Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Fjármálaeftirlitið þegir áfram um meint kaup útlendinga í íslandsbanka: Stöndum sem betur fer fýrir utan þetta mál - segir Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, segist enn ekki hafa séð neinar staðfastar vís- bendingar um áhuga útlendinga á að kaupa bréf í íslandsbanka. Kristján bendir á að þótt einhveijir kynnu að hafa áhuga á bankanum sem fjárfest- ingarkosti væri það heldur ekki bank- ans að undirbúa slík viðskipti heldur eigenda bréfanna. „Við vitum ekkert um málið,“ sagði Kristján í samtali við DV í gær, þar sem hann var staddur i Kaupmannahöfn. Tvennum sögum fer af því hvort hópur erlendra íjárfesta hafi í raun hug á að kaupa bréf Orca- hópsins í íslandsbanka. Því hefúr Jón Ólafsson, einn Orca- manna, haldið fram og hefur Stöð 2 flutt fréttir af tveimur slíkum tilboðum. Jón Ásgeir Jóhannnesson, sem einnig sit- ur í Orca-hópnum, hefur hins vegar neitað þessu og sagt að um leikrit og sjónarspil væri að ræða. Gengi bréfa í íslands- banka hefur hækkað verulega frá því að fregnir bárust af meintum áhuga útlendinganna og hefur Fjár- málaeftirlitið tekið við málinu til at- Kristján Ragnarsson. hugunar eftir að Verðbréfa- þing vísaði boltanum til þeirra. Hjá Fjármálaeftirlitinu hef- ur hins vegar staðið á svör- um og sagði formaður stjóm- ar ráðsins í samtali við DV að hann væri enginn talsmaður Fjármálaeftirlitsins og myndi ekki tjá sig um málið. Páll Gunnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálaeftir- litsins, hefur ekki svarað skilaboðum DV. Formaður bankaráðs fslandsbanka sagðist ekki vilja tjá sig um afskipti Ejármálaeftirlitsins. „Þeir eiga sjálfir að svara fyrir sig. Við stöndum sem betur fer alveg fyrir utan þetta mál,“ segir Kristján Ragnarsson. Eins og DV hefur greint frá telur einn af bankaráðsmönnum íslands- banka að þótt óformleg viljayfirlýsing hafi borist í tölvupósti um áhuga út- lendinganna geti slíkt að engu leyti uppfyllt skilyrði um lögformlegt tilboð. Fjármálaeftirlitið er að skoða hvort gengið hafi verið talað upp án inni- stæðu. Ef það telst sannað stangast slíkt á við lög. -BÞ DV býðurí handboltabíó DV býður lesendum sínum að horfa á leiki landsliðsins í handknattleik í Bíóborginni við Snorrabraut um helg- ina. Um er að ræða Ísland-Svíþjóð sem fram fer í dag klukkan 15 og leikinn sem spilaður veröur á sunnudaginn, hvort sem liðið keppir um brons- eða gullverðlaunin. Sýningamar verða í sal 1 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Óhætt er að segja að árangur liðsins hafi vakið athygh hér heima því götur og verslanir því sem næst tæmast á meðan leikjunum stendur. Þessi mikli áhugi kemur einnig fram í gífurlegri aðsókn að dvsport.is þar sem framvindu leikjanna er lýst á meðan á þeim stendur en 5-7000 manns hafa fyigst með þeim lýsingmn. En það er ekki aðeins hér heima sem frammistaða liðsins vekur athygli því á vefsíðu hins sænska Aftonbladet er grein eftir ritstjóra íþróttafrétta þar sem farið er fógrum orðum um lið ís- lendinga og góðan árangur þess, ekki síst í ljósi þess að hér er á ferð lítil þjóð. Þar segir ritstjórinn m.a. að Is- land sé minnst þeirra fjögurra landa sem komin eru í undanúrslitin en 5,3 milljónir maima búa í Danmörku, 8,9 milljónir í Svíþjóð og 82 milljónir i Þýskalandi. Og hann undrast að við skulum hafa komið saman svo góðu liði þar sem hér leiki bara 12 lið í deildinni og að iðkendur íþróttarinnar séu aðeins um 3000 talsins, en 100.000 í Svíþjóð. Ritstjórinn segir að tónninn í Taugastríðlð hafið fyrir Svíalelkinn íslenska landsliðiö lagði afstað til Stokkhólms í gærmorgun. Mönnum brá nokkuð í brún þegar í Ijós kom að rútan sem flytja átti íslenska liðið frá Vásterás til Stokkhólms var i gulum og bláum litum sænska landsliðsins. stjómendum íslenska liðsins sé þannig að menn sjái ekki erfiðleika heldur bara möguleika. Hann minnir þó á að íslendingasögur endi sjaldnast vel og rifjar upp hvemig Gunnlaugs saga Ormstunga endar á hólmgöngu þar sem Gunnlaugur og Hrafn deyja báðir eftir bardaga um hina fógm Helgu. Annar með fótinn af, styðjandi sig við hjástubb og hinn með banasár á höfði. Næstum eins og Evrópumótið í hand- bolta. -ÓSB Sjá bls. 14 og 28 Vestmannaeyj ar: Þingmenn vilja svifnökkva María Gústafsdóttir fylgist grannt með Evrópumótinu í handknattleik: Á tvo stráka í landsliðinu Fimm þingmenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun svifnökkva til fólks- og vöra- flutninga milli lands og Vestmanna- eyja. ísólfur Gylfi Pálmason er fyrsti flutningsmaður en með honum eru Gunnar Birgisson, Hjálmar Ámason, Kjartan Ólafsson og Ólafur Björns- son. Lagt er til að Alþingi feli sam- gönguráðherra að láta kanna til hlít- ar kosti þess að nota svifnökkva til fólks- og vöruflutninga milli Vest- mannaeyja og Landeyjasands. í greinargerð með tillögunni er bent á að Vestmannaeyingar hafi nokkra sérstöðu í samgöngumálum á íslandi. Þar hafi fólki fækkað undan- farið og ein ástæðan sé ónógar sam- göngur milli lands og Eyja. „Með til- komu ganga undir Ermarsund bjóð- ast nú nokkrir notaðir svifnökkvar til sölu á tiltölulega sanngjörnu verði. Ferðatfmi mundi styttast til mikilla muna og staða Vestmannaeyja sem samfélags gerbreytast. Talið er að sigling frá Vestmannaeyjum upp í Landeyjafjöra tæki u.þ.b. 10 minút- ur,“ segir í greinargerðinni. -BÞ María Gústafsdóttir, íbúi í Æsu- felli í Breiðholti, er móðir Gústafs Bjamasonar, landsliðsmanns í hand- knattleik, en tengdamóðir Arons Kristjánssonar. Hún sló sennilega öll met á þriðjudag þegar hún var nýbú- in í aðgerð á Landspftalanum. María var þá stödd á vöknunardeild, rétt eftir aðgerðina, þegar komið var með sjónvarp til hennar og læknir og hjúkrunarfólk horfðu svo á leikinn með henni en þá var handboltalands- liðið að leika á móti Frökkum í milli- riðlinum. „Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og að sjá svæftngalækninn standa við hliðina á mér og hjúkrunarfólkið af skurðdeildinni fylgjast með. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að svona gæti gerst. Vissulega bað ég um sjón- varpið sjálf enda sagðist ég eiga bæði son og tengdason í Evrópukeppninni. Starfsfólkið vildi þakka mér fýrir það með þessum hætti," segir María. Þegar hún er spurð um hvað henni þyki um frammistöðu tengdasonar- ins Arons í síðustu leikjum, segir hún: „Mér finnst hann alveg frábær. Hann hefur komið í leikina og gefið í fangi ömmu sinnar María, móöir Gústafs og tengdamóóir Ar- ons, meö dóttursinni Huldu, sem ersystir Gústafs Bjarnasonar og kona Arons Krist- jánssonar. Hún ermeö Darra litla Aronsson. sig allan í þá enda er Aron þannig." En hvemig líður þá syninum, Gústaf, sem meiddist í fyrsta leikn- um og hefur ekki getað leikið síðan? „Hann er voðalega svekktur en hann tekur þátt í þessu á hinn veg- inn, utan vallar, ef ég þekki hann rétt,“ segir María sem hefur heyrt í syni sínum í síma á meðan keppnin hefur staðið. „Gústaf er allajafna svo mikill keppnismaður að hann hættir ekki fyrr en stund er liðin eftir að leikurinn er flautaður af.“ María segir að dóttir hennar, Hulda Bjarnadóttir, systir Gústafs og kona Arons, sé líka mikil keppnis- kona en hún lék áður með Haukum, liðinu sem Aron er í I dag. En hvern- ig er sambandið á milli máganna í landsliðinu? „Þeir era mjög góðir vinir og það er mikil samheldni hjá systkinunum og tengdafólkinu. Ég get ekki kvartað því ég hef eignast góð böm og tengda- böm. Gústi á líka góða eiginkonu, Hildi Loftsdóttur, sem hefur stutt hann virkilega enda var hún sjálf í handbolta á sínum tíma og Aron og Hulda vora líka bæði að spila hand- bolta með Skjem úti í Danmörku. Þau eiga einn son, Darra, tveggja ára, en Hulda á að eiga annað bam þeirra I byrjun maí. í dag, þegar íslendingar leika á móti Svíum í Globen í Stokkhóhni, verður María heima hjá sér. „Ég verð- hér með Huldu, Darra litla og sambýlismanninum Viðari Valdi- marssyni og fleira fólki þegar við kveðum niður Sviagrýluna." -Ótt Rlnftíh ■ Haú Handbolti á heimsvísu Innlent fréttaljós Lídó fær nýtt Iíf DV flytur Syngur eins ogjoplin Óvæntur metsölu- höfundur Gísli Hjartarson Forðast mistök föður síns Erlent fréttaljós Engar heilagar kýr Hrólfur Sæmundsson Lífið er saltfiskur Slgga Guðna DV-matur Hrífandi Gagnrýnendur í Þýskalandi fara lof- samlegum orðum um bókina Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar eftir Davíð Oddsson, en hún kom nýlega út þar í landi. Sagt er að í bókinni sé hrífandi andrúmsloft og að bókin gefi innsýn í sál þjóðar. Fagnar lækkun BSRB fagnar þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar að lækka komu- gjöld f heilsugæslunni. Er minnt á að samtökin hafi áður lagt til að haft yrði samráð við samtök launa- fólks um eflingu heilbrigðisþjón- ustu á grundvelli samhjálpar í stað rándýrra einkalausna. . i m | r"Miffr**ff i jli mmimn lli . juimuft _o ^ Brautskráning Brautskráning kandídata frá Há- skóla íslands verður í Háskólabíói í dag. Að þessu sinni brautskrást 142 kandídatar, auk sautján sem hafa lokið starfsréttindanámi í guðfræði, heimspeki- og félagsvísindadeild. Þá hafa níu lokið diplomanámi. Bond á Hornafirði Verið er að ganga frá samningum vegna töku á næstu James Bond- mynd á Hornafirði. Stefnt er að því að tökur hefjist á Jökulsárlóninu og uppi á jökli í febrúarmánuði. Frá þessu er greint í Austurglugganum. Munur í mjólk Allt að 41% munur J er á verði mjólkur- vara milli verslana skv. verðkönnun sem ASÍ gerði fyrir jól og endurtók eftir nýár. Mestur munur er á mjólkurvörum sem ekki eru verðmerktar af framleiðanda. Verslanir hækk- uðu í mörgum tilvikum verð mjólk- urvara meira en framleiðendur. Þrír hætta Þrír af helstu stjómendum ís- landssíma eru á útleið. Dagný Hall- dórsdóttir aðstoðarforstjóri lætur af störfum i apríllok. Þá hefur verið samið um starfslok Kristjáns Schram markaðsstjóra og Karls Jó- hanns Jóhannssonar gæðastjóra. Kanna sameiningu Árborg og Hraungerðishreppur hafa skipað samstarfsnefnd til að vinna að hugsanlegri sameiningu þessara tveggja samliggjandi sveit- arfélaga. í skoðun er að efna til kosninga um sameiningu 23. mars nk. Gefa Hannes Stjórnendur Símans afhentu Þjóðmenningarhúsinu í gær mál- verk af Hannesi Hafstein ráðherra til heiðurs minningu hans. Forsæt- isráðherra tók við gjöfinni. í gær voru liðin 98 ár síðan Hannes tók fyrstur manna við ráðherratign á íslandi. Vélsleðamóti frestað íslandsmeistaramótinu í snjó- krossi, sem halda átti á Dalvík í dag, hefur verið frestað um eina viku, eöa fram til 9. febrúar. Það eru Vélsleöaklúbbur Ólafsfjarðar og Sportferðir á Akureyri sem standa sameiginlega að mótinu, en DV- Sport er helsti styrkaraðili þess. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.