Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Helgarblað DV Myrti „Stórfótur“ átján konur áður en hann náðist? Á vetrarmánuðum árið 2000 voru þrjú morð framin á fjórum dögum i nágrenni Birmingham í Englandi og var í öllum tilfellum um ungar konur að ræða. Fyrsta morðið var hræðilegt, annað var skelfilegt og það þriðja grimmilegt. Strax eftir annað morðið var lögreglan komin á þá skoðun að um raðmorðinga væri að ræða og það þriðja staðfesti þann grun. Sama handbragðið ein- kenndi þau öll þannig að sami morðinginn - blóðþyrstur í meira lagi - hlaut að eiga hlut að máli. Það var augljóst að mati lögreglumann- anna sem fóru með rannsókn þeirra. Fyrsta fórnarlambið Fyrsta fómarlambið var falleg 21 árs stúlka, Jodie Hyde að nafni, og fannst hún kyrkt og illa brennd á snjólausu skíðasvæði í nágrenni Birmingham fimmtudaginn 9. nóv- ember, ekki langt frá heimili sínu í Alum Rock. Hún hafði verið eitur- lyfjaneytandi og hafði tekið þátt í gerð sjónvarpsmyndar um eitur- lyfjavanda ungs fólks þegar hún var sautján ára árið 1996, en myndin bar heitið The Trouble with Jodie. Ekki var þó talið að morðið tengdist gerð myndarinnar þar sem fáir hefðu þekkt hana aftur eftir fjögur ár frá sýningu myndarinnar, svo breytt var Jodie og auðvitað til hins betra. Lík hennar var algjörlega óþekkj- anlegt eftir meðferð morðingjans, sem auðsjánlega hafði lagt eld að því til að fela sönnunargögn og tók það líkskoðara nokkra dag aö bera kennsl á það. Annað fórnarlambið Þremur dögum eftir að lík Jody fannst barst lögreglunni tilkynning um annað lík, jafn illa útleikið, og reyndist það vera af hinni 25 ára gömlu Rosemary Corcoran sem var einstæð eins barns móðir. Líkið var allsnakið og fannst í um 30 kíló- metra fjarlægð frá heimili konunn- ar í Castel Vale-hverfinu í Birming- ham. Því hafði auðsjáanlega verið komið þar fyrir eftir að hafa verið limlest á svipaðan hátt og í sama til- gangi og i fyrra morðinu. Daginn eftir fannst síðan þriðja líkið og var þar um að ræða hina 39 ára gömlu Carol Jordan, sex barna móður sem hafði að öllum líkindum verið barin til dauða á hryllilegan hátt. Carol haföi horfið á leið til vinnu sinnar, en hún vann á elli- heimili í Balsall Heath í Birming- ham, rétt steinsnar frá heimili sinu. Eins og í fyrri tilfellunum tveimur hafði lík Carol einnig fengið hrotta- lega meðferð til að fela sönnunar- gögn. Þúsund lögreglumenn „Ég skil ekki hvemig nokkur maður fær sig til að fremja slík ódæði. Það hlýtur að þurfa brjálæði til,“ sagði Mark Phillips, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Birmingham sem stjórnaði rann- sókn málsins, en meira en þúsund lögreglumenn á Birminghamsvæð- inu tóku þátt í rannsókn þess sem kostaði ríkið um 500 þúsund pund. Málið virtist í upphafi erfitt viður- eignar en eftir að ýmsar haldgóðar vísbendingar haíði rekið á fjörur lögreglunnar var málið komið á fljúgandi ferð þegar morðinginn sjálfur kom allt í einu til hjálpar. Morðinginn, hinn 35 ára gamli Philip Smith, kom við á lögreglu- stöðinni eftir að vinur hans hafði fengið hann til fara þangað til að til- kynna að hann hefði séð Rosemary Corcoran að kvöldi morðdagsins. En lögreglan brást öðmvísi við en hann átti von á og í kjölfarið rann- sakaði hún íbúð hans í Sparbrook- hverfi þar sem hann bjó einn. Þar fundust blóðugar gallabuxur af hon- um í baðkarinu og einnig fot af öll- um fómarlömbunum. Smith, sem starfaði sem leigubílstjóri án leyfis og var rumur að vexti, var strax handtekinn og ákærður fyrir morð- in þrjú. Neitaði sakargift Við upphaf réttarhalda þann 3. júli í fyrra neitaði Smith sakargift- um. Saksóknarinn, Tim Raggatt, lýsti morðum sem hryllilegum glæp þar sem ásetningurinn var enginn annar en morð frá upphafi og reynt eftir fremsta megni að hylja slóðina. Eðli morðanna - framganga morð- ingjans, tímasetning og morðstaðir - sannar að um ásetning var að ræða og að morðinginn var einn að verki. Nánari lýsingar á morðunum samkvæmt lögregluskýrslum voru þær að Smith hafði kyrkt Jodie Hyde, eftir að hafa hitt hana á Regn- bogabarnum í nágrenni heimilis hans þann 8. nóvember. Þau sáust leiðast burt frá barnum og inn í bO- inn hans og var það það síðasta sem sást til hennar á lífi. Talið er aö Smith hafa ekið henni heim til sín og kyrkt hana þar með berum hönd- unum áður en hann rúllaði henni inn í gólfteppi. Síðan er hann grun- aður mn að hafa komið líkinu fyrir í skotti bíls sins og keyrt með það út úr bænum þar sem hann hellti bens- Regnbogabarinn Smith kynntist tveimur fórnarlamba sinna á Regnbogabarnum þar sem hann vann I hlutastarfi. Stórfótur Philip Smith, eöa „Stórfótur“ eins og hann var kallaöur vegna skóstæröarinnar, virtist vingjarnlegur og blíöur aö eölisfari en haföi að geyma annan mann þegar á reyndi myndbandinu sést heljarmennið Smith þar sem hann dröslar Rose- mary, sem var orð- in ofurölvi, eftir gangstéttinni utan við næturklúbbinn, þar sem þau hitta fyrir tvo lögreglu- menn sem taka þau tali. Samkvæmt framburði þeirra sagðist Smith vera að gæta hennar þar sem hún væri of drukkin til að kom- ast óstudd heim til sín. Stundu síðar var hún látin, eftir að Smith hafði bar- ið hana til bana á afviknum stað í ná- grenninu. Eftir það mun hann hafa af- klætt hann og keyrt nokkrum sinnum yfir hana á bíl sín- um áöur en hann yfirgaf staðinn. íni yfir líkið áður en hann brenndi það. Um klukkan sex að morgni næsta dag fundu tveir lögreglu- menn á eftirlitsferð likið, skað- brennt og óþekkjanlegt. Myndbandið Á leið sinni út úr bænum hafði Smith ekki varað sig á því að lenda í auga myndbandstökutækja við innkeyrsluna á skíðasvæðið og þar með var vonlaust fyrir hann að þræta. Hann átti Volvo-bifreið sem hann notaði til leiguakstursins og ók þá gjarnan gestum Regnboga- barsins heim að lokinni drykkju, en þar starfaði hann einnig í hluta- starfi. Það voru því hæg heimatök- in þegar hann lagði snörur sínar fyrir stúlkurnar og það var einmitt á Regnbogabamum sem hann hitti næsta fómarlamb, Rosemary Cor- coran, þremur dögum seinna. Eftir að hafa kynnst henni þar bauð hann henni á næturklúbb, þar sem þau skemmtu sér um nóttina. Eins og í fyrsta morðinu gekk Smith nú aftur i myndbandsgildr- una þar sem þau sjást yfirgefa klúbbinn saman um íjögimleytiö. Á Morguninn eftir fann maður nokk- ur, sem var að viðra hundinn sinn, líkið og var það hræðilega útleikið. Andlitið var algjörlega óþekkjanlegt eftir barsmíöarnar og aðeins var Fyrsta fómariambló Jody Hyde var fórnarlamb númer eitt, en Smith kyrkti hana á heimili sínu. unnt að bera kennsl á líkið með fingrafaraprófi og tannlækna- skýrslu. Keyrði fómarlambið niður Eftir morðið hafi Smith ekið á næstu bensínstöð og keypt bensín á brúsa tíl að hella yfir likið en af ein- hverjum ástæðum hætti hann við það og ók beint til Birmingham þar sem hann keyrði fram á Carol Jordan þar sem hún var á leið til vinnu sinnar á elliheimilinu árla morguns eins og áður sagði. Hann lét sér ekki nægja að reyna að tæla hana inn í bílinn heldur greip hann til þess ráðs að Þriöja fórnarlambiö Carol Jordan var fórnarlamb númer þrjú, keyrö niöur á leiö til vinnu. keyra hana niður aftan frá og við það mjaðmarbrotnaði hún illa. Því næst dró hann hana fyrir næsta hom og inn í runna þar sem lík hennar fannst sama dag. Hún hafði fengið villimannlega útreið og liklega verið barin til bana með lurk, auk þess sem andlit henn- ar bar þesss merki að margsinnis hafði verið sparkað í það, eða þar til það varð óþekkjanlegt, en Smith gekk venjulega í klossum með stáltá og fundust blóðleifar úr Carol á skónum. Þar með voru komin óvefengjanleg sönnunargögn fyrir öllum þremur morðunum og því vonlaust fyrir Smith að þræta fyrir þau. Blóðleifar úr öllum fómarlömbunum fundust einnig í bíl hans og á fótum og föt af öllum fómarlömbunum í íbúð hans eins og áður sagði. Þar að auki voru bensínkaup hans sönnuð, auk þess sem glerbrot úr framljósi bílsins fundust þar sem hann haföi keyrt Carol niður um morguninn. Stórfótur Smith, sem oft var kallaður „Big- foot“ eða „Stórfótur" vegna skóstærð- arinnar, bar það upp á lögregluna í upphafi réttarhaldanna að hún hefði leitt sig í gildru og neitaði því allri aðild að moröunum. En þegar á leið fór hann að sýna veikleikamerki sem endaði með því að hann fékk tauga- áfall og bað um að fá að tala við lög- fræðing sinn eftir að hafa hlotið með- ferð á sjúkrahúsi. Þegar réttarhöldun- um var haldið áfram gafst hann upp og játaði á sig öll morðin. Hann hlaut síðan lífstíðardóm og sagði í úrskurði dómarans að miðað við mannvonsku og hrylling morð- anna væri ekki hjá því komist að dæma hann til þyngstu hugsanlegu refsingar. „Þú bast enda á líf þriggja saklausra kvenna með því að myrða þær á hinn hrottlegasta hátt. Tilgang- urinn var bara einn og hann var að drepa á sem grimmilegastan hátt og Annaö fómarlambiö Rosemary Corcoran var fórnarlamb númer tvö, barin til bana utan vegar. ganga þannig frá líkunum að von- laust væri að bera kennsl á þau. Þetta ber vott um ótrúlegt brjálæði," sagði dómarinn sem kvað upp dóminn. Þrjátíu dómar Þetta var alis ekki í íyrsta skipti sem Smith var leiddur fyrir dómara og var hann með yfir þrjátíu dóma á bakinu, aðallega fyrir þjófnaði og inn- brot, þegar lífstíðardómurinn var kveðinn upp. Ástæðan fýrir morðunum er enn hulin ráðgáta en réttarsálfræðingar telja að Smith hafa byggt upp óstjóm- legt hatur innra með sér í garð kvenna eftir mislukkað ástarævin- týri einhvem tima á lífsleiðinni sem hafi átt rætur að rekja til líkamsbygg- ingar hans, ekki síst vegna mikillar bjórvambar sem hann haföi safnað framan á sig í gegnum árin. Önnur kenning er líka til en hún er langsótt- ari og ósennilegri og gengur út á það að Smith hafi orðið fyrir áhrifum af fjöldamorðingjanum Fred West sem fyrr bjó í næsta nágrenni við hann. Áður en upp komst um þrjú áður- nefnd morðmál höföu um fjörutíu óupplýst morðmál verið i rannsókn lögreglunnar í Birmingham og næsta nágrenni síðustu tuttugu árin og hafa þau nú öll verið tekin aftur tii rann- sóknar þar sem grunur leikur á að Smith hafi þar eitthvað komið við sögu. Aðferðimar við fimmtán morð- anna þykja minna óhuggulega mikið á verklag Smiths og er nú verið aö rannsaka þau sérstaklega með þaö í huga. Þar er um að ræða fómarlömb, allt konur, á aldrinum fjórtán til sjö- tíu ára og að sögn reyndustu lögreglu- manna beinist grunurinn aö Smith og engum öðrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.