Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Helgarblað DV Breska stráið óttast tuddann frá Bagdad Ráöagerðir Bandaríkjamanna um aðgerðir gegn Saddam Hussein, for- seta íraks, hafa til þessa hlotið lítinn stuðning alþjóðasamfélagsins og opin- berlega aðeins fengið stuðning Breta. Stuðningur þeirra verður þó að teljast hæpinn, því nú þegar gætir aukinnar andstöðu við málið innan ríkisstjóm- ar Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, helsta bandamanns Georgs W. Bush í baráttunni gegn hryðju- verkaöflunum í heiminum. Bush á þó tvo hauka í homi innan bresku ríkisstjórnarinnar, sem eru þeir Tony Blair og Jack Straw utan- ríkisráðherra, en Straw sagði síðast i gær að það væri skylda Breta að standa uppi i hárinu á „tuddum" eins og Saddam Hussein, sem varla er hægt að túlka nema á einn veg. Straw lét þessi orð falla á fundi með sam- flokksmönnum sínum þar sem aukin andstaða innan Verkamannaflokksins gegn hugsanlegum aðgerðum gegn Saddam var sérstaklega til umræðu. Hann sagði einnig að Bretar væru skuldbundnir til að vinna með banda- mönnum sínum i að byggja upp ör- yggi og frið í heiminum - uppræta hvers konar hryðjuverkastarfsemi og koma í veg fyrir að hún nái að hreiðra um sig hvar sem er í heiminum. „Ríki heims eiga að standa saman að því að taka strax á vandamálunum á diplómatískan hátt frekar en að láta þau safnast upp og verða síðan að taka á þeim með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum seinna. Það er einmitt stóri vandinn í dag að vandamálin hafa fengið að hlaðast upp án þess að tekið væri á þeim í tíma og alvarlegasta ögrunin í dag á einmitt rætur sínar í fótum troðnum mannréttindum síð- ustu ára,“ sagði Straw og bætti við að ekki væri svo langt síðan litið var til Saddams sem bandamanns í barátt- unni gegn íran. „Síðan hefur hann sýnt fádæma harðstjórn og grimmd sem lýsir sér vel í grimmilegum að- gerðum hans gegn Kúrdum, sem hann lét óátalið drepa í þúsundatali með efnavopnum. Ástandið hefði óneitan- lega verið þægilegra í dag ef strax hefði verið tekið á málunum af fyrir- rennurum okkar. Þess vegna verðum við að taka á þessum ögrunum strax frekar en að láta vandamálið vaxa og láta það bíða komandi kynslóða," sagði Straw, sem gerir sér fulla grein fyrir aukinni andstöðu innan Verka- mannaflokksins við stuðninginn við Bandaríkjamenn. Tvöfaldur í roðinu Aukin andstaða hefur reyndar vald- ið honum nokkrum kvíða og lofaði hann því í sjónvarpsviðtali um síð- ustu helgi að ekki yrði tekið þátt í neinum aðgerðum gegn írökum nema þær stæðust alþjóðleg lög og reglur. Til þess hefðu þeir engan rétt og þess vegna yrði aldrei gripið til aðgerða að þeirra hálfu nema í samráði við Sam- einuðu þjóðimar. „Við höfum aldrei tekið þátt í slíku og munum ekki gera það núna.“ En Straw varaði þó við þvi i sama viðtali að ef írösk stjómvöld þráuðust áfram við að hleypa vopna- eftirlitsmönnum SÞ inn í landið, þá gæti staðan breyst. Það má þvi segja að hann sé orðinn tvöfaldur í roðinu og vilji halda öllum möguleikum opn- um. Hann sagði einnig i viðtalinu um helgina að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um aðgerðir gegn írökum og sagðist ekki eiga von á að nokkuð gerðist á næstu mánuðum. „Ég vona svo sannarlega að Saddam láti sér segjast og hleypi vopnaeftirlitsmönn- unum inn í landið. Þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af þessu. Reyndar hefur Saddam þetta í hendi sér og vonandi gerir hann sér fljótlega grein fyrir því að samningaleiðin er betri kostur en sú hernaðarlega. Það hefði hann átt að læra í Persaflóa- stríðinu," sagði Straw. Jack Straw, utaríkisráðherra Breta Jack Straw, eða breska stráið eins og hann er gjarnan kaitaður, boðar aðgerðir gegn írak í ööru orðinu en hafnar þeim í hinu. Saddam Hussein mundar riffilinn Saddam Hussein, sem Jack Straw kaiiar „ tuddann “, tekur hér létta skotæfmgu að hætti hússins á hátíðisdegi. í pilsfaldi Bush Fleiri innan bresku ríkisstjórnar- innar hafa tekið í sama streng og Straw og jafnvel kveðið enn fastar að orði eins og Geoff Hoon varnarmála- ráðherra gerði í viðtali um síðustu helgi. Hann sagði fullkomlega eðlilegt að beita valdi gegn írökum án sér- staks samráðs við SÞ ef Saddam héldi áfram ögrunum sínum. „Ef Bretland verður fyrir ögrun eða ógnun vegna gereyðingarvopna þá verður gripið til viðeigandi aðgerða. Það er réttur okkar,“ sagði Hoon og bætti við að neitun Saddams um vopnaeftirlit á vegum SÞ væri næg ástæða til aðgerða að sínu mati. Erlent fréttaljós Erlingur Kristensson blaðamaður Samherjar þeirra Straws og Hoons í Verkamannaflokknum eru þó ekki allir á sama máli og meðal þeirra er Clare Short sem fer með alþjóðleg þró- unarmál innan ríkisstjórnarinnar. Hún hefur krafist þess að ekkert verði aðhafst gegn írökum nema í fullu samráði við Sameinuðu þjóðimar og sama er að segja um Chris Smith, fyrrum menningarmálaráðherra, sem varaði við því að hanga í pilsfaldinum hjá Bush í einhliða áformum hans um aðgerðir gegn Saddam íraksforseta, eins og hann sagði sjálfur í viðtali. „Það eru margir samflokksmenn mín- ir á sama máli og hafa reyndar mikl- ar áhyggjur af málinu. þetta er eitt- hvað sem menn vilja helst ekki koma nálægt," sagði Smith. Helen Liddel, Skotlandsmálaráð- herra, er ein þeirra sem hafa áhyggj- ur og hefur hún farið fram á að leitað verði annarra leiða til að koma í veg fyrir áframhaldandi hernaðarupp- byggingu íraka. „Þetta er mun alvar- legra mál en margur heldur og gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þess vegna held ég að við þurfum að leita allra hugsanlegra leiða áður en gripið verð- ur til hemaðaraðgerða gegn írak,“ sagði Liddel. Aðrir helstu bandamenn Banda- ríkjamanna innan NATO, eins og tO dæmis Þjóðverjar og Frakkar, hafa lýst efasemdum um fyrirhugaöar að- gerðir og óvíst um formlegan stuðn- ing ef á reynir. Þrefaldur klofningur I nágrannaríkjum íraks í Miðaust- urlöndum, hafa öll ráðandi öfl varaö við hernaðaraðgerðum og bera við hættunni á ringulreið og óöryggi á svæðinu. Sumir óttast að írak kynni í kjölfarið að klofna upp í þrjú ríki ef Saddams nyti ekki lengur við og því sé ekki ráðlegt að hrófla við málum. Þar er talað um þrjú ríki, Shia-mús- líma í suðurhluta landsins sem eru um sextíu prósent þjóðarinnar og njóta stuðnings írana, Kúrda í norð- urhlutanum, sem eru um tuttugu pró- sent þjóðarinnar og njóta góðs af flug- bannssvæðinu sem er undir ströngu eftirliti Bandaríkjamanna og Breta og Sunni-múslíma, ráðandi minnihluta þjóðarinnar i miðhluta landsins undir forystu Saddams. Klofningurinn myndi að þeirra mati einnig auka líkumar á innbyrð- is átökum milli þessara þriggja þjóð- arbrota og bjóða heim hættunni á borgarastyrjöld ef þeim yrði sleppt lausum úr valdagreip Saddams, sem ríkt hefur með mikilli hörku í landinu síðan árið 1979. Tilhugsunin um öfl- ugt ríki heittrúðara Shia-múslíma í suðurhluta íraks við hlið trúbræðra þeirra í íran, skelflr einnig ráðamenn í öðrum arabaríkjum, auk þess sem Tyrkir, Iranir og Sýrlendingar óttast aukna þjóðernisbaráttu Kúrda í kjöl- farið. Andstaða arabaríkja Auk þess sjá ráðamenn í Miðaust- urlöndum fyrir sér aukinn óróa með- al eigin þjóða vegna síaukinnar and- stöðu araba og heittrúaðra múslíma gegn Bandarikjamönnum og hræðast það mjög að upp úr kunni að sjóða ef gripið yrði til aðgerða sem eflaust myndu bitna harðast á íröksku þjóð- inni sem lifað hefur við miklar þreng- ingar síðasta áratuginn vegna við- skiptabanns SÞ. Þessu gerir Richard Murphy, einn helsti ráðgjafi Bandaríkjamanna í málefnum Miðausturlanda, sér fulla grein fyrir og segir að bandarísk stjómvöld verði að gera sér grein fyr- ir vandanum áður en gripið verði til aðgerða. „Þetta er einn hluti af vanda- málinu sem bandarísk stjórnvöld verða að ráða fram úr áður en lengra er haldið. Við getum ekki leyft okkur að hugsa aðeins um að koma Saddam frá völdum. Við verðum líka að hugsa um afleiðingamar og horfa til fram- tíðarinnar,“ segir Murphy. Þrátt fyrir það hafa bandarísk stjórnvöld kosið að stilla Irökum, eða öllu frekar Saddam Hussein, upp sem helsta ógnvaldi heimsfriðarins og lát- ið í það vaka að hann og vopnabúr hans sé næsta takmark í baráttunni gegn hryðjuverkum í heiminum. Reyndar hefur það verið takmark Bandaríkjamanna ailan síðasta ára- tuginn, eða alveg frá lokum Persaflóa- striðsins, að koma Saddam og fjöl- skyldu hans frá völdum og klára það verk sem George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, faðir Bush núver- andi forseta, mistókst árið 1991. Tengsl við al-Qaeda Eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september hefur það takmark orð- ið að áráttu, sem náði hámarki þegar Bush gaf írökum ásamt Irönum og Norður-Kóreumönnum viðurnefnið „öxulveldi hins illa“, en áður hafði farið fram viðamikil rannsókn á hugs- anlegum tengslum íraka við al-Qaeda samtökin sem grunuð eru um að hafa staðið á bakvið hryðjuverkaárásirnar. Sú rannsókn þótti af sumum sanna að bein tengsl væru á milli stjómvalda í írak og Mohammeds Atta, meints höf- uöpaurs hópsins sem stóð að árásun- um, en Atta munu hafa hitt íraskan leyniþjónustumann á leynifundi í Prag stuttu fyrir 11. september. Sú uppljóstrun er ekki skotheld, jafnvel að mati George Tenets, yfirmanns CIA, þannig að haldbærar sannanir fyrir tengslunum liggja ekki fyrir. Þá er ekkert annað en hugsanleg tengsl eftir þannig að eina ástæðan fyrir aðgerðum er hugsanlegt efna- og kjarnorkuvopnabúr sem1 Saddam er grunaður um að ráða yfir. Það nýjasta í stöðunni er að Bush hefur sent Dick Cheney varaforseta í ellefu landa heimsókn til Miðaustur- landa, til að þreifa á viðhorfum þeirra til hugsanlegra aðgerða gegn Saddam. Viðbrögð þarlendra ráðamanna hafa verið á einn veg, allir vara þeir við að- gerðum, jafnvel Tyrkir, helstu banda- menn Bandarikjamanna á svæðinu. Á sama tíma hefur Kofi Annan, aðalritari SÞ, tryggt fund með irösk- um ráðamönnum, þar sem hann mun reyna að fá Saddam ofan af vopna- eftirlitsbanninu og eru menn bjart- sýnir á að karlinum takist það. Alla vega þykir síðasta útspil Saddams merki um þíðu, en hann hefur opnað landið fyrir bandariskri rannsóknar- nefnd, sem ætlað er að rannsaka orðróm um að bandarískur flugmaður sem skotinn var niður yfir landinu í upphafi Persaflóastriðsins, sé þar enn í haldi. Það má því segja batnandi mönnum er best að lifa! Erlendar fréttir vikuni Arafat fór hvergi Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hætti við að fara á leiötoga- fund arabaríkja sem hófst í Beirút i Líbanon á miðviku- dag þar sem ekki var tryggt að Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, leyfði honum að snúa aftur heim til sjálfsstjórnar- svæðanna á Vesturbakkanum og Gaza. Hosni Mubarak Egyptalands- forseti og Abdullah Jórdaníukon- ungur, helstu bandamenn Banda- ríkjastjórnar í þessum heimshluta, ákváðu einnig að sitja heima. Á fundinum verða ræddar tillögur Sá- di-Araba um leiðir til að koma á friði milli Palestínumanna og Isra- ela. Fjarvera þremenninganna gæti orðið til að draga úr árangri fundar- ins. Átta drepnir í París Vopnaður mað- ur skaut átta manns til bana undir lok bæjar- stjórnarfundar í Nanterre, einu út- hverfa Parísar, laust eftir mið- nætti aðfaranótt miðvikudags. Þrjá- tíu hlutu sár í skothríðinni, þar af eru fleiri en tíu alvarlega sárir. Ódæðismaðurinn var handtekinn en ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni. Sjónarvottur sagði að skotmaðurinn hefði verið einn bæjarfulltrúa græningja. Hann mun vera á fertugsaldri og búa með móð- ur sinni i Nanterre. Lionel Jospin forsætisráðherra kom á vettvang fljótlega eftir skothríðina og Jacques' Chirac forseti síðar um nóttina. Mannskæður jarðskjálfti Björgunarstarf stendur nú yfir í norðanverðu Afg- anistan þar sem hátt á þriðja þús- und manns týndi lífi í öflugum jarð- skjálftum aðfara- nótt þriðjudags og á þriðjudags- morgun. Kaupstaðurinn Nahrin jafnaðist nánast við jörðu í hamfor- unum og þar notuðu ibúamir berar hendumar við að grafa í húsarúst- unum. Hamid Karzai, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar í Kabúl, heimsótti skjálftasvæðið og sagði íbúum Nahrin að allt yrði gert til að koma þeim til hjálpar. Þorp í nágrenni Nahrin urðu einnig illa úti í skjáiftunum en á miðvikudag var ekki var vitað um manntjón þar vegna þess að ekki var hægt að komast til þorpanna. Skjöl um orkustefnu birt Bandarísk stjórnvöld neyddust í vikunni til að láta af hendi þúsundir gagna sem til féllu við mótun orku- stefhu stjórnar Bush forseta. Félög sem hafa almannahagsmuni að leiðar- ljósi kröfðust þess að fá gögnin afhent. Gögnin sem stjómvöld afhentu voru mikið ritskoðuð og útstrikanir voru margar. Þó kemur í ljós að við mótun orkustefnunnar leituðu stjómvöld mjög í smiðju orkufyrirtækja en létu vera að ráðfæra sig við náttúruvemd- arsinna eða hagsmunasamtök neyt- enda. Demókratar á þingi halda því fram að fyrirtæki á borð við hið gjald- þrota Enron, sem lagði mikið fé í kosningasjóði Bush forseta, hafi haft óeðlilega mikil áhrif á stefnumótun- ina. Barnaníðingar í kirkjunni Barnaniðingahneyksli hefur skekið kaþólsku kirkjuna i Bandaríkjumun að undanfórnu. Málið tók nýja stefnu á pálmasunnudag þegar aðstoðar- prestur í einni áhrifamestu kaþólsku sókninni í Washington hvatti til þess í stólræðu sinni að kardínálinn í Boston segði af sér embætti. Kardínáli þessi hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að hann og fleiri áhrifa- menn innan kirkjunnar höfðu vit- neskju um að prestur einn í Boston stundaði það að leita á unga drengi. Þeir létu sem ekkert væri og fluttu prestinn sífellt milli sókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.