Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 49
57 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV __________________________________________________________________________________________________Helgarblað Afmælisbörn Graham Nash 58 ára Popparinn góðkunni, Graham Nash, er afmælibarn dagsins. Nash er enskur og fæddist í Blackpool. Hann hóf feril sinn með Hollies sem var ein þeirra hljóm- sveita sem urðu þekktar í kjölfar frægðar The Beatles. Þegar ferill Hollies stóð í sem mestum blóma hætti Nash og gekk til liðs við Stephen StiUs og David Crosby og til varð Crosby, Stiils and Nash og þar með var tími kassagítaranna í poppinu runninn upp. Seinna bættist Neil Young í hópinn og varð Crosby, Stills, Nash and Young ein þekktasta popphljómsveit áttunda áratugar- ___________________ ins. I dag fæst Nash við ljósmyndun hefur haldið sýningar sem hafa fengið prýð- isdóma og sinnir poppinu öðru hverju með félögum sínum Stills og Crosby. Gra- ham Nash, sem býr i Kaliforníu, hefur verið giftur eiginkonu sinni, Susan, í tutt- ugu ár og eiga þau þrjú börn. Nathan Lane 46 ára Hinn skemmtilegi leikari, Nathan Lane, sem sló svo eftirminnilega í gegn í The Birdcage þar sem mótleikari hans var Robin Williams á afmæli á morgun. Lane leikur þessa dagana í The Producers, vinsælasta söngleiknum á Broadway í dag. Nathan Lane hóf feril sinn sem sviðsleikari og leikhúsið hefur alltaf verið hans sterkasta hlið þótt hann hafi verið að gera góða hluti í kvikmyndum. Nathan Lane fæddist í New Jers- ey og var skírður Joseph Lane. Hann vakti snemma at- hygli á Broadway og meðal leikrita sem hafa orðið vin- sæl út á hans leik má nefna A Funny Thing Happened on The Way to the Forum, Guys and Dolls, A Midsum- mer Nights Dream og Moon over Miami. Fyrsta kvik- myndin sem hann lék í var Ironweed árið 1987. Stjörnuspá '. I gjiggEBfflMwMmHIWBi Glldir fyrir sunnudaginn 3. febrúar og mánudaginn 4. febrúar Vatnsberlnn (20. ian.-18. febr.i: Spá sunnudagsins: Hjón og pör eiga sér- lega góðar stundir _ saman og huga að sameiginlegri framtíð. Það er svo ótal margt hægt að gera. Fjármálin eru á uppleið og þér finnst bjartara fram undan en verið hefur lengi. Þú færð nýtt áhugamál. Happatölur þínar eru 15, 20 og 30. Mrúturlnn (21, mars-19. aprill: Þér gengur allt í hag- inn og ekki er laust » við að þú finnir fyrir öfund í þinn garð. Láttu sem þú vitir ekki af því. Þú skalt ekki treysta öllu sem þú heyrir, sumt af því gæti verið plat. Ástarmálin standa einkar vel og þú ert mjög hamingjusamur. lyjburarnir (21. maí-21. iúnjj: Xj^Eitthvað spennandi og ^// mjög undarlegt gerist í dag. Þú skalt ekki láta álit þitt í Ijós nema beðið verður sérstaklega um það. Gerðu það sem þér finnst réttast í mikilvægu máli en það þýðir ekki að þú eigir að hlusta á ráðleggingar annarra. Jj&nlð (23. iúlí- 22. ágústl: I ' Þér finnst þú dálitið emn \ í heiminum um þessar fí mundir. Þetta ástand varir ekki lengi þar sem þú kynnist mjög áhugaverðri persónu. BaastEimi.MUJi.fcii Eigðu tíma fyrir sjálfan þig, þér veit- ir ekki af þvi eftir allt streðið undan- farið. Vinur þinn leitar hjálpar hjá þér. Kvöldið verður skemmtílegt. Vogln (23 sept-23. okt.): Nú er svo sannarlega óþarfi að láta sér leiðast, það er svo mikið um að vera í kringum þig. Ferðalag er í undirbúningi og þú hlakkar mjög tíl. EaramET-Ærrei Ljúktu sem mestu af um morgun- úin því þú færð nóg rnn að hugsa í kvöld. Kannaðu allt vel áður en þú byijar á einhveiju nýju. Bogmaðurinn m. nóv.-21. des.l: Spá sunnudagsins: * Gamall vinur kemur í w óvænta heimsókn síðari ____BjHt hluta dags og segir þér íeldur en ekki undarlegar fréttir. lappatölur þínar eru 9,17 og 26. Jrunur þinn í einhveiju máli •eynist réttur og nú er bara að íefjast handa við framkvæmdir lem lengi hafa beðið. Flskarnlr (19. febr.-20. mars): Spá sunnudagsins: ■Láttu sem ekkert sé þó að einhverjir séu að finna að við þig. Það er ekkert annað en öfund yfir vel- gengni þinni sem býr þar að baki. Spa mánudagsins: Gerðu einimgis það sem þér finnst réttast í sambandi við vinnuna. Haltu þig við hefðbundin verkefni í stað þess að reyna eitthvað nýtt. Nautlð (20, april-:29„maí,); / Vinir þínir eru ekkert f sérlega skemmtilegir við þig. Það gæti verið að þú þyrftir að vera dálítið skemmtilegri sjálfur. Spa manudagsins: Gamlir vinir hittast og þú ert einn af þeim. Þú skemmtir þér konunglega þó að einhver leiðindi komi upp á í samkvæminu. Krabblnn (22. iúní-22. iúlíl: Spá sunnutlagsins: | Þú ferð út að skemmta þér og kynnist einhveij- um sérstaklega spenn- andi. Ekki er ólíklegt að eitthvert framhald verði á þeim kynnum. Spá mánudagslns: Þú heldur þinu striki enda hentar þér best að vinna einn um þessar mundir. Láttu aðra eiga sig með sína sérvisku. Mevlan (23. ágúst-22. sept.i: Spá sunnudagsins: ^ Þú þarft að taka afstöðu ^“í erfiðu máli. Ekki hika ’ við að leita eftir aðstoð ef þér finnst þörf vera á heni. Vinur þinn endurgeldur þér greiða. Spá mánudagsins: Láttu kjaftasögur sem vind um eyru þjóta. Láttu öðrum efttr að kjamsa á óforum annarra. Reyndu heldur að hafa áhrif til góðs. Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.): ^pEBRiiiiiiiiibiTiiim jrt, Þér finnst þú hafa allt of mikið að gera. Hvemig væri að reyna að virkja fleiri í starfið í stað þess að gera allt sjálfur? Spá mánudagsins: Komdu þér að verki þar sem mik- ilvæg verkefni bíða þin. Best er að vera búinn að ljúka sem mestu af hefðbundnum verkefnum áður. stelngeltln (22. des.-19. ian.l: Spá sunnudagsins: Vertu sérstaklega aðgætinn í öUu sem varðar peninga. Þú kynnist einhveijum sérstaklega skemmtílegum og áhugaverðum. Spá mánudagsins: Þér finnst þú eiga inni að sletta ær- lega úr klaufunum eftir erfiða töm undanfarið. Kvöldið verður ánægju- legt í faðmi fjölskyldunnar. Michael Jackson: Hættur við góðgerðaskífu Söngvarinn og fjöllistamaður- inn Michael Jackson er stöðugt í fréttum þessi dægrin og ekki alltaf af jákvæðum ástæðum. Síðustu vikur hafa breskir fjölmiðlar mik- ið fjaUað um það hvort andlit hans sé að leysast upp vegna óhóflegra fegrunaraðgerða en enginn botn hefur í rauninni fengist í það mál. Nýjustu fréttir af Michael snúast um að hann sé hættur við að gefa út smáskífu til styrktar fómarlömbum hryðjuverkanna ellefta september síðastliðinn. Michael hafði boðað að hann myndi gefa út sérstaka smá- skífu af þessu tilefhi og allur ágóði myndi renna til þeirra sem misstu ástvini sína ellefta september. Nú fullyrða talsmenn Sony-fyr- irtækisins að enginn samningur hafi verið gerður við þá um útgáfu eða dreifingu slíkrar plötu. Þegar leitað er hófanna um upplýsingar í herbúðum Jacksons kemur í ljós að þar veit enginn neitt nema þá helst Michael sjálfur og hann er þögull sem gröfm um málið. Það er því álit manna að mark- aðurinn fyrir góðgerðalög sé hvort sem er nokkurn veginn mettur af þessu tilefni og þess vegna sé lang- líklegast og reyndar nær öruggt að Michael Jackson sé hættur við út- gáfu umræddrar plötu. Michael Jackson Allt bendir til þess aö hann muni aldrei gefa út boöaöa smáskífu í góögeröarskyni vegna hryöjuverk- anna 11. september. Winona kemst í hann krappan: Öryggiskerfið fór í gang - en hún var með allt sitt á þurru Það vakti mikla athygli þegar leikkonan Winona Ryder var tekin föst fyrir 2.000 dala búðarþjófnað í New York. Þarf blessuð manneskjan að mæta fyrir rétt vegna þjófnaðar- ins sem hún og aðstandendur henn- ar segja að hafi verið misskilningur eða að hún hafi bara verið að æfa sig fyrir hlutverk sem hún ætli að leika á næstunni. Hver sem sann- leikurinnn er þá er líklegt að hjarta Winonu hafi hrapað hratt og örugg- lega niður í buxur hennar þegar hún var nýverið á útleið úr verslun í Los Angeles og vandað þjófavarn- arkerfi fór í gang. Sem betur fer fyr- ir leikkonuna var hún með allt sitt á þurru og hafði að þessu sinni greitt allt sem á henni var fullu verði. Svo virðist sem gleymst hefði að taka þjófavömina af flíkinni áður en hún fór út. Viðbrögö Winonu voru fagmannleg, hún sneri við í dyrunum og gekk keik og án fums að afgreiðsluborðinu og greiddi úr misskilningnum. Vitni sagði að hún hefði veriö mjög kurt-'* eis en þó nokkuð vandræðaleg. Forðast ekki brennda barnið eld- inn? íslandsvinurinn Julia Roberts. Fögur og fjandsamleg íslandsvinkonan Julia Roberts er orðin uppiskroppa með pláss á arin- hUlum en það er að verða eins kon- ar kækur hjá henni að vinna til verðlauna. Nýverið hlaut hún verö- launin People’s Choice Awards. Hún var því aðalstjaman við verð- launaafhendinguna og hvers manns hugljúfi í sjónvarpinu. Hún var hins vegar ekki jafnljúf baksviðs. í blaðamannaherberginu var hún frekar fjandsamleg þeim sem vildu spytja hana einhverra spuminga. Þegar einn blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri ekki oröin þreytt á að vinna verðlaun spurði hún til baka hvort þetta væri ein- hver óskhyggja spyrjandans. Annarri spurningu brást hún við með því að segja: „Ég hef á tilfinn- ingunni að fjandsamlegar mínútur séu í nánd.“ Þegar hún hafði tekið við verð- laununum heyrðist til hennar þegar hún sagöi að hún vildi bara komast heim. Það skal tekið fram aö enginn stóð í vegi fyrir því að henni yrði að ósk sinni. Á barn í lausaleik Stórleikarinn þeldökki, Wesley Snipes, er umsetinn kvenfólki hvar sem hann fer og kannski gætir pilt- urinn sín ekki alltaf sem skyldi. Þær fréttir bárust fyrir skömmu að kona nokkur hefði stigið fram og lýst kappann föður að bami því sem hún bæri undir belti sér. Hélt konan því fram að þau hefðu átt eldheitan en stuttan ástarfund og samkomu- lag þeirra verið allgott meðan á því stóð en síðan hefði ekkert heyrst frá Snipes. Þess vegna ákvað konan að gera kröfu sína heyrinkunna en hún uppgötvaði skömmu eftir að fundum þeirra bar saman að hún var bami aukin og vill nú feðra það eins og heiðvirðra kvenna er háttur og við verðum að vona að Snipes bregðist karlmann- lega við kröfu stúlkunnar og viður- kenni ættlegg sinn. Sírni: 544 4656 Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir fíestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Aðalfundur * Þróunarfélags Islands hf. Aðalfundur Þróunarfélags íslands hf. verður haldinn mánudaginn 11. febrúar 2002 kl. 16.00 á Grand Hótel Reykjavík. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjómar félagsins til að kaupa eigin hlutabréf, allt að 5%. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. a__________ Stjóm Þróunarfélags íslands hf\f Wesley Snipes Hann á barnfaö- ernismál yfir höföi sér. ■*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.