Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Helgarblað_______________________________________________________________________________________________ DV Sara Dögg Jónsdóttlr. „Fordæmin um íþróttamenn sem stigiö hafa skrefiö til fulls er hins vegar aö finna hjá stelpunum og þá sérstaklega hjá þeim í fótboltanum. Þaö var auövitaö heilmikiö mál fyrir þær stelþur sem riöu á vaöiö og brutu ísinn og var síöur en svo auövelt." Samkynhneigð í íþróttum - eru stúlkur umburðarlyndari en strákar? Hverjir þora út úr skápnum? Umræða um samkynhneigð hef- ur opnast frá því sem áður var og segja má að nú sé meira umburð- arlyndi í garð samkynhneigðra í þjóðfélaginu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í baráttumálum þeirra og nokkrir góðir sigrar unnist en alltaf má gera betur og segja má að þeir sem eru í fremstu röð í víglínu baráttunnar séu sér þess ákaflega meðvitandi að það þarf alltaf að vera á verði gagnvart fordómum sem leynast víða. í allri þessari umræðu um samkyn- hneigð og réttindabaráttu og bar- áttu gegn almennum fordómum sem fylgir henni hefur lítið verið komið inn á íþróttaheiminn en þar virðist lítil sem engin umræða vera í gangi um þessi mál og þeim frekar ýtt til hliðar og litiö jafnvel á þau sem óþægilega staðreynd sem best sé geymd í þögn. Þó hef- ur það aukist á undanförnum árum erlendis að menn og konur hafi komið út úr skápnum á með- an á keppnisferli þeirra stendur og svo eru líka til fiöldamörg dæmi um íþróttamenn sem koma út eftir að ferli þeirra lýkur. Hér á landi hefur ekki verið hátt haft um þessa hluti enda lítið svipað gerst og til að mynda er hægt aö full- yrða að enginn íslenskur karlkyns hópíþróttamaður hefur komið út úr skápnum, jafnvel ekki heldur einstaklingsíþróttamaður, stelp- umar hafa verið duglegri og vitað er um margar í hópíþróttum og þá sérstaklega í knattspymunni og ýmsum öðrum boltaíþróttum. Blaðamaður ræddi við þau Heimi Má Pétursson, fyrrverandi frétta- mann og nú upplýsingafulltrúa Flugmálastjómar, og Söru Dögg Jónsdóttur, fræðslufulltúa Sam- takanna ¥78 og kennara, um sam- kynhneigö og íþróttaheiminn en bæði hafa verið framarlega í rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Hvar er umburöarlyndiö? Blaðamaður: Nú hefur umburð- arlyndi aukist á undanförnum árum í garð samkynhneigðra, er hægt að tala um mismun á við- horfum - jákvæðni eöa neikvæðni - til samkynhneigöra eftir hópum eða jafhvel stéttum ? Heimir Már: Ég held að þaö fari nokkuð eftir því hvar og hvernig maður nálgast stéttirnar. Mín reynsla af því fólki sem ég þekki og komið hefur úr felum er sú að það skiptir ekki endilega máli úr hvaða stétt einstaklingurinn kem- ur þegar að viðbrögöum foreldra, ættingja eða vina kemur. Á opnum fundum, þar sem fólk er héðan og þaðan eða sitt úr hverri áttinni og málin eru rædd opinskátt, virðist reynslan sú að fordómar minnki eftir því sem fólk hefur meiri menntun. Þó virðist það ekki regla að fólk sem er með minni mennt- un bregðist neitt verr við þegar einhver úr þeirra eigin fjölskyldu kemur út úr skápnum. Það er al- veg rétt að umburðarlyndi gagn- vart samkynhneigöum hefur auk- ist en ég tek samt öllu slíku tali með nokkrum fyrirvara, enda tel ég að þetta sé því miður of tísku- tengt. Undanfarin ár hefur hvorki þótt fint né heldur verið í tísku að sýna þessa fordóma, ég tala nú ekki um að ráðast líkamlega á samkynhneigt fólk eins og var mjög algengt hér á árum áður, en það er vegna þess að þeir sem það gera mæta svo mikilli andstöðu. Þaö er ekki endilega vegna þess að fordómar séu ekki lengur fyrir hendi; þess vegna held ég að slík tímabil geti alveg komið aftur ef menn halda ekki vöku sinni. Skólakerfið hefur mikla þýðingu í þessu efni og ekki síöur þau sam- tök samkynhneigðra sem hafa ver- ið að fræða almenning. Sara: Ég hef mikiö verið að hugsa um þetta, einmitt nákvæm- lega um þetta aö undanfómu, því að það er nú svo á meöan maður lifir og hrærist í þessum kjarna þá er maöur með svo mikla nálægð: allt virðist svo gott, en mjög mikil- vægt er einmitt að vera á varð- bergi, yfirsýnin getur glatast vegna nálægöarinnar. Undir niðri held ég þó, án alls vafa, að fordóm- arnir séu til staðar, en eins og staðan er núna þá veigrar fólk sér meira viö að hafa sig í frammi í eins miklum mæli og oft áður, en það kemur örugglega að því aö andstaðan gegn samkynhneigðum rfs aftur og fordómamir verða sýnilegri; hvenær það veröur er ekki hægt að segja til um. Þess vegna er afar nauðsynlegt að um- ræðan um þessi mál sé ævinlega til staðar, því að með umræðunni, og aðeins með henni, höldum við fordómunum í skefjum. Hommar lamdir á Spotlight Heimir Már: Það hafa verið að koma sögur af Spotlight, sem er eini opinberi skemmtistaður sam- kynhneigðra hér á landi, um að það sé að gerast helgi eftir helgi að þar komi inn menn, greinilega í þeim tilgangi einum að lemja homma og lesbíur. Þetta eru menn sem ganga beint að fólki og berja það og þessir menn virðast ein- hvem veginn ekki komast í hend- ur lögreglu og dyravarða og koma þar af leiðandi aftur og aftur í sömu ömurlegu erindagjörðunum. Sagt er að bara á undanföm- um tveimur til þremur mánuðum séu dæmin fjölmörg. Því spyr ég, þegar ofbeldi sem þetta gerist aftur og aftur á eina opinbera skemmti- stað samkynhneigðra, er þá hægt að segja með góðu móti aö litlir for- dómar ríki hér á landi í garð samkynhneigðra? Að samkynhneigðir búi við sama öryggi og aðrir á íslandi? Ég er ekki viss um að svo sé. Sara: í minni stétt, sem er kennarastéttin, hefur mikið til fram að þessu verið tabú að ræða um samkynhneigð í grunnskólunum; mér finnst viðkvæðið oft vera þetta hjá kennurum: til hvers að vera að ræða um þessi mál, þetta er í lagi og við berum virð- ingu fyrir þessu fólki og eitthvað í þá áttina en við þurfum ekki að ræða það. Og ef það er alltaf niðurstaöan að ræða málin ekki þá segir það manni að fólk vilji leiða hjá sér umræðuna, það er að minnsta kosti mín reynsla úr kennarastétt- inni. Þögnin sem rfkir þar sem umræðan er engin er ógnvænleg og mörgum óbærileg og sjálfsagt ekki síst í íþróttaheiminum. Auöveldara fyrir stelpur Blm.: En nú skulum við aðeins koma inn á íþróttaheiminn, sérstak- lega í tengslum viö samkynhneigð og stöðu mála þar. Er meira um- burðarlyndi gagnvart því að stelp- ur komi út úr skápnum en strák- ar? Sara: Dæmin eru til staðar hjá stelpunum og ég þekki margar sem hafa verið og eru í boltaíþrótt- um og hafa komið úr felum og er óhætt að segja að þær eigi auð- veldara með það en strákamir. Hins vegar er það svo að umræöan og viðhorfið er oft á tíðum frekar neikvætt gagnvart þessum stelp- um; oft er sagt sem svo að það séu bara lesbíur í boltanum og það er eins og þetta tvennt eigi að tengj- ast eitthvað sérstaklega mikið saman. Heimir Már: Auðvitað er sam- kynhneigt fólk i íþróttunum eins og annars staðar í samfélaginu, bæði stelpur og strákar. Það má rekja allt líkamsræktaræðið, sem byrjaði á sínum tíma í Bandaríkj- unum, fyrst og fremst til samkyn- hneigðra karlmanna sem settu upp fyrstu líkamsræktarstöðvam- ar og lögðu grunn að vaxtarrækt- aráhuganum sem dreifðist síðan út um allan heim. En íþróttir eru mismikið karlrembulegar. Fim- leikar eru til að að mynda ekkert sérstaklega karlrembulegir en samt þurfa iðkendur þar að vera mjög vel á sig komnir og ganga í gegnum erfiða þjálfun til að ná langt. Þá krefst ballett mikilla og erfiðra æfinga og ekki einfalt að verða góður í honum; hann er nú túlkaður sem list en er líka íþrótt. Þegar hins vegar kemur að íþrótt eins og fótboltanum þá komum við inn á það sem við ræddum áðan varðandi hópana eða stéttirnar. Fótbolti á rætur sínar að rekja til lægri stétta þótt hann sé reyndar orðinn allra stétta íþrótt nú til dags. I þeirri íþrótt hefur nú ekki farið mikið fyrir frjálslyndinu í gegnum árin og aldirnar og líkast til ekki gott að vera í Manchester United eða álíka félagsskap og koma út úr skápnum. Hollenski fótboltamaðurinn Obermas kom hins vegar út úr skápnum fyrir nokkrum árum og virðist lifa ágætu lífi. Það hafa alla tíð verið hommar í íþróttunum og það hafa verið hommar í KR og Val og Fylki og auðvitað lesbíur líka og eru enn. Enginn skyldi fara f graf- götur með það. Það er ekki endi- lega píulegasti strákurinn með síða hárið sem er hommi. Það get- ur alveg eins verið mesti harðjaxl- inn í hópnum eða jafnvel sá karl- mannlegasti. Útlit og framkoma hefur ekkert með það að gera. Hins vegar er það mjög athyglis- vert í tengslum við karlmenn og snertingar þeirra við aðra karl- menn í íþróttunum að þar skapast öllu frjálslegra rými en menn eiga að venjast og þetta verður viður- kennd leið karlmanna til að fríka út hver með öðrum. Þeir snertast; meira að segja fullorðnir menn fyrir framan sjónvarpið grípa hver um annan og kyssast þegar skorað er mark og hvað þá áhorfendur á staðnum. Þarna má þetta gerast sem annars er litið hornauga al- mennt hjá karlmönnum. En auð- vitað á að halda því hátt á lofti að samkynhneigðir strákar geti stundað handbolta, fótbolta og körfubolta eins og aðrir. Stelpur út úr skápnum Blm. Nú eru engin dæmi þess að karlkyns hópíþróttamaöur hér á Eru íþróttakonur samkynhnelgðar? „Dæmin eru til staöar hjá stelpunum og ég þekki margar sem hafa veriö og eru í boltaíþróttum og hafa komiö úr felum og er óhætt aö segja aö þær eigi auöveldara meö þaö en strákarnir. Hins vegar er þaö svo aö umræö- an og viöhorfiö er oft á tíöum frekar neikvætt gagnvart þessum stelpum; oft er sagt sem svo aö þaö séu bara lesbíur í boltanun og þaö er eins og þetta tvennt eigi aö tengjast eitthvaö sérstaklega mikiö saman. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.