Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Side 14
14 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 Helgarblað DV Bergsveinn Bergsveinsson og Guðmundur Hrafnkelsson fagna 5. sætlnu á heimsmelstaramótinu í Kumamoto í Japan 1997. Á myndinni til hllðar sjást þeir Hrafn Margeirsson, Héðlnn Gilsson, Júlíus Jónasson, Valdimar Grímsson og Sigurður Sveinsson á verðlaunapalli með gullverðlaunln eftir B-keppnina í Frakklandl 1989. -#• % * * 'jái ' ■ • jtl \\ '^ÉLj . / lí Handbolti á heimsvísu íslendingar mæta Svíum í dag í undanúrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik. Þetta er besti ár- angur sem íslenskt landsliö í hand- knattleik hefur náð á Evrópumóti. Á síöasta Evrópumóti í Króatíu náði liðið sér engan veginn á strik og vann aðeins einn leik af sex. íslenska landsliðið er í sérflokki hvað varðar árangur landsliða íslands í knattleikjum. Segja má að velgengni landsliðsins hafi byijaö á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Þá hafnaði það í 6. sæti, vann 3 leiki, gerði 1 jafntefli og tap- aði 3 leikjum. Kom þessi árangur íslenska liðsins mjög á óvart á mótinu. Árangurinn á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 varð eilitið lakari. Þá hafnaði íslenska liðið í 8. sæti eftir tap fyrir Austur-Þjóðverjum í leik um 7. sætið eftir vitakeppni. Á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 náði íslenska landsliðið sinum besta árangri á ólympíuleikum til þessa. Liðið var þá undir stjóm Þorbergs Aðalsteinssonar og lék um bronsverðlaunin við Frakka. ísland tapaði leiknum með þremur mörkum og hafnaði i fjórða sæti. ísland komst síðan ekki í hand- knattleikskeppni leikanna 1996 og 2000. í B-keppninni í Frakklandi árið 1989. Þá vann ís- land öruggan sig- ur á Pólverjum í úrslitaleik. B- keppnin heyrir nú sögunni til. Frábært í Sviss Bestum árangri undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyks náði íslenska liðið á HM í Sviss árið 1986. Nokkrar vonir voru bundnar við leik íslenska liðsins á mótinu en strax í fyrsta leik gegn Suður- Kóreu fékk íslenska liðið hroðaleg- an skell sem líður þeim seint úr minni sem sáu. Eftir mikla baráttu náði liðið að komast í leik um 5. sætið á mótinu gegn Svíum en hann tapaðist og ísland varð því í sjötta sæti. Leikjum íslenska liðsins var sjónvarpað beint til íslands og áhugi landsmanna var gríðarlegur. Með keppninni í Sviss má segja að handboltaæðið hafi mnnið á lands- menn og ekki mnnið af þeim síð- an. Mikill fjöldi íslendinga fylgdi liðinu til Sviss. Bestir á HM í Kumamoto Eina gulliö í Frakklandi Islenska landsliðið hefur einu sinni náð að vinna til gullverðlauna á stórmóti í handknattleik. Það var Eftir slakan árangur á HM I Tékklandi 1990 (10. sæti), Svíþjóð 1993 (8. sæti) og á íslandi 1995 (13. sæti), náði íslenska landsliðið sín- um besta árangri á heimsmeistara- Fjölmennl tók á mótl íslenska landsliölnu í Keflavík eftlr aö 6. sætlö var í höfn á HM í Svlss 1986. Frá vlnstri: Bogdan Kowalczyk, Gunnar Þór Jónsson, Guöjón Guðmundsson, Þóröur Slgurösson, Guðmundur Guömundsson og Stelnar Blrgisson. Þorbergur Þorbjörn Aðalstelnsson. Jensson. móti hingað til í Japan árið 1997. Þorbjöm Jensson var þá orðinn landsliðsþjálfari og hafnaði liðið í 5. sæti. Sannarlega frábær árang- ur. Og enn var þjóðin á hvolfi og vaknaði um miðjar nætur til að fylgjast með leikjum íslenska liðs- ins. Nú fóm í hönd erfiðir timar hjá íslenska landsliðinu. Á HM 1999 var íslenska liðið fjarri góðu gamni og í Frakklandi í fyrra var okkar lið slegið út í 16-liða úrslit- unum af liði Júgóslava. ísland hafnaði í 11. sæti. Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Portúgal í byrjun næsta árs og ef íslenska liðið nær að verða í Stefán Kristjánsson blaöamaöur Innlent fréttaljós einu af þremur efstu sætunum á EM í Svíþjóð tryggir liðið sér þátt- tökurétt á HM án undankeppni. íslenska landsliðinu hefur ein- hverra hluta vegna gengið illa á Evrópumótrun þar til nú í Sviþjóð. Liðið komst ekki í lokakeppnina 1994, 1996 og 1998 og í Króatíu árið 2000 hafnaði íslenska liðið í 11. sæti og olli sá árangur miklum vonbrigðum. Eins og fram hefur komið er besti árangur íslenska liðsins á stórmóti þegar það lék um brons- verðlaunin á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Nú gefst liöinu tækifæri til aö ná sama árangri á EM eða jafnvel aö gera betur. EM sterkara en HM Evrópumótið i Sviþjóð er í raun sterkara mót en heimsmeistara- mót. Aðeins 16 béstu þjóöir álfunn- ar fá þátttökurétt. Ekki er um neina auðvelda og fyr- irfram unna leiki að ræða, hver leikur nánast úr- slitaleikur gegn sterkum andstæðingi. Guömundur íslenska liðið Guömundsson. hefur einu sinni byrjað jafnvel á stórmóti og nú í Svíþjóð. Liðið lék fyrstu 6 leikina á HM 1997 án þess að tapa. Bjartir tímar fram undan Ef marka má glæsilega frammi- stöðu íslenska liðsins í Svíþjóð eru bjartir tímar fram undan hjá landsliðinu. Frammistaðan er fyrir margra hluta sakir undraverð. Þrátt fyrir mikið mótlæti strax í fyrsta leik gafst liðið ekki upp. Síð- an leit annað hneykslið dagsins ljós i leiknum gegn Frökkum. Um frammistöðu dómaranna í þeim leik væri hægt að skrifa langt mál. Staurblindir Svisslendingar gerðu sig seka um slíka dómgæslu að til þeirra verður varla leitað aftur á stórmóti. Áföllin efldu liðiö Þessi tvö áfoll efldu íslenska lið- ið. Það þarf sterkt lið til að þola þá meðferð sem okkar lið hefur mátt þola í Svíþjóö. Guðmundur Quð- mundsson hefur gert ótrúlega hluti með liðið á mjög stuttum tíma. Með honum starfa reynslumiklir menn sem skilað hafa frábæru starfi. Undir stjóm þessara manna leika síðan leikmenn sem eru miklar hetjur sem íslenska þjóðin getur verið stolt af. í dag leikum við gegn Svíum. Og enn lifir Svíagrýlan góðu lífi. Von- andi andast hún í dag. Vissulega eru Svíar sigurstranglegri á sinum heimavelli með 12 þúsund áhorf- endur með sér. Víst höfum viö leikið við Svía við betri aðstæður. Mér er þó til efs að við höfum nokkum tíman teflt fram sterkara liði gegn Svium. Og fyrst Danimir gátu unnið þá eigum við að geta það líka. Svíarnir mæta í dag íslensku handboltaliði sem er á heimsvísu og þeim er hollast að vera á tánum. íslenska landslið- ið í handbolta hefur náð frábærum ár- angri á EM í Sví- þjóð í vikunni. Lið- ið hefur unnið eða gert jafntefli í sex leikjum í röð, nokk- uð sem aldrei hefur tekist fyrr. Fræknasti sigurinn var á fimmtudagkvöld þegar íslending- ar unnu Þjóðverja, 29-24. Sá sæti sigur var farmiði í undanúrslit. Ólafur Stefánsson er markahæsti leikmaður mótsins og hefur skorað 47 mörk. Þjóðin hefur fylgst af mikl- um áhuga með landsleikjunum og götur hafa tæmst þegar þeir eru sýndir í sjónvarpi. Alögur lækka Gjöld í heil- brigðisþjónust- unni lækka, hækkun á afnota- gjöldum RÚV um 7% verður dregin til baka og fallið er frá hækkun áfengisgjalds. Þetta er meðal að- gerða ríkisstjómar til að stuðla að lækkun vísitölu og halda aftur af verðbólgu svo samningar haldi. Allt kapp er nú af hálfu ASÍ lagt á lækk- un álaga sem víðast, svo sem hjá sveitarfélögum og versluninni. „Hagstjómarlestin fór út af sporinu og okkur er kennt um það,“ segir forstjóri Baugs. Hann segir Baugs- menn ekki jámenn Davíðs. Rangir hestar Tveir þingmenn Framsóknar ef- ast um að rétt sé að halda sölu Landssímans til streitu. Þetta kom fram á Alþingi í vikunni. Jón Bjarnason, þingmaður VG, var fmmmælandi og gagnrýndi þá at- burðarásina hjá fyrirtækinu síðustu misseri. „Hve oft á að veðja á rang- an hest,“ sagði Jón. Samgönguráð- herra segir ríkisstjómina ætla að halda sínu striki í einkavæðingu Símans. Dagpabbi ákærður Komið hefur í ljós að 9 mánaða barn, sem lést eftir að hafa verið i dagvistun í Kópavogi, er talið hafa handleggsbrotnað nokkmm mánuðum fyrr. „Líklega brot sem var gróið“ þegar bamið lést. í fréttinni kemur fram að engin vitni eru fyrir hendi um að dagpabbi sem ákærður er í málinu hafi hrist bamið með þeim afleiðingum að það lést tveimur dögum eftir dagvistunina. Englar til Gullfoss Nítján félögum úr dönsku bif- hjólasamtökunum Vítisenglum var vísað úr landi þegar þeir komu hingað á fimmtudag. íslenskir lög- reglumenn fylgdu þeim aftur til síns heima. Tilgangur komu Vítisengl- anna er talinn tengjast inntökuósk- um félaga í íslenskum vélhjóla- klúbbi í samtökin. Fyrir það þver- tekur einn íslendinganna sem biðu Dananna í Leifsstöð. Hann segir þá hafa verið hingað komna til að sjá Gullfoss og Geysi. Réðst á dreng Hann var ringlaður og lyktaði af víni, segir 9 ára Seltirningur. Karl- maður réðst á hann við inngang verslunarmiðstöðvarinnar við Eiðistorg á miðvikudag, svo flytja varð Seltiminginn unga á slysa- deild. Maðurinn var leitaði í vösum hans þar til hann fann 500 króna seðil. Lögregla hefur leitað árás- armannsins eftir lýsingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.