Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Helgarblað _______________________________________________________________________________________________DV Skar eiginmann- inn í 60 hluta Á páskadag árið 1996 var lög- reglubil ekið meðfram árbakka í New Jersey, sunnan New York. Voru tveir lögreglumenn í bílnum í venjulegri eftirlitsferð. Þá óku þeir fram á bíl með opna farangurs- geymslu og maður kom hlaupandi frá ánni í átt að bílnum. Var greini- legt að hann hafði verið að kasta einhverju í ána. Framan viö bílinn voru nokkrir plastpokar sem eitt- hvað var í. Lögreglan stöðvaði manninn og bað um aö fá að sjá ökuskírteini hans. Hann rétti þeim það og voru hendumar ataöar blóði og huldar sárabindum að nokkru. Blóð var á plastpokunum. Þegar einn þeirra var opnaður kom inni- haldið í ljós, blóðugt baðforhengi, öxi og hnífar. í næsta poka var lifur og fleiri innyfli og í þeim þriðja hauskúpa sem skinnið var fláð af. Lögreglumennimir höfðu fyrir til- viljun rekist á morðingja sem var að reyna að farga sönnunargögnum. Sérstæð sakamál Maðurinn benti á annan bíl sem var þama rétt hjá og sagði á bjagaðri ensku: „Meira, meira“. í þeim bíl fundust enn fleiri plastpokar með líkamsleifum sem skomar voru í smáhluta. Síðar varð upplýst aö lík- aminn var hlutaður i 60 parta. Þetta var endir á ameríska draumnum sem snerist upp í martröð. Tveir snauðir gyðingar sem vom ofsóttir fyrir trú sína í Sovétríkjun- um komust til fyrirheitna landsins. Þeir vom hjón og komst frúin fyrst úr landi. í Bandaríkjunum barðist hún í nokkur ár fyrir að fá mann sinn lausan og endaði baráttan með því að frúin lagði á sig 18 daga mót- mælasvelti fyrir utan skrifstofu að- alfuiltrúa Sovétríkjanna hjá SÞ. Þá fékk maður hennar leyfi til að flytja úr landi og fóðmuðust þau Yakov og Rita Gluzman á Kennedy-flugvelli í desember 1971. Framtíðin blasti við þeim, hún var bráðdugleg og séð viðskiptakona og hann gáfaður og vel menntaður vísindamaður. En 26 árum síðar endaði draumurinn í hryflilegri martröð. Leiöir skilja Eftir að hafa starfað hjá rafeinda- fyrirtæki stofnaöi Rita eigið firma og þénaði vel. Hún naut lífsins, verslaði dýrt og eyddi frium á dýr- ustu stöðum á eyjum Karíbahafs. Yakov var snjall lífeðlisfræðingur og gerði merkar uppgötvanir varð- andi frumubyggingu og starfaði m.a. með nóbelsverðlaunahafa í greininni. Lífið brosti við þeim og þau keyptu sér hús í dýru hverfi, Saddle River í New Jersey. Þá fór að halla undan fæti. Rita kunni ekki viö sig Eftir að hafa starfað hjá rafeindafyrirtœki stofn- aði Rita eigið firma og þénaði vel. Hún naut lífs- ins, verslaði dýrt og eyddi fríum á dýrustu stöðum á eyjum Karíbahafs. Ya- kov var snjall lífeðlis- frœðingur og gerði merk- ar uppgötvanir varðandi frumubyggingu og starf- aði m.a. með nóbelsverð- launahafa í greininni. í fina hverfinu og vfldi flytja. Maður hennar var orðinn þreyttur á hröðum spretti hennar í sam- kvæmislífinu, eyðslu henn- ar og lífsmáta yfirleitt og neitaði að flytja úr róleg- heitunum sunnan árinnar. Foreldrar Yakovs höfðu flutt til ísraels og heimsótti hann þá oft á ári. í einni ferðinni árið 1994 kynntist hann bakterlufræðingnum Raisa Kombilt sem flutti frá Sovétríkjunum fjórum árum áður. Hún var 29 ára gömul og vann á rannsókn- arstofu í Hadera. Hún féll fyrir vísindamannium fræga og tóku þau upp ást- arsamband ári síðar. Hann var fyrsti maðurinn sem hún naut ásta með. Ritu þótti tiðar ferðir manns síns til Israels grun- samlegar og komst að þvi að hann sendi peningaupp- hæðir þangað annað slagið. Hún gekk á mann sinn og spurði hver fengi þessar sendingar og var svarað að hann væri að greiða foður sínum gamalt lán. Rita trúði ekki orði af því. Sambúð hjónanna var nú orðin óþolandi og eftir 27 ára hjónaband ákváðu þau að skflja. Rita var þá 47 ára gömul og Yakov 49 ára. Hann flutti að heiman og skilnaðarlögfræðingar hófu málarekstur. Vopnakaup og morö 5. april 1996 áttu hjónin að mæta á fund þar sem gera átti út um eignaskiptin. En Rita mætti ekki. Þess í stað haföi hún samband við frænda sinn, Vladimir Zelenin, sem hún hafði hjálpað til að flytja frá Úkraínu til Bandaríkjanna. Hann var fertugur og bjó í New Jersey. Hann talaði varla neina ensku og var háður frænku sinni á allan hátt og vann hjá henni. Hann var einstæður faðir og átti tvö böm. Vladimir þekkti vel til einka- mála frænku sinnar og vissi að ekki væri víst að hún héldi öflu fyr- irtæki sínu eftir skilnaðinn. Rita sannfærði frænda sinn um að þau gætu bæði átt góða efnalega framtíð ef þau ryddu Yakov úr vegi, en það yrði að gerast fyrir 7. apríl, en þá myndi hann koma og hirða eigur sínar og gert yrði út um skiptin. Kaupa þyrfti axir af mismunandi stærðum, hnífa og sterka plast- poka. Ráðgert var að skera og höggva Yakov í 60 hluta og setja í poka og blýlóð með og sökkva öllu þessu í Passaic-ána. Þar var Vla- dimir gripinn glóðvolgur á páska- dagsmorgni. Næstu klukkustundimar sagði hann rannsóknarlögreglumönnum allt hið létta og átti reyndar ekki annars úrkosti þar sem hann var staðinn að verki með líkamshlut- ana í höndunum. Vladimir skýrði svo frá að kvöldið áður hefði verið von á Yakov á fyrrverandi heimili sitt og Ritu þar sem hún bjó nú ein. Hann ætlaði að ná í einhverjar per- sónulegar eigur. Þau biðu hans í myrkvuðu húsinu og þegar hann kom inn var Rita við útidymar með misstórar axir sína í hvorri hendi. Hún hjó þeim báðum í höfuð eiginmannsins um leið og hann gekk inn um dymar og braut höf- uðkúpuna. Það var hennar leið til að enda skilnaðarferilinn og til að halda öllum eignunum sjálf. í látunum við að höggva Yakov, sem var stór maður og þungur, slæmdi hún öxi í hönd frænda síns Vladimirs sem enn var ekki farinn að taka til hendinni í sameiginlegu verkefni þeirra. Þau drösluðu lík- inu inn í baðkar og þar var það skorið og höggvið í búta og jámsög notuð þar sem við þurfti. Slátrinu var svo komið fyrir í plastpokum sem í vom blýklumpar. Þau óku með farminn aö ánni hvort í sínum bíl og Vladimir keyrði Ritu síðan heim þar sem hún fór að hreinsa íbúðina, sem ekki veitti af, því gangar, stofa og bað litu út eins og sláturhús í fullum gangi. Vladimir ók aftur að ánni til að bera plastpokana úr báðum bílun- um út í ána og sökkva þeim þar. En þá bar lögreglubílinn að. Helmlllð Ríkmannlegt heimili Giuzmanhjónanna í fínu hverfi i New Jersey. Hræöileg martröð Kaupsýslukonan Rita Gluzman og eiginmaöur hennar, vísindamaöurinn Yakov, uppliföu amer- íska drauminn en hjá þeim, sem bæöi voru flóttamenn frá Sovétríkjunum, endaöi hann í hræöilegri martröö. Vladlmir Var staöinn aö verki þar sem hann var aö kasta líkamspörtum afmanni út í á. Fljótlega kom í Ijós aö hann átti sér vitorösmann. Öllum ráðum beitt Þegar lögreglan bankaði upp á á heimili Ritu var hún að heiman. Við eftirgrennslan hafðist uppi á henni í varðhaldi hjá lögreglunni á Long Island. Þar var hún tekin er hún var í óleyfi inni á lóð rann- sóknarfyrirtækis sem maður henn- ar hafði áður unnið hjá. Það var í sjálfu sér ekki svo saknæmt en þegar í ijós kom að bíllinn sem hún ók var með stolin New York- númer og að í bílnum fundust egg- vopn, háralitir, nokkur fölsk vega- bréf og vegakort af Sviss þótti kon- an grunsamleg og var hún sett í varðhald. Rita var ákærð fyrir morð og stóð rannsókn á máli hennar yfir í átta mánuði. Þar var m.a. upplýst að hún hafði reynt að kúga fé út úr manni sínum og var fufl heiftar vegna sambands hans við stúlkuna í ísrael. Hún hafði fengið einkalög- reglumann til að taka myndir af Yakov og Raisu saman í einni af ferðum hans til ísraels. Hún reyndi líka að fá einkaspæjarann til að koma eiturlyfjum fyrir á heimili Raisu og láta lögregluna vita. Þegar hann neitaði að beita slíkum bolabrögðum bað Rita hann um að koma á kreik orðrómi um að stúlkan væri smituð af eyðni til að koma í veg fyrir að hún fengi vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Við réttarhöldin reyndi Rita aö koma sem mestu af sökinni á frænda sinn Vladimir og lýsti hon- um sem hinu versta illmenni sem trúandi væri til alls. Aftur á móti stóð bunan upp úr Vladimir og sagði hann lögreglunni og fulltrú- um saksóknara allt sem hann vissi um málið og dró ekki úr eigin sök. Hann átti von á vægari refsingu ef hann liðkaði fyrir rannsókninni eftir bestu getu. Reynt var að komast að því hvert samband þeirra frændsystk- inanna hefði verið og hvort það gæti verið orsök morðsins. En ekk- ert benti til annars en að samband- ið væri það sama og virtist á yfír- borðinu. Vladimir var ekkjumaður með tvö böm á framfæri, mállaus í ókunnu landi. Hann átti allt rrndir frænku sinni sem hjálpaði honum að komast til Bandaríkjanna, kom honum þar fyrir og fæddi og klæddi böm hans og útvegaði hon- um sjálfum vinnu í fyrirtæki sínu. Hann átti allt undir Ritu, en hann var aftur á móti eini maðurinn í veröldinni sem hún gat treyst full- komlega og skipað fyrir verkum. Að því athuguðu komst Rita ekki upp með moðreyk þegar hún reyndi að skella sökinni á frænda sinn og halda því fram að hann hefði átt frumkvæði að glæpnum. 15. maí 1997 var Vladimir Zelen- in dæmdur til að afplána 22 ára dóm í fangelsi áður en hann fær tækifæri til að sækja um náðun. Á gamlársdag sama ár var Rita Gluzman dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði. Stútur við stýrishjólið Nýríkur athafnamaður í Texas var nýlega dæmdur í 85 ára fangelsi fyrir að hafa orðið fimm manns að bana vegna ógætilegrar siglingar. Sá efnaði var nýbúinn að kaupa öfl- ugan hraðbát og var á fullri ferð undan strönd Flórída þegar hann sigldi á 60 mílna hraða á snekkju þar sem 5 manns voru um borð. Snekkjan sneiddist í tvennt og svo fór einnig fyrir tveim farþegum. Aðrir um borð slösuðust illa og lét- ust ýmist af sárum sínum eða drukknuðu. Viö rannsókn reyndist athafna- maðurinn frá Texas vera með þrisvar sinnum meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er ef aka á bíl eða stjórna bát. Svo vfldi til að hann slapp lifandi frá árekstrinum til þess eins að hljóta dóm og sitja ævi- langt í fangelsi. Hann áfrýjaði dómnum. Lík notað sem mubla Fíkniefnasali sem bjó í Darby í Englandi er ákærður fyrir aö mis- bjóða líki. Kunningi hans og starfs- bróðir hvarf og seint og um síðir fór lögreglan að leita hans. Fljótlega var vinurinn, Nicholas Redfern, heimsóttur til að spyrjast fyrir um ferðir þess týnda. Ekki þurfti lengra að leita. Vídeótæki stóð á þúst sem var undir gólfteppinu. Þegar gægst var undir var lík þar, rotið og illa farið. Af leifunum var ekki hægt að sjá hvert banameinið var en nefið var brotið og tennur slegnar úr gómn- um. Engar sannanir fundust sem bentu tfl að maðurinn hefði verið myrtur og var því ekki hægt að ákæra húsráðanda fyrir slíkan glæp. Hins vegar var hann dæmdur fyrir að leyna dauðsfalli og að hafa lík í fórum sínum án þess að hafa tilskilin leyfi til slíkrar varðveislu. Þá tókst honum að móðga dómar- ann og var honum einnig gefið að sök að sýna réttinum óvirðingu og fékk viðbótardóm fyrir þá yfirsjón. Að koma sér í mjúkinn hjá djöflinum Brasilískur galdrakarl af afrísk- um uppruna situr í varðhaldi, ákæröur um líkrán og morð. í must- eri hans fundust 16 hauskúpur og aðrar líkamsleifar. Þegar góflíð var rifið upp var þar lík af barni. Haus- kúpurnar voru fengnar úr nálægum kirkjugarði þar sem seiðkarlinn fékk grafara þar tfl aö hjálpa sér að grafa líkin upp. Sterkur grunur leikur á að sá sem stóð fyrir djöfladýrkuninni hafi einnig blótað bömum og fullorðnu fólki við athafnir þar sem djöflinum var sungið lof og prís og hann beð- inn að blessa söfnuðinn. í húsi galdramannsins, sem stendur á fer- tugu, prýddu myndir af Satan veggi. Helgiathafnir djöfladýrkendanna fóru fram undir bumbuslætti og taktföstum dansi sem dáleiddi söfn- uðinn. Kallaðir voru fram púkar og aðrir sendlar þess 1 neðra og treysti söfnuðurinn á að þeir bæðu þann æðsta um blessun sér til handa. Það var einkum efnað millistéttarfólk og þeir sem standa því ofar í goggunar- röð samfélagsins sem sóttu svörtu messurnar hjá seiðkarlinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.