Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002
I3V
Helgarblað
21
DV-MYND ÞÖK
Sigríður Guðnadóttir
Hún söng fagurlega meö Jet Black Joe hér um árið og snýr nú aftur meö lög Janis Joplin á dagskránni og stór-
sveit aö baki sér.
Sigga Guðna
aftur á sviðið
- snýr aftur með lög Janis Joplin, stórsveit og kynni
Mjög margir muna eftir Sigríði
Guðnadóttur þegar hún stóð í fram-
línu síðhippasveitarinnar Jet Black
Joe á árunum 1993 til 1994 og söng lag-
ið Freedom. Þá voru vinsældir þessar-
ar undarlegu sveitar, sem dýrkaði
hippatónlist sjöunda áratugarins
meira en allt annað, gríðarlega miklar
og gott ef heimsfrægð var ekki rétt
handan við hornið.
Það fór nú samt svo að rétt neðan
til við toppinn valt hljómsveitin Jet
Black Joe um koll og liðaðist fóru-
neyti hennar allt í sundur og brakið
skoppaði hingað og þangað. Siðan hef-
ur ekki farið mikið fyrir sveitinni
sem slíkri ef frá eru taldar nokkrar
tilraunir til að endurreisa flakið á síð-
asta sumri.
Eftir þetta gekk Sigríður Guðna-
dóttir söngkona til liðs við aðrar
hljómsveitir og mætti hér rifja upp
sveitina Rask, sem innihélt bæði hinn
síðhærða og fámála gítarsnilling
Bergþór Morthens og Pétur Guð-
mundsson, Þórarinssonar sem er
alltaf kenndur við frelsara alls mann-
kyns og kallaður Pétur Jesú. Sú varð
ekki langlíf heldur og lengst af síðan
hefur Sigríður látið sér nægja að
koma fram í einkasamkvæmum og á
árshátíðum auk þess að vera riðin við
rekstur nudd- og snyrtistofunnar
Englakroppa.
En nú verður á þessu breyting því
Sigríður ætlar að stiga aftur á sviðið
og hasla sér völl sem söngkona. Hún
hefur þegar fengið forsmekk af nýjum
ferli þegar hún kom fram með Hirti
Howser píanóleikara á Kaffi Reykja-
vik og KafFi Rómans nokkrum sinn-
um í haust og stundum hefur Kristján
Edeistein gítarleikari verið með þeim
í fór.
Ekkert Southern Comfort
Næsta fimmtudag ætlar svo Sigríð-
ur að stiga á svið á Gauki á Stöng með
sérstaka dagskrá helgaða lögum Janis
Joplin. Að baki henni mun standa
stórsveit skipuð þeim Hirti Howser á
píanó, Kristjáni Edelstein á bassa, Ey-
steini Papa á trommur, Haraldur Þor-
steinsson plokkar bassann og sveit-
inni til halds og trausts er siðan popp-
fræðingurinn og Joplin-aðdáandinn
Andrea Jónsdóttir útvarpskona sem
mun verða kynnir en enginn veit
meira um líf og verk Joplin en hún.
Sveit Joplin hét á sínum tíma Big
Brother and the Holding Company og
mín ágiskun er sú að í þessu sam-
starfi sé það Hjörtur Howser sem er
Stóri bróðir eða Big brother.
„Joplin hefur alltaf verið átrúnað-
argoð mitt númer eitt,“ sagði Sigríður
Guðna í samtali við DV.
„Hún var að vísu aö deyja um líkt
leyti og ég fæddist en ég kynntist
hennar lögum þegar ég söng með Jet
Black Joe og við fluttum nokkur
þeirra á okkar tónleikum.
Mér hefur verið sagt að ég geti vel
hljómað eins og hún. Janis gerði
stundum vitleysur í söngnum en til-
flnningin var alltaf 100% og meira en
það.“
- Eitt af vörumerkjum Joplin var
að hún var ekki alltaf allsgáð á svið-
inu og flaska af hinum rótsterka og
dísæta Southem Comfort-drykk var
sjaldan langt undan og Joplin átti það
til að staupa sig ótæpilega. Verður
Southern Comfort með í fór?
„Nei, ég hef aldrei þurft á slíkum
meðulum að halda til að komast í
stuð,“ segir Sigriður og hlær innilega
að þessari strákslegu uppástungu.
Á tónleikunum verða lög Joplin
flutt nokkum veginn í tímaröð og
verður Andrea með sjaldheyröa fróð-
leiksmola miili laga. Auk laga sem
Joplin flutti og hennar eigin laga
verða sennilega leikin þama lög sem
tengjast söngkonunni og hafa t.d. ver-
ið samin um hana.
Móðursystirin mætt aftur
Sigríður segir að siðan muni tón-
leikar og skemmtanir á Kaffl Reykja-
vík fylgja í kjölfarið og samningar við
fleiri staði þótt söngkona telji of
snemmt að upplýsa hverjir það verði.
Eins og margir muna var það
hinn þekkti söngvari Páll Rósin-
krans sem stóð í framlínu Jet Black
Joe en Sigríður er móðursystir
hans. Hún segir að þetta hljómi
alltaf í sínum eyrum eins og hún sé
aldurhnigin frænka Páls en hið rétta
er að þau era næstum jafngömul og
því ekki sá kynslóðamunur milli
þeirra sem nafngiftin móðursystir
gæti gefið til kynna.
„Við höfum alltaf verið góðir vinir
og nánir, næstum eins og systkini,
enda bæði hluti af mjög stórri fjöl-
skyldu. Þessi fjölskylda er öll í Kross-
inum og þar vorum við Palli líka þótt
hvorugt okkar sé þar nú um stundir."
Sigríður segist samt enn vera
skráð í Krossinn og fara þangað á
samkomur þegar hana fýsir að
heyra Guðs orð. En um þessar
mundir á söngurinn hug hennar all-
an og það verkefni að komast aftur
af stað sem söngkona.
„Söngurinn er mitt líf og yndi. Þótt
ég hafi verið að fást við skemmtileg
verkefni á öðrum sviðum þá finnst
mér alltaf eitthvað vanta í lífið ef ég
er ekki að syngja."
PÁÁ
Vikulegt flug ti Rimin íl |Í
nlilllil í sumar II
frá 39.805 *
fyrstu 300 sæti - n
■ Rimini 1 p Perlan við Adríahafið ^
Heimsferðir bjóða í sumar dvöl á hinum geysivinsæla
strandstað Rimini á Ítalíu. Rimini við Adríahafið er
einn stærsti og vinsælasti sumarleyfisstaður í Evrópu
enda sækja hingað ferðamenn alls staðar að úr heim-
inum til að njóta þess sem staðurinn hefur að bjóða.
Heimsferðir bjóða þér vinsælustu gististaðina á Rim-
ini, ífábærlega staðsetta við ströndina og örugga þjón-
ustu fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi
kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Fyrstu 300
farþegamir tryggja sér ótrúleg kjör á ferðinni til Rim-
ini og stórlækkun á verði ferðar frá því í fyrra.
Helmsferðir stórlækka verðið til Rimini
Yfir 20.000 kr. verðlækkun á mann frá því í fyrra
Fyrstu 300 sætin á sértilboði
Frábærir gistlstaðir
Heimsferðir bjóða þér topp gististaði í hjarta Rimini,
rétt við fallega ströndina.
Verðkr. 39.805
M.v. hjón með 2 böm, 23. maí,
Auriga Apartments, 5 nætur með
8.000 kr. afslætti.
Verðkr 58.950
M.v. 2 í stúdíó, Auriga, 12 nætur,
20. júní, með 8.000 kr. afslætti.
Kynntu þér Ítalíubækling
Heimsferða
Beint flug alla fimmtudaga
Brottför frá Keflavík kl. 17.30
Flug heim á briðjudagsmorgnum
Qpið í dag frá kl. 13-16
Heimsferðir
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is