Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Page 11
t LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 11 Skoðun „Helgin leið og tveir fyrstu dagar þessarar viku án þess að ég hefði samband við líkamsrœkt- ina. Ég leit á þetta tíma- bil sem aðlögunartíma þess sem legið hefði óhreyfður í áratugi. “ ekki nefndar, svo fjarlægar voru þær hugum kvennanna. Skortur á hreyfingu Helgin leið og tveir fyrstu dagar þessarar viku án þess að ég hefði samband við líkamsræktina. Ég leit á þetta tímabil sem aðlögunartíma þess sem legiö hefði óhreyfður í áratugi. Konan mín var ekki á sama máli og ýtti heldur á. „Ertu búinn að panta fyrsta tímann?“ spurði hún daglega. „Nei,“ sagði ég og notaði fataleysið sem af- sökun. Það var ekki tekið gilt. Nýr galli frá toppi til táar var tilbúinn sam- dægurs og það í réttu merkjunum. Ábyrgð var ekki tekin á þreki og líkamsburðum , eiginmannsins en lágmark var að hann væri þokka- lega til fara. Ég pantaði því fyrsta tímann í fyrradag. „Komdu bara, ég fer yfir þetta með þér,“ sagði líkamsrækt- arþjálfarinn. Ég kíkti í sal- inn í nýju buxunum og að þjóðinni. í síðdegisþætti Rásar 2 miðvikudaginn 30. janúar hafði ráðherrann það eitt um fjárfestingarklúðrið að segja að DV hefði farið rangt með tapið: ..... en hins vegar, það er verið að nefna 500 milljón króna tap á einstökum fjárfestingarkosti, það er bara ekki rétt, þær tölur og við eigum að passa okkur á að éta ekki upp úr úr þessum fjölmiölum, þessum prent- fjölmiðlum sem eru að reyna að gera úlfalda úr mýflugu," sagði bolnum. „Hvernig er ástandið?" spurði þjálfarinn og horfði niður eft- ir skrokknum. Ég dró inn magann en varð að viðurkenna nokkurn skort á hreyfingu án þess að nefna ár eða áratugi í því sambandi. Þjálfar- inn var á þeim aldri að ólíklegt var að hann þekkti viðreisnarstjórnina til hlítar. Liklegra var að foreldrar hans hefðu verið með mér í lands- prófinu. Jarðsamband á ný „Nokkur meiðsl?“ spurði þjálfar- inn. Ég neitaði því. „Komdu þá, það er best að þú hitir upp með því að hjóla." Hann leiddi mig í tækjasal- inn þar sem rennsveitt fólk puðaði hvað ákafast í alls konar tækjum. Karlar og konur gengu ýmist eða hlupu á brettum, aðrir hjóluðu og afgangurinn teygði skankana í alls konar tólum. Ég var því feginn að hann setti mig á hjólhestinn. Göngubrettið var ógnvænlegra. Ég óttaðist að skjótast aftur af því. „Klemmdu þetta á eyrnasnepilinn, þá sérðu púlsinn," sagði þjálfarinn og stillti um leið sætið á hjólinu. „Hjólaðu svo í tólf mínútur." Ég gerði svo sem fyrir var lagt og lifði af raunina. Eftir það leiddi sá góði maður mig i eitt tækið af öðru. Þau reyndu ýmist á lær eða kálfa, brjóst, bak, handleggi og axlir og síð- ast en ekki síst magann. „Þú færð strengi," sagði þjálfarinn þegar hann studdi mig í síðasta tækið. Þar var engu logið en þeir komu þó ekki að marki fram fyrr en í gær. Ég bar mig því karlmannlega við heimkomuna úr ræktinni, tók nokkrar pósur fyrir konu og dætur, kreppti brjóst- og upp- handleggsvöðva. „Schwarzenegger, hvað!“ hrópaði ég og nefndi þann sem fyrst kom í hugann af þekktum vöðvatröllum. „Róaöu þig aðeins niður, góði minn,“ sagði konan, „mér sýnist lærið á þér vera svipað og upphand- leggurinn á honum.“ Jarðsambandi náði ég þó ekki fyrr en yngri dóttir mín potaði i magann á mér þar sem ég var óviðbúinn og í hvíld eftir pós- una: „Hann er enn mjúkur, pabbi." Ráðherrann afneitar þeirri staðreynd að Landssíminn hefur verið í slíku fjárfestingar- klúðri að í flestum menningarrikjum flokkaðist slíkt undir hrein afglöp. heldur því sem sé fram, þvert á al- menna skynsemi, að tapast hafi 280 milljónir í stað 500 milijóna króna sem minnir raunar á að einn stjóm- armanna Landssímans hafði á orði að ef tapið kæmi ekki til þyrfti Landssíminn bara að sóa fjármun- um í skatta! Ráðherrann er með álíka brengluð viðhorf til ábyrgðar i rekstri. Klúöur ráðherrans Rangfærslur og blinda ráðherr- ans er átakanleg. Þetta er þó ekkert nýtt frá ráðherra sem stöðugt er í vanda. Hann er maðurinn sem á ís- landsmet í einkaflugi með TF-FMS, flugvél Flugmálastjómar, og týndi farþegalistunum. Hann er ráöherr- ann sem réð Þórarin Viðar Þórar- insson til fimm ára á stól Landssím- ans en rak hann rúmum tveimur árum síðar. Sturla er ráðherrann sem er með syrgjendur í Skerja- fjarðarmálinu ævareiða á eftir sér. Sturla er víðast hvar í klúðri eins og sjá má af einkavæðingarferli Landssímans. Með ólíkindum er að maðurinn skuli sitja á ráðherrastóli. Sturla hefur hugsanlega verið ágætur al- þingismaður en ráðherraembættið er honum ofviða. Jafnt og þeir sem stjórnuðu Landssímanum skýjum ofar og lentu í klóm annarra skýja- glópa með þeim afleiðingum að hver einasti íslendingur tapaöi langt á annað þúsund krónum þá ber Sturla sína ábyrgð. Hann er skýja- glópur á ráðherrastóli. Allra besti endir „Það hefur verið sýnt fram á, sagði hann, að hlutimir geta ekki verið öðruvísi en þeir eru, því þar sem alt er miðað við einn endi, hlýt- ur alt um leið að vera miðað við þann allrabesta endi.“ Þannig mælist doktor Altúngu í hinni þekktu sögu Voltaires um Birting sem Halldór Laxness þýddi á sínum tíma. Altúnga aðhylltist „háspekis- guðfræðisalheimskenninguna" og þreyttist aldrei á að sýna vini sín- um og lærisveini, Birtingi, fram á hvernig orsök og afleiðing leiða alltaf til bestu hugsanlegrar niður- stöðu og því væri þessi heimur okk- ar bestur allra hugsanlegra heima. „Athugið hvernig nef manna hafa verið gerð fyrir lonníetturnar; enda höfum við líka lonníettur. Það er bersýnilegt að fætur manna eru gerðir til þess að vera skóaðir, enda höfum við öfl eithvað á fótunum," segir doktor Altúnga á einum stað í sögunni. Óbilandi bjartsýni hans er lærisveini hans nánast um megn á köflum, ekki síst eftir að hinni elskulegu Kúnigúnd hefur verið nauðgað og hún rist á kviðinn, eftir jarðskjálfta í Portúgal eða skelfilega sjóskaða. í tvær og hálfa öld hafa menn skemmt sér yfir þessari speki en fáir hafa orðið til þess að taka upp og mæla skynsemisstefnu dokt- ors Altúngu bót. Það er þó full ástæða til að endurskoða þá afstöðu því það er mjög margt sem bendir til að heimssýn doktorsins henti ágætlega til að skilja islensk stjórn- mál og íslenska efnahagsstjórn. Pólitískar hamfarir Það er kannski ekki beinlínis hægt að tala um hamfarir líkar því sem Birtingur upplifði í PorOtúgal, Búlgaríu eða þegar hann var á skip- inu sem sökk á leið til Lissabon, þegar menn horfa til ríkisfjármála og aðferðanna sem beitt hefur verið við efnahagsstjórnina á síðustu vik- um. En það eru þó eins konar póli- tískar hamfarir með orsök og afleið- ingu engu að síður. í desember voru aflir skipverjar Alþingisskútunnar kallaðir upp á dekk til að treysta festuna í fjármálum ríkisins. Skapa átti forsendur fyrir vaxtalækkun og almennri lækkun á verðlagi - fyrir hinum besta heimi allra heima. Þetta útkall kom fram við þriðju umræðu fjárlaganna og það lá mik- ið við og talað var um að ná þyrfti fram í hvelli um 3ja milljarða sparn- aði. Rikisfjármálanefnd fékk tillög- ur frá vinnunefnd til meðferðar og þjóðfélagið allt iðaði af umræðu um hvað það yrði nú sem lenti undir hnífnum. Hins vegar voru allir á eitt sáttir um - eða næstum því all- ir - að brýna nauðsyn bæri til að skila fjárlögunum með 3,5 milljarða afgangi. Gilti þá einu hvort það voru aðilar vinnumarkaðarins eða stjórnmálaforingjar stjómarliðs og stjórnarandstöðu. Fæðingarorlofiö Um skeið var i umræðunni að fresta gildistöku fæðingarorlofsins og spara þannig stórar upphæðir. En sú hugmynd framkallaði viða sterk viðbrögð og andköf. Þótti mörgum súrt í broti ef ríkisstjórnin ætlaði nú að spilla þeirri skrautfjöð- ur sinni sem hvað mest hefur verið lofuð úti í þjóðfélaginu. Auk þess var einsýnt að Alþýðusambandið myndi ekki taka fæðingarorlofs- skerðingu vel og þótti það því held- ur tvíbent aðgerð í ljósi þess að leik- urinn gekk jú út á að sýna aðhald í ríkisfjármálum til að róa efnahags- lífið og skapa forsendur fyrir áfram- haldandi friði á vinnumarkaði. Það var hin mikla afleiðing sem stefnt Á íslandi taka menn hlut- unum með jafnaðargeði því allt stefnir jú til hins allra besta endis. Lang- tímasýn er þvi algert aukaatriði og mönnum nœgir að bregaðst við at- burðunum þegar þeir ger- ast, bjarga í hom rétt eins og þegar þeir standa frammi fyrir miklum og óútreiknanlegum náttúru- öflum sem enginn veit hverju taka upp á nœst. var að. Því var fallið frá þessum til- tekna spamaðarlið, en á hinn bóg- inn ýmislegt sett inn í bandorminn sem skilaði ríkinu tekjum, m.a. voru það ákvarðanir sem lutu að heilbrigðisþjónustunni. Það var því nokkur atgangsblær yfir þessu ferli öllu saman, „andarteppustilT svo notað sé lýsingarorðið sem Jón Baldvin Hannibalsson bjó til á sín- um tíma. Niðurstaðan varð þó á endanum sú að fjárlögin voru af- greidd með öllum þessum breyting- um og þeim afgangi sem að var stefnt. Þó svo að aðilar vinnumark- aðarins hafi eitthvað nöldrað lá engu að síður fyrir að þessi af- greiðsla flokkaðist undir aðhald í rikisrekstri og hin sögufræga þjóð- arsátt með rauðum strikum náðist í fyllingu tímans. Handaflið En þegar menn stigu síðan upp úr mærð jólahátíðarinnar fóru þeir að átta sig á því að andarteppustíllinn og gjaldskrárhækkanirnar í heil- brigðiskerfinu, sem dunið höfðu yfir á jólafóstunni, áttu eftir að hafa lang- vinnari áhrif og önnur en menn höfðu reiknað með. Orsökin og af- leiðingin kölluðu á nýjar útfærslur á alheimsefnahagsskynseminni. Áður hafði allur handagangurinn í öskj- unni beint og óbeint miðað að því að ná lendingu og gera mögulega þjóð- arsátt með rauðum strikum. Þegar svo þjóðarsáttin og rauðu strikin voru komin á koppinn - meðal ann- ars fyrir tilstilli gjaldskrárhækkana í heilbrigðiskerfinu - leið ekki á löngu þar til rauðu strikunum og þjóðarsáttinni stóð ógn af sjálfum or- sökum sínum, gjaldskrárhækkun- um. Því höfum við síðustu tvær vik- ur eða svo orðið vitni að annarri andarteppu þar sem handaflið er virkjað til að vinna gegn gjaldskrár- og verðhækkununum sem skullu á um áramót. Enn á ný hefur ríkis- stjórnin gripið til stóraðgerða til að bjarga efnahagslífinu. Snúast aðgerð- irnar að þessu sinni einkum um að afturkalla þær aðgerðir sem beitt var til að bjarga efnahagslifinu á jólafóstunni. Tilþrifin eru ekki minni nú en þá og enn er auðvitað allt á elleftu stundu. Altúnga er meö oss Ríkisstjórnin hins vegar, stjóm- arliðið allt og bróðurparturinn af stjómarandstöðunni líka, fagnar jafnan aðgerðunum þegar þær koma. Aflir eru saman í þessari pólitisku brimbrettareið og fylgja öldufallinu upp og niður. Á íslandi taka menn hlutunum með jafnaðar- geði því allt stefnir jú til hins allra besta endis. Langtímasýn er því al- gert aukaatriði og mönnum nægir að bregaðst við atburðunum þegar þeir gerast, bjarga í hom rétt eins og þegar þeir standa frammi fyrir miklum og óútreiknanlegum nátt- úruöflum sem enginn veit hverju taka upp á næst. Niðurstaða efna- hagsaðgerðanna núna sannar einmitt málatilbúnað doktors Altúngu, því komugjöldin í heilsu- gæsluna eru lækkuð mun meira en þau höfðu verið hækkuð á jólafost- unni. Hér er því í raun verið að stýra fólki inn í heilsugæsluna um- fram það sem áður hafði verið gert. Það eru mikil tíðindi, heilsupólitísk tíðindi. Árum saman hefur það ver- ið hafið yfir ágreining hjá þeim sem um heilbrigðismál fjalla að brýnt sé að beina fólki eftir því sem hægt er til heilsugæslunnar þar sem grein- ing, forvarnir og grunnlæknisþjón- usta færi fram. Á síðari stigum væri svo eðlilegt að fólk sækti í dýrari læknisúrræði hjá öðrum sérfræð- ingum. Þessi grundvallarsjónarmið hafa hins vegar iðulega ekki náð fram að ganga og gerðu það svo sannarlega ekki í aðgerðunum á jólafóstunni þegar menn voru í fjár- lögum að skapa orsökina fyrir hinni nýju afleiðingu, fyrir þjóðarsáttinni um rauðu strikin. Til þess er nefið svona skapað, að við getum haft lonníettur. Það er því í anda raka alheimsskynseminnar að þessi rauðu strik séu þannig sköpuð að þau framkalli stórt stökk fram á við í heilsugæslumálmn. Doktor Altúnga er með oss þegar allt kem- ur til alls. Allt miðast við hinn allra besta endi, og þetta er besti heimur allra heima!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.