Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Blaðsíða 27
27 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað DV-MVNDIR HILMAR ÞÓR Heimlr Már Pétursson „Þaö hafa veriö aö koma sögur af Spotlight, sem er eini opinberi skemmtistaöur samkynhneigöra hér á ianói, um aö þaö sé aö gerast helgi eftir helgi aö þar komi inn menn, greinilega í þeim tilgangi emum aö lemja homma og lesbíur. Þetta eru menn sem ganga beint aö fólki og berja þaö og þessir menn viröast einhvern veginn ekki komast í hendur lögreglu og dyravaröa og koma þar af leiöandi aftur og aftur í sömu ömurlegu erindagjöröunum. “ landi haíi komið út úr skápnum á meðan hann er enn að spila á fullu. Hins vegar eru þau nokkur hjá stelpunum. Fer ekki að koma að því að einhver brjóti ísinn hjá strákunum? Sara: Það hlýtur að fara að koma að því, en ég þekki einfald- lega ekkert dæmi til þess hjá strákunum, en þau eru nokkur hjá stelpunum án þess að þau hafi vakið neina sérstaka athygli. Hins vegar veit maður ekki hvort það yrði eitthvað öðruvísi hjá strákun- um; það hlýtur þó að vera sé horft til þess að enginn hefur enn stigið skrefið til fulls hér á landi, og ekki verður hjá því horft að hommar eiga erfiðara uppdráttar en lesbíur i íslensku samfélagi. Það er eitt- hvað sem hindrar strákana, hræðslan er greiniiega mikil því auðvitað eru hommar í íþrótta- heiminum. Strákarnir sem ekki enn hafa komið út úr skápnum eru væntanlega hræddir við að verða útskúfaðir félagslega og að jafnvel eitthvað meira og verra verði gert við þá. Fordæmin um íþróttamenn sem stigið hafa skref- ið til fulls er hins vegar að finna hjá stelpunum og þá sérstaklega hjá þeim i fótboltanum. Það var auðvitað heilmikið mál fyrir þær stelpur sem riðu á vaðið og brutu ísinn og var síður en svo auðvelt. Enn þann dag í dag er maður að heyra sögur ef orðrómur kemst á kreik um samkynhneigð einhverr- ar innan liða á unglingsárum. Þá er viðhorfiö og viðbrögðin oft á þann veg að hinar stelpurnar setja fyrir sig að fara í sturtu með henni, það eru mörg dæmi um slíkt í gegnum tíðina, því miður. Það er því mjög mikilvægt að þjálf- arinn sé sér vel meðvitandi um þessi mál og taki þátt í umræð- unni þegar hún kemur upp. Hins vegar finnst þjálfurum þetta oft, held ég, ekki vera í þeirra verka- hring eða þá að þeir treysta sér einfaldlega ekki til að blanda sér í málin og taka á þeim; vilja láta þetta líða hjá og hjaðna sem há- vaðaminnst. Þeir vita af þessu en gera flestir lítið sem ekkert. Það væri óskandi að þjálfarar almennt tækju þessa miklu ábyrgð og tækju til innan sinna herbúða, hlustuðu eftir talsmáta niðurlæg- ingarinnar sem á sér stað í garð samkynhneigðra, kæmu í veg fyr- ir hana; bíðum svo og sjáum hvort einhverjar breytingar eigi sér stað. Kannski sjáum viö einstak- linga koma fram á sjónarsviðið í íþróttaheiminum sem eru virki- lega stoltir af sjálfum sér og bera höfuðið hátt sem samkynhneigðir einstaklingar. Heimir Már: Á undanfornum árum hafa nokkrar stórstjörnur komið út úr skápnum í Bandaríkj- unum í ameríska fótboltanum, í hafnaboltanum og fleiri íþrótta- greinum og það á meðan á keppn- isferli þeirra stendur. Þetta hefur þótt minna tiltökumál en búist var við og þeir þykja ekkert minni menn fyrir vikið. Auðvitað er það svo að þeir sem brjóta ísinn og verða fyrstir til að koma út úr skápnum fá mest að finna fyrir því og eiga erfiðast vegna þess að þeir mæla viðbrögðin og fá þá á sig alla súpuna. Það væri auðvitað mjög gaman ef það væri einhver opin- berlega samkynhneigður í ís- lenska landsliðinu i fótbolta. Ég vil hins vegar koma umræðunni um þetta inn í skólakerfið því að þetta er nú svolítil hermennska þessi íþróttakennsla þar. Ég man hvað manni þótti leikfimin óskap- lega leiðinleg, sérstaklega þegar þessir gæjar sem áttu að heita að vera kenna manni voru stöðugt að ota okkur í einhver slagsmál og voru sífellt að ala á ofboðslega gamaldags karlrembusjónarmið- um í íþróttakennslunni. Það var verið að berja áfram litlar píslir með yfirdrifinni hörku sem er auðvitað algjör óþarfi. Maður heföi nú haldið að leikfimi og íþróttir ættu að vera til þess að fá fólk til að hreyfa sig og styrkja sig en ekki einungis til þess að gera mikla keppnismenn úr öllum. Á mínum skólaárum þótti það gjaldgeng afsökun að fá undanþágu frá leikfimi vegna samkynhneigð- ar, ef þú hafðir á annað borð þor til að játa það fýrir lækni eða sálfræð- ingi að þú værir samkynhneigður. En í raun var verið að gefa for- dómunum vottorð en ekki einstak- lingnum. Þannig á það auðvitað ekki að vera. Samkynhneigðir ung- lingar eiga alveg að geta mætt í sund og leikfimi og verið hrein- skilnir með sínar tilfinningar og fengið að stunda sína líkamsrækt eins og aðrir unglingar. Auðveldara fyrir einstaklinga Blm.: Teljið þið að það geti ver- ið erfiðara að koma út úr skápn- um í íþróttaheimin- um heldur en við aðrar aðstæður, ef svo mætti að orði komast, og getur ver- ið að einstaklingsí- þróttamenn eigi eitt- hvað auðveldara með það en hópí- þróttamenn? Heimir Már: Ég held að það skipti miklu máli hvernig einstaklingurinn kynnir sig og nálgast málið. Ég held að Jón Amar eða Eiður Smári yrðu ekkert fyrir meira aðkasti en Vala eða Þórey, án þess að ég sé að fullyrða nokkuð um þessa tilteknu ein- staklinga. Ég held samt að það sé auð- veldara fyrir ein- staklingsíþrótta- mennina að gera það heldur en fyrir hópí- þróttamennina. Ein- staklingsíþrótta- mennimir eru meira sjálfum sér háðir. Svo er þetta líka spuming um ímynd- ina sem íþrótta- greinin hefur. Fim- leikar og frjálsar íþróttir hafa til að mynda yfir sér mýkri blæ heldur en þessar hörku hópíþróttir. Ég vil benda á það að ólympíuleikar samkynhneigðra draga til sín fleiri áhorfendur en hinir opinberu ólympíuleikar þótt reyndar sé ekki sent beint út frá þeim fyrmefndu. Þátttakendum er alltaf að fjölga og vonandi getum við íslendingar einhver tímann sent lið á þá leika. Ég veit reyndar að það er eitthvað verið að vinna i þeim málum. Sara: Ég veit að það getur verið mjög erfitt fyrir einstakling i hóp- íþrótt að koma út úr skápnum ef umræðan hefur alltaf veriö niður- lægjandi og allt tal um homma og lesbíur hefur verið á þeim nótum. Ef slíkt viðgengst hjá liði er auð- séð að hvorki er það auðvelt né spennandi að koma út, því að við- komandi veit að fram undan er erfið og sársaukafull barátta. Verður óhætt að koma út Blm.: Haldið þið að það sé auð- veldara að koma út úr skápnum fyrir iþróttamenn eftir að keppnis- ferli þeirra lýkur? Fara þeir tímar ekki senn í hönd að íþróttamönn- um verður „óhætt" að koma út úr skápnum á meðan á keppnisferli þeirra stendur? Heimir Már: Opinberlega er það væntanlega eitthvað skárra en ég held að maður sem kæmi bara heiðarlega og án alls gassagangs út úr skápnum myndi uppskera meiri virðingu heldur en hann gerði sér grein fyrir. Hann þyrfti ekki að lifa verra lífi fyrir bragðið. Menn sem búnir eru að vera sam- an í liði í fjölda ára fara ekki allt í einu að berja á þeim sem kemur út úr skápnum. Manni sem þeir eru búnir að vera með í nuddpottum og sturtu i áraraðir? Svo er auðvit- að fullt af leynisamböndum í gangi því að þeir sem eru í skápnum lifa nú ekki algjörlega samneytislausu lífi. Örugglega eru mörg mjög spennandi og athyglisverð ástar- sambönd í íþróttaheiminum sem ekki allir vita afi. Ef einhver er að hugsa um að koma út úr skápnum þá er bara að drífa í þvi. Rétti tím- inn er einmitt núna. Og hvað varð- ar fjölmiðla þá hef ég enga trú á því að nútímafjölmiðlar á íslandi, sem fylgjast nú vel með íþrótta- málum, láti það líðast með þögn að einhver knattspymumaður eða handboltamaður þurfi að ala önn fyrir það í liðinu að vera samkyn- hneigður. Sara: í þessu máli hafa stelpum- ar náð nokkuð langt hér á landi í boltaíþróttunum og byggt í raim ákveðinn grunn sem strákarnir geta vonandi byggt ofan á. Von- andi verður það i náinni framtíð þannig að það þyki ekkert tiltöku- mál þó einhver strákur mæti með kærasta sinn á árshátíð KR eða lokahófið eða eitthvað álíka. Sé einhver tími öðrum réttari til þess að koma út úr skápnum - bæði fyrir íþróttamenn og aðra - þá er hann einmitt núna! SMS Karlar í knattspymu. „Auövitaö er samkynhneigt fólk í íþróttunum eins og annars staöar í samfélaginu, bæöi steipur og strákar. Þaö má rekja allt líkamsræktaræöiö, sem byrjaöi á sínum tíma í Bandaríkjunum, fyrst og fremst til samkynhneigöra karlmanna sem settu upp fyrstu líkamsræktarstöövarnar og lögöu grunn aö vaxtarræktaráhuganum sem dreifö- ist síöan út um allan heim. En íþróttir eru mismikiö karlrembulegar. “ ...aðeins betra Verið velkomin í sýningarsal okkar og kynnið ykkur 2002 línuna. Fagleg ráðgjöf, stuttur afgreiðslutími og persónuleg þjónusta. Þúþarft ekki að leita lengra til að fá það betra Stuttur afgreiðslutími Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.