Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py Set spurningar- merki við álla hluti Sigríður Dúna segist fátt hafa gert skemmtilegra um ævina en að skrifa ævisögu Bjargar sem er hennar fyrsta bók á íslensku. „Jú, mig langar til að halda áfram að skrifa bækur, það er bara að finna tímann tif þess með fram kennslu og öðrum störfum sem fylgja því að vera kennari við Háskóla íslands," segir hún þegar hún er spurð hvort þær frábæru viðtökur sem bókin hafi fengið séu ekki hvatning til áframhaldandi ritstarfa. - En af hverju kom ekki út bók fyrr? „Ég hef verið að gera svo margt. Hef skrifað fræðigreinar í tvo ára- tugi og lít á þau ár sem góðan æfing- artíma. Á þessum árum átti ég þátt í að stofna kvennahreyfingu, sat á þingi í fjögur ár, lauk doktorsnámi og er búin að vera kennari við Há- skóla íslands á annan áratug. Þar að auki á ég tvö börn. Það hefur verið nóg að gera. Ég hef aldrei hugsað út í það af hverju ég skrifaði ekki bók fyrr. Kannski þurfti ég bara að viða að mér nægri lífsreynslu til að skrifa bók sem ég væri ánægð með.“ Hvað er ævisaga? - Tölum aðeins um þetta form, ævisöguna. „Mig langaði til að skrifa bók sem ég hefði sjálf gaman af að lesa, sem segði sögu um leið og hún upplýsti mig um eitthvað. Ekki svo að skilja að fræðilegar greinar þurfl endilega að vera leiðinlegar, þær eru það reyndar margar en aldeilis ekki all- ar. Þegar ég fór síðan að fást við Björgu, ævi hennar og störf, velti ég fyrir mér hvaða form ég ætti að gefa þessu efni. Og ég komst að þeirri niðurstöðu að ævisagan sé í raun og veru einhver aðgengilegasta leiðin til að koma til skila þekkingu á mönnum og samfélagi. íslend- ingasögurnar eru til dæmis í raun byggðar á ævisögum sögum um einstaklinga og samskipti þeirra í sam- spili við menningu og samfélag. Ævisagan er okkur íslendingum því nærtæk. Svo eigum við líka öll okkar eigin ævisögu. Ævisagan sem form er því þegar fyrir hendi í hugsun okkar og lífi. Þess vegna er það sérstak- lega góð aðferð að koma því sem mað- ur hefur að segja til skila. Mér finnst reyndar töluvert mikið af bókum hafa verið gefnar út undir heitinu ævisögur, sem ættu kannski frekar að heita Sigríöur Dúna: „Mig langaöi til að skrifa bók sem ég heföi sjéif gaman af aö lesa, sem segöi sögu um leiö og hún upplýsti mig um eitthvaö. Ekki svo aö skilja að fræöilegar greinar þurfi endilega að vera leiöinleg- ar, þær eru þaö reyndar margar en aldeilis ekki allar. Þegar ég fór síöan að fést við Björgu, ævi hennar og störf, velti ég fyrir mér hvaöa form ég ætti að gefa þessu efni. Og ég komst að þeirri niöurstööu að ævisag- an sé í raun og veru einhver aögengilegasta leiöin til að koma til skila þekkingu á mönnum og samfélagi. “ frásagnir eða endurminningar. Fyr- ir mér er ævisaga ekki bara frásögn heldur einnig greining á menningu og samfélagi þess sem bókin fjallar um. - Björg gleymdist en er nú allt í einu orðin þekkt kona og segja má að það sé þér að þakka. Gleður það þig ekki? „Jú, það er mjög gaman. En það eru fleiri sem hafa haft vakandi auga með-Björgu. Áhugafólk um líf og störf Bjargar reistu henni styttu fyrir framan Odda í sumar sem leið og Kvennasöeu- safnið stóð fyr- þátt í því að kynna íslendingum þessa konu og verk hennar. Þegar jólatréð stóð hér í stofunni á að- fangadagskvöld ljósum prýtt og gjaf- imar undir hugsaði ég með mér að líklega væri bókin um Björgu undir þó nokkrum jólatrjám á íslandi. Það snart mig. Mér fannst eins og hún væri komin heim.“ Mannfræðin og femínisminn - Snúum frá Björgu og að sjálfri þér. Þú ert mannfræðingur, hvernig hafa þau fræði mótað lífsskoðanir þínar? „Ég lærði af mannfræðinni að setja spurningarmerki við alla uti. Hún kenndi mér líka hve heimurinn er stór og marg- breytilegur og aðferðir mannanna til að lifa lífinu mismunandi. Og að á með- an siðir og venjur hafa ekki kúgun í för með sér þá eiga öll slík mannanna verk rétt á sér. Mannfræðin boðar því ákveðna víðsýni og um- burðarlyndi og fer í gagn- stæða átt við dómhörkuna. Frá þessu sjónarhorni er stutt yfir í femínismann því mannfræðin lítur á kynin sem menningar- hópa sem eiga margt sameiginlegt, þar á meðal mennsku sína og eiga því að eiga sama rétt á vettvangi samfélags og menningar. Það má eiginlega segja að mannfræðin sé eins kon- ar undirbygging undir femtnisma minn.“ ír syn- ingu um hana í Þjóð- arbókhlöð- unni þegar bókin kom út En mér þykir vænt um að hafa átt fyrr - Hafa femínískar skoðanir þínar eitthvað breyst með árunum? „Auðvitað. Mér þætti afar slæmt ef skoðanir mínar breyttust ekki og þroskuðust með mér. Samt eru ákveðnir uppistöðuþræðir sem ekki breytast eins og að réttindi og skyld- ur karla og kvenna eigi að vera sambærileg og gagnkvæm. Það eru engin lög á íslandi sem mismuna konum og körlum. I orði ríkir jafn- rétti kynjanna á íslandi en veruleik- inn er svolítið annar. Það er vegna þess að við erum enn dálítið föst í gömlum og lífseigum hugmyndum um verkaskiptingu kynjanna, um „Ég er enn í pólitik. Ég lít svo á að lífið og allt sem við gerum sé mótað af sýn okkar á líf- ið, skoðunum og hug- myndum. Það er pólitik, hún er ekkert flóknari en það. Og lífssýn mín kem- ur til skjalanna í öllu sem ég geri, í skrifum mínum, í starfi mínu í Háskólanum, á heimil- inu. En ég sakna ekki hins formlega pólitíska vettvangs. Síður en svo. “ að konur eigi að vera mæður og húsmæður og að karlar eigi að vera fyrirvinnur. 1 grunninn eru þess- ar hugmyndir ættaðar úr gamla bændasamfélaginu en íslenskt þjóðfélag breyttist svo ógnarhratt á síðustu öld að menn urðu að eiga eitthvað sem væri óumbreyt- anlegt og ég held að menn hafi þess vegna gripið í hugmyndina um móðurina, hina stöðugu undir- stöðu heimil- anna, og upphafið hana. Kvenna- bar- áttu- kon- hafa bæði og síðar not- að mikil- vægi móður- hlutverksins til að rök- styðja mál sitt en ég hef hin síðari ár talið að fara verði mjög varlega í því. Hættan er sú að slík röksemda- færsla festi móður- ímyndina enn frekar i sessi og rammi kon- ur því áfram af innan takmarka hennar. Ég vil sjá jafnræði með kynjunum bæði inni á heimilinu, eins og nýju fæð- Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hlaut á dögunum íslensku bók- menntaverðlaun- in fyrir ævisögu Bjargar C. Þor- láksson. í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir Sigríður Dúna meðal ann- ars um bókina, mannfræði og femínisma. ingarorlofslögin miða að, og í at- vinnulífinu þar sem konur hafa ekki að öllu leyti staðið jafnfætis körlum. Á vinnumarkaðnum hefur sú goðsögn verið lífseig að konur séu verri vinnukraftar en karlar vegna þess að þær eigi böm. Ef vinnuveitendur standa frammi fyrir því að karlarnir eiga líka börn, fari í fæðingarorlof og sinni heimilis- störfum er verið að vinna gegn þess- ari mismunun. Fæðingarorlofslögin snúast því um miklu meira en fæð- ingarorlof. Þau snúast um sambæri- lega stöðu kynjanna, bæði inni á heimilinu og úti á vinnumarkaðn- um, og eru tvímælalaust spor í rétta átt.“ Er enn í pólitík - Nú er oft talað um femínismann eins og vinstri stefnu. „Það er algjör vitleysa. Að halda slíku fram er eitthvað í ætt við að halda að allar konur séu eins, rétt eins og Vesturlandabúar halda stundum að allir Kfnverjar séu eins. Konur eru auðvitað mismunandi rétt eins og karlar, ein er góð í því að laga mat, önnur er góð í því að halda fyrirlestur, enn önnur er góð í því að gera við bílvélar. Við höfum mismunandi hæfileika og ekki bara það, heldur höfum við líka mismun- andi lífssýn og mismunandi skoðan- ir. Femínisminn er því margbreyti- legur rétt eins og við konur sjálfar, og svo sem ekki bara konur því að karlar eru margir lika miklir femínistar. Það er ekkert samasem- merki á milli líffræði og skoðana og á sviöi femínismanns eru skoðanir margbreytilegar eins og annars staðar á vettvangi þjóðfélagsumræð- unnar.“ - Nú varstu afar virk í Kvenna- listanum og varst fjögur ár á þingi. Saknarðu ekki starfsins í pólitík? „Ég er enn í pólitik. Ég lít svo á að lífið og allt sem við gerum sé mótað af sýn okkar á lífið, skoðun- um og hugmyndum. Það er pólitík, hún er ekkert flóknari en það. Og lífssýn mín kemur til skjalanna í öllu sem ég geri, í skrifum mínum, í starfi mínu í Háskólanum, á heimil- inu. En ég sakna ekki hins formlega pólitíska vettvangs. Síður en svo.“ - Hvað ertu að fást við þessa dag- ana? „Ég er að undirbúa seinna bindið um Björgu, úttekt nokkurra fræði- kvenna á verkum hennar ásamt úr- vali úr verkum Bjargar sem áætlað er að komi út næsta haust. Svo er ég aftur farin að kenna við Háskóla ís- lands eftir tveggja ára hlé. Ég var orðin dálítið þreytt á kennslunni þegar ég hætti til að skrifa ævisögu Bjargar en núna finnst mér gaman að takast á við hana aftur. Ég er að kenna fyrsta árs nemum kenningar í mannfræði og undirbúa kennslu fyrir meistaranemana okkar í að- ferðafræði. Til viðbótar er ég skorarformaður og varadeildarfor- seti þannig að mér leiðist nú ekki í neinu aðgerðaleysi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.