Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREISEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FOSTUDAGUR 16. NOVEMBER 2001
Bjarni Tryggvason geimfari:
Vill íslensk tæki
í geimstöðina
Bjarnl
Tryggvason.
íslenskur búnaður til svefnrann-
sókna er nú til skoðunar með það
fyrir augum að hann fari út í geim-
inn og verði not-
aður um borð í
Alfa, Alþjóðlegu
geimvísinda-
stofnuninni. í
bókinni Amer-
íski draumurinn
eftir Reyni
Traustason, sem
kemur út um
helgina, segir
Bjami Tryggva-
son, geimfari og vísindamaður, frá
því aö hann vinni að því að koma
búnaði sem byggður er og fram-
leiddur af hátæknifyrirtækinu
Flögu í Reykjavík um borð i Alfa.
Þar með yrðu íslendingar meöal
þeirra þjóða sem eiga hlutdeild í Al-
þjóðlegu geimstöðinni.
„Ég hef haft afskipti af fyrirtæk-
inu Flögu á íslandi sem er að vinna
mjög áhugavert starf á sviði svefn-
rannsókna. Fyrirtækið hefur hann-
að búnað til þeirra rannsókna sem
ég tel að þörf gæti verið á í Alþjóð-
legu geimstöðinni,“ segir Bjarni
Tryggvason í bókinni.
Hann segir frá því að búnaður
Flögu sé nú þegar til rannsóknar i
Kanadísku geimvísindastofnuninni
í Montreal í Kanada en Kanada-
menn eru meðal þeirra þjóða sem
eiga aðild að Alfa. Meðal þess sem
Kanadamenn hafa lagt til er búnað-
ur til að verja tæki titringi en
Bjarni Tryggvason hannaði þann
búnað. Sá búnaður Bjarna var
einnig í rússnesku geimstöðinni
MÍR.
„Verði niðurstaðan sú að búnað-
urinn standist próf þá öðlast íslend-
ingar hlutdeild í Alþjóðlegu geim-
stöðinni. Ég yrði mjög stoltur ef
þetta gengi eftir og gamla landið
mitt yrði með í þessu ævintýri úti í
geimnum," segir Bjami í Ameríska
draumnum.
Svanbjörn Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri Flögu, segir í samtali
við DV að menn bíði þess spenntir
að niðurstaða fáist í það hvort fyr-
irtækið selji búnað sinn til notkun-
ar í Alfa.
„Þarna er spennandi verkefni í
gangi og við bíðum þess að niður-
staða fáist i málið,“ segir Svanbjörn
Thoroddsen, framkvæmdastjóri
Flögu. -aþ
Veiðieftirlitsmaður skráður á Bjarma BA:
Getum ekki hent
manninum fyrir borð
- nornaveiðar, segja skipverjarnir
Ummæli skipstjórans á Bjarma
frá Tálknafirði í DV sl. mánudag
hafa orðið til þess að Fiskistofa
hyggst hafa eftirlitsmann um borð í
skipinu í öllum túrum þess ótíma-
bundið. í samtali við DV viður-
kenndi Níels Ársælsson skipstjóri
að hann hefði kastað fiski og átti þar
einkum við ferðina þar sem frétta-
menn Sjónvarps slógust í för.
„Þarna er náttúrlega um alveg
svakalegt lögbrot að ræða af okkar
hálfu, eða af minni hálfu. Ég er skip-
stjórinn og ræð því sem er gert,“
sagði Níels.
Aðgerð Fiskistofu er hugsuð til
þess að sjómenn geti ekki gengið á
lagið og hent sannanlega afla og
komist upp með það. Sjávarútvegs-
ráðherra hefur sagt að vandinn
verði ekki leystur með lögregluað-
gerðum einum en boðar aukið eftir-
lit og hefur sú hugmynd verið
viðruð að sjómenn taki sjálfir þátt í
því en lögbrjótamir borgi kostnað.
VERÐUR HANN
RÉTTUM MEGIN
RÓ0A?
DV náði ekki tali af Níels áður en
blaðið fór í prentun í morgun en sjó-
maður úr áhöfn hans var furðu lost-
inn yfir tíðindunum frá Fiskistofu.
„Mér finnst þetta vera hálfgerðar
nomaveiðar. Ef menn segja sann-
leikann þá er þeim refsað. Byggist
þetta ekki allt á því? Ef einhver vog-
ar sér að gagnrýna þetta blessað
kerfi þá er hann úthrópaður," sagði
Örn Sveinsson, skipverji á Bjarma.
Hann segir málið allt með ólíkind-
um og engan veginn sé hægt að una
við gang mála. Spurður hvort áhöfn-
in hyggist hlíta boði Fiskistofu og
gera sér að góðu að sigla alltaf með
eftirlitsmann um borð, segir Örn:
„Ekki hendum við honum í sjóinn.
Við getum það víst ekki.“
8-9 manns eru í áhöfn Bjarma en
óvíst var hvort skipið myndi sigla i
morgun vegna veðurs. Enginn eftir-
litsmaður var mættur i morgunsár-
ið, hvað sem verður í næsta túr.
-BÞ
DV-MYND
Þaö er tíöin aö taka til hendi
lönadarmenn geta ekki kvartað undan tíöinni þessi nóvemberdægrin, enda gengur hitabylgja yfir landið frá Breb-
landseyjum. Hitinn náöi ellefu stigum í Reykjavík í gær og nátgaöist sautjándu gráöuna á Akureyri á sama tíma. Til
marks um hlýindin er aö tólfstiga hiti var á Akureyri kl. 6 í morgun. Myndin er tekin viö Hringbraut í Reykjavík
noröan viö Háskóla íslands.
Ný skýrsla um niðurstöðuna í Marrakesh og losun koltvíoxíðs:
Heildarlosunin
aukist um 14,5%
- samkvæmt Kyotoreglum þó aðeins aukist um 6,5%
í fyrra, árið 2000, var heildarlos-
un gróðurhúsalofttegunda á íslandi
ígildi um 3,3 tonna af koltvíoxíði
(CÖ2), sem jafn-
gildir því að los-
un þessarar gróð-
urhúsalofttegund-
ar hafi aukist um
14,5% frá árinu
1990, en það er
viðmiðunarárið
sem stuðst er við
í Kyotobókuninni
við loftslagssamn-
ing Sameinuðu
þjóðanna. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu sem umhverfisráðherra
leggur fyrir Alþingi og fjallar um
niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar i
Marrakesh í Marokkó i síðustu
viku. Fram kemur í skýrslunni að
inni í þessum tölum um heildarlos-
un er útblástur frá nýrri stóriðju
sem bættist viö eftir 1990 en slík
stóriðja er undanþegin þegar kemur
Siv
Friöleifsdóttir.
að útreikningi á losun samkvæmt
hinu svokallaða „íslenska ákvæði"
sem samþykkt var í Marrakesh.
Þegar búið er að draga losun þessar-
ar nýju stóriðju frá stendur eftir um
3,1 mUljón tonn sem þýðir að losun-
in eins og hún er reiknuð í loftslags-
samningnum hefur aðeins aukist
um 6,3%. Þá er ekki talinn með í
þessum tölum sá frádráttur frá los-
unargildi sem reiknast til vegna
bindingar koltvíoxíðs í aukinni
landgræðslu og skógrækt á íslandi,
en sá frádráttur er talinn nema um
100 þúsund tonnum. Miðað við þess-
ar forsendur var losun koltvíoxíðs á
íslandi í fyrra því um 3 milljón
tonn.
Fram kemur í skýrslu umhverfis-
ráðherra að nú sé Hollustuvernd
ríkisins í samvinnu við Orkustofn-
un, Þjóðhagsstofnun, Rala, Vega-
geröina og Fiskifélagið að vinna að
gerð losunarspár fyrir fyrsta skuld-
bindingartímabil bókunarinnar sem
er frá 2008-2012. Þessi spá verður
síðan lögð til grundvallar stefnu-
mótun um hvernig ísland geti stað-
ið við skuldbindingar Kyotobókun-
arinnar.
Stýrihópur undir forustu um-
hverfisráðuneytisins er að störfum
um þá stefnumótun og er búist við
að sá hópur muni skila tillögum
um aðgerðir á fyrri hluta næsta
árs. Vísbending um hvar þær til-
lögur muni bera niður má e.t.v.
finna í lokaorðum skýrslu ráðherra
en þar er bent á að 99% raforku-
framleiðslunnar komi frá endur-
nýjanlegum orkugjöfum og um 70%
af frumorkuþörfinni. „Þetta hlut-
fall verður ekki hækkað enn frekar
nema meö því að draga úr olíu-
notkun í samgöngum og sjávarút-
vegi eða með því að að auka notk-
un endumýjanlegra orkugjafa, t.d.
með notkun á vetni,“ segir i skýrsl-
unni.
-BG
Nýtt skipulag þéttir byggðina
- sjálfstæðismenn telja margt orka tvímælis
íx
Harðar deilur urðu um tiliögu R-
listans að aðalskipulagi Reykjavíkur
2001-2024 á fundi borgarstjórnar í
gær. Fyrri umræða var um málið og
gerir R-listinn ráð fyrir þéttari byggð
en í núgildandi skipulagi. Samkvæmt
fulltrúum R-listans á að stefna að þvi
að styðja nýjar sem hefðbundnar at-
vinnugreinar, efla miðborgina og
endurskipuleggja eldri iðnaðarsvæði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
gagnrýndu tillögurnar og sökuðu R-
listann um stefnuleysi. M.a. var tek-
ist á um Vatnsmýrina og sagði Inga
Jóna Þórðardóttir, oddviti D-listans,
að óljóst væri hvort flugvöliurinn
Júltus Vífill
Ingvarsson.
Arni Þór
Sigurösson.
myndi verða eða ekki. Þá var deilt
um Geldinganesið eins og fyrri dag-
inn.
Júlíus Vífill Ingvarsson hélt því
fram að Reykjavík myndi dragast aft-
ur úr nágrannasveitarfélögunum ef
óbreyttar tillögur R-listans næðu
fram að ganga. Hann sagði óraun-
hæft að gera ráð fyrir jafnlítilli fjölg-
un atvinnu- og íbúðarhúsnæðis og R-
listinn gerði fram til ársins 2024.
Árni Þór Sigurðsson, borgarfull-
trúi R-listans, varði tillögurnar og
sagði framtíðarsýn R-listans mjög
skýra. Sjálfstæðisflokkurinn væri að
misskilja stefnu yfirvalda og fráleitt
væri að halda því fram að höfuðborg-
in væri að dragast aftur úr öörum
sveitarfélögum.
-BÞ
Útiljós
Rafkaup
Ármúla 24 • S. 585 2800