Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Danskir Vítisenglar handteknir og reknir úr landi: Komu hingað rétt eins og hver annar skátahópur - segir talsmaður vélhjólaklúbbsins Fafner MC-Iceland m*\ m\ ir 1 T| DV-MYND HARI Skiljum ekki þessl harkalegu viðbrögö Tveir af félögum Fafner MC-lceland, Sverrir Þór Einarsson og Brynjólfur Þór Jónsson. Átta meðlimir samtakanna Hells Angels i Danmörku voru handtekn- ir á tveim hótelum í Reykjavík um hádegisbil í gær. Voru það jafn- framt þeir einu 19 meðlima samtak- anna sem fengið höfðu heimild til að fara um landamærahlið á Kefla- víkurflugvelli eftir komu til lands- ins í fyrrinótt. Hinum 11 var snar- lega snúið við og sendir utan í lög- reglufylgd. Litið alvarlegum augum Á blaðamannafundi hjá Ríkislög- reglustjóra í gær kom fram aö vitað hafi verið um komu dönsku Vít- isenglanna um nokkurt skeið. Greinilega kom fram að lögregluyf- irvöld taka málið mjög alvarlega og eru staðráðin í að koma í veg fyrir að Vítisenglar nái fótfestu hér á landi. Upplýst var að flestir í hópn- um hefðu verið með alvarlegan brotaferil að baki - morö, mannrán, þjófnaði og misþyrmingar. Vegna þessa hefur verið staddur hér á landi undanfama daga fulltrúi frá dönskum lögregluyfirvöldum. Voru menn því viðbúnir þegar Vít- isenglarnir komu til landsins og vopnaðar sveitir sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og sérsveit Rík- islögreglustjóra tóku á móti þeim í Leifsstöð. Á forsendum sakaferils 11 einstaklinga í hópnum var þeim meinaður aðgangur inn í landið og Eins og fram kom í fréttaljósi DV 8. febrúar 1997 þegar stríð Hells Ang- els og Banditos stóð sem hæst, má rekja nafn Hells Angels aftur til fyrri heimsstyrjaldarinnar. í gamalli mynd með Jean Harlow frá 1930 er fjallað um flugsveit sem staðsett var í Noröur-Kaliforníu i fyrri heims- styrjöldinni og kallaðist hún „Hells Angels“. Nafnið skýtur síðan aftur upp kollinum í heimsstyrjöldinni síð- ari og þá er það sprengjuflugsveit B- 17 véla sem tekur það upp. Þeir fundu sig ekki i þjóðfélagi eftirstríös- áranna og urðu nokkurs konar útlag- ar. Smám saman fjölgaði klúbbunum og félögum þeirra og á sjötta áratugn- um voru þeir orönir nokkuð dreiföir um Kalifomíu. Þá urðu Vítisenglar skyndilega heimsfrægh: svo að segja á einni nóttu. Nokkrir þeirra höfðu verið að skemmta sér í smábæ einum og nauðgað stúlku og með því vakið reiði bæjarbúa. Atvikið vakti athygli fjölmiðla og í nokkrar vikur voru greinar skrifaðar í helstu blöð og tímarit vestanhafs um hina villtu, „The Wild Ones", með tilvisun í sam- nefnda mynd Marlons Brandos. Skyndilega vissu allir hverjir þeir voru og hvað þeir stæðu fyrir. Voru meðlimir Vítisengla ekkert að fara i felur með það. Allt umtalið hafði gert þá alræmda útlaga likt og byssubófa voru sendir í lögreglufylgd úr landi í gærmorgun. Átta fengu að halda áfram for sinni á hótelherbergi á Hótel Loftieiðum og Hótel Skjald- breið í Reykjavík. Fylgdu lögreglu- menn þeim reyndar hvert fótmál eftir að þeir yfirgáfu Leifsstöð. Þar voru þeir síðan handteknir í gær á villta vestursins og þeir böðuðu sig i ljóma frægðarinnar. Margir þeirra nýttu sér hana og komu m.a. fram í bíómyndum og enn aðrir notfærðu sér hræðsluna sem nafnið Hells Angels vakti og fóru út í skipulagða glæpa- starfsemi. Eins og með alla svoleiðis starfsemi hefur hún tilhneigingu til að breiða úr sér og eru nú 32 Vítisengla-klúbbar í Bandaríkjunum einum. Höfuðstöðvar Vít- isengla eru í Oakland í Kaliforníu. Þaðan er um 90 klúbbum og eitthvað um 1.500 meðlimum stjórnað. Auk þess eru bæði reynsluklúbbar, en það eru klúbbar sem eru á leiðinni að verða Vítisengla-klúbbar, og styrktarklúbbar og er fjöldi þeirra mikill. Þetta er því án efa öflugasta mótorhjólaklíkan í heiminum nú. Á miðjum níunda áratugnum börð- ust Vítisenglar og Bullshit um eitur- lyfjamarkaðinn í Danmörku og end- aði það með því að helstu leiðtogar Bullshit voru drepnir og klíkan leyst- ist upp. Sumir fyrrverandi félaga í Bulishit stinga nú aftur upp kollin- um í Banditos og reyna að hrifsa aft- ur til sin þaö sem frá þeim haföi ver- ið tekiö. Með auknum uppgangi grundvelli brottvisunarbeiðni Út- lendingaeftirlitsins sem studd var ákvæðum laga um ferðir útlendinga hér á landi. Ekki kom til átaka, hvorki við brottvísun á Keflavíkurflugvelli né við handtökur i Reykjavík. Hins vegar kom fram að loft hefði verið lævi blandið og Vítisenglamir hefðu haft í hótunum við lögreglu. Sögðust þeir beita fyrir sig lögfræð- ingi og að þeir myndu koma aftur. Kom reyndar fram á fundinum í gær að lögfræðingurinn (sem er Ró- bert Ámi Hreiðarsson, samkvæmt heimildum blaðsins, og kunnur vél- hjólamaður) hafi haft samband við yflrvöld vegna málsins. íslendingar ekki orðnir félagar Brynjólfur Þór Jónsson, talsmaður vélhjólaklúbbsins Fafner MC- Iceland og gestgjafa dönsku Vít- isenglanna, var ásamt félögum sín- um í móttökunefnd á Keflavíkurflug- velli. Fafner MC er með höfuðstöðv- ar sínar og félagsaðstöðu í Grindavík en starfsemi er einnig í Reykjavík. Brynjólfur segir að þeir hafi átt í Banditos á Norðurlöndum var stöðu Vítisengla ógnað með afleiðingum sem öllum eru kunnar. Forsögu málsins má rekja um tuttugu ár aftur í tímann en þá voru Vítisenglar stofnaðir í Danmörku. Banditos kom sér ekki fyrir þar fyrr en löngu seinna en áður var til klúbbur er nefndist Builshit. Árið 1985 náði stríð þeirra há- marki þegar formaður Bullshit, betur þekktur sem Makríllinn, var veginn af Jarn „Jönke“ Nielsen, félaga í Vít- isenglum í Danmörku, en hann hefur heimsótt Fafner MC Iceland allavega einu sinni svo vitað sé. Hann var þá dæmdur í 16 ára fangelsi. Jánke er sá frægasti af núverandi félögum og hef- ur m.a. geflö út tvær bækur um lífs- hlaup sitt. Hann er meðlimur í Vít- isengla-elítunni, „Filtliy Few“, en það samskiptum við Hells Angels í Dan- mörku og ættu þar marga góða vini. íslenska félagið væri þó ekki enn orðið formlegur aðili að samtökum Vítisengla. Þaö var hins vegar upp- lýst á fundi Ríkislögreglustjóra að það hefði komið fram í vitnaleiðslum i Danmörku að Fafner hefði sótt um aðild að Hells Angeis. Liður í því ferli er að merkjum félags eins og Fafner er breytt. Brynjólfur segir þó að einu breytingarnar á merki þeirra hafi verið gerðar fyrir þrem árum eða svo þar sem nafnið Iceland hafi verið sett inn í merkið fyrir ís- land, rétt eins og þekkist hjá öðrum slíkum vélhjólaklúbbum á Norður- löndum. Á fundi Ríkislögreglustjór- ans kom fram að lögregla hefur vit- neskju um að nokkrir félagar Fafner- klúbbsins í Grindavík hafa yfirgefið hann vegna tengslanna við Vít- isengla. Þá þvo önnur vélhjólasam- tök hérlendis hendur sínar af slíkum samskiptum. Rétt eins og skátahópur Brynjólfur segir að þessir dönsku vinir þeirra hafi keypt pakkaferð með Flugleiðum hingað til lands og hafi ætlað að dveljast hér þar til á sunnudag. Meiningin hafi verið að skoða Gullfoss og Geysi, fara i Bláa lónið, skoða Perluna og fara á Lang- jökul með Ævintýraferðum. „Þeir komu hingað eins og hverj- ir aðrir ferðamenn. Svona rétt eins og þegar skátahópar koma hingað i heimsókn eða Lionsmenn að heim- sækja félaga sína á íslandi." Brynjólfur var einnig staddur á hótelherbergi félaganna sem hand- teknir voru í Reykjavík í gær. Hann segist ekki skilja á hvaða forsend- um hægt hafi verið aö vísa vinum sínum úr landi. Samtökin Hells Angels hafi aldrei verið dæmd fyrir eitt eða neitt. Hann játaði hins veg- ar að félagar í samtökunum hefðu hlotið þunga dóma. „Þessar aðgerðir á Keflavíkur- flugvelli komu okkur gjörsamlega á óvart. Einnig handtökumar í Reykjavík. Þetta voru framandlegar aðgerðir og þama var verið að gera úlfalda úr mýflugu," sagði Brynjólf- ur að lokum. -HKr. kallast þeir sem þurft hafa að drepa fyrir málstaöinn. Eins og gefur að skilja er fjöldi Vítisengla í fangelsi og hafa þeir stofnað með sér styrktar- sjóð, svokallaðan „Defence Fund“ til hjálpar þeim, enda er setningin „Frelsum alla Vítisengla“ eitt af þeirra æðstu boð- orðum. Samtals vom sex meðlimir í Bullshit vegn- ir af Vítisenglum á þess- um árum auk 7 annarra sem komist höfðu í ónáð hjá englum vítis. Fafner MC er stofnað í Lundi í Sviþjóð af íslend- ingi sem var þar í námi, en er ekki formlega stofn- aður sem félagsskapur fyrr en 1996 hér á íslandi. Fyrir rúm- um tveimur árum gerist það að klúbburinn tekur niður merki félags- ins og breytir því þannig að hann kennir sig við Iceland á engilsax- nesku. Á svipuðum tíma kaupir þessi litli klúbbur sér húsnæði í Grinda- vík, en þetta em meðal þeirra skil- yrða sem Hells Angels setja „Prospect" klúbbum sínum, þ.e. klúbbum sem vilja gangast undir merki þeirra. Meðlimir Hells Angels hafa sést hér á landi þrisvar áður og þá í allavega tvö skipti með meðlim- um Fafner MC. -HKr. Sniglarnir: Afneita tengslum við Vítisengla Vegna frétta um komu Vitisengla hingað til lands vilja Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, koma því á framfæri að Samtökin era á engan hátt viðriðin Englana eða komu þeirra hingað til land og að Vít- isenglar séu þau samtök manna sem mest hafi skemmt fyrir mótorhjóla- fólki um allan heim. „Það er gott hjá lögreglunni að stoppa það i fæðingu að þeir venji komur sína hingað. Vítisenglamir em þeir menn sem em búnir að eyðileggja mest fyrir mótorhjólafólki i heiminum," segir Dagrún Jónsdótt- ir, varaoddviti Sniglanna. -HKr. Regína tilnefnd í tveimur flokkum íslenska dans- og söngvamyndin Regína hefur verið valin til að keppa sem besta myndin á alþjóð- legu bamamyndahátíðinni í Berlín (Kinderfilmfest Berlin), en barna- myndahátíðin er hluti af dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Regína keppir einnig um kristal- bjöminn (Crystal Bear) en hann er veittur fyrir bestu myndina í flokknum „fyrsta mynd leikstjóra". Berlínarhátíðin, sem haldin er í febrúar ár hvert, er svokölluð A-há- tíð og það að vera tilnefnd í tveimur flokkum er mikil viðurkenning fyr- ir eina kvikmynd. Regínu hefur veriö tekið vel hér- lendis og nú er verið að talsetja Regínu á ensku og frönsku og fram- leiðendur og dreifendur myndarinn- ar binda miklar vonir við sölu á henni. -HK Landssíminn semur: Þórarinn fær 37 milljónir - kaupir jeppann i Þórarin Viðar Þór- lp )' 1 arinsson, fyrrver- j Landssímans. Sam- —J grundvelli samn- Þórarinn V. ings sem gerður Þórarinsson. var í júní 1999. Sá samningur var til fimm ára og var ekki uppsegjanlegur á tímabilinu. Kostnaður sem Síminn þarf að bera til að komast út úr málinu er alls 37 milljónir. Þórarinn Viðar mun á kostnaðarverði kaupa forláta jeppa sem hann hafði tU afhota í starfi sínum sem forstjóri. „Ég er ánægður með að við skul- um vera búnir að ná samkomu- lagi,“ sagði Friðrik Pálsson, stjórn- arformaður Símans, í samtali við DV. Hann sagðist ekki viija tjá sig um hvort annar aðUinn hefði þurft að gefa eftir, svo samkomulag næð- ist. -sbs Rannsókn á áætlun Rannsókn Samkeppnisstofnunar á því hvort olíufélögin hafi haft með sér ólöglegt verðsamráð gengur eft- ir áætlun. „Þetta er umfangsmikið mál og við búumst við að mestur hluti þessa árs fari í þetta verkefni," segir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður stofnunarinnar. Búið er að taka afrit af þeim gögnum sem lagt var hald á við hús- leit i desember og vinna starfsmenn nú hörðum höndum við að fara í gegnum þau. -ÓSB DV-MYND GVA Frá fundl Ríkislögreglustjóra í gær Taliö frá vinstri: Böövar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, Jóhann Bene- diktsson, sýslumaöur á Keflavíkurflugvelli, Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri, Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dómsmálaráöuneytisins, og Jón Snorrason ríkissaksóknari. Hells Angels: Nafn sem vekur ótta víða um heim Ahrifasvœði Hells Angels f Evroi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.