Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 42
50 Helgarblað LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV Ovæntur met- söluhöfundur - Gísli Hjartarson hrökk í kút þegar upplagið seldist á fjórum dögum Þaö er afskaplega eftirsótt á íslandi að vera metsöluhöfundur. Sumir reyna án árangurs bók eftir bók meðan aðrir höfundar selja í bílförmum hvaðeina sem þeim dettur i hug að ganga á þrykk. Einn af óvenjulegri metsöluhöf- undum íslands er Gísli Hjartarson sem býr á ísafirði og hefur skrifað fjórar bækur undir heitinu Nýjar vestfirskar þjóðsögur. Þessar látlausu bækur með dagsönnum sögum af hversdagshetjum Vestfjarða hafa selst eins og mjólk á Vestfjörðum og hafa verið metsölu- bækur þess öórðungs hver jól undan- farin ár. „Ég verð að viðurkenna að þegar fyrsta bókin kom út þá kom þetta al- gerlega flatt upp á mig,“ sagði Gísli Hjartarson skrásetjari í samtali við Helgarblað DV en Gisli átti leið um rit- stjóm blaðsins í nýlegri kaupstaðar- ferð sinni syðra. „Ég stóð uppi á sínum tíma eins og asni þegar fyrsta upplagið af fyrstu bókinni hvarf úr búðunum á fjórum dögum,“ segir Gísli en síðan hafa bæk- ur hans yfirleitt selst í þremur til fjór- um upplögum. En hvemig stóð á því að Gísla datt i hug að feta í fótspor Jóns Ámasonar og fleiri og fara að safna þjóðsögum? „Þetta eru kannski ekki þjóðsögur í hefðbundnum stfl og þeim skilningi sem almennt er lagður i orðið. En þetta hófst fyrir nokkrum árum þegar ég starfaði sem blaðamaður á Vestfirska fréttablaðinu ásamt Hlyn Þór Magnús- syni sem ritstýrði blaðinu. Vlð komum á laggimar sérstökum þætti þar sem birtar voru nýjar vestfirskar þjóðsög- ur. Fyrst í stað þótti mönnum þetta ekki sérlega góð latína og fannst oft næmi sér höggvið en við þrjóskuðumst við og eftir nokkrar vikur urðum við varir við að eftirsótt þótti að fá sögur af sér birtar í þessum dálki. Þá var bjöminn unninn,“ segir Gisli. Það er í raun erfitt að lýsa þessum vestfirsku þjóðsögum nema lesa þær. Það er stundum sagt að íslensk fyndni geri þá kröfu til lesandans eða hlust- andans að hann þurfi að þekkja þá sem koma við sögu. Sá sem þetta skrifar getur vitnað um að ókunnir veltast um af hlátri yfir þjóðsögunum að vestan en við sem þekkjum kannski helftina af þeim sem nefndir eru hlæjum sem þvi nemur hærra. Það er einkenni þessara sagna að þær eru hispurslausar og kalla menn og atburði sínum réttu nöfnum. Tök- um dæmi: Of ung? Talsverður aldursmunur er á þeim hjónum á ísaflrði, Högna Marsellius- syni og Friðrikku R. Bjarnadóttur, Runný, eða níu ár. Hafa þau búið í hamingjuríku hjónabandi í áratugi og eignast Qölda barna sem öll hafa orðið hinir mætustu borgarar. Þegar þau voru að byrja að draga sig saman var Runný aðeins fimmtán ára en Högni Massa náttúrlega kominn vel á þrí- tugsaldurinn. Albertu Albertsdóttur, móður Högna, þótti kærastan nokkuð ung og tók son sinn á teppið og sagði að hann ætti að ná sér í kærustu sem væri eldri. „Þetta er allt i lagi, marnma," sagði Högni „Hún eldist." Svartfuglsegg og verðlaun Gísli Hjartarson er kynhreinn Vest- firðingur af ætt amfirskra galdra- manna og kvennabósa. Hann hefur fengist við sitthvað um dagana og marga fjöruna sopið. Gisli hefur verið sjómaður, kennari, blaðamaður, rit- DV-MYND ÞÖK Gísli Hjartarson rit- höfundur Hann varö met- söluhöfundur á Vestfjörðum þegar hann fór aö gefa út Vestfirskar þjóösögur fyrir nokkrum árum. Þaö kom honum sjálfum mest á óvart. stjóri, fararstjóri og erindreki af ýmsu tagi. Gísli hefur tals- vert fengist við rit- störf og einkum skrifað leiðarlýsing- ar af Hornströndum þar sem hann er manna kunnugastur. Lýsingar hans á töfralandi Horn- stranda fylltu heila árbók Útivistar fyrir rúmu ári og var hann verðlaunaður fyrir. „Ég fékk 50 þúsund krónur frá bæn- um og heiðursskjal. Við þetta tækifæri voru mér einnig færð tvö svartfuglsegg sem Kjartan Sigmundsson úr Hælavík sótti sérstaklega handa mér niður í Svaðaskarð i Hornbjargi. Það þótti mér vænt um.“ Ertu örvhentur? Eitt af því sem hefur markað nokk- uð lífshlaup Gísla er að hann lenti ung- ur í slysi og missti hægri handlegginn við öxl. Aldrei hefur sá missir bugað hann eða tafið að marki í lífinu og hann skirrist ekki við að skopast að þessari fötlun sinni ef svo ber undir. Um það bera nokkrar þjóðsögur í bók- inni vitni. Hér verður því látin flakka þjóðsaga af Gísla Hjartarsyni. Hann starfaði um hrið í Bræðra- tungu sem er vistheimili fyrir van- gefna á Vestfjörðum. Eitt sinn sat Gísli og sinnti bókhaldi og sló tölur inn í reiknivél eina allgóða og sóttist vel slátturinn þótt hann hefði aðeins vinstri höndina til verksins. Einn vistmanna heimflisins virti störf Gísla fyrir sér um hríð en ávarp- aði hann síðan og sagði: „Hvemig er það, Gísli, ertu örvhent- ur?“ PÁÁ Hún var ekki kjörin af því ad hún er kona ... ... hún var kjörin vegna. þess sem hQn hefur fram að færa - en þaö hefur hún af því að hún er kona. Ef þú kýst ekki fuiltrúa þinn kýs einhver annar fuiitrúa sinn sem fuiitrúa þlnn. Ráðherrasklpuð nefnd um auklnn hiut kvenna f stjórnmálum J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.