Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Helgarblað________________________________________________________________________________________________X>'\T íris Björk Árnadóttir hefur unnið tvær stórar alþjóðlegar fegurðarsamkeppnir: Engin prímadonna íris Björk Ámadóttir varð í öðru sæti keppninnar um ungfi*ú ísland í fyrra, vann Ungfrú Norðurlönd og komst í úrslit í Ungfrú Evrópu. Nú ný- verið tók hún þátt í keppninni um Drottingu heimsins (Queen of the World) og varð vitaskuld í fyrsta sæti. Ofan á aila fegurðina er Iris Björk ljúf og skemmtileg í viðkynningu eins og blaðamaður Helgarblaðs komst að fyr- ir helgi þegar drottningin féllst á að eiga við hann stutt viðtal. - Hvemig keppni er Drottning heimsins? „Þetta er svipuð keppni og aörar al- þjóðlegar fegurðarsamkeppnir og geng- ur út á það sama,“ segir íris. „Að stefna saman ungum stúlkum frá öll- um heimshomum sem kynna sitt land og koma fram í þjóðbúningi, sundfót- um og síðkjól. Þama vorum við að dansa og syngja friðarsöngva, sem var líka mjög upplyftandi fyrir andann.“ - Hvemig býrðu þig undir svona keppni? „Það er mjög gott að undirbúa sig með því að lesa um Island vegna þess að við þurfum að tala af viti um land- ið okkar. Auðvitað hef ég búið á Is- landi alla mína ævi, en það er ekki það sama og að geta tjáð sig með viðeig- andi hætti á ensku um undirstöðuat- vinnuvegi og helstu náttúruperlur. Svo þarf maöur auðvitað að leigja sér kjóla, fara í strípur, fá sér neglur og vera duglegur í líkamsræktinni." - Hefúrðu þurft að fara oft f megr- un? „Nei, ég hef alltaf passað mig á því að borða bara það sem ég vil. Það er að visu ekkert mál að skipta kókinu út fyrir vatn og svoleiðis, en ég er ekki manngerðin sem sveltir sig fyrir keppnir af þessu tagi. Ég hef kvenleg- an vöxt - kvenlegar línur og hef engan áhuga á því að vera mjaðmalaus og brjóstalaus eins og smástrákur." - Þú situr semsagt ekki svöng og gerir fmgraæfmgar til þess að fá granna og pena fmgur? „Nei. Ég veit samt um stelpur sem fara á sérstakt „kött“ fæði, sem byggist einkum upp á hrísgrjónum, en ég veit líka að þær sem svelta sig fá helmingi fleiri kíló á sig í kjölfarið. Ég er ein af þeim heppnu og hef fram að þessu ekki þurft að passa mig mikið. Ég fæ mér til dæmis súkkulaði þegar mig langar í súkkulaði og mér fmnst frábært að borða góðan mat. Allt er þó best í hófi.“ Afbrýöisemin og mórallinn - Hvað ertu að gera annað en að taka þátt í fegurðarsamkeppnum um allan heim? „Ég er að vinna í afgreiðslunni hjá Securitas, þar sem pabbi minn er yfir- maður. Kannski er það eins gott vegna þess að vinnuveitendur mínir þurfa að sýna mér ótrúlega þolinmæði í þessu standi. Það eru næstum þrír mánuðir sem ég hef verið í fríi og það er meira í aðsigi," segir íris Björk svolítið skömmustuleg. - Hvað með menntun? „Ég var á málabraut í MK en hætti þar vegna veikinda, sem ég vil ekki fara nánar út í. Ég ætla mér og ég stefni að því að fara í rekstrar- og bók- haldsnám í Viðskipta- og tölvuskólan- um. Mig langar að vera áfram hjá Securitas vegna þess að mér líður mjög vel þar.“ Þú hefur farið í margar keppnir. íris Björk Árnadóttir er „Drottning heimsins" „Mér finnst iíka furöulegt aö halda því fram aö maöur breytist eitthvaö við aö ganga vel í svona keppnum. Mér finnst þaö ekkert frábrugöið því aö ganga vel í sundi eöa hverju því sem maöur tekur sér fyrir hendur. Ég er sama mann- eskjan eftir sem áöur. “ Geturðu nefnt eitt jákvætt og eitt nei- kvætt við fegurðarsamkeppnir eins og þær hafa komið þér fyrir sjónir? „Mér finnst ailtaf jafii gaman að koma inn í nýja keppni. Það eru tugir stelpna frá tugum landa sem maður hittir og kynnist, auk þess að kynnast ótal menningarheimum í gegnum þær. Það er yndislegt að kynnast nýju fólki og ferðast. Ég held til dæmis að ég hefði ekki farið til Líbanon nema vegna þess að Ungfrú Evrópa var hald- in þar og mér þótti það dýrmæt reynsla. Það sem mér fmnst hins vegar nei- kvætt við fegurðarsamkeppnir er af- brýðisemin og mórailinn. Sumar stelp- umar eru þama til þess að vinna og ekkert annað og þær sýna það á mjög neikvæðan hátt. Dæmi era um að kjól- ar séu eyðilagðir fyrir þeim sem em sigurstranglegar. Auðvitað er gaman að vinna, en hugarfarið verður að vera annað. Maður verður að vera þakklát- ur fyrir tækifærið og reynsluna." Sama manneskjan - Lentir þú í einhverju neikvæðu? „Veskinu mínu var stolið næstsíð- asta daginn með öllum kortunum mín- um og peningunum. Þetta gerðist á æf- ingu og það kom enginn annar til greina en einhver hinna stelpnanna. Það fyndnasta við það var að það var stolið frá okkur öllum sem vorum í þremur efstu sætunum, en annars varð ég mjög sár út í þær að leyfa sér þetta. Ef ég hefði verið með vegabréfið mitt eða flugmiðann í veskinu þá hefði ég verið í slæmum málum. Það var líka ótrúlegt að horfa á sum- ar stelpnanna sem greinilega höfðu verið aldar upp í þessu hugarfari, að vera fegurðardrottning og traðka á þeim sem stæðu í veginum - þær leyfðu sér hræðilega prinsessustæla hvar sem við fórum - rifú kjaft á veit- ingahúsum og höguðu sér eins og þær kynnu enga mannasiði." - En þú? „Ég passaði mig að vera alltaf kurt- eis og tillitssöm og ganga frá eftir mig, sem var náttúrlega ekkert nema sjálf- sagt, en það var meira en margar stelpnanna gerðu." Þú ert semsagt ekki orðin príma- donna enn þá? „Nei, mér finnst líka furðulegt að halda því fram að maður breytist eitt- hvað við að ganga vel í svona keppn- um. Mér finnst það ekkert frábmgðið því að ganga vel í sundi eða hverju því sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég er sama manneskjan eftir sem áður.“ Dæmd af útlitinu Heldurðu að lífið verði auðveldara þeim sem er mjög fallegur? „Að einhverju leyti fær fallegt fólk forgang á ýmsu og kannski er lífið auð- veldara þeim sem hafa útlitið með sér. Á sama hátt er það líka erfiðara. Það era vissir fordómar gagnvart fallegu fólki og það verður líka fyrir alls kon- ar áreitni sem ýmist sprettur af aðdá- un eða öfúnd." Algengustu fordómamir era auðvit- að að fallegt fólk sé heimskt. Nú ert þú ljóshærð fegurðardrottning. Hefurðu fúndið fyrir þessu? „Jú, jú,“ segir íris Björk og brosir dauflega. „Já, ég hef oft verið dæmd af útlitinu einu, af fólki sem þekkir mig ekki neitt, nema ef vera kynni af kjaftasögum sem ég fæ engu um ráðið. Ég passa mig betur fyrir vikið, að dæma ekki aðra af útliti eða sögum. Ég veit líka að ég á mína að sem þekkja mig og dæma mig fyrir það sem ég er, en það breytir því ekki að oft er sær- andi að heyra það um sjáifa sig sem ekki er satt.“ - Hvað er fram undan? „Það á eftir að koma í ljós hvaða kvaðir fylgja því að vinna keppnina Queen of the World, en mér sýnist lík- legt að ég þurfi að sinna einhverjum verkefnum á vegum samtakanna sem standa að keppninni. Annars ætla ég að reyna að skapa meiri ró í minu dag- lega lífi og ná áttum um framhaldið í kjölfar þess að ég er að losna úr þeim erli sem fylgir þeim keppnum sem ég hef verið að taka þátt í. Svo má segja frá því að það hringdi í mig ónefiid kona, sem er í forystu fyrir nýlega stofnuð samtök mænuskaddaðra, og spurði hvort ég væri til í að leggja þeim lið. Mér þætti vænt um ef þeir sigrar sem ég hef unnið og sú athygli sem því fylgir getur nýst öðrum sem eiga undir högg að sækja á einhvem hátt eins og þessi samtök mænuskadd- aðra. Ég hef sjálf aldrei hvorki drukk- ið né reykt, en tel þá sem lent hafa í slæmum félagsskap og ánetjast fikni- efiium þurfa mun öflugri aðstoð og stuðning en samfélagið virðist bjóða upp á. Ég heyri af vandamálum ung- linga sem tengjast fíkniefiium, bæði í gegnum vinahóp minn og vinahóp systkina minna, sem era meira að segja allt að 4-5 árum yngri en ég. Þetta er eitthvað sem verður að taka á því ég held að stjómvöld séu að missa þetta úr böndunum, þannig að vanda- málið verði verra með hverju árinu sem líður, ef ekkert er að gert. Nýlegar fréttir af auknu ofbeldi í fíkniefna- heiminum fylla menn óhug og nú er það spumingin. Hver þorir í þá? Ég er meira opin fyrir því að nota titilinn í eitthvað af viti heldur en að taka þátt í einhveijum stöðugum tískusýningum. Ef fólk ber kennsl á mig sem Queen of the World og vill hlusta á mig, þá verð ég að nýta það til góðs.“ -þhs ' teg vefef*a*»vlirtýri fyjir niOipðaj jtl 4 Akureyri - Mývatn Netfang: sporttours@sporttours.is www.sporttours.is - sfmi 461 2968 fUKfíUikuim SBA-NORÐURLEIÐ t-'&'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.