fyrst fara
að vara sig.
Vöðvabúntið
Sylvester
Stallone er
nefnilega að
íhuga að senda
tvífarann sinn,
manndrápsfíkil-
inn góðhjartaða
Rambó, á eftir
höfuðóvini vest-
rænnar siðmenningar.
Þrettán ár eru nú liöin síðan
Rambó var sleppt lausum gegn illþýði
þessa heims. Þá slóst hann í lið með
afgönskum skæruliðum sem börðust
gegn sovéska innrásarhernum og
framdi miklar hetjudáðir. Heimildir
herma að í væntanlegri nýrri Rambó-
mynd muni hinn 55 ára gamli
Stallone sýna talibönum hvar Davíð
keypti ölið. Ef að líkum lætur mun
kappinn nú fara létt með það.
Austurströnd 8 Dalbraut i Mjóddinni