Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Page 19
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 19 DV Helgarblað Þar vorum við þegar seinni tuminn hrundi og gríðarlegt ský af ryki lagðist aftur yfir. Við flúð- um inn í yfirgefið hús þar sem við biðum í nokkra klukkutíma og vorum loksins ferjuð á bát með- fram strönd Manhattan á ömggt svæði.“ finnst að það hefði mátt segja okk- ur þaö.“ Ólafur segir að borgarlífið í New York sé að verða likt því sem það var áður en auðvitað sé áberandi minni umferð fólks í þvi hverfi sem World Trade Center var hjart- að í. „Þama fóru mörg hundruð þús- und manns um á hverjum degi. Þarna voru stórar lestarstöðvar og fólk flykktist inn í borgina á ákveðnum tímum á morgnana, þá gat ég litið út um gluggann minn og það var eins og maurar flæddu um göturnar þegar þúsundir manna í dökkum jakkafotum með skjalatöskur hröðuðu sér ýmist frá eða til turnanna." Að slá sig til riddara Ólafur er ómyrkur í máli þegar talið berst að eftirköstum hryðju- verkanna en hann telur að Banda- ríkjamenn og Bush forseti telji sig vera í algerlega fullum rétti og þoli engin mótmæli gegn þeim að- gerðum sem gripið var til í kjölfar- ið. „Það er eins og það sé ekki hægt að gera neitt rangt. Það er afskap- lega erfitt og að mínu mati óger- legt að ræða þetta við Bandaríkja- menn þvi þeir eru fljótir að grípa til þess að ef maður sé ekki ánægð- ur þá geti maður bara farið aftur heim til sín þar sem maður sé best geymdur." Hann segir enn fremur að þótt Rudy Guiliani borgarstjóri hafl verið sleginn til margvíslegra riddarartigna fyrir framgöngu sína þá hafi New York-borg aldrei hjálpað þeim hjónum neitt þótt þau væru í rauninni á vergangi eftir hamfarirnar. „Eina stofnunin sem rétti okkur hjálparhönd af einhverju tagi var Rauði krossinn. Stjómmálamenn virtust hafa meiri áhuga á þeim dánu en hinum lifandi og að vekja persónulega á sér athygli vegna þessa. Mér fannst ekkert sérstak- lega gott skipulag á hlutunum þama í kjölfar þessara aðgerða og get ekki varist þeirri hugsun að ef eitthvað þessu likt hefði gerst hér heima þá hefði verið tekið öðru- vísi á því enda íslendingar vanir hamforum náttúrunnar." Ólafur segir samt að það hafi ekki hvarflað að þeim hjónum að yfirgefa New York þrátt fyrir þessa hrakninga og eftirköst þeirra. „Þetta er stórkostleg borg og það er afskaplega gott að vera þarna og engin ástæða til að breyta því.“ -PÁÁ Hvað á að gera við Reykjavík? „Viö sjáum hins vegar allt í kririgum okkur aö þaö sem gerir borg aö lifandi samfélagi er þétt byggö. ístórborg á maö- ur ekki aö þurfa aö eiga bíl. Ég bý i New York og mér dettur ekki í hug aö eiga bíl en hér í Reykjavík er engin leiö aö komast af án þess aö vera á bíl. “ Olafur var í New York 11. september Hann bjó 300 metra frá World Trade Center og horföi út um stofuglugg- ann á turnana hrynja. Hann segist ekki geta hugsaö sér að flytja frá New York þrátt fyrir þessa voöaatburöi en segir aö enn dreymi sig 11. sept- ember á hverri nóttu. Ægileg reynsla Ólafur segir að þetta hafi verið ægiieg reynsla og hafi eiginlega ekki líkst neinu nema því að heim- urinn væri að farast. Hann segist samt muna vel eftir því þegar bát- urinn sigldi með hópinn meðfram og menn störðu þöglir á rústir turnanna, reykjarmökkinn og eyðilegginguna að hann hafi verið að hugsa um verkefni sín og hvemig hann gæti sem fyrst kom- ist aftur til þess að vinna þau. „Við fengum ekki að fara heim fyrr en nokkrum dögum seinna og það var undarlegt að koma í húsið rafmagnslaust og vatnslaust og ganga upp á þrettándu hæð eftir auðum göngunum með vasaljós og leita að íbúðinni. Við fengum að- eins að fara inn í 10 mínútur en ég var samt viss um að húsið okkar var i afbragðs lagi og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því en vatn- ið og rafmagnið vantaði." Þau hjónin leituðu á náðir ljós- myndara, konu sem þau þekkja og hún leyfði þeim að búa í gestaher- berginu sínu í sex vikur. Meiri áhríf en ég hélt „Þetta hefur haft meiri áhrif á mig en ég gat ímyndað mér. Fyrstu viðbrögð eru auðvitað að reyna að loka þetta úti og halda áfram en ég verð að viöurkenna að nú sex mánuðum seinna stend ég sjálfan mig að því að hugsa mjög mikið um þetta og mig dreymir þetta á hverri nóttu.“ Ólafur segir að úr íbúð þeirra hafi gígurinn sem var eftir turn- ana tvo blasað við og þegar þeim var loksins leyft að flytja heim aft- ur gátu þau ekki hugsað sér að búa þama áfram. „Þetta var óhugnanlegt og Donna leit stundum út um stofu- gluggann og brast í grát af engu tilefni." Þau ákváðu að flytja en fóru samt ekki langt því þau fluttu að- eins yflr götuna þar sem skyndi- lega losnaði mjög gott og hagstætt pláss sem þau stóðust ekki freist- inguna að taka. „Það kom hins vegar illa við okkur að komast að því eftir að við höfðum undirritaö leigusamn- inginn að næsti leigjandi á undan hafði farist í turnunum tveim. Mér ^ * - ■V j Láttu dekra við þig OpiS alia daga ...og borðaðu góban mat á eftir í góóra vina hópi. ICELAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.