Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Qupperneq 46
54 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 íslendingaþættir_______________________________________________________________________________________________________PV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Laugardagurinn 2, febrúar 85 ára______________________________ Ingibjörg Jónsdóttir, Löngubrekku 17, Kópavogi. 75 ára_____________________________ Jóna Margrét Júlíusdóttir, HSsteinsvegi 56a, Vestmannaeyjum. 70 ára_____________________________ Gyða Svavarsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Árni Guðmundsson, Múlakoti 1, Hvolsveili. '5 60 ára_______________________________ Sævar Frímannsson, Laugateigi 6, Reykjavík. Edmund Bellersen, Vesturfold 35, Reykjavík. Sigríður B. Jóhannsdóttir, Blönduhlíö 12, Reykjavík. Kolbrún Inga Guðmundsdóttir, Klapparbraut 10, Garöi. Anatoli Braguine, Flúðaseli 68, Reykjavík. Áslaug Diðriksdóttir, Efstasundi 85, Reykjavík. Margrét Steingrímsdóttir, Gamla-Hrauni 1, Eyrarbakka. Guðmundur Ó. Bjarnason, Frostafold 54, Reykjavík. ■t 50 ára_______________________________ Daníel Magnús Jörundsson, Vesturtúni 27a, Bessastaöahreppi. Mieczyslaw Jaworowskl, Oddatúni 2, Flateyri. Úlfur Agnarsson, Aragötu 7, Reykjavík. Bragi Björnsson, Álfheimum 14, Reykjavík. Freysteinn Vigfússon, Fjaröarseli 12, Reykjavík. Guðbjörg Pálmadóttir, Háuhlíö 1, Sauöárkróki. Lára Thorarensen, Oddatúni 4, Flateyri. > Friðlaugur U. Friðjónsson, Háaleitisbraut 38, Reykjavík. Heiðrún Björnsdóttlr, Fjaröarstræti 32, ísafirði. Magnús Hans Magnússon, Vitabraut 1, Hólmavík. Hiidur Hafstað, Kvisthaga 25, Reykjavík. 40 ára_____________________________ Lára Hjartardóttir, Rekagranda 5, Reykjavík. Sigriður H. Theódórsdóttir, Brekkuhvammi 4, Búöardal. Bergþór P. Aðalsteinsson, Skaröshlíö 27e, Akureyri. Hörður Valgeirsson, Ferjuvogi 21, Reykjavík. Gústaf Fransson, .'. Bauganesi 33, Reykjavík. Þórey Brynja Jónsdóttir, Lyngholti 14, Keflavík. Kristinn Þór Runólfsson, Akurholti 5, Mosfellsbæ. Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir, Sólheimum 26, Reykjavík. Tómas Karl Karlsson, Einholti 5, Akureyri. Magnús Jónsson, Gilsbakka 7, Bíldudal. Hildur Lindberg Hansdóttir, Hörgsholti 25, Hafnarfirði. Jónas Viðar Svelnsson, Sigtúni 31, Reykjavík. Margrét Ragnarsdóttir, Birtingakvísl 14, Reykjavík. Guðrún S. Björgvinsdóttir, Hraunbæ 194, Reykjavík. Logi Frlðriksson, Bárugranda 5, Reykjavík. Andlát Agnar Guðmundsson skipstjóri, Skóla- stræti 1, Reykjavík, lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík fimmtud. 31.1. Þorgeröur Una Bogadóttir, Greniteig 11, . Keflavík, lést þriöjud. 29.1. ' Ólöf Hrefna Eyjólfsdóttir, áöur til heimilis í Hólmgaröi 19, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, þriðjud. 29.1. Guðjón M. Sigurgeirsson, Vesturbraut 4, Grindavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfiröi miövikud. 30.1. Oddur G.B. Sigurðsson lést á öldrunardeild Landspítalans, Landakoti, mánud. 21.1. Útförin hefur fariö fram. Fimmtugur Jakob K. Kristjánsson rannsóknarprófessor og forstjóri Prokaria Jakob K. Kristjánsson, rannsókn- arprófessor í líftækni og forstjóri Prokaria ehf., Holtsbúð 55, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jakob fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentspróf frá MH 1973, B.S.-prófi í líffræði frá HÍ 1976, doktorsprófi í lífefnafræði frá Brandeis University í Boston í Bandaríkjunum 1980 og stundaði síðan rannsóknir í örverufræði sem styrkþegi Alexander von Humboldt- stofnunarinnar viö Háskólann í Marburg í Þýskalandi 1981-82. Jakob hóf síðan rannsóknir á hitakærum örverum í íslenskum hverum við Líffræðistofnun HÍ 1982. Hann var aðjúnkt í örverufræði við HÍ 1982-86, settur lektor 1986 og dós- ent frá 1989 þar til hann var ráðinn rannsóknarprófessor í líftækni til fimm ára frá 1. febrúar 1998. Jakob starfaði hjá Iðntæknistofn- un íslands 1985-98 og var forstöðu- maður Líftæknideildar stofnunar- innar frá 1988. Hann er einn af stofnendum líftæknifyrirtækisins Prokaria ehf. og er forstjóri þess. Jakob hefur birt yfir sextíu vís- indagreinar og bókarkafla i viður- kenndum vísindaritum. Hann hef- ur setið í mörgtun innlendum og er- lendum nefndum og ráðum fyrir ís- lands hönd, þ. á m. í Rannsóknar- ráði ríkisins 1991-94 og í Stjórnar- nefnd Líftækniáætlunar ESB 1992-95. Jakob hefur fengið fjölda viður- kenninga fyrir fræðistörf, þ. á m. „Hvatningarverðlaun Rannsókna- ráðs ríkisins“ þegar þau voru veitt í fyrsta sinn 1987 auk þess sem er- lendir kollegar hans nefndu nýja bakteríu, Caldicellulosiruptor krist- janssonii, honum til heiðurs 1999. Fjölskylda Jakob kvæntist 10.8. 1974 Þor- gerði Helgu Halldórsdóttur, f. 14.9. 1952. Hún er dóttir Halldórs J. Þór- arinssonar, f. 16.8. 1927, d. 29.4.1973, kennara í Reykjavík, og k.h., Helgu Alfonsdóttur, f. 19.8. 1927, skólarit- ara. Dætur Jakobs og Þorgerðar eru Jóhanna, f. 4.1. 1981, háskólanemi; Gréta, f. 31.12. 1983, menntaskóla- nemi. Systkini Jakobs eru Jóna Val- gerður, f. 26.9. 1935, sveitarstjóri í Reykhólahreppi og fyrrv. alþm.; Þrúður, f. 21.7. 1938, skólastjóri í Búðardal; Fjóla Guðrún, f. 25.8.1939, skrifstofumaður í Reykjavík; Laufey Erla, f. 17.9.1940, starfsmaður á leik- skóla í Reykjavík; Freyja, f. 3.5. 1942, húsmóðir i Norresundby, Dan- mörku; Guðjón Amar, f. 5.7.1944, al- þm., búsettur í MosfeUsbæ; Matthildur Herborg, f. 12.3. 1946, skrifstofu- maður í Reykjavík; Anna Karen, f. 28.7.1957, versl- unarmaður á ísafirði. Foreldrar Jakobs voru Kristján S. Guðjónsson, f. 17.11. 1911, d. 22.12. 1989, tré- smiður á ísa- firöi, og k.h„ Jóhanna Jak- obsdóttir, f. 16.10. 1913, d. 9.12. 1999, hús- móðir. Ætt Kristján var sonur Guðjóns Krist- jánssonar frá Skjaldarbjamarvík á Ströndum og k. h. Önnu Jónasdótt- ur. Foreldrar Önnu voru Jónas Ei- ríksson og Kristín Guðmundsdóttir á Þóroddsstöðum í Hrútafirði. For- eldrar Guðjóns vom Ólína Sigurð- ardóttir frá Eyri og Kristján Lofts- son frá Litlu-Ávík í Ámeshreppi. Kristján átti 8 systkini. Jóhanna Jakobsdóttir var elst fjórtán barna Jakobs Kristjánsson- ar, b. í Reykjarfirði í Grunnavíkur- hreppi, og k.h., Mattildar H. Bene- diktsdóttur. Foreldrar Matthildar voru hjónin Ketilríður Jóhannes- dóttir, ættuð frá Kvíum, og Bene- dikt Hermannsson, b. í Reykjarfirði. Foreldrar Jakobs voru Sigríður Gid- eonsdóttir, fædd á Oddsflöt í Grunnavík, og Kristján Loftsson frá Litlu-Ávík i Ámeshreppi. Níræður Sjötugur Elías Valgeirsson rafvirki og fyrrv. rafveitustjóri Trausti Gestsson skipstjóri á Akureyri Elías Valgeirsson raf- virki, Dalbraut 27, Reykjavík, verður níræð- ur á morgun. Starfsferill Elías fæddist á Kjal- vegi utan Ennis á Snæ- fellsnesi en ólst upp í Reykjavík frá 1917 auk þess sem hann var í sveit á sumrin fram yfir ferm- ingu, fyrst á Kjalvegi, síðan á Malarifi, eitt sumar, síðan á Gröf í Eyrarsveit, þá að Vatnsenda við Reykjavík og loks að Ánastöðum á Mýrum. Á unglingsárunum stund- aði Elías fiskbreiðslu við Reykjavík og vann á Eyrinni. Þá var hann hjálparkokkur á botvörpungnum Þórólfi. Elías stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík 1929-33 og við raf- magnsdeild Vélskólans 1949-52. Elías stundaði rafvirkjastörf í Reykjavík eftir sveinsprófið til 1951. Hann var meðeigandi rafmagns- verkstæðis og Verslunarinnar Rafals í Reykjavík 1942-49, verk- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins, m.a. við virkjanir úti á landi 1950-54, raf- veitustjóri Snæfellsnesveitu 1954-72 og aðalbirgðavörður RARIK 1972-82. Elías stundaði og keppti í fimleik- um og sundi á sínum yngri ámm og vann til verðlauna í þeim greinum. Hann sat í stjóm Félags islenskra rafvirkja, i stjórn Lúörasveitarinn- ar Svans, er einn af stofnendum Leikfélags Ólafsvíkur og syngur nú með Kór eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Elías var sæmdur gullmerki Fé- lags islenskra rafvirkja fyrir tuttugu og fimm ára starf og var sæmdur gullmerki frá RARIK fyrir þrjátíu ára starf. Fjölskylda Elías kvæntist 19.5. 1934 Helgu Valdimars- dóttur, f. 24.9.1916, d. 6.3. 1996, húsmóður. Hún var dóttir Valdimars Jóns- sonar verslunarmanns og Magda- lenu Jósefsdóttur húsmóður. Böm Elísar og Helgu eru Magda- lena Sigríður, f. 23.11. 1937, kaup- maður í Reykjavík, gift Theodór S. Marinóssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn; Sigurður Rúnar, f. 3.4. 1942, rafveitustjóri Ámes- veitu, búsettur á Selfossi, kvæntur Eddu Sveinbjömsdóttur banka- starfsmanni og eiga þau þrjú börn auk þess sem hann á eitt barn frá því áður; Hannes, f. 11.9. 1943, d. 19.4. 1947; Valdimar, f. 1.2. 1950, sjúkraliði og vélstjóri, búsettur í Kópavogi og á hann eina dóttur. Systkini Elíasar voru Gunnar Valgeirsson, f. 16.1.1913, d. 9.1. 2001, skipstjóri í Reykjavík; Valentína Valgeirsdóttir, f. 29.6. 1914, d. 29.1. 1939, húsmóðir i Reykjavík. Foreldrar Elíasar voru Valgeir Guðbjömsson, f. 13.5. 1890, d. 1.10. 1917, sjómaður og kennari, og Sig- ríður Bjamadóttir, f. 16.10. 1883, d. 2.5. 1964, húsmóðir. Elías tekur á móti gestum í Odd- fellowhúsinu við Vonarstræti, sunnud. 10.2. frá kl. 15.00. Hann vin- samlega frábiður sér gjafir en biður þá sem vilja gleðja hann að styrkja Neista, Félag hjartasjúkra bama. Trausti Gestsson skip- stjóri, Langholti 27, Ak- ureyri, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Trausti fæddist á Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk hinu meira fiskimannaprófi þaðan 1957. Trausti stundaði sjómennsku á trillum, bátum og togurum frá fjórt- án ára aldri. Að námi loknu var hann eitt ár stýrimaður og síðan skipstjóri á Þorbirni GK; Kristjáni ÓF; Hafþóri NK; Björgúlfi EA; Guð- mundi Péturs ÍS; Snæfelli EA; Hannesi Hafstein EA og Guðrúnu Þorkelsdóttur SU. Trausti réðst til Matvælastofnun- ar S.Þ., FAO, 1968 og vann á vegum þeirrar stofnunar til 1987 við þróun- araðstoð i fiskveiðum og ráðgjöf og þjáifun á notkun veiðarfæra á eftir- töldum stööum og hafsvæðum: við Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku við fiskileit; fyrir Panama; Costa Rica; Nicaragua; Guatemala og Salvador. Trausti var við fiskleit og ráðgjöf á snurpunótaveiðum við Filippseyj- ar; Indónesíu, og Burma, við þjálfun sjómanna og ráðgjöf í útgerðar- tækni í Ghana; Sri Lanka; Bangla- desh; Indlandi; Pakistan og á Kúbu. Þá var hann skipstjóri á rannsókn- arskipum fyrir Bahrain; Kuwait; ír- an; Óman; Arabísku furstadæmin; Qatar, og Kenya. Við heimkomuna, 1987, festi hann kaup á hraðfiskibáti og hefur síöan stundað smábátaútgerð ásamt eiginkonu sinni. Eftir áratuga sjó- mennsku um öll heims- ins höf og ferðalög víða mn heiminn eru áhuga- mál Trausta fyrst og fremst ferðalög um há- lendi íslands. Trausti var formaður Kletts - Félags smábáta- eigenda í Eyjaflrði 1991-94. Fjölskylda Eiginkona Trausta er Ásdís Ólafs- dóttir, f. 5.8. 1932, húsmóðir. Hún er dóttir Ólafs Jónssonar vélstjóra og Stefaníu Sigurjónsdóttur húsmóður. Böm Trausta og Ásdísar eru Jör- undur, f. 14.5.1950, rekstrarfræðing- ur, búsettur á Akureyri, kvæntur Ingveldi Jóhannesdóttur og eiga þau þrjú börn og tvö bamabörn; Stefanía, f. 5.9.1951, félagsfræðingur í Reykjavík, og á hún eina dóttur og eitt bamabam; Maríanna, f. 25.12. 1953, mannfræðingur í Reykjavík, gift Ásgeiri Adamssyni og eiga þau tvær dætur; Ólafur, f. 12.9. 1961, tölvunarfræðingur i San Fransisco; Gestur, f. 5.11. 1964, tölvuráðgjafi, búsettur í Reykjavík, kvæntur Huldu Gunnarsdóttur og eiga þau fimm böm. Systkini Trausta voru sex talsins en fjögur þeirra eru á lífi. Foreldrar Trausta voru Gestur Ámason, f. 1901, d. 1983, sjómaður og verkamaður í Ólafsfirði, og k.h., Kristjana Einarsdóttir, f. 1902, d. 1996, húsmóðir. Trausti og Ásdis dvelja i Róm um þessar mundir. Arinu eldri Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth, tónlistarkennari, organisti og söngstjóri á Akureyri, er 88 ára í dag. Þaö hefur heldur betur munaö um Sigríði í tón- listarlífi þeirra norðan- manna I gegnum tíöina. Hún var org- anisti Grundarkirkju 1949-76, Saurbæj- ar- og Mööruvallakirkna 1950—76, á Húsavík 1976-83 og aftur í Grundar- kirkju frá 1983-94. Hún æföi og stjórn- aði hundraö manna kór Húnvetninga 1974 og Þingeyingakór í tvo vetur, stofnaði Kór eldri borgara á Akureyri 1986 og hefur stjórnaö honum og stofn- aöi kvennakór á Akureyri sem nefndur hefur veriö Ömmukórinn og hefur stjórn- aö honum. Áriö 1996 kom út bókin Lífsgleði en þar er að finna endurminning- ar Sigríöar. Önnur stórmerk persóna á Akureyri er Bogi Péturs- son, fyrrv. forstööumaöur Barnaheimilisins Ástjarnar og fyrrv. gangavöröur viö Gagnfræöa- skóla Akureyrar, en hann verður 77 ára í dag. Hann á vel skiliö sæmdarheitiö æskulýösleiötogi enda starfaði hann viö barnaheimilið Ástjörn frá stofnun þess og var forstööumaöur þess í meira en þrjátíu og fimm ár. Bogi hefur veriö meölimur í Sjónarhæö- arsöfnuöinum á Akureyri í fimmtíu og sjö ár, sat í nokkur ár í stjórn löju, fé- lags verksmiöjufólks á Akureyri, var for- maöur Gídeonfélagsins þar og ylfingafor- ingi hjá Skátafélagi Akureyrar. Sonur Boga er Arthúr Örn, hinn glaðbeitti for- maður Landssambands íslenskra smá- bátaeigenda. Hrafnkell A. Jónsson, héraösskjalavörður á Eg- ilsstöðum, verður 54 ára á morgun. Hrafnkell hefur komiö víöa við sögu Austfirðinga, fyrst sem verkalýösforkólfur á Eskifirði, síðan í bæjar- og landspólitíkinni sem bæjar- fulltrúi á Eskifirði um langt árabil og varaþingmaöur og þingmaöur Sjálfstæö- isflokksins á Austfjöröum en hefur veriö héraösskjalavörður á Egilsstööum frá 1996. Þá hefur hann setiö í miöstjórn ASÍ og stjórnum Lífeyrissjóðs Austur- lands og Viðlagatrygginga íslands. Guðrún, móöir Hrafnkels, er frá Vaö- brekku en meðal móöursystkina Hrafn- kels eru dr. Jón Hnefill prófessor; dr. Stefán, forstöðumaður Norræna gena- bankans; og Hákon, skógarbóndi og hagyrðingur með meiru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.