Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2002, Qupperneq 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 T>'V George W. Bush Bandaríkjaforseti setur innanríkismálin á oddinn: Gerir ekki sömu mistök og pabbi George W. Bush Bandaríkjafor- seti ætlar ekki aö falla í sömu gryfj- una og faðir hans, George Bush eldri, í kjölfar sigursins í Persaflóa- stríöinu gegn Saddam Hussein íraksforseta áriö 1991. Bush eldri tapaði fyrir Bill Clint- on í forsetakosningunum árið eftir, meöal annars vegna þess að hann þótti hafa lítinn áhuga á aö bæta kjör almennings í þeirri efnahags- kreppu sem þá rikti, taldi að vin- sældirnar eftir sigurinn dygðu. Tímaritið Time gekk meira að segja svo langt árið 1991 að birta mynd af Bush eldri á forsíðu sinni í líki tví- höfða skrímslis og kalla hann „menn ársins“: Dugnaðarfork í ut- anríkismálum en ónytjung í innan- landsmálum. Ekki sólunda vinsældum „W“, eins og núverandi ábúandi í Hvíta húsinu er oft kallaður, og ráðgjafar hans ætla að draga lær- dóm af mistökum fyrri tiðar. Þeir hafa hreint ekki í hyggju að sólunda þeim gríðarlegu vinsæld- um sem forsetinn nýtur nú vegna framgöngu sinnar í baráttunni gegn hryðjuverkaófreskjunni með því að láta heimavígstöðvamar sitja á hakanum. Á þeim vettvangi má nefnilega búast við hörðum átökum á þessu ári þar sem kosn- ingar til þingsins verða í haust. í stefnuræðunni sem Bush flutti í sameinuðu Bandaríkjaþingi á þriðjudagskvöld lýsti forsetinn því yfir að óvinir ríkisins væru tveir. Fyrst skal þar telja hryðjuverka- samtök Osama bin Ladens, al-Qa- eda, og „þúsundir hættulegra morð- ingja“ á þeirra vegum sem eru „dreifðir um alla heimsbyggðina eins og tifandi tímasprengjur". Hinn óvinurinn er samdráttur- inn sem hefur plagað bandarískt efnahagslif undanfama mánuði og færðist í aukana í kjölfar hryðju- verkaárásanna á New York og Was- hington þann 11. september síðast- liðinn þar sem um þrjú þúsund manna týndu lífi. Stöndum þétt saman Bush hvatti þingmenn til að standa jafhþétt aö baki honum þeg- ar innanlandsmálin eru annars veg- ar og þeir hafa gert í baráttunni við al-Qaeda liða og talibana í Afganist- an sem skutu yfir þá skjólshúsi. Fréttaskýrendur telja hins vegar litlar líkur á að honum verði kápa úr því klæðinu á kosningaári. „Við verðum að ganga jafnákveð- ið til verka heima fyrir og við höf- um gert erlendis,“ sagði Bush í stefnuræðunni á þriðjudagskvöld. „Ég bið ykkur um að slást í lið með mér um þessi mikilvægu innanrík- ismál með sama samstarfsanda og hefur ríkt í stríðinu gegn hryðju- verkum." Mikilvægu innanríkismálin sem Bush átti þama við eru ýmsar að- gerðir sem ætlað er að koma hjólum efnahagslífsins aftur á fulla ferð, að- gerðir sem repúblikanar og demókratar á þingi hafa deilt um marga undanfama mánuði. Snúum bökum saman Richard Gephardt, leiðtogi minni- hluta demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sló af allar slíkar vonir í svari sinu við stefnuræðu forsetans, þótt hann legöi líka áherslu á eindrægni flokkanna. „Ég neita að fallast á að við verð- um að vera samstíga í efnahagsmál- um þótt við höfum snúið bökum saman í stríðinu,“ sagði Gephardt sem talinn er munu keppa að þvi að verða forsetaefni demókrata í kosn- ingunum haustiö 2004 og þar með REUTER-MYND Barist vlð tvíhöfða óvin George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á þriöjudagskvöld aö fram undan væri barátta viö tvo óvini, hryöjuverkamenn annars vegar og samdráttinn í efnahagslífmu hins vegar. Hann hvatti til samstöðu þingmanna beggja flokka en ólíklegt þykir aö demókratar leggi honum liö í innanlandsmálunum á kosningaári. etja kappi við Bush sjálfan. Demókratar hafa gert sitt besta til að útmála Bush forseta sem hallan undir stórfyrirtæki landsins. Þeir hafa gagnrýnt skattalækkanir hans og kallað þær gjafir til hinna ríku og þeir hafa einnig haft uppi efa- semdir um tengsl Bush og ýmissa nánustu samverkamanna hans við orkusölufyrirtækið Enron, sem hef- Guðlaugur Bergmundsson blaöamaöur W- Erlent fréttaljós ur höfuðstöðvar sínar í Houston í Texas, heimaríki forsetans. Enron fór á hausin í desember, i einhverju mesta gjaldþroti sögunnar i Banda- ríkjunum, með þeim afleiðingum að þúsundir starfsmanna misstu ekki aðeins vinnuna heldur töpuðu einnig öllum lífeyrisspamaði sin- um. Enron hefur í gegn um tíðina verið ötull stuöningsmaður Bush og lagt mikið fé i kosningasjóði hans, svo og annarra repúblikana, og í minna mæli demókrata. Velsæld fyrir alla „Lifsgildi okkar bjóða okkur að lækka skatta til að stuðla að aukn- um hagvexti og velsæld fyrir alla Bandaríkjamenn," sagði Richard Gephardt í svarræðu sinni og var þar greinilega að sneiða að skatta- lækkunaráformum Bush. „Lífsgildi okkar bjóða okkur að koma til að- stoðar atvinnuleysingjum en ekki bara stórfyrirtækjum og þeim sem meira mega sín.“ Á sama tíma og Bush hvetur demókrata til að taka höndum sam- an með repúblikönum um að hressa upp á efnahagslífið með því að sam- þykkja tillögurnar úr Hvita húsinu hefur forsetinn sjálfur sýnt lítinn vilja til að komast að málamiðlun- um við andstæðinga sína á þingi. Ekki er lengra síðan en í síðustu viku að hann hafnaði tillögum demókrata um efnahagsaðgerðir. Engin faömlög nú Til marks um breytta afstöðu demókrata til forsetans frá því í september þá tókust þeir Bush og Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni þar sem demó- kratar hafa eins atkvæðis meiri- hluta, aöeins í hendur á þriöjudags- kvöld. Þessir sömu menn féllust hins vegar í faðma þegar Bush ávarpaði þingið níu dögum eftir árásimar á New York og Was- hington í september. Hér skiptir kannski einhverju máli að Daschle kann að sækjast eftir umboði flokks síns til að keppa við Bush í forseta- kosningunum 2004. „Ég held að við munum verða vitni að mjög hatrömmum flokka- dráttum á þessu ári þar sem póli- tískar þarfir bæði Daschles og Gephardts munu skyggja á leiðtoga- störf þeirra,“ sagði Scott Reed, póli- tískur ráðgjafi repúblikana, í sam- tali við fréttamann Reuters. Leon Panetta, sem var um skeið starfsmannastjóri Hvíta hússins i forsetatíð Bills Clintons, sagði eftir stefnuræðu Bush að þrátt fyrir allt tal forsetans og Gephardts um sam- starf milli flokkanna væri engu að síður miklar líkur á að flokkamir færu beint í skotgrafimar. Bush forseti lagði í ræðu sinni einnig mikla áherslu á samvinnu flokkanna í málefnum sem lengi hafa verið umdeild innan veggja þinghússins. Þar má nefna tillögur um olíuvinnslu í Alaska sem um- hverfisvemdarsinnar hafa andmælt harðlega, óskir hans um aö stjórn- völd fái frítt spil við gerö viðskipta- samninga og tillögur um stuðning stjómvalda við góðgerðarsamtök á vegum trúfélaga. Heillastjörnurnar „Flokkadrættirnir gera honum mjög erfitt fyrir að afla fylgis við stefhumál sem hann vill fá sam- þykkt, viðbótarskattalækkariir, orkustefnuna," sagði Bruce Buchan- an, prófessor við Texasháskóla í Austin. „Ég tel ekki að nokkrum hafi snúist hugur í kvöld.“ Stjómmálaskýrendur telja að svo virðist sem Bush geri sér vonir um að heillastjömumar vaki yfir hon- um eins og þær vöktu yfir Clinton þegar hann komst að málamiðlun við meirihluta repúblikana í full- trúadeildinni árið 1996 sem dugði honum til að ná endurkjöri um haustið. „Allt vinnur á móti því, nema það að stjómmálamönnum líst ekkert á að þurfa að horfa tómhentir framan í kjósendur," sagði Marshall Witt- mann, sérfræðingur í störfum Bandaríkjaþings við Hudson stofn- unina. Byggt á efni frá Reuters, BBC, New York Times og Washington Post. Erlendar fréttir vikunnaí Eftirsjá Sharons Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, var harð- lega gagnrýndur í vikunni fyrir þau orð sín í blaðavið- tali að hann sæi eftir að hafa ekki látið drepa Yasser Arafat þegar hann hafði tækifæri til þess. ísraelar höfðu tök á því þegar þeir gerðu innrás í Lí- banon 1982, undir forystu Sharons, og frömdu meðal annars fjöldamorð i palestínskum flóttamannabúðum. Pcdestinumenn vom mjög harðorð- ir í garð Sharons fyrir ummælin sem höfð voru eftir honum í ísraelsku dagblaði. Fulltrúi Evrópusambands- ins sagði orð forsætisráðherrans óviðeigandi og talsmaður Banda- ríkjastjórnar sagði þau ekki hjálpa við að koma á friði. Hvíta húsinu stefnt Endurskoðunardeild Bandaríkja- þings ætlar að stefna Hvíta húsinu fyrir rétt til að reyna að fá skjöl um fundi sem Dick Cheney varaforseti átti með forráðamönnum orkusölu- fyrirtækisins Enron sem fór á haus- inn í desember. Cheney vann þá að mótun orkustefnu stjórnar Bush for- seta og vill endurskoðunardeildin komast að því hver áhrif Enron hafi verið á stefnu stjórnarinnar. Cheney neitar að afhenda gögnin á þeim for- sendum að slíkt myndi stórlega skerða möguleika stjórnvalda á að leita sér utanaðkomandi ráðgjafar. Bush og óvinirnir tveir George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrstu stefnuræðu sinni í sameinuðu þingi á þriðjudags- kvöld að baráttan gegn alþjóðlegum hryöjuverkum væri rétt að hefj- ast. Hann sagði að um allan heim væru tugir þúsunda áhangenda Osama bin Ladens þess albúnir að reiða til höggs. Bush lýsti einnig yfir stríði á hendur öðrum óvini bandarísku þjóðarinnar um þessar mundir, samdrættinum í efna- hagslifnu. Hann skoraði á þingmenn beggja flokka að snúa bökum saman og ganga fram gegn þeim óvini af jafnmikilli ákveðni og gegn hryðju- verkamönnum. Reiði í Nígeríu Almenningur í Nígeríu er æva- reiður í garð hersins og stjórnvalda eftir að sprengingar í vopnabúri hersins í Lagos, stærstu borg lands- ins, um síöustu helgi urðu mörg hundruð manns að bana. Flestir hinna látnu drukknuðu þegar þeir köstuðu sér út í siki skammt frá her- stöðinni þar sem sprengingarnar urðu. Vitað er að meira en sjö hundruð týndu lífi og 1.100 til 1.500 manna er enn saknað. Fyrirskipuð hefur verið rannsókn á sprengingun- um. Karzai meðal fyrirmanna Hamid Karzai, forsætisráðherra bráðabirgðastjórn- arinnar í Afganist- an, hitti vestræna leiðtoga i vikunni, austan hafs og vest- an, þar sem hann fór meðal annars fram á aukinn liðsstyrk gæslusveita Sameinuðu þjóðanna í landinu. Hann sagði einnig að aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum yrði senn að ljúka fyrir fullt og allt. Ríkir ráða ráðum sínum Alþjóðlega efnahagsráðstefnan World Economic Forum, sem hefur til þessa verið haldin í skíðabænum Davos í Sviss, var sett í New York í vikunni. Þar komu saman áhrifa- menn í viðskiptalífi og stjórnmálum og fræðimenn til að ræða málin. Meginviðfangsefni fundarins nú er baráttan gegn fátækt í heiminum og gætti nokkurrar bjartsýni meðal fundarmannanna 2.700.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.