Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 45
53 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 PV_________________________________________________________________________________________________Helgarblaðið Myndgátan Fjórða Grand Prix IOC 2002: Bridgesýning í Salt Lake City Tilraunir Alheimsbridgesam- bandsins til að fá bridge viður- kennt sem Ólympíuíþrótt eru nú á lokastigi og ljóst að bridge verður með á vetrarólympíuleikunum 2006. í þessu sambandi verður haldin keppni í Salt Lake City dagana 2.-6. febrúar, þar sem 20 sveitum er boðið til keppni, 10 í opinn flokk og 10 í kvennaflokk, og enn fremur munu unglingalið frá Evr- ópu og N- og S-Ameríku spila ein- vígisleik. Hægt verður að fylgjast með leikjum á Netinu á slóðinni www.e-bridgemaster.com. Boð til mótsins fengu fyrrver- andi Ólympíumeistarar, núver- andi handhafar titla Alheims- bridgesambandsins, gestgjafar næstu heimsmeistarakeppni og góðir ungir spilarar frá löndum sem álitin eru koma til greina sem gestgjafar framtíðar-vetrarólymp- íuleika. Opni flokkurinn er því vel skip- aður, með sveitum frá Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Egyptalandi, Indlandi, Indónesíu, ítaliu, Nor- egi, Póllandi og Bandaríkjunum. Kvennaflokkurinn er skipaður sveitum frá Austurríki, Kanada, Kína, Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Japan, Hollandi, S-Afr- íku og Bandaríkjunum. Keppni þessi gefur engan titil en er fyrst og fremst haldin til aö vekja athygli á og sýna þessa íþrótt sem svo margir dá og elska. þriðja IOC Grand Prix var hald- ið í Lausanne í Sviss í nóvember 2000 og þá sigruðu Indónesar í opna flokknum en Evrópa vann einvígisleik við Bandaríkin í kvennaflokki. Við skulum skoða eitt spil frá viðureign Indónesa við ítali í úr- slitaleiknum: n/n-s ♦ 1083 44 DG3 •f G * ÁK7432 ♦ ÁG97654 4» 86 4 854 4 6 4 KD 44 97542 •f ÁD732 f D 9 i 4»ÁK10 f K1096 f G10985 í opna salnum sátu n-s ítölsku Ólympíumeistararnir Bocchi og Duboin en a-v Lasut og Manoppo. Þar gengu sagnir á þessa leið: Noröur Austur Suöur Vestur 1 * 34 dobl pass 4 4 pass 444 dobl pass pass pass Þessi samningur átti enga möguleika og fór tvo niður. Indónesarnir fengu því 500. Stefán Guðjohnsen skrifar um brídge í lokaða salnum sátu n-s Sacul og Karwur en a-v De Falco og Ferraro. Nú voru sagnir stuttar og laggóðar: Noröur Austur Suöur Vestur 2 * 3 4 3 grönd pass pass pass Vestur spilaði út spaða, austur drap á ásinn og spilaði tigli til baka. Vestur fékk slaginn á kóng- inn og spilaði laufáttu. Sagnhafi fékk slaginn á drottningu og spil- aði hjarta. Vestur setti kónginn og spilaði laufníu. Blindur drap á kónginn og spilaði hjartagosa. Vestur drap á ásinn og spilaði enn þá laufi. Sagnhafi drap á ásinn, tók hjartadrottningu og fór heim á spaða. Hann tók síðan hjartaslag- ina og tvo slagi á tígul. Slétt unnið. Ferraro var of fljótur á sér að drepa á hjartaás. Ef hann gefur slaginn þá getur sagnhafl ekki tekið laufslaginn áður en hann spilar hjarta aftur. Vestur læsir hann siðan inn á tígul og fær svo tígulslag í lokin, einn niður. Til hamingju, BSÍ í dag tekur Brigdesamband ís- lands í notkun nýtt húsnæði sitt við Síðumúla 37 og má búast við þáttaskilum í rekstri sambands- ins. Guðmundur Ágústsson, for- seti Bridgesambandsins, á miklar þakkir skildar fyrir að hafa skip- að málum þannig að sambandið losnaði við húsnæðið á Þöngla- bakka 1 sem var mikill fjárhags- legur baggi á sambandinu. Fyrsta mótið í nýju húsnæði er íslandsmót í parasveitakeppni sem hefst i dag en á morgun lýkur því móti og þá er Bridgesamband- ið með móttöku fyrir gesti og vel- unnara bridgeíþróttarinnar frá 17.30-19.30. Til hamingju, BSÍ. Smáauglýsingar 550 5000 Þakkað fyrir sig Dagfari hefur aldrei kunnaö að græða peninga nema þá í Matador. Barónsstígur, Skóla- vörðustígur og Hringbraut hafa þar stundum verið gulls ígildi, sem og Lækjargata, Hverfisgata og Laugavegur. Dagfari mælir eindregið með kaupum á þess- um tveimur gatnaröðum fyrir matadorspilara helgarinnar. Heimur banka og verðbréfa- fyrirtækja er hins vegar harð- ari og þar játar Dagfari sig sigraöan. Hann á engan séns í sléttgreiddu bláflibbana sem vita allt um alvöru viðskipti og græða árslaun almúgans á hálf- tíma. Marga hefur fýst að vita hvernig hægt er að græða al- vörupeninga en ekki bara mata- dor-seðla og nýverið opinberað- ist eitt svaranna við þeirri spurningu. í desember sl. voru vegna mistaka laun konu á miðjum aldri í Kópavogi lögð inn á ávísanareikning Dagfara og hafði bankinn strax sam- band og bað um leyfi til að millifæra upphæðina aftur út af reikningnum. Dagfari sagði að sjálfsögðu ókei enda enginn sér- stakur drullusokkur í eðli sínu. Sem væri í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi nema vegna þess að skömmu síðar barst Dagfara bréf frá bankanum þar sem til- kynnt var að 35 krónur hefðu verið teknar út af reikningnum; gjaldtaka fyrir útborgun á fjár- hæðinni! Kannski var um slys aö ræða fremur en að rétt sé aö líta á ferlið sem dæmisögu en þó hlýt- ur Dagfari að spyrja hvort þetta sé lykillinn að þvi að græða peninga í dag? Er hið mannlega á undanhaldi? Þakka bankarnir svona fyrir sig þegar mistök eru leiðrétt? Sandkorn Umsjón: Höröur Kristjánsson • Netfang: sandkorn@dv.is Einn áhugasamasti verka lýðsforingi landsins var nýlega aö kynna hreyfing- ana meðal skóla- barna norður í landi. Eftir langa lofræðu um hreyfinguna og mikilvægi henn- ar spurði hann hópinn: „Jæja, kæru börn, get- ið þið sagt mér hver er forseti ASÍ?“ - Eftir smá- þögn lyfti einn upp hendinni og sagði: „Það er Halldór Blöndal." - Sagt er að viðbrögð verkalýðsfor- ingjans hafi verið tvíbent - annars vegar vonbrigði yfir svarinu, hins vegar upphefð yfir því að vera tal- inn meðal þeirra sem vinna með Halldóri Blöndal...! Nýlega var haldinn neyðar- fundur leikmanna, þjálfara og stjómar knattspymudeildar Hali- faxhrepps segir á Halifaxvef Skessuhoms. Tilefnið var það að liðið hafði ekki tapað leik á árinu og þó leikiö ekki færri en tvo! Þótti þetta tefla áður öruggri stöðu liðs- ins í neðsta sæti neðstu ieildar 1 al- varlega tvísýnu. Lofuðu þjálfari og leikmenn bæði voli og verrun. Þeir stóðu svo sannarlega við stóru orð-' in - fyrst með drengilegu 0-2 tapi fyrir Kiðagili (Kidderminster) í miðri viku og nú um helgina með 0-4 stór-ósigri gegn Skonsuþorpi (Scunthorpe). Máttu Faxar ítrekað lepja Skonsu meðan Skynsir reyk- spóluðu í flómum. Við þriðja mark- ið varð skorunaraðili fyrstu mark- ísetningarinnar, hann Stebbi Þorp- ari, svo æstur að hann gat ekki á heilum sér tekið fyrr en hann hafði bætt fjórða markinu við. Með þess- um frækna ósigri hafa Faxar sýnt og sannað að þegar knattspyma er annars vegar er þeim ekkert ómögulegt...! Frelsisvefur ungra sjálfstæð- ismanna er ekki sfður duglegur að skamma eigin ríkisstjómarflokk en aðra pólitíkusa. Nú skamma þeir sjálfan forsætis- ráðherrann fyrir árásir á Baug: „Það er hreint með ólíkindum að Davíð Odds- son forsætis- ráðherra taki undir fákeppni- suð vinstrimanna á Alþingi. Baug- ur hefur stóra markaðshlutdeild vegna lágs vöraverðs og góðrar þjónustu við viðskiptavini. Annars myndu þeir versla annars staðar! Möguleiki annarra á að koma inn á markaðinn, eins og Bónus gerði á sínum tíma, er skilvirkasta aðhald- ið. Þá verður ríkisvaldið líka að auðvelda fyrirtækjum innkomu á markaðinn með því að hrinda úr vegi hindrunum sem það setur sjálft. Má horfa til úrelts landbún- aðarkerfis, mjólkursamsala, ÁTVR, afurðastöðva og fleira sem snertir afkomu heimilanna. Háir skattar, innflutningshöft og reglugerðir eru íþyngjandi í þessum efnum. Lítið ykkur nær, kæru alþingismenn ...!“ Hirðskáld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum eru mörg. Eitt þeirra sagði að hann hefði farið að hugsa um Guðna Ágústsson þegar hann var að saga sviðahaus. Hann trúir að sjálf- sögðu engu : slæmu upp á Guðna og orti: Guöni er lúmskur, þaö grun hef ég um, gaukar oft jöröum aö smúfuglunum, en honum fannst leitt og vissi ekki neitt aó þar væri einn af œttingjunum. Myndasögur Næst pössum viö aí gera þetta ekki fyrir framan inn- ganginn nja Kvenfelagi Þú togar! þennan 6potta - og buxurnar detta niður j. . um þig! 1 Labbaðu niður götuna þegar ég öxte f „NU“ togarðu í | spottann - ___i nærðu þessu? \ "Jfe Eyvi, ef þetta fasrir okkur ekki fyrstu verð- laun skal ég éta »— þessa mynclavél! J V. Vatnsleysu 'Bíðið við! Þið eruð þó ekici að fana í lautarferð svona seint um kvöld! r> snemma í rúmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.