Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 I>V Fréttir Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag: I leit að sjálfri sér „í lífssýn Samfylkingarinnar eru öflugt efnahagslíf, góð velferð og kraftmikil menntastefna samferða- menn en ekki andstæður. Hvert hvílir á hinu og fær ekki þrifist án hinna.“ Þetta segir Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinn- ar, í ávarpi sínu til flokksfélaga á endurbættum vef flokksins í tilefni þess að síðdegis hefst fyrsti reglu- legi landsfundur flokksins. í drög- um að stjórnmálaályktun, og raunar öðrum ályktunum lika, er einmitt tekið á öllum þessum þáttum og m.a. eru athyglisverðar velferðar- og menntamálaályktanir sem ásamt efnahagsstefnunni mynda það sem í stjórnmálaályktun fundarins er kallað „gullni þríhyrningurinn" í samfélagssýn jafnaðarmanna. Fundurinn er haldinn í skugga nokkurs mótlætis sem Samfylking- in hefur mætt í skoðanakönnunum og vonbrigða með að sá andarungi sem menn voru að vona að yrði fljótlega að hvítum svani hefur hvergi nærri staðið undir vænting- um. Gæti fundið sig Ljóst má þó vera að forusta flokksins og al- mennir flokks- hestar hafa á síð- ustu vikum og mánuðum verið að vinna heima- vinnuna sina og fmna leiðir til að styrkja innviði og stefnu flokks- ins þannig að hann öölist hvort tveggja í senn skarpari sjálfsmynd og skýrari ímynd í hugum kjósenda. Þetta kemur fram í viðamiklum og ítarlegum ályktanapakka sem ligg- ur í drögum fyrir fundinum. „Auð- vitað hefur margt í málefnavinn- unni verið hvatt áfram af slakri út- komu í skoðanakönnunum og það má kannski segja að Samfylkingin sé með þessu að koma sér upp sterk- ari prófil og skýra myndina," segir Óskar Guðmundsson, blaðamaður og félagi í Samfylkingunni. „Sam- fylkingin varð til úr mörgum flokk- um en nú er komið að því að hún fari að finna sjálfa sig sem flokk og sem eina heild en á það hefur skort. Ég hef það á tilfinningunni að eitt- hvað slíkt gæti gerst í kringum þennan fund, að flokkurinn muni í raun flnna sjálfan sig,“ segir Óskar. Össur Skarphéðlnsson. Hryggsúlan Ekki er við því að búast að ágreiningur verði um hinn „gullna þríhyrning" í samfélagssýn flokks- manna, enda eru allir sem blaðið ræddi við vegna málsins sammála um að í þessum stefnuþáttum felist hryggsúla flokksins - þar sé að fmna þau atriði sem sameini flokk- inn. Áhersluatriðin á öðrum svið- um eru hins vegar ekki alveg jafn óumdeild og ber þar langhæst Evr- ópumálin. Tvær tillögur liggja fyrir fundinum. Annars vegar er það til- laga ungra jafnaðarmanna sem gengur út á að flokkurinn taki, i kjölfar umræðunnar um Evrópu- skýrsluna sem lögð er fyrir fundinn, ákvörðun um að beita sér fyrir því að sækja um aöild. Ályktun flokks- forustunnar gengur þó mun skemra: „Úttektin bendir til að eng- in einstök atriði geri aðildarum- sókn erfiða eða óhugsandi og má þar nefna bæði sjávarútveg, full- veldi þjóðarinnar og efnahagsmál. Landsfundurinn samþykkir að Evr- ópuskýrslan verði nú til umfjöllun- ar á almennum félags- og kynning- arfundum, enda nauðsynlegt að stefnumótun í þessum efnum verði ekki aðeins verkefni sérfræðinga, embættismanna og atvinnustjórn- málamanna heldur flokksmanna allra.“ Samfylklngarfundur Frá stofnfundi Samfylkingarinnar en þá voru menn bjartsýnir á að flokkurinn myndi vaxa hratt og veröa öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur ekki gerst með þeim hætti sem vonast var til. Stefnan sett á Evrópu Evrópumálin eru sá pólitíski áherslupunktur sem mest spenna ríkir um fyrir fundinn. 1 flokknum er greinilega almenn stemning fyrir því að skoða með jákvæðum hætti möguleikann á aðildarumsókn. Ágúst Ágústsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir tillögu UJ hafa fengið góðar viðtökur annarra en ungliða. Meðal þess sem fram kemur í greinargerð með tillögu Ágústar og félaga er þetta: „Sam- fylkingin vill vera valkostur meiri- hluta kjósenda sem gera sér grein fyrir hinum ótvíræðu kostum aðild- ar og vilja ganga til liðs við þjóðir Evrópu. Evrópuúttekt Samfylking- arinnar hefur staðfest kosti ESB-að- ildar og skilgreint samningsmark- miðin og er því eftir engu að bíða.“ Ágúst treystir sér þó ekki til að meta hvort tillögurnar fái svo mik- inn hljómgrunn að þær kynnu að verða samþykktar. Svo virðist þó sem enginn viðmælenda blaðsins vilji útiloka að málið fari lengra og visa í það að mál af þessu tagi geti náö ákveðnu „flugi“ á fundinum. Kárahnjúkar En þó að Evrópumálin eigi ef- laust eftir að bera hæst í fréttum af þessum fundi þá eru fjölmörg önnur áhugaverð atriði þarna líka. Eitt þeirra er afstaðan til stóriðju en í Birgir Guðmundsson fréttastjóri Innlent fréttaljós ályktunardrögum fundarins er áréttuð sú stefna að bíða skuli með að taka afstöðu til Kárahnjúkavirkj- unar þar til umhveríismatsferli fyr- ir virkjunina sé endanlega lokið. Þá er lýst ánægju með þann farveg að stórframkvæmdir skuli fara í um- hverfismat. Einar Már Sigurðarson hefur verið talsmaður stóriðju fyrir austan og lenti í sumar nokkuð upp á kant við forustu flokksins, eink- Ágúst Hervar Ágústsson. Gunnarsson. um Össur Skarphéðinsson. Einar segir nú að sú niðurstaða sem leggja eigi fyrir fundinn sé vel ásættanleg og fráhvarf frá þeirri stefnu sem menn hafi verið með í sumar þegar „mér fannst forustan vera á leið út í fenin", eins og hann orðaði það. Hann viðurkennir þó að vissulega sé með þessu verið að fresta ágrein- ingi sem sé fyrir hendi í flokknum þar til úrskurðurinn fellur, en það sé engu að síður fullgild afstaða að vilja bíða hinnar endanlegu niður- stöðu. Aðrir virðast sammála Ein- ari um að ólíklegt sé að virkjunar- málin verði deiluefni á fundinum, enda miðist afstaða forustunnar við að lægja öldur á meðan verið sé að stilla flokkinn betur saman og byggja hann upp. Verkalýöshreyfingin Þetta flokksbyggingarsjónarmið, sem miðast að því að hjálpa flokkn- um að „finna sjálfan sig“, svo notuð séu orð Óskars Guðmundssonar, kemur raunar víðar fram í ályktun- um fundarins. Þar eru t.d. marg- þættar og ítarlegar ályktanir um innra flokksstarfið og flokkinn sjálf- an. Auk þess má merkja þar meðvit- aða tilraun til þess að efla eða jafn- vel endurvekja tengsl flokksins við verkalýðshreyfinguna. Þetta kemur t.d. fram í því að veruleg áhersla er lögð á „korporatiska" nálgun við uppbyggingu atvinnulifsins, þ.e.a.s. til komi þríhliöa samstarf atvinnu- lífs, samtaka launþega og stjóm- valda. Almennt er það forsenda fyr- ir slíkri þjóðarsáttarnálgun að hin pólitisku samskipti flokka séu góð inn í verkalýðshreyfinguna og að þar ríki traust. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýösfélags Akraness og fyrrum varaforseti ÁSÍ, segir í samtali við DV að Samfylkingin hafi ekki veriö í eins góðum tengsl- um við launþegahreyfinguna og menn höfðu verið að vona i upphafi og að þörf sé að bæta úr því. Kveðst hann hafa heyrt gagnrýnisraddir frá pólitískum samherjum sínum á vettvangi verklýðshreyfingarinnar í þessa veru. Framkvæmdastjórnin Þetta tengist raunar öðru máli sem nokkuð hefur verið bollalagt um í aðdraganda fundarins. Her- var Gunnarsson er einmitt einn þeirra sem orðað- ir hafa verið við starf formanns framkvæmda- stjórnar flokks- ins en Ágúst Ein- arsson prófessor, sem gegnt hefur því embætti, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram. Her- var neitar því ekki að ýmsir hafi rætt við hann um þetta en hann sé hins vegar ekki búinn að gera upp við sig hvort hann gefi kost á sér. Uppástungur um Hervar koma greinilega sem tilraun til að senda út merki um betri og nánari tengsl við verkalýðshreyfinguna. En fleiri hafa verið nefndir til sögunnar einmitt í þetta embætti - fólk sem er talið mjög frambærilegt þó kostir þess liggi ekki í því að tilheyra verklýðshreyfingunni. Ása Ric- hardsdóttir hefur unnið á flokks- skrifstofunni við undirbúning þingsins og eru margir áfram um að fá hana í embættið. Sjálf segist Ása ekki hafa verið að sækjast eftir þessu en neitar því ekki að við hana hafi verið rætt. Það þykir styrkur Ásu að hún er starfsöm og hug- myndarík og ekki með augljósan pólitískan metnað utan að starfa í flokknum, auk þess sem flestir eigi auðvelt að vinna með henni. Það gæti því stefnt í spennandi kosning- ar um formennsku í framkvæmda- stjórninni. Ása Richardsdótir. Kyrrð um forustuna Hins vegar virðast þau Margrét Frimannsdóttir varaformaður og Össur Skarphéðinsson mjög traust í sessi og engar raddir heyrast um að þeim sé ógnað. Því má reikna með að þau verði endurkjörin einróma. Ritari flokksins, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki kost á sér. Loks má nefna að enn ein birtingar- mynd þess að hér er á ferðinni flokkur í „leit að sjálfum sér“ er að þrjár tillögur munu koma fram um nýtt nafn á flokknum. Það eru tillög- ur Guðmundar Árna Stefánssonar og Lúðvíks Bergvinssonar um að taka upp viðhengið sem Alþýðu- flokkurinn notaði - jafnaðarmanna- flokkur íslands. Jóhann Geirdal leggur hins vegar til nafnið „Al- þýðubandalag" en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur lagt til að flokkurinn heiti Samfylkingin - jafnaðarflokkurinn. Umsjón: Birgir Suömundsson netfang: birgir@dv.is Krataboð Talsverð eftirvænting er meðal vinstrimanna vegna landsfundar Samfylkingarinnar sem hefst í kvöld, föstudagskvöld. Ljós er að þarna verður mikil hátíð og margt gert til að efla liðsand- ann en þó virð- ist flokkurinn enn bera þess nokkur merki að vera samsettur úr þremur mis- munandi flokk- um. Þannig er fullyrt í pottinum að í kvöld, föstudagskvöld, hyggist gamlir eðalkratar halda Sighvati Björgvinssyni sérstakt hóf, eins konar kveðjuhóf vegna þess að mönnum þótti sem það hafi aldrei almennilega verið gert á sínum tima. Það sem vekur athygli pott- verja er hins vegar að það munu einkum vera gamlir alþýðuflokks- menn sem eru á boðslistanum ... Munaði mjóu Flestum ber saman um að af- hending Edduverðlaunanna hafi heppnast ágætlega þótt athöfnin hafi verið dálítið stirð á köflum og . einstaka sinn- um nánast I vandræðaleg. Það hefur hins | vegar verið upp- lýst að úrslitin voru mjög tví- 1 sýn í ýmsum flokkum og voru dæmi um að at- kvæði almenn- ings réðu úrslitum um hver bar sigur úr býtum. Þá má geta þess að í einum verðlaunaflokki munaði aðeins einu atkvæði á fyrsta og öðru sæti þegar búið var að telja saman bæði atkvæði almennings og fagfólks. Pottverjar hafa hins vegar ekki komist að því í hvaða flokki þetta var ... Þau komu á eftir Loga Meira um Edduna. Þar var sem kunnugt er Logi Bergmann Eiðs- son kjörinn sjónvarpsmaður ársins eftir að gerð hafði veriö könnun meðal almenn- ings af Gallup. Minna var hins vegar gefið upp um hverjir voru í næstu sætum þar á eftir en nú liggur það fyrir í pottinum. Röðir var þessi: 1. Log: Bergmann Eiðs son, 2. Gísli Marteinn Baldurs- son, 3. Elln Hirst, 4. Þorsteinn J Vilhjálmsson, 5.-6. Egill Helga- son 5.-6. Bogi Ágústsson, 7.-8. Ómar Ragnarsson, 7.-8. Jón Ár- sæll Þórðarson, 9. Eva María Jónsdóttir. Sviðsettar fréttir! Fréttastofa sjónvarps hefur sætt gagnrýni - m.a. á Alþingi - fyrir að hafa sviðsett fréttir af brottkasti en Bogi Ágústsson vísaði slíku á bug í tíufréttum sjón- í varps í fyrra- kvöld. Vef-þjóð- viljinn sendir fréttastofunni tóninn í gær vegna þessa og segir: „Fréttastof- an sá ekki um sviðsmynd, leik og gerð handrits. Það gerðu aðrir andstæðingar afla- markskerfisins. Fréttastofan sá hins vegar um upptökuna og ber ábyrgð á því að hafa kynnt þennan leikara- skap sem fréttaefni. í raun hefði það verið skárra fyrir fréttastofuna ef hún hefði einfaldlega leigt bát og Magnús Þór Hafsteinsson hefði sjálfur farið í sjógallann og kastað fiskinum fyrir borð. Þá sæti hún ekki uppi með það í dag að hafa lát- ið teyma sig á asnaeyrunum heldur aðeins að þar á bæ eru stunduð ómerkileg vinnubrögð."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.