Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Síða 50
58 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV llflft E F T I R Raftónleikar verða í Salnum í Kópavogi í dag kl. 17. Þar leikur lika Marital Nardeau á flautu. Á ^ dagskránni eru verk eftir Gunnar Kristinsson, Ríharð H. Friðriksson, Helga Pétursson, Hilmar Þórðarson og Kjartan Ólafsson. Allt ný og nýleg raftónverk. Leikhus ■ BEÐH) EFTIR GODOT I kvöld verður leikverkiö Beðið eftlr Gcdot sýnt á fjölum nýja sviðsins í Borgar- leikhúsinu ■ LEIKUR Á BORÐI íslenska leik- húsgrúppan sýnir f kvöld leikverkið Leikur á borði - gómsætur gaman- leikur en sýnt er í íslensku óperunni kl. 20. ■ SLAVARí kvöld sýnir Leikfélag ^Akureyrar verkiö Slavar eftir Tony Kushner. Leikstjórn, leikmynd og búningar eru í höndum Halldórs E. Laxness en sýningin hefst kl. 20 í kvöld. ■ SYNGJANPI í RIGNINGUNNI Leikritið Syngjandi í rignlngunni verður sýnt í kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20 stundvís- lega. Kabarett_______________________ ■ AF LIFI OG SAL Stórsýningin Áf lífi og sál, með Páli Rósinkranz, verður sýnd í kvöld á skemmtistaðn- >um NASA. Hljómsveitinni er stjórnaö af Jónl Ólafssynl en auk hans eru þar margir af okkar þekktustu söngvurum og tónlistarmönnum. ■ ROLLING STONES-SÝNING Helgi Björnsson, söngvari og leikari, stekkur á sviðiö sem Mick Jagger í Rolllng Stones-sýningu Broadway. Opnanir I EXPRESSJONISMI I LISTA- SAFNIISLANDS I dag veröa opnað- ar fjórar sýningar í sölum 1-4 á mál- verkum í eigu Listasafns Islands. Nefnast þær einu nafni Huglæg tjáning - máttur litarins. Dæmi afís- lenskum expressjónisma. Sýnd eru verk eftir listamennina Jóhannes S. KJarval, Finn Jónsson, Jóhann Briem og Jón Engllberts. ■ LITUOSMYNDIR í GALLERÍ GEYSI Björn Þór Björnsson opnar Ijósmyndasýningu á 12 litmyndum í Galleri Geysl ■ ÞRJÁR KONUR í LISTASAFNI ASI Kl. 14 verður opnuð í Listasafni ASI, Ásmundarsal viö Freyjugötu, samsýnlng þeirra Ingu Þóreyjar Jó- hannsdóttur myndlistarkonu, Rögnu Slgurðardóttur, myndlistarkonu og rithöfundar, og Slgríðar Olafsdóttur, myndlistarkonu. ■ ÞÖGLAR KONUR í BORGARNESI Opnuö verður sýningin Þöglar konur í Safnahúsi Borgarness í dag. Þar eru 20 olíumálverk af konum. Jónlist I ORGELSPUNI I HALLGRIMSKIRKJU Matthías Wager, prófessor í orgelleik og spuna, leikur á tónleikum í Hallgrimskirkju á morgun. Tónleikarnir hefjast kl. 17. ■ CQSSPELMESSAj ARBÆJARKIRKJU Gospelmessa verður í Árbæjarkirkju á mprgun, sunnudag, kl. 20. Gospelkór Arbæjarkirkju undir stjórn organistans mag. Pavels Manásek kemur fram ásamt einsöngvaranum Margréti Eir. Jundir BRONSFUNDUR I H)NO Reykja- víkurAkademían stendur fyrir bröns- fundl í lönó og stendur hann frá kl. 11 til 13. Iðnó-veitingahús býöur upp á hlaðborð sem kostar 1200 kr. fýrir manninn. Dr. Stefán Snævarr heimspekingur flytur fýrirlesturinn Gagnrýni og þjóðerni - tll varnar þjóðernisstefnu. Almond í Óperunni Tónlistarmaðurinn Marc Almond er staddur hér á landi um þessar mundir og hélt tónleika eigi allsmáa i húsakynnum ís- lensku óperunnar við Ingólfs- stræti á fimmtudagskvöld. Þar voru slegnar gígjur og bumbur barðar af mikilli hind fyrir fjölda prúðbúinna áheyrenda sem hlýddu á leik hinna erlendu lista- manna og gerðu góðan róm að. Almond var ekki einn á ferð fremur en endranær því að ís- lenskir listamenn stigu einnig fram á hljóðvöllinn og þreyttu list- ir sínar. Þar fór fremstur meðal jafningja Páll Óskar Hjálmtýsson söngvasveinn sem að þessu sinni haföi hörpuleikara einn sér til full- tingis. Það var maddama Monika Abendroth sem sló þar hörpu- strengi svo unun var á að hlýða. Áminnstur Almond er vel kynntur á íslandi en nokkrir söngva hans hafa náð hér nokk- urri hylli alþýðu manna og ber þar helst að nefna Tainted Love eða Flekkuð ást sem margir hafa tekið ástfóstri við. Almond hefur nokkrum sinnum heimsótt vort fríða land og kynnst landi og þjóð allvel og ber með sóma nafngiftina íslandsvinur. DVA1YND HARI Almond í Óperunnl Marc Almond er meöal þeirra stór- brotnu listamanna sem stundum eru kallaöir íslandsvinir. Hér er hann á sviöi ísiensku óperunnar á tónleikum á fimmtudagskvöldiö. Vlð hörpunnar óma. Þaö er söngvasveinninn Páll Óskar Hjálmtýsson sem horfir svona hugfanginn á hörpuleikarann Moniku Abendroth. Jane Fonda: Leitar að nýrri konu fyrir Ted Jane Fonda Hún er sögö leita ákaft aö nýrri eiginkonu fyrir Ted Turner, fyrrum eiginmann sinn. Líkamsræktardrottningin og leik- konan Jane Fonda hefur árum sam- an verið gift fjölmiðlajöfrinum Ted Tumer en sennilega er sjónvarps- stöðin CNN þekktasti fjölmiðill í hans eigu og nær eyrum og augum mjög margra íbúa heimsins. Flestir héldu að hjónaband þeirra væri mjög farsælt og því kom það fremur flatt upp á marga þegar skilnaður þeirra var tilkynntur seint á síðasta ári. Þeim varð ekki haggað og skilnaðurinn varð að veruleika og þau héldu hvort sína leið. Jane hefur augljóslega áhyggjur af yfirvofandi einsemd Turners, fyrrverandi eiginmanns síns, því skömmu eftir skilnaðinn bað hún Bo Derek, leikkonu og fyrirsætu, aö taka hann að sér og fara út með honum með frekara samband í huga. Bo var til í tuskið, ekki síst vegna þess að hún var ein á ferð enda ný- lega orðin ekkja. Hún gerði því Fondu vinkonu sinni þann greiöa að eiga stefnumót við fyrrum eigin- mann hennar. Það virðist ekki hafa borið mikinn árangur því Bo segist ekki hafa heyrt orð frá Tumer eftir fund þeirra. Landið og sagan sigbogi@dv.is í Þjórsá Lengsta á landsins er Þjórsá. Frá upptökum niður til sjávar eru 230 kílómetrar og sjaldan verður ósinn eins og uppsprett- an, eins og segir í vísunni. Myndin er af fossi mjög neðar- lega í ánni, en hann hefur að undanfórnu tíðum verið nefndur í sambandi við virkjunarhug- myndir að undanfömu. Hver er hann? Grindavík Suður með sjó er þessi snotra sjávar- byggð, þar sem lífið snýst að- allega um fót- bolta og fisk. Síð- ustu ár hefur fót- boltalið bæjarins náð góðum árangri og eins fiska Grindavíkurbátar vel. Hvað hét kvikmyndin sem gerð var um Grindavík fyrir állmörgum árum þar sem með næsta háðu- legum hætti var fjaUað um vinnusemi bæjarbúa í fiskinum? Draumsýnin Loftleiðir em eitt þeirra fyrir- tækja sem þjóðin hefur jafnan fylgst með og allir þóst eiga nokkur ítök í, ef tU viU vegna þess að þeir sem að þvi standa hafa breytt í veruleika draum- sýn sem blundar í brjóstum okk- ar allra. Svo sagði JökuU Jak- obsson í blaðagrein um þetta mikla stórveldi sem á fáum ámm varð tU úr engu. Hvar var kappinn sá sem var forstjóri þess? Áfram ísland íslenska landsUðið í handknattleik vann fræki- legan sigur á Júgóslövum í landsleik á EM sl. þriðju- dag, 34 mörk gegn 26. Sem fyrr var það Ólafur Stefánsson sem var eink- ar skotfastur í leiknum, skoraði samtals 10 mörk. Með hvaða þýska Uði leikur Ólafur? Svör: 'SanqapSejAI gaui jnsfiai uossuejais Jujbiq * (8861- 0Z61) uossena gajjiv um jjnds ja jan * iJiaU 8o uossiajejv uiaisjoq iuia;s jipun jnasia BuipuAmJiiAJi um ijnds ja jpn * •ssojegujfi *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.