Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Qupperneq 10
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjórl: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þvorholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. PlötugerO og Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabónkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Landsbyggðarblöðin Gleðifréttir bárust úr nýja norðausturkjördæminu í þessari viku sem senn er á enda. Tvö landsbyggðarblöð eru að hefja þar göngu sína, Austurglugginn og Skarpur. Það fyrrnefnda er gefið út á Austurlandi, það síðarnefnda í Þingeyjarsýslum. Útgáfa þessara blaða kemur á eftir lá- deyðu í þessum geira fjölmiðlunar og er það sérstakt gleðiefni, ekki aðeins fyrir fjölmiðlamenn heldur og alla landsmenn að útgáfa af þessu tagi nái að blómstra í öll- um byggðum og bæjum landsins. Blaðaútgáfa á ríka hefð á íslandi. Tvær aldir og góðum aldarfjórðungi betur eru frá því fyrsta eiginlega blaðaút- gáfan hófst hér á landi þegar Magnús Ketilsson sýslumað- ur hóf útgáfu íslenskra mánaðartíðinda árið 1773. Magn- ús skrifaði tíðindi sín upp á dönsku sem þá var í móð, enda taldi hann blað sitt vera fyrir „upplýst“ fólk og „höfðingjalýð“. Það var svo enginn annar en Magnús Stephensen sem tók við keflinu af nafna sínum og mark- aði upphafsskref íslenskrar blaðaútgáfu. Hvatinn að þessari fyrstu blaðaútgáfu var að upplýsa og fræða, spegla samfélagið og líðandi stund og efla um- ræðu og skoðanaskipti á milli landsmanna. Klausturpóst- urinn var eitt merkasta blað Magnúsar Stephensens og er óhætt að fullyrða að útgáfa þess blaðs hafi haft meiri áhrif á sjálfsbjargarviðleitni og sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar en nokkuð annað á sínum tíma eins og bent er á í afmælisriti Blaðamannafélags íslands fyrir fimmtán árum. Blað Magnúsar kveikti neistann. Og þannig eru blöð. Þannig eru fjölmiðlar. Mikilvægi þeirra felst í því að miðla sjálfsmynd þjóðar. Þeir efla samskipti. Þeir verða til þess að fólk fylgist með. Á síð- ustu árum hefur fjölmiðlun á landinu breyst að stórum mun, ekki síst eftir að útvarp og sjónvarp og síðar Netið varð að veruleika, en hvatinn að rekstri allra þessara miðla er ennþá sá sami og áður. Hann er sá að upplýsa, fara á milli fólks og segja frá eins og landpósturinn forð- um sem fór á milli bæja með lúðurinn hvella. Héraðsfréttablöð hafa verið snar þáttur í lífi lands- manna í marga mannsaldra. Þau tóku við af fórumönnum og söfnuðu saman á einn stað því helsta sem henti fólk og skepnur, land og þjóð. Heimildagildi þeirra er enda ærið og hlutverk þeirra svo mikilvægt að hvert samfélag sem á ekki sinn miðil líður fyrir það. Þetta hefur enn sannast í þessari viku. Útgáfa Víkurblaðsins í Þingeyjarsýslum og Austra og Austurlands lá niðri um tima. En þörfin var fyrir hendi. Og kveikti önnur blöð. Hér verða útgefendum Austurgluggans og Skarps á Húsavík færðar hamingjuóskir með blöð sín. Þeir hafa stigið heillaskref fyrir heimabyggðir sínar. Þeir hafa sýnt hugrekki og þor, en umfram allt að þeir hafa trú á sinni heimabyggð. Óskandi er að þessi blöð nái fótfestu í byggð- arlögum sínum. í því sambandi er vert að minna á mikil- vægi þess að fyrirtæki og bæjarstjórnir á heimaslóðunum styðji vel við bakið á útgefendunum, enda koma þessir merkilegu miðlar báðum aðilum mjög til góða. Landsmálablöðin DV og Morgunblaðið sinna héraðs- fréttum ágætlega. Þau koma hins vegar ekki í staðinn fyr- ir heimablöðin. Þeim síðarnefndu leyfist að einblína á eitt svæði sem landsmálablöðunum væri ekki fyrirgefið. Svæðisbundnu blöðin efla samfélagsvitund fólks, þjappa því saman og gera lífið skemmtilegra. Sterk héraðsfrétta- blöð á borð við Víkurfréttir, Sunnlenska, Bæjarins besta og Skessuhorn sanna að fagmennska á þessu sviði færir heimafólki þjónustu sem það kærir sig um. Sigmundur Ernir nv Schwarzenegger, hvað! JjiEJónas Haraldsson . Laugardagspistill Fyrstu viku líkamsræktar minn- ar er lokið og rétt rúmlega það. Hún hófst þegar ég gekk frá kaup- um á árskortinu. Konan í afgreiðsl- unni lét mig fylla út blað í tví- eða þríriti en spurði sem betur fer ekki um forsögu mína í leikfími. Þeirri sögu lauk nefnilega í landsprófi og án þess að rétt sé að nefna sérstakt ártal má geta þess að þá var við- reisnarstjómin við völd, undir for- ystu Bjama Benediktssonar. í menntaskólanum sem við tók var enginn leikfimisalur og þótti ekki koma að sök. íþróttaiðkun og heilsurækt var ekki tískugrein eins og síðar varð. Antisportistar töldust öðrum merkilegri. Ég var þokkalegur í leikfimi en enginn afburðamaður þó í viður- eign við hestinn, sem svo var kall- aður, eða í grindum og köðlum. Áhuginn var meiri á handbolta sem spilaður var í flestum leikfuni- tímunum. Gömul knattspymu- hetja, úr Val, kenndi okkur skóla- bræðrum. Sá góði maður hafði þann hátt á að skipta í tvö lið þeg- ar aðeins var liðið á tímann. Með því sló kennarinn tvær flugur í einu höggi. Hann þurfti ekki að reka skólapilta áfram í misleiöin- legum skrokkæfingum og þeir glöddust í hjarta sínu að fá að leika sér. Með klauf á skálmum Mínum heimamönnum þótti þetta leikfimihlé orðið fulllangt en þrátt fyrir hvatningu hef ég þráast við þar til ég lét undan í lok liðinn- ar viku. Þegar konan í heilsurækt- inni hafði útbúið árskortið spurði hún í einlægni hvort ekki mætti bjóða líkamsræktarmanninum áhugasama að líta á herlegheitin, láta leiða sig um salinn og kynnast tækjunum. Ég afþakkaði og bar við tímaskorti. „Hringdu bara þegar þú vilt koma,“ sagði konan vin- gjarnlega, „þá færðu nauðsynlega leiðsögn." Ég þakkaði pent og kvaddi. Það sama kvöld tilkynnti ég mínu fólki að ræktun líkamans væri fram imdan. „Mamma,“ sagði eldri stelpan áhyggjufull, „þú verð- ur að kaupa eitthvað á hann. Hann má ekki verða sér til skammar í ræktinni." Mér skildist að stúlk- an ætti við fóður sinn og ótt- aðist sárlega að hann yrði púkalegur innan um stælta skrokkana og bún- aður allur gamaldags. „Ætli ég eigi ekki enn gömlu leikfimibuxum- ar mínar?“ sagði ég við konuna, „þessar hvítu, manstu með bláu röndunum. Gott ef það var ekki smá klauf á skálmun- um ..." Ég komst ekki lengra með lýsing- una fyrir dóttur minni. „Pabbi, hættu áður en ég æli. Ef ég svo mikið sem sé þessar bux- ur, strekktar utan um þig og upp í nára, þá kveiki ég í þeim. Mamma fer með þig og kaupir á þig almennilegan galla.“ Með það sneri hún sér að móður sinni og lagði henni lífsreglumar. Leik- fimimaðurinn var ekki virtur viðlits. Ég heyrði nefhd erlend vörumerki sem gjaman sjást í auglýs- ingum tengdum stór- um iþróttaviðburð- um. Sýnilegt var að mæðgumar komust að þeirri niðurstöðu að heimilisfaðirinn ætti hvorki að ganga í Iðunn- arskóm né bol úr kaupfélag- inu. Stuttbux- umar með bláu röndunum vom Skýjaglópur á ráðherrastóli Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra er að slá öll met í axarsköft- um og afneitun. Vandséð er að nokkur annar ráðherra í sögu ís- lenska lýðveldisins eigi að baki aðra eins röð af mgli og komist upp með það. Sturla fer með umboð islenskrar þjóðar sem eigandi Landssímans og sem slíkum hefur honum mistekist herfilega; hvort sem litið er til einkavæöingar Símans eða eftirlits með rekstri. Ráðherrann afneitar þeirri stað- reynd að Landssíminn hefur verið í slíku fjárfestingarklúðri að í flest- um menningarríkjum flokkaöist slíkt undir hrein afglöp. DV greindi frá því á dögunum í fréttaskýringunni „Sími i klóm skýjaglópa" að stjómendur Símans, sem sifja í skjóli Sturlu, hefðu tap- að 500 milljónum króna á núvirði á glataðri fjárfestingu í örfyrirtæk- inu @IPbell. í fyrstu lotu fuku hartnær 4 milljónir dollara sem var upphafsframlag Landssimans. 4 milljónir dollara eru í dag að verðmæti um 410 milljónir króna þrátt fyrir að á umræddum tíma hafi verðmæti dollaranna verið tæplega 300 milljónir. Það þarf engan sérfræðing til að sjá að með réttri ávöxtun á gjaldeyris- reikningi hefði Síminn átt fyrr- nefndu upphæðina í dag. Þá lagöi Landssíminn milljónatugi í rekstur félagsins í gegnum eignarhalds- félagið IP-f]arskipti. Framlag Landssímans fólst í því að leggja félaginu til aðstöðu og starfskrafta sem lögðu á sig dýr ferðalög í því skyni að halda utan um fjárfestinguna sem tryggja átti íslendingum aðild að heims- byltingu í fjarskiptum. IP-fjarskipti eru tæknilega séð gjaldþrota og engin von til þess að Landssíminn fái peningana til baka. Án þess að nákvæmlega sé hægt að reikna út tapið á ævintýrinu er ljóst að það er ekki undir 500 milljónum króna. Stvu-la Böðvarsson samgöngu- ráðherra, sem á að bera hina endanlegu ábyrgð, virðist kæra sig kollóttan um málið og kýs að ljúga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.