Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 51
59 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 PV__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Tvö dansverk frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld: Tilveran séð með augum ræstingakonu ^ Litríkír karakterar Svipmynd úr sýningu íslenska dansflokksins. „Viö erum öll brjáluð þótt við höldum annað,“ er haft eftir ísra- elska danshöfundinum Itzik Galili sem er staddur hér á landi til að fylgjast með sýningu á verki sinu Með augum Nönu. í því bregður hann upp myndum af litríkum karakterum sem gætu flokkast und- ir að vera „á mörkunum“. Þetca er annað verkið af tveimur sem ís- lenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld kl. 20, hitt er Lore, eftir Ric- hard Wherlock. Hreina meyjan, nördinn og hóran Báðii' eru þeir Itzik og Richard margverðlaunaðir danshöfundar og Katrín Hall, listrænn stjómandi dansflokksins, kveðst í sjöunda himni yfir samstarfmu við þá. „Verkin þeirra eru ólík og sýningin ætti að höfða til stórs hóps af fólki,“ segir hún. „Verk Itziks er leik- rænna. Þar er tilveran séð með aug- um ræstingakonu sem heitir Nana. Sagan segir frá ákveðnu hverfi og tengslum fólks þar, hreinu meyj- unni, hórunni, nördinum og ekki síst ræstingakonunni Nönu sem Hanna María Karlsdóttir leikur með tilþrifum. Allt er túlkað með danssporum og tónlistin léikur auð- vitað stórt hlutverk, hún er eftir Tom Waits en mörg af eldri lögum hans eru vel þekkt hér á landi.“ í verki Richards Wherlocks, Lore, er dansað við írska þjóðlagatónlist, eiginlega írskt rokkpönk. Það verk er mjög krefjandi fyrir dansarana en gefandi og skemmtilegt og hrífur áhorfendur með sér.“ Líka fyrir óvana - Hvemig fara danshöfundar að því að koma verkum sínum til skila, ekki geta þeir skrifað nótur eins og tónsmiðir eða skilað texta eins og leikskáld? „Þaö er mjög misjafnt hvemig danshöfundar skapa sín verk. Sum- ir koma með tilbúnar hugmyndir á blaði, aðrir spinna þau af fmgrum fram í stúdíóinu með hjálp dansar- anna. í þessu tilviki erum við með verk sem þegar hafa verið samin og sýnd og þar sem höfundarnir eru önnum kafnir menn hafa aðstoðar- menn þeirra verið með okkur á æf- ingaferlinu. Hins vegar erum við svo heppin að höfundamir komu til að fylgjast með á lokasprettinum og setja punktinn yfir i-ið. Aðspurð um hvort íslendingar séu duglegir að sækja danssýningar svarar Katrín: „Við byggjum ekki á gamalli danshefð og það tekur sinn tíma að koma upp stórum áhorf- endahópi sem er i blóð borið að flykkjast á danssýningar. En þessi sýning er bæði skemmtileg og að- gengileg, líka fyrir óvana.“ -Gun. ÍWÍW Tangarhöföa 2 :: Sími 5671650 ;; Snúður og Snælda frumsýnir tvo sjónleiki á morgun: Dramatískur gamanleikur og dagar síldarævintýra - segir leikstjórinn Bjarni Ingvarsson Leikhópurinn Snúður og Snælda fagnar 10 ára afmæli sínu með tveimur sjónleikjum sem frumsýnd- h- verða á morgun í Ásgarði, Glæsi- bæ, klukkan 16. Snúður og Snælda er leikfélag eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni og leikstjóri nú er eins og oft áður Bjami Ingvarsson. Annar leikþátturinn sem sýndur verður heitir Fugl í búri og var einmitt fyrsta verkefni leikhópsins fyrir 10 ámm. Ein af leikendunum, Sigrún Pétursdóttir, er þar i sama hlutverki og síðast. „Hún hefur sáralítið elst, eins og fleiri,“ segii' leikstjórinn, Bjami. Fugl í búri er eftir þær systmnar Iðunni og Krist- ínu Steinsdætur og Bjarni lýsir verkinu sem dramatískum gaman- leik. „Hann gerist aðallega á heimili eldri hjóna og einn þátturinn á elli- heimili." Hinn þátturinn heitir í lífsins ólgusjó og er gamanleikur með söng og dansi. Tónlistin er úr ýmsum átt- um og harmónikan aðalhljóðfærið. „Þetta eru minningar frá dögum síldarævintýranna," segir leikstjór- inn. „Það er samið af Guðlaugu Hró- bjartsdóttur, Brynhildi Olgeirsdótt- ur, mér og fleiri. Flestir í hópnum muna þessa tíma þegar allt snerist um silfur hafsins," segir Bjarni. Hann segir hlutverk í stykkjunum báðum vera 21 og leikin af 13 félög- um. „Það er alltaf dálítill höfuðverk- ur að finna verk fyrir hópinn en eft- ir aö búið var að velja hefur þetta gengið alveg ljómandi vel.“ -Gun. í lífsins ólgusjó Ólöf Jónsdóttir, Vilhelmína Magnúsdóttir, Ólafur Magnússon og Jón Jónsson í hlutverkum sínum. Einstaklingsíbúðir til leigu fyrir 60 ára og eldri Hraunbær 107 ehf. auglýsir til leigu einstaklingsíbúðir að Hraunbæ 107. íbúðimar verða tilbúnar til innflutnings í þessum mánuði. Um er að ræða 33 fm íbúðir,auk geymslu, þvottahúss og góðrar sameignar í nýju húsi með lyftu og í göngufærivið félags- og þjónustumiðstöð. Allir 60 ára og eldri geta sótt um, óháð búsetu. Leiguverð er kr. 55.000 á mánuði en leigjendur íbúðanna hafa möguleika á að sækja um húsaleigubætur sem verða allt að kr. 12.500 á mánuði. íbúðimar verða til sýnis2. og 3. febrúar nk. frá kl. 10 og alla næstu viku, frá kl. 10 til » ■ 19. Sérstök umsóknareyðublöð fást á staðnum eða á skrifstofu Félagsbústaða hf. að Suðurlandsbraut 30, sími 520 1500. FELAGSBUSTAÐIR HF. UNGLINGAMEISTARAMÓT í KUMITE Laugardaginn 2. febrúar kl. 12:00 íþróttahúsinu Smáranum Kópavogi Úrslit hefjast kl. 14:30 Komdu og fylgstu með efnilegustu karatemönnum landsins reyna með sér í frjálsum bardaga! KARATESAMBAND ÍSLANDS 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.