Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Side 20
20
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002
Helgarblað
DV
DV-MYND HARI
Haflö, trúin og passían
„Segja má aö hafiö sé samnefnari þeirra Ijóöa sem ég vaidi; ég reyni aö notfæra mér þessa stillu, þessa kyrrö
og friö sem kemur yfir menn þegar þeir horfa til hafs, “ segir tónskáldiö Hafliöi Hallgrímsson um óratóríuna
Passíu sem flutt veröur aö kvöldi föstudagsins langa í Hallgrímskirkju.
Listin á að vera marg-
slunginn draumur
- Passía Hafliða Hallgrímssonar verður flutt í Hallgrímskirkju annað kvöld
Fyrir rúmu ári var frumflutt í
Hallgrimskirkju óratórían
Passía op. 28 eftir Hafliða Hall-
grímsson. Verkið fékk gríðarlega góð-
ar viðtökur og verður það flutt að nýju
í Hallgrímskirkju klukkan 21.00 á
morgun, iostudaginn langa. Flytjendur
eru líkt og í fyrra messósópransöng-
konan Mary Nessinger, Mótettukór
Hallgrímskirkju, 34 manna kammer-
sveit undir forystu Gerðar Gunnars-
dóttur fiðluleikara auk organistanna
Douglasar A. Brotchie og Kára Þorm-
ar. Stjómandi er Hörður Áskelsson
sem nýverið hlaut Menningarverðlaun
DV í tónlist. Endurskoðuð útgáfa tón-
skáldsins kallar á nýjan liðsmann, ten-
órinn Garðar Thór Cortes, sem meðal
annars syngur sjö síðustu orð Krists á
krossinum eins og þau koma fyrir í
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
í fyrri útsetningu var það
messósópransöngkonan sem söng síð-
ustu orð Krists og verður það að teljast
nokkuö óvenjulegt. „Ég leit þannig á
að ég stæði í ákveðinni fjarlægð frá
verkinu og það væri líkt því að hlusta
á trúboða lesa oröin og því gilti einu
hvort um væri að ræða karl eða
konu,“ segir Hafliði. „Ég ákvað hins
vegar að breyta verkinu þannig að orð
Krists væm sungin af karlrödd; það
skapar meiri fjölbreytni og gerir fólki
auðveldara með að nálgast verkið.
Ég hef einnig breytt ýmsu í hljóm-
sveitarútsetningunni, gert hana skarp-
ari. Þetta er ekki ósvipað því að málari
sem málað hefúr altaristöflu stendur
einn góðan veðurdag andspænis henni
í kirkjunni og ákveður að skerpa hana
örlítið þvi hann er með pensla og
málningu með sér.“
Horft til haf s
„Passía fylgir formi sem ég nota
oft,“ segir Hafliði um tónverkið: „byij-
ar veikt og hægt og smám saman eykst
styrkleikinn og hraðinn og leiða að há-
punkti verksins sem er nálægt lokum
þess; ekki ósvipað fjalli sem augað fylg-
ir upp úr sjávarmálinu og á hæstu
tinda en fjarar út í haflð að nýju. Þetta
verk fylgir þessari byggingu en á mun
flóknari hátt en önnur. Áheyrendur
skynja heildarformið nokkuð vel og
það hafði ég í huga frá upphafi.“
Verkið er byggt á textum eftir ís-
lenska höfunda. Fyrst og fremst em
það Passíusálmar Hallgríms Péturs-
sonar en einnig koma til sögunnar
20. aldar skáldin Matthías Johannes-
sen, Hannes Pétursson, Steinn Stein-
arr og Baldur Óskarsson. „Orðin em
eins og beinagrind sem tónlistin þek-
ur,“ segir Hafliði, „Upphaflega átti
Hallgrímur að sjá um allan textann
en þrátt fyrir að ég færi margsinnis
yfir efnið og vinsaði meira og meira
úr þá var niðurstaðan sú að þetta
yrði alltof langt. Ég fleygði allri vtnn-
unni frá mér og byrjaði upp á nýtt.
Og sem betur fer þekkti ég töluvert af
ljóðum sem hentuðu í verkið. Segja
má að hafið sé samnefnari þeirra
ljóða sem ég valdi; ég reyni að not-
færa mér þessa stiflu, þessa kyrrð og
frið sem kemur yfir menn þegar þeir
horfa til hafs.“
Leitín frekar en trúin
Ég spyr tónskáldið hvort trúin
standi því nærri....Ég myndi frekar
segja að leitin stæði mér nærri. Tón-
skáld sem fær verkefni af þessu tagi á
að geta sinnt því hvort sem það trúir
eða ekki, alveg eins og málari sem mál-
ar altaristöflu á með djúpum skilningi
á mannlegu eðli og þekkingu á Biblí-
unni að geta lifað sig inn í efnið. En ég
hef ekki svör við leitinni frekar en aðr-
ir. Eftir því sem ég lifi lengur því bet-
ur kemst ég á þá skoðun að svarið sé
hvorki ákveðið já né nei. Svarið liggur
held ég þar á milli, flókið og skrýtið og
ekki mögulegt mínum heila að skilja
það eöa skynja. Og þar við situr.
Tónlist segir ekkert ákveðið, jaöivel
þótt texti fylgi með. Tónlistin lifir utan
við texta og mannlegar hugmyndir.
Það skemmtilega við hana er að hún
vekur andblæ og tilfinningar, alls kon-
ar tilfinningar sem maður skynjar líkt
og bragð. Tónskáld á að skemmta grá-
um heilasellum eða vekja til umhugs-
unar; veita fólki upplifún ólíka hvers-
deginum.
Tónlistin er sér á parti vegna þess
að þótt hún geti gefið ýmislegt til
kynna þá veröur hún ein og sér, hver
hljómur, ekki skilgreind þannig með
orðum að annar geti lesið hana og skil-
ið. Það er ekki að ástæðulausu að
mörg ljóðskáld öfunda tónskáldin; ljóð-
skáldið er i þann veginn að fara inn á
sviö tónlistarinnar en kemst aldrei
þangað því það er bundið orðunum."
Langtímabjartsýnismaður
í umfjöllun um Passíu var talað um
að upplifun áheyrandans væri trúar-
leg. Hafliði segist láta aðra um að vega
það og meta. „Þetta er afar persónu-
bundið," segir hann. „Við horfum til
hafs og inn á öræfin og skynjum svip-
aða hluti en ekki eins. Fólk er mis-
munandi næmt og þar kemur hug-
myndaflugið líka til sögunnar."
Hafliði segir að Hallgrímskirkja
sjálf hafi haft mikil áhrif á verkið.
„Skýrleiki kirKjunnar,“ segir hann,
„vekur löngun til að skapa eitthvað
einfalt, skýrt og stílhreint. Eitthvert af-
skræmi gæti túlkað þjáninguna betur
en mér finnst það ekki passa í þessari
kirkju. Það er eftirtektarvert að í öll-
um passíum Bachs er fegurðin í fyrir-
rúmi; þær eru aldrei ljótar þótt fjallað
sé um hræðilega hluti. Það fer tónlist
ekki vel að túlka ljótleikann sem alltof
mikil áhersla er lögð á í listum í dag.
Listin á að vera margslunginn draum-
ur sem lifir utan þess erfiða raunveru-
leika sem við lifúm við en á ekki sífellt
að minna á hann.“
Lifúm við alltaf á síðustu og verstu
timum? spyr ég og Hafliði segist ekki
sjá þá bjartsýni hjá ungu fólki i dag
sem hann ólst upp með á Akureyri og
bætir við: „Ég er langtímabjartsýnis-
maður en skammtímasvartsýnismað-
ur.“
Og þjáningin fylgir svartsýninni,
skýt ég inn í. „Allir sem hugsa um
þetta bláa rykkom sem hringsólar um
sólina án þess að við faum því stjóm-
að, allir hljóta þeir að fyllast einhverri
örvæntingartilfinningu öðru hveiju.
Við erum fædd inn í þessi ströngu lög-
mál og þegar við bijótum þau líður
okkur illa - en við skiljum þau ekki.
Þetta er eins og að brenna sig, maður
kippir að sér höndinni."
Ámmning um eigin vangetu
Hafliði hefur alla tíð samið tónlist
„Ég þorði lengi vel ekki að horfast í
augu við það,“ segir hann, „en ég
vissi hvað beiö mín. Ég dró það lengi
að taka virkilega af skarið vegna
þess að ég vissi að þetta yrði mjög
erfitt"
Tekur þetta á þig?
„Það er búið að semja mikið af
dýrlegri tónlist sem er manni stöðug
áminning um eigin vangetu. Ég
hlusta mikið á Bach og það heldur
mér á jörðinni. Margt hefúr gerst í
tónlistarheiminum síðustu öldina
sem hefur ruglað tónskáld og hlust-
endur í ríminu; það er allt leyfilegt
og of mikið frelsi getur verið hið
mesta böl. Menn verða aö vera mjög
ákveðnir hvert þeir vilja stefna. Ég
held að efasemdir um eigið ágæti
nægi manni ríkulega. En það er alltaf
þessi löngun til að halda áfram og
leita.“
-sm
Yfir bárur ágirndar,
elligrár og slitinn,
Árið 1947 kom út Vísnasafnið I,
Ég skal kveða við þig vel, í umsjón Jó-
hanns Sveinssonar. Árið 1961 sendi
hann frá sér Vísnasafhið n, Höldum
gleði hátt á loft. Að þessu sinni ætla ég
að fletta gegnum Vísnasafn I—II og
skoða þar nokkrar skemmtilegar vís-
ur. Ég byija á einni sem ísleifúr Gísla-
son á Sauðárkróki orti um kaupmann:
Yfir bárur ágimdar,
elligrár og slitinn,
reri árum rógburðar;
rann af hári svitinn.
Næsta vísa er á svipuðum nótum;
gæti sem best átt við þær sviptingar í
peningamálum sem stundum hafa ver-
ið til umræðu í samfélaginu, ekki síst
síðustu mánuði. Visan er af sumum
talin eftir Ólaf Briem á Grund en aðr-
ir segja hana eftir Sigurð Breiðfjörð:
Þaó er dauói og djöfuls nauó,
er dyggóasnauóir fantar
safna auó meó augun rauó,
en aðra brauðió vantar.
Saga er til um að Kristín nokkur
Pálsdóttir og Lúðvík Blöndal, hagyrð-
ingur og þekktur slarkari, hafi verið
lokuð inni í húsi um nótt vegna
drykkjuláta. Þá orti Lúðvik:
Mín er Kristín mesta gull,
mikil jafnt í hönd og sinni.
Við skulum bœöi vakna full,
vina mín, í eilíföinni.
Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga
virðist hafa verið öllu hófsamari í sam-
skiptunum við Bakkus:
Vekjum hlátur, vekjum grín,
villast látum trega,
brögóum kátir brennivín
bara mátulega.
Jóhann Sveinsson segir í inngangi
að Vísnasafni I að stakan sé „orðin svo
mikil alþjóðareign, að höfúndar eru
raunar orðnir aukaatriði". Enda er
ekkert uppgefið um tilefhi næstu vísu
né heldur hver er höfundur hennar
eða um hvem er ort, en hún er allt um
það vel gerð og hefur til að bera þenn-
an keim af hæfilega grófum ruddaskap
sem okkur Islendingum fmnst svo
fyndinn:
Margt hefur drottinn misjafnt skapt,
mjög til verka hraöur.
Þama séröu Þorstein kjaft;
þaó er Ijótur maöur.
Jóhannes Benediktsson, Gnúpufelli,
orti þegar einhver stal skeifum undan
hesti er hann átti:
Margur þjónar girndum geyst
geös ífróni sínu.
Hver mun skóna hafa leyst
af hófaljóni mínu.
Vísan hér á eftir á ef til vill ekki við
lengur á tímum allra þessara stinning-
arlyfja. En hún er skemmtilega gerð,
bragarhátturinn heitir stikluvik:
Einu sinni karlinn kvað
viö kerlinguna sína:
Mikiö gerir ellin aö,
ég œtlaöi varla að geta þaó.
Þegar sá frægi maður Símon Dala-
skáld skildi við konu sína, Margréti,
orti Jón Jónsson á Gilsbakka í Skaga-
firði:
Aldrei betur brugðió var
brandi laga skírum
en höggva sundur hneykslunar
haft af villidýnm.
Jón Sigurðsson Dalaskáld orti
næstu visu. Ekki veit ég tileftiið en
hún er kjamyrt og dálítið glannaleg:
Kerlingar var kjafturflár
keyröur upp meö sköllum.
Haföi hún ekki í hundraö ár
hlegió meó honum öllum.
Að lokum er fræg visa eftir Baldur
Eiríksson frá Dvergsstöðum í Eyja-
firði. Hún er ort um oflátung nokkum,
ættaðan úr Þingeyjarsýslum:
Oft með pyngjufer hann fiott,
fljóðin syngur kringum,
er meö hringaó, uppbrett skott,
arffrá Þingeyingum.