Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 DV Skoðun Spurning dagsins Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Þorvaldur Freyr Friöriksson verslunarstjóri: Ég vil bara aö Drottinn blessi lands- menn meö friði og kærleik. Sigursteinn Agnarsson verkamaöur: Mig langar í hús í Grafarvogi. Hafþór Elíasson nemi: Mig langar í kastala í Edinborg. Guömundur Kristjánsson framkvæmdastjóri: Ég myndi vilja nýtt og fallegt úr. Elín Dröfn Einarsdóttir nemi: Mig langar í föt úr Topshop. Hrafnhildur Pálmadóttir húsmóöir: Þaö væri gaman aö fá einhvern fallegan skartgrip. Þrjár snarpar sam- fylkingarkonur Bryndís Hlööversdóttir, Jóhanna Siguröardóttir og Margrét Frímannsdóttir alþm. - Happafengur í efstu sæti Samfylkingarinnar? Jóhannes Helgason skrifar: Það er ekki fjarri sannleik- anum sem margt samfylking- arfólk hefur haldið fram upp á síðkastið þegar það segir, að því flnnist forystusveit sam- takanna ekki hafa verið nógu sýnileg. í viðræðunefnd flokk- anna sem ætla að freista þess að standa saman að framboði R-listans til borgarstjómar hefur verið uppi ágreiningur og þá aðailega vegna þess að Samfylkingin lítur á sig sem sterkustu uppistöðuna í R-list- anum.Um næstu helgi verður lögð á það mælistika innan Samfylkingarinnar hve sterk forystusveit hennar er til að standast þá kenningu að sam- tökin sé sterkasta uppistaðan í R-listanum. Leiðtogi Samfylkingarinnar hefur heldur ekki verið mjög sýnilegur að undanfomu og er skemmst að minn- ast þess að hann hefur ekki verið til- tækur til svara í ýmsum þeim málum sem hæst ber hér, innanlands eða utan. Þannig var hann ekki tiltækur til að svara útspili og ákvörðun for- sætisráðherra í vikunni varðandi verkfallshótun flugumferðarstjóra. Það hefur meira gustað frá þremur Samfylkingarkonum, sem í raun virðast uppistaða forystusveitar sam- takanna, þótt þær fari vissulega með löndum gagnvart leiðtoga sínum, sem þær mæra, í allri hógværð þó, þegar þeim er boðið á talþing fjöl- miðlanna. Þær Bryndís Hlöðversdótt- ir, Jóhanna Sigurðardóttir og Mar- „Þcer eru því, umfram aðra í forystusveit Samfylking- arinnar sá happafengur sem Samfylkingin á að sameinast um í efstu sœti þessa undarlega, en um leið meira og minna óskrifaða stjómmálafls hér. “ grét Frímannsdóttir eru það þríeyki sem Samfylkingin hefur upp á að bjóða sem forystuafl. Einkum þær Bryndís og Jóhanna. Margrét dalaði hins vegar veiulega eftir að mennta- málaráðherra „berháttaöi" hana í Silfri Egils sl. sunnudag í karpi um hugmyndir R-listans um sölu Perlunnar. Eftir stendur þó að þessar þrjár snörpu samfylkingarkonur eru þær sem margir kjósendur fylkingarinn- ar hljóta að líta til sem forystuafls i fylkingunni. Bryndis Hlöðversdóttir, sem er lögfræðingur að mennt, hefur alla burði til að takast á við stjóm- málaandstæðingana og Jóhanna Sig- urðardóttir hefur langtímareynslu sem nýtist henni í hveiju málinu á fætur öðru, hefur t.d. beitt athyglis- verðum rökum á Alþingi í skattamál- um. Þær eru því, umfram aðra í for- ystusveit Samfylkingarinnar, sá happafengur sem Samfylkingin á að sameinast um i efstu sæti þessa und- arlega en um leið meira og minna óskrifaða stjómmálafls hér. Reykingabann á Litla-Hrauni Pistili frá fanga é Litla-Hrauni: Fullyrða má að ég og samfangar mínir erum ekki ýkja hrifnir af þeirri reglugerð sem tók gildi 1. nóvember. Ég á hér við reykinga- bann í heimsóknarklefum. - Hér á Litla-Hrauni reykja um 75% fanga. Fangar reykja líkt og gerist úti í þjóðfélaginu og það er staðreynd, og ekkert er hægt að gera vilji fangi ekki eða sé ekki tilbúinn til að hætta. Við fangar eigum fjölskyldur og vini sem reykja, og eru háðir reykingum og sumir geta alls ekki sleppt því. Þessi aðgerð, hið svokall- aða reykingabann í heimsóknarklef- um, sem ríkið hefur valið, hefur í fór með sér hættulegan leik og á ekki, að mínu mati, að eiga sér stað í fangelsi. Heimsóknarklefar á Litla-Hrauni eru ekki eins og best verður á kos- „Við fangar eigum fjöl- skyldur og vini sem reykja og eru háðir reykingum og sumir geta alls ekki sleppt því. Þessi aðgerð, hið svo- kallaða reykingabann í heimsóknarklefum, sem rík- ið hefur valið, hefur í för með sér hcettulegan leik og á ekki, að mínu mati, að eiga sér stað í fangelsi. “ ið, þeir eru of litlir, utan tveir stór- ir heimsóknarklefar sem eru ágæt- lega útbúnir. Það er því illt i efni ef ráðast skal á fjölskyldur og vini okkar og banna þeim reykingar í heimsóknarklefunum, og hefur þær afleiðingar að heimsóknargestir verða pirraðir og skapvondir í heimsóknum. Og það bitnar svo á bæði fangavörðum og föngum. Þjón- ar þetta afkáralega reykingabann þá einhverjum tilgangi? Og hvað gerist þegar fanginn hætt- ir að fá heimsókn frá sínum nán- ustu? Honum finnst hann vera ein- mana og verður óhamingjusamur og leiðist. Síðan dregst viðkomandi hugsanlega út í fíkniefnaneyslu til að finna sér hamingju, en sú gleði stendur stutt. Og hvað tekur þá við? Enn meiri neysla og harðari. En kannski er þetta rétta leiðin fyrir yf- irvöld til að koma því þannig fyrir að fangar hætti að fá heimsóknir? Reykingar eru ekki ólöglegar, en það eru flkniefnin hins vegar. - Við fang- ar höfum nú sent forstöðumanni fangelsisins kvörtun í von um að þetta fáist lagfært. Jafnaðarflokkurinn? Jóhann Geirdal, stórsamfylkingarmaður og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, hefur nú komið með tillögu fyrir landsfund um að Samfylkingin breyti um nafn og kalli sig „Al- þýðubandalagið“. Eflaust má til sanns vegar færa að þetta sé ekki mjög frumlegt nafn og það kemur kannski ekki heldur á óvart að þessi til- laga skuli koma frá samfylkingarmanni sem kemur úr gamla Alþýðubandalagsarminum. Ef- laust þykir Jóhanni nafnið fagurt og eiga sér merka sögu en Garra þykir heldur ótrúlegt að gamlir eðalkratar eða síprjónandi kvennalista- konur, sem komnar eru inn í helgidóm Samfylk- ingarinnar, séu tilbúin að samþykkja þessa nafn- gift á þeim stjórnmálaflokki sem þau ætla að starfa í til frambúðar. Jafnaðarmannaflokkurinn En Jóhann er ekki einn með nafnatillögu. Tveir góðir og gegnir kratar hafa nefnilega líka lagt fram tillögu um nafnbreytingu. Þetta eru þeir Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Bergvinsson. Þeirra tillaga er að taka upp gamla nafnið á Alþýðuflokknum, nema hvað þeir Guð- mundur og Lúðvík fara örlitið fínna i þessi mál en Jóhann þvi kratarnir leggja ekki til að flokk- urinn taki upp nafnið „Alþýðuflokkurinn" held- ur einungis síðari hluta gamla nafnsins sem var ,jafnaðarmannaflokkur íslands". Tillaga er því um nafnið Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur íslands. Vandinn við það er að margir gamlir al- þýðubandalagsmenn eiga erfitt með að kyngja því að þurfa sífellt að sætta sig við hina kratísku lífssýn því nóg er nú að formaðurinn sé úr her- búðum krata (en varaformaðurinn að vísu gam- all aflaballi) svo nafnið sé nú ekki líka fengið hjá krötunum. Jafnaðarflokkurinn En það er hið kvenlega innsæi í flokknum sem skynjar hættuna sem hér kynni að leynast fyrir flokkseininguna. Kannski ekki Kvennalistaelem- entið sjálft en þó manne.skja sem ekki var langt frá því. Hér er Garri að sjálfsögðu að vísa til fyrrverandi framsóknarmaddömunnar Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem leggur til þriðja nafnið sem kosið verður um á landsfundinum um helgina. Ásta byggir hvorki á kratahefð né allaballahefð heldur fer hún, eins og kötturinn, sínar eigin leiðir. Ásta Ragnheiður sér auðvitað að nauðsynlegt er að koma strax fram með mála- miðlun þannig að ekki risi nú óþarfar ættbálka- deilur út af nafninu. Hún leggur tfl nafnið Sam- fylking - jafnaðarflokkurinn! Garri styður það enda ljóst að Samfylkingin má ekki við því að leysast upp í borgarastríði um nafnið á sínum eigin flokki einmitt þegar flokkurinn ætlar að sýna hvað hann er samheld- inn og traustur! Garri En hver tekur lifrina? Tómir kjúklingar Guörún Gísladóttir hringdi: Ég kaupi stundum heila kjúklinga hér þegar þeir eru á tilboðsverði, en alls ekki annars. Það kemur mér á óvart að ekki skuli fylgja lifrin eða hálsinn eins og á að gera. Ég segi „á að gera“, þvi það er alsiða í flestum löndum að láta bæði lifur og háls fylgja. Ég hef búið í Danmörku og í Bandaríkjunum og í þessum löndum myndi engin húsmóðir láta bjóða sér slíka verslunarhætti sem þessa með kjúklingana. Þetta eru einfaldlega óprúttnir viðskiptahættir, hver svo sem nýtir sér þetta. Býr íslendingur hér? Þorvaldur Ólafsson skrifar: Þessa dagana les Þórarinn Eyijörð útvarpssöguna „Býr íslendingur hér?“ Og með þeirri röddu sem hæfir svona sögu. Ótrúleg frásögn Leifs heitins Mullers (í skrásetningu Garð- ars Sverrissonar) um þjáningar hans í fangabúðum Þjóðverja á stríðsárun- um. Er nú nokkur furða þótt samtök gyðinga noti hvert tækifæri sem þeim gefst til að hafa uppi á þeim sem eftir lifa og stóðu að helfór þeirri sem Þjóðverjar stóðu fyrir á stríðsárun- um? Kvikmyndir sem margar ef ekki flestar eru framleiddar af gyðingum í Hollywood og fjalla um þessar hörm- ungar eru enn í fullu gildi. Þessi saga á ekki að gleymast neinum. Biskupinn og skjólstæðingurinn Til hvers var þá valnefndin? íslandsprestur ráðinn Helga Stefánsdóttir skrifajj Forstjóri Tryggingastofnunar verð- ur nú að lúta biskupsvaldi, svo og val- nefnd sem mælti með sérstökum um- sækjanda í starf íslandsprests í Kaup- mannahöfn. Ráðinn hefur verið sá presturinn sem þóknanlegastur er biskupi, enda tengjast guðsmennimir með sambúðarferli íslandsprestsins ytra. Það var því með öllu tilgangs- laust fyrir Tryggingastofnunina að andæfa embættisskipun sem var fyrir fram ákveðin. Nú fellur það líka í hlut biskupsins yfir íslandi að setja sr. Þóri Jökul Þorsteinsson inn í emb- ætti íslandsprests i Kaupmannahöfn. Safnaðarfólk er beðið að fjölmenna með börn sín við athöfnina sem lýkur með kafFidrykkju í Jónshúsi. - Útláta- laust af hálfu ríkisins vonandi. Breti frá Nígeríu Halldór Jórisson_hringdi: í fréttum af fangelsun útlendings fyrir stórfelld fjársvik má sjá mis- munandi viðhorf fréttamiðla til máls af svona toga. í Morgunblaðinu var frétt um málið á þann veg að halda mætti að svikarinn umræddi væri einfaldlega það sem þar er sagt: „breskur rikisborgari“. í öðrum fjöl- miðlum segir að maður þessi sé „breskur ríkisborgari af nígerískum uppruna". Það rifjar svo upp að þar sé um að ræða einn þeirra þeldökku manna sem hér hafa verið á ferli að plata og ólmast á viðskiptasviðinu um nokkurt skeið. Mér finnst ástæðu- laust að „fela“ uppruna þessa manns þegar ávallt er getið þjóðemis manna sem hér em handteknir fyrir eitt og annað misferli. DV| Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.ls Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.