Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV Eldhaflð í Kúvelt Olíuverö hækkaöi meöan eldarnir log- uöu í olíuvinnslustööinni i Kúveit. Fjórir fórust í olíu- bruna í Kúveit Að minnsta kosti fjórir létust og sextán slösuöust þegar eldur kom upp í olíuvinnslustöð í Al-Rawdata- yn-héraði í norðurhluta Kúveit í gær, eftir að leki hafði komið að leiðslu. Eldur komst í olíuna þegar starfsmenn reyndu að hefta lekann og varð við það mikil sprenging með fyrrgreindum afleiðingum. Eldurinn komst við sprenginguna í nálæga gasverksmiðju og var úr eitt eldhaf á svæðinu. Að sögn sjónar- votta hafði slökkviliði tekist að hefta frekari útbreiðslu eldsins þegar líða tók á daginn og að sögn yfirmanna stöðvarinnar var vonast til að slökki- starfi lyki að mestu fyrir nóttina. Bruninn varð til þess að olíuverð hækkaði í gær en lækkaði svo aftur strax eftir að ljóst varð að birgðir voru ekki í hættu. Spillingardóm- stóll á Filipps- eyjum hafnar milljónakröfu Sérstakur spiilingardómstóll á Fii- ippseyjum hefur hafnað kröfum sfjórnvalda um tilkall til meira en 600 milijóna dollara innstæðna í svissneskum bönkum, sem talið er að Ferdinand Marcos, fyrrum for- seti landsins, hafi flutt ólöglega úr landi á valdaárum sínum fyrir 1986. Niðurstaða dómsins var að ríkið gæti ekki gert tilkall til fiárins og féllu atkvæði 3-2. Yfirvöld á Filippseyjum fullyrða að Marcos-fiölskyldan hafi á árunum 1968 til 1986 dregið sér ólöglega allt að 10 milljara dollara úr sjóöum rík- isins, sem síðan voru að mestu flutt- ir ólöglega úr landi áður en Marcos var flæmdur frá völdum í byltingu árið 1986. Hann flúði þá til Hawaii- eyja og lést þar þremur árum síðar. Meint mannréttindabrot Marcos- fiölskyldunnar eru einnig til rann- sóknar á Filippseyjum. Evran við botninn eftir fyrsta mánuðinn Reynslan af evrunni aðeins mánuði eftir gildistöku hennar i tólf löndum Evrópusambandsins virðist bæði já- kvasð og neikvæð ef marka má bráða- birgðaútreikninga ESB. Þaö jákvæða, að sögn ESB, er að nú þegar hefur evr- an náð 95 prósenta stöðu á fiármála- markaði evrusvæðisins, sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það neikvæða er hins vegar að verögildi evrunnar hefur haldið áfram að síga á erlendum mörkuðum, en í gærmorgun hékk hún til dæmis aðeins í 86 bandarískum sentum, sem er rétt yfir botninum sem evran féll á um miðjan mánuðinn. Veika stöðu evrunnar tengja menn óvæntri bjartsýni vegna stöðu Banda- ríkjadoliars, en á sama tíma eru blik- ur á lofti um aukna verðbólgu i Evr- ópu, en samkvæmt bráðabirgðaút- reikningum ESB var hún 2,5 prósent í janúar, sem er 0,4 prósenta hækkun milli mánaöa. Baráttan gegn hryðjuverkum í heiminum: NATO varar Bush viö frekari aðgerðum George Robertson, aöalfram- kvæmdastjóri NATO, varaði í gær bandarísk stjómvöld við þvi að grípa til aðgerða gegn íran, írak eða Norð- ur-Kóreu án þess að hafa til þess gild rök eða geta réttlætt þær með hald- bærum sönnunum. Þetta kom fram í ræðu Robertsons á alþjóða efhahagsráðstefnunni í New York í gær, en að sögn stjómmála- skýrenda endurspeglaði ræða hans óróleika alþjóðasamfélagsins vegna hugsanlegrar útþenslu baráttunnar gegn hryðjuverkum í heiminum eftir stefnuræðu Bush Bandaríkjaforseta fyrr í vikunni. Áður hafði yfirstjórn bandalagsins heitið Bandaríkjunum fullum stuðn- ingi í baráttunni gegn hryðjuverkaöfl- unum eftir árásimar á World Trade Center og Pentagon þann 11. septem- George Robertson George Robertson, aöalfram- kvæmdastjóri NATO, varaöi Bush Bandaríkjaforseta viö því aö færa út baráttuna gegn hryöjuverkum. ber sl. og er það í fyrsta skipti sem gripið er til greinar fimm í stofhsátt- mála NATO, sem segir að árás á eina bandalagsþjóð jafngildi árás á þær all- ar. Robertson sagði í ræðu sinni að ákvörðunin um að grípa til greinar fimm hefði sérstaklega verið hugsuð sem stuðnigur við aðgerðir vegna árásanna á New York og Pentagon og því ekki í gildi gagnvart öðrum ein- stökum aðgerðum Bandaríkjamanna. Á sama tima ítrekaði Bush Banda- ríkjaforseti harða afstöðu sína i bar- áttunni gegn áðurnefndum þremur þjóðum og sagði að vel yrði fylgst með öllu vopnabrölti þeirra hvað varðar gereyðingarvopn, en í stefnuræðunni lýsti hann þjóðunum sem „miöpunkti hins illa“, sem að vonum féll í grýttan jarðveg meðal ráðamanna þeirra. Járnfrúin í steln Laföi Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráöherra Bretlands, hefur nú veriö steypt í stein afbreska myndhöggvaranum Neil Simmons og er auövitaö um styttu af Járnfrúnni“ aö ræöa, en svo var hún oft kölluö vegna stjórnsemi sinnar á forsætisráöherraárunum á áttunda áratugnum. Styttan, sem er tvö tonn aö þyngd og 2,4 metrar á hæö, var afhjúpuö i gær og hér sjáum viö listamanninn viö þaö tækifæri, þurrka framan úr laföinni. Styttunni hefur ekki enn veriö valinn staöur en vænta má aö henni veröi til framtíöar ætlaö aö standa framan viö þinghúsiö i London, þó reglan sé aö þar fái styttur ekki samastaö fyrr en fimm árum eftir lát viökomandi. Afganistan: Friður kominn á í Gardez eftir tveggja daga bardaga Eftir tveggja daga bardaga í bænum Gardez í suðausturhluta Afganistans, nálægt höfuðborg- inni Kabúl, er aftur komin á kyrrð og íbúar famir að grafa þá látnu og græða sár hinna særðu. Bardagar blossuöu upp á mið- vikudaginn eftir deilur milli stríðandi fylkinga í héraðinu, en þær stóðu milli fylkinga Padshas Khan Zadrans héraðsstjóra, sem skipaður var í embætti af þjóð- stjórninni í Afganistan, og fýlk- inga Saif Ullah, stríðsherra úr héraðinu, sem nýtur stuðnings héraðsstjómarinnar og íbúa hér- aðsins. Áðumefndur Zadrans er frá nágrannahéraði Gardez og var skipaður í embætti í óþökk íbú- anna. Eftir harða bardaga tvo síðustu daga fór að síga á ógæfu- hliðina hjá hersveitum hans og sá hann þá þann kost vænstan að hörfa með lið sitt úr héraðinu, en þá lágu 60 manns í valnum og tugur manna var særður, auk Einn hinna föllnu í Gardez Um sextíu manns lágu í valnum eftir tveggja daga bardaga i Gardez-héraöi um yfirráðin á svæðinu. þess sem um 40 liðsmenn Zadrans voru handteknir. Að sögn Haji Saifullah, eins stúðn- ingsmanna Saif Ullah, náðu þeir héraðinu á sitt vald snemma í gærmorgun eftir að liðssveitir Zadrans hörfuðu af svæðinu. „Hér er allt með kyrrum kjörum og meira að segja strax búið að opna búðir,“ sagði Saifullah. Bardagarnir í Gardez undir- strika þau vandamál sem þjóð- stjómin 1 Afganistan stendur frammi fyrir við aö tryggja stöð- ugleika og frið í landinu eftir áratuga ófrið sem sáð hefur tor- tryggni og hatri milli hinna fiöl- mörgu þjóðflokka sem byggja landið. Það kemur því ekkert á óvart að Hamid Karzai, forsætis- ráðherra þjóðstjórnarinnar, skuli leita eftir fiölgun í alþjóð- lega gæsluliöinu, sem hingað til hefur aðeins getað sinnt gæslu í höfuðborginni Kabúl á meðan óróleikinn grasserar annars staðar í landinu. Slítur tengsl viö CNN Al-Jazeera sjón- varpsstöðin í Katar hefur slitið öll tengsl við CNN-sjón- varpsstöðina banda- rísku eftir að sú síð- amefnda sýndi myndbandsupptökur af Osama bin Laden fyrr í vikunni, sem talsmenn al- Jazeera segja að hafi verið gert ólög- lega og án leyfis. Upptakan var gerð af starfsmönnum al-Jazeera sex vikum eftir árásimar í Bandaríkjunum og segja talsmenn CNN að þeir hafi gert samkomulag við al-Jazeera sem leyfi þeim að sýna allt efni sem þeim berst frá stöðinni. Al-Jazeera ákvað að sýna ekki upptökuna á sínum tíma þar sem þeir töldu hana ekki fréttnæma. Tvö börn farast í bílbruna Foreldrar barnanna tveggja sem lét- ust í bílbruna í Reading í Englandi í fyrrakvöld gerðu árangurslausar til- raunir til að lífga böm sín við, eins árs dreng og þriggja ára stúlku, eftir að hafa dregið þau út úr alelda bifreið- inni. Foreldramir höfðu ætlað aö sækja kunningja sína og eftir að hafa lagt bilnum fyrir utan hús þeirra og bmgðið sér inn til að láta vita af sér kviknaði í bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er vitað hvað olli brunanum. Kröfu Eurotunnel hafnað Franskur dómstóll hafnaði í gær í ann- að skipti kröfu Eurotunnel, rekstr- araðila Ermarsunds- ganganna, um að loka Sangatte-flótta- mannabúðunum við Frakklandsenda ganganna. Eurotunnel fór fram á lok- unina á þeim forsendum að búðirnar væru aðeins stökkpallur fyrir flótta- menn sem hygðust reyna að læðast ólöglega í gegnum gönginn til Bret- lands og því bæri að loka þeim til að forðast frekari vandræði. Stjómendur fyrirtækisins höfðu vonað að atvikið um jólin, þegar hundruð flóttamanna voru stöðvuð í miðjum göngunum, hefði breytt við- horfi dómsins frá því i september sl. Minnkandi atvinnuleysi Atvinnuleysi í Bandaríkjunum minnkaði í fýrsta skipti í átta mánuði í janúar eftir að aðeins hægði á fækk- un heildarstarfa eftir áramótin. Sam- kvæmt útreikningum stjórnvalda fækkaði atvinnulausum um 0,2 pró- sent milli mánaða úr 5,8 prósentun í desember, sem var það mesta í sex ár, í 5,6 prósent í janúar. Þetta kom þægi- lega á óvart þar sem spáð hafði verið 5,9 prósenta atvinnuleysi á fyrsta mánuði ársins. Tengsl viö Indverja? Abdul Sattar, ut- anríkisráðherra Pakistans, sagði á blaðamannafundi í Berlín í gær að far- símaskýrslur sýndu að foringi öfgahóps- ins, sem grunaður er um að hafa rænt bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl, hafi ítrekað verið í simasam- bandi við háttsetta fulltrúa ind- verskra stjómvalda í Delhi. Hann vildi þó ekkert meira segja um málið en sagði að það væri í rannsókn pakistönsku lögreglunnar sem enn þá hefði engar vísbendingar fundið um felustað ræningjanna. Fækkun dauösfalla Dauðföllum í Bretlandi vegna kransæðastíflu hefur fækkað mikið að undanfórnu og hefur tala látinna á tveimur síðustu árum lækkað um þrettán þúsund að sögn heilbrigðisyf- irvalda. Þrátt fyrir það er sjúkdómur- inn enn þá sá mannskæðasti á Bret- landseyjum og lagði á síðasta ári um 125 þúsund manns að velli. Sérstöku átaki heilbrigðisyfirvalda við með- höndlun er þakkaður góður árangur gegn sjúkdómnum frekar en bættu líf- erni og hefur átakið strax skilað mun betri og skjótari árangri en menn þorðu að vona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.