Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Fréttir DV Töluverð frávik þegar komin fram gagnvart gjaldahlið fjárlaga: Ríkið á að fórna - segir varaformaður fjárlaganefndar sem er bjartsýnn á skattheimtuna Ljóst er að gjöld rikisins hafa orð- ið töluvert meiri á fyrstu þremur mánuðum ársins en íjárlög gerðu ráð fyrir. Sem dæmi má nefna að ríkisstjórnin varði rúmum milljarði króna til að vemda rauðu strikin í janúar og dró þá m.a. hækkun á heilbrigðisþjónustu til baka. Þá verður rikið að kaupa hlutabréfin af þeim sem keyptu í Landssímaútboð- inu í fyrra, óski þeir þess. Samning- ar við sjúkraþjálfa kosta 150 millj- ónir króna aukalega og ef vörugjald- ið á bensín verður lækkað verður hið opinbera af tekjum sem nema hundruðum milljóna króna. Stjórnarandstaðan heldur því fram að fjárlögin hafi ljós- lega verið hriplek og halli á þessu ári muni reynast miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einar Odd- ur Kristjánsson, varafor- maður fjárlaganefndar, er hins vegar bjartsýnn og segir aðgerðir ríkisstjórn- arinnar vera nauðsynlegar. „Það eru bæði tekjur og gjöld í fjárlögunum. Ég tel að að sé engin spuming fyrir af- komu efnahagslífsins i heild að rík- ið á þessari stundu leggi sig gervallt fram um að hér verði stöðugt verð- lag og eigi þess vegna að fóma gríð- arlega. Það er öllum i hag og rétt og ábyrg peningastefna til að tryggja stöðugleika,“ segir Einar Oddur. Hann styður mjög eindregið að lækkun vörugjalds á bensíni komi til framkvæmda. Einar Oddur segir að stöðugleiki muni verða afl- vaki hagvaxtar og hann sé handviss um að hann komi til framkvæmda á þessu ári en ekki því næsta eins og Þjóðhags- stofnun hafi spáð. Spurður hvort hin hraða lending í efnahagslífinu muni minnka tekjur ríkisins miðað við áætlanir telur Einar Oddur því öfugt farið. Tekjumar verði hærri þar sem hagvexti verði flýtt. „Fjárlögin eru ekki komin í meira uppnám en svo aö síðan við gerðum þau er að verða sá viðsnún- ingur að það er að verða hagvöxtur sem við geröum ekki ráð fyrir við samningu fjárlaganna. Það em því að verða mjög jákvæðar breytingar fyrir forsendum þeirra,“ segir vara- formaður fjárlaganefndar. Hann segist hins vegar áfram ætla að hamra á aðhaldi i ríkisrekstri. Ekki sé nægilegt taumhald á opinberum fjármunum og vamaðarorð gegn því eigi við nú eins og fyrr. -BÞ Elnar Oddur Kristjánsson. Lettneski raðmorðinginn á Dalvík: Fólki brá mjög þegar fréttirnar barust Fólki á Dalvík og nágrenni brá mjög þegar fréttist að Jurijs Eglitis hefði játað á sig fimm morð á fimm ára timabili í Riga í Lettlandi. Eitt var framið með exi en tvö fórnar- lambanna skaut Eglitis. Foreldrar ungrar konu sem hafði verið í sam- bandi við Eghtis í nokkra mánuði hafa búið í fjögur ár á Dalvík. Þau tóku fréttirnar mjög nærri sér, ekki sist þar sem þau og fólk nyrðra höfðu talið Eglitis mjög geðugan mann. Hann hafði verið í vinnu í þrjá daga hjá litlu fiskvinnslufyrirtæki á Dalvík, Norðurstjörnu, þegar lögreglumenn frá ríkislögreglustjóra fóru norður og handtóku hann eftir að framsalskrafa kom fram frá Lettlandi. Þorgils Guðnason, vélstjóri hjá Norður- Selfossprestakall: Frestur liöinn Umsóknarfrestur um embætti sókn- arprests á Selfossi rann út í gær. Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar að þar sem enn gætu verið bréf i pósti tU embættisins væri ekki hægt að gefa upp fjölda umsækjenda fyrr en eftir páskahelgina. Gunnar Björnsson, settur sóknarprestur á SeÚossi, og Kristinn Ágúst Friðfmnsson, sóknar- prestur í HraungerðisprestakaUi, hafa báðir lýst því yfir að þeir sæki um embættið. -NH stjömu, segir að Eghtis hafi komið „afskaplega vel fyrir“. „Hann var rólegur og hægur pUtur og kom vel fyrir þann stutta tíma sem hann var hjá okkur. Auðvitað brá fólki þegar þessar fréttir bárust. Þetta kom mjög á óvart. Þetta sýnir manni að lengi skal manninn reyna," sagði ÞorgUs. Fyrirtækið hafði sótt um leyfi fyrir Eglitis tU að hann mætti vinna hjá Norðurströnd. Allir pappirar höfðu reynst vera í lagi. Fólk á Dalvík hefur samkvæmt upplýsingum DV reynt að styðja foreldra unnustu Eglitis. Hún kom tU Dalvíkur i sumarfrí en varð siðan að hverfa úr landi þar sem hún hafði ekki dvalarleyfi. Búist er við að hún muni reyna að fá varanlegt leyfi tU að dvelja hér á landi hjá foreldrum sínum. Eghtis var hafður í einangrun á Litla-Hrauni áður en hann var ffam- seldur héðan tU heimalands hans þar sem fangelsismálayfirvöld vUdu fyrir- byggja að hann fremdi morð á sam- fóngum eða fangavörðum tU að kom- ast hjá framsali tU Lettlands. Ekkert hafði þó komið fram um að Eglitis hefði slíkt í hyggju en öryggið var haft í fyrirrúmi þar sem afbrotamenn frá löndum þar sem fangelsisaðstaða er mjög bágborin, hafa framið morð tU aö fá frekar dóm í því landi þar sem skárra er að vera í fangelsi. -Ótt DV-MYND HARI Gengiö yfir Miklubraut Framkvæmdir eru hafnar viö gerö göngubrúar yfir Miklubraut á móts viö Kringl- una. Steypuframkvæmdum mun Ijúka um mitt sumar en stálbrúin veröur sett upp í heilu lagi í lok júlí. Heildarverklok eru áætluö um miöjan ágúst. Nýirgöngu- stígar munu tengjast brúnni og auövelda alla umferö gangandi vegfarenda um svæöið. Þá verður akrein bílaumferðar frá Kringlunni einnig breytt. Þungt í Austfirðingum vegna bakslagsins í álversmálinu: Reiðin beinist að Hydro en ekki stjórnvöldum - segir Einar Rafn Haraldsson, formaður Afls fyrir Austurland „Það er auðvitað ekkert notalegt að sitja undir því að væntingar manns séu að fara i súginn. Seinkun frarn- kvæmdanna hér fyrir austan kemur sér mjög Ula fyrir marga og ég neita því ekki að mörgum frnnst sem Norsk Hydro hafi verið svUtult á sinni ferð. Viðbrögð fólk eru eflaust á ýmsan hátt en maður heyrir þær raddir að það standi ekki á því að ráðast í fram- kvæmdir ef þær eru á vesturhelmingi landsins á sama tíma og öUu er slegið á frest hér,“ segir Einar Rafn Haralds- son, formaður samtakanna Afl fyrir Austurland, um þau tíðindi sem gerst hafa í álversmálinu á Reyðarfírði. Einar Rafn segist ekkert hafa við stækkunaráform ál- verksmiðju Norðuráls í Hval- firði að athuga, það sé án efa þjóðhagslega hagkvæmt að ráðast að því verkefhi með krafti. „Það er aUs ekki hægt að láta það fara í taugamar á sér þótt það gangi vel hjá öðr- um. Hins vegar heyrir maður að það er ansi þungt í fólki hér um slóðir og Einar Rafn Haraldsson reiðin beinist að , Norsk Hydro en ekki að íslenskum stjómvöldum. Þvi er þó ekki að leyna að svo virðist sem stjómvöld hafi ekki verið meö neinar áætlanir uppi varðandi það við hvem skyldi ræða ef svona færi, en það er reyndar varla hægt að búast við að það sé hægt að gera samdægurs. En það stendur upp á iðnaðarráð- herra að gera grein fyrir því viö hvaða aðUa á að hefja viðræður." Ernar Rafn segir fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum svokaUaðra náttúm- vemdarsinna í þessu máli. „Við tökum auðvitað eftir því að „Hjörleifamir" sem hafa andskotast út í aUt og aUt hér fyrir austan segja ekki neití þegar rætt er um stækkun álveranna á Grundar- tanga og í Straumsvík. Ég Ut hins veg- ar alls ekki svo á að hér hafi neinar framkvæmdir verið slegnar af, að mínu mati er einungis um seinkun að ræða, seinkun sem kemur sér vissulega Ula.“ segir Einar Rafn. -gk Grétar ver strikið Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, mætti í Kringluna i gær þar sem ýtt var úr vör áskorun tU verslana þar um 3% verðlækkun tU að verja rauða strikið. Grétar aðstoðaði við að hengja upp áberandi merkingu þar um. Viðræður af stað Tilkynnt var i gær að viðræður um sameiningu Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. og Skagstrendings hf. væm að fara af stað. Eimskipafélag íslands jók nýlega eignarhlut shm i þessum félög- um og lýsti í kjölfarið áhuga sínum á samvinnu eða samruna þeirra. Vöruskipti hagstæð Vöruskipti íslendinga við útlönd í febrúar vom hagstæð um 2,7 mUljarða króna. Þetta er mikiU viðsnúningur en þau vom óhagstæð um 1,5 miUjarða í febrúar í fyrra. Á tveimur fyrstu mán- uðum ársins vora þessi Skipti útflutn- ingi hagstæð um átta miUjarða króna. Fækkar með Flugleiðum Farþegum Flugleiða á leiðum tU og frá íslandi fækkaði um 5,1% í febrúar í samanburði við síðasta ár. Farþegum sem Ougu miUi Bandaríkjanna og Evr- ópu fækkaði um nær 48%. Flugleiðir hafa lagað framboð sitt að minnkandi eftirspum, segir í frétt frá félaginu. Veskið ræður Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í ReykjavUc, sagði í RÚV að lyfjaverðs- könnun ASÍ sýndi að aðgangur að lyfjum réðist ekki af þörf fyrir þau heldur þykkt peningaveskisins. Mesta hækk- un hjá lífeyrisþegum var um 400% á lyfinu Roaccutan sem notað er við húðkvUlum. Ráðgera uppsagnir Tugir heUsugæslulækna ráðgera að segja upp störfum vegna ákvörðunar Kjaranefndar og heUbrigðis- og trygg- ingaráðuneytis að taka þann pól í hæð- ina að útgáfa læknisvottorða skuli telj- ast tU aðalstarfs þeirra. Þetta segir í yf- irlýsingu frá stjóm Félags íslenskra heimUislækna. Ekki einhugur Ekki var einhugur í bankaráöi Seðlabanka íslands um þá hálfs pró- sent vaxtalækkun sem tilkynnt var á þriðjudag. Skv. því sem Viðskiptablað- ið segir var einn bankastjóri á móti. Birgir Isleifur Gunnarsson bankastjóri vUdi í RÚV ekki svara þessu öðmvísi tU en lækkun vaxta væri veruleiki. Bænaganga á Þingvöllum Bænaganga verður á ÞingvöUum eftir helgistund í Þmgvallakirkju kl. 14 á fóstudaginn langa. Gengið verður að Lögbergi, Drekkingarhyl og fleiri stöð- um. Þar verður stansað og flutt bænar- gjörð fyrir íslensku þjóðinni og öðrum þjóðum. Gangan endar aftur við kirkj- una klukkustund síðar. Snjór og hraöi Lögreglumenn á HúsavUc vom hálft í hvoru ánægðir með að farið væri að snjóa þar nyðra eins og staðan var síð- degis í gær. Þeir vænta að slíkt dragi úr ökuhraða sem hefur verið mikUl í Þingeyjarsýslum síðustu viku. Margir hafa verið teknir á 120 tíl 140 km hraða. Leiðrétting Föðumafn Dagfríðar Pétursdótt- ur, eiginkonu Sveins heitins Þor- móðssonar, misritaðist í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. -sbs/aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.