Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2002, Side 15
15
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002
DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Syngdu ekki, fagra
Sjaldan hefur manni sviðið
jafn sárt að hér sé ekki risin al-
mennileg tónleikahöll og á
mánudaginn var. Þá hélt banda-
ríska sópransöngkonan June
Anderson tónleika í Háskólabíói
ásamt píanóleikaranum Jeff
Cohen, og þrátt fyrir unaðslega
rödd og fullkomna tækni tókst
henni aldrei, nema kannski rétt
í lokin, að ná fram tilskildum
áhrifum. Auðvitað er það hálf-
gerð klisja að vera alltaf að
kvarta yfir hljómburðinum í Há-
skólabíói, en ekki er annað hægt
hér. Þegar endurómunin er svo
til engin verða vönduðustu
söngtónleikar að hálfgerðri
flatneskju, og manni dettur jafn-
vel í hug að skárra hefði verið ef
June Anderson hefði troðið upp
í Smárabíói; það hefði örugglega
hljómað betur.
Kannski átti eöiisskráin líka
sök á því að lófatak áheyrenda
var fremur dræmt lengi framan
af; lögin voru svo dapurleg að
þeir tónleikagestir sem ekki
voru á gleðipillum hljóta að hafa
orðið æ þunglyndari eftir því
sem á leið. Samt var efnisskráin
hin fegursta, og jafnframt
áhugaverð; þar gat meðal ann-
ars að heyra fjögur sönglög eftir
Franz Liszt, sem ekki eru oft
flutt. Lögin voru Freudvoll und
leidvoll, Es war ein König in
Thule, Es muss ein Wunder-
bares sein og Die Lorelei, og eins
og tftt er um rómantískan ljóða-
söng fjalla þau um ástríður og hverfulleika
heimsins. Miðað við píanóverk tónskáldsins
Leiklist
June Anderson sópransöngkona
Viö vonum að hún komi aftur þegar Tónlistarhúsið er risið við höfnina.
eru þau sérkennilega innhverf, og meira að þangað
segja þegar tónlistin reis hæst fékk maður stofu.
ekki gæsahúð. Enda dró hljóm
burður Háskólabíós verulega úr
hápunktunum.
Eins og áður sagði er Anderson
frábær söngkona, og það sem ein-
kennir túlkun hennar er hve hún
lifir sig inn i hvert orð textans.
Það er eins og hún sé í öðrum
heimi þegar hún syngur, og því
var upplifunin að hlusta á hana í
svo lélegum tónleikasal enn sárari.
Þrátt fyrir það var margt stórfeng-
legt á tónleikunum, og maður gat
ekki annað en brosað í gegnum
tárin þegar hún söng Intomo
all’idol mio eftir Cesti og II mio
ben quando verra eftir Paisiello.
Þar var túlkunin einstaklega sann-
færandi, hver tónn fullkomlega
mótaður og allar trillur skýrar og
dillandi. Ekki síðri voru fjögur lög
eftir Kurt Weill og fjórir madrigal-
ar eftir Rodrigo, og lög Rachman-
inoffs, sérstaklega Syngdu ekki,
fagra op. 4 nr. 4, vom svo ótrúlega
vel flutt að útkoman var jafhvel
enn magnaðri en fræg upptaka El-
ísabetar Söderström og Vladimirs
Ashkenazy. En meira að segja þar
hamlaði lélegur salurinn á móti
upplifuninni.
I rauninni hefði fyrirsögn þess-
arar greinar átt að vera „Syngdu
ekki, fagra, í Háskólabíói". Auðvit-
að vonar maður að June Anderson
komi hingað aftur til tónleika-
halds, og helst með hinum funa pi-
anista, Jeff Cohen, sem lék feil-
nótulaust og glæsilega alla tónleik-
ana og fylgdi söngkonunni eins og
skugginn. En alls ekki fyrr en tón-
leikahöllin við höfnina er risin,
til er betra að hlusta bara heima í
Jónas Sen
BiSfe -.■■■
Betri tveir en einn
Bára Lyngdal Magnúsdóttir með persónurnar sínar
Er nokkuð til óttalegra en að týna mömmu sinni? Jú, að vita ekki hvernig hún lítur út!
DV-MYND E.ÓL.
„Ef þið verðið hrædd þá hlaupið þið bara til
pabba eða mömmu," sagði Bára Lyngdal Magn-
úsdóttir við bömin í Gerðubergi í gær i upp-
hafí sýningEir sinnar, Týndar mömmur og
talandi beinagrindur, og umsvifalaust var
henni svarað af kotrosknum ungum leikhús-
gesti: „Ég er ekki hræddur við neitt!“ En verið
getur að hann hafi endurskoðað afstöðu sína
því hvað er hræðilegra en að týna mömmu
sinni? Kannski bara það að vita ekki hvemig
hún lítur út og hafa því ekki hugmynd um að
hverju maður á að leita!
Eggin hennar risaeðlumömmu, níu talsins,
bíða í heitum eyðimerkursandinum eftir því
að ungamir séu tilbúnir að skríða úr þeim.
Mamma syngur fyrir þau og lofar að vaka yfir
þeim, en jafnvel mömmur þurfa að sofa, og
meðan mamma sefur á verðinum veltur eitt
eggið frá hópnum. Þegar mamma vaknar flnn-
ur hún ekki nema átta egg, hvemig sem hún
telur: Fiarkinn er horfmn. Mamma pakkar í
skyndi niður i tösku og leggur af stað að leita
að honum og leggur sig í mikla lifshættu - eins
og mömmur gera fyrir börnin sín.
Meðan hún leitar kemur unginn úr egginu á
allt öðrum stað og hrópar á mömmu sína en
bergmálið eitt svarar honum. Hann reikar
villtm- um og rekst á sofandi dreka sem hann
vekur af því hann veit ekki hvað drekar eru
mikil skaðræðiskvikindi. Svo heppinn er litli
unginn að drekinn er nýbúinn að hesthúsa
heila risaeðluhjörð svo honum er hlíft i þetta
sinn. „Komdu aftur eftir viku, þá gehn-ðu orð-
ið konfektmolinn minn á nammidegi," segir
drekinn, og unginn spyr: „Vika? Er það langt?“
Eftir talsvert hættuleg samskipti fellst drekinn
þó að lokum á röksemdir ungans um að betra
sé að eiga lifandi vin en skyndibita - betra sé
að vera tveir en einn. Þá hefur drekinn líka
lent í stóra fljótinu og hlaupið ...
Leikritið um nýfædda risaeðluungann, sem
Bára kemur með á Listahátíð frá Pero-leikhús-
inu í Stokkhólmi, er bráðskemmtilegt og hæfi-
lega háskalegt. Þar fer enginn í grafgötur um
að sum dýr lifa á öðnnn dýrum en eins og
gjaman er í góðum ævintýrum borgar sig að
vera djarfur og framkvæma hugmyndir sínar
hiklaust. Persónusköpun er skýr í verkinu,
unginn er óttalegur kjáni, mamma er góð og
drekinn vondur (þangað til hann verður góð-
ur); beinagrindin sem unginn hittir í iðrum
jarðar er æsandi ólíkindatól en reynist þó vel.
Bemska og reynsluleysi ungans kætir unga
leikhúsgesti endalaust - að hann skuli ekki
vita hvað hægri er og ekki hvað sjö dagar era
langur tími! Þversagnirnar skemmta svo eldri
gestum - eins og þegar unginn reynist vita að
dauðadæmdir menn eiga rétt á hinstu ósk. Sú
vitneskja er sennilega í genunum!
Bára leikur ein allar persónur og fór létt
með fjörug samtölin. Henni til fúlltingis var
sellóleikarinn Katrin Forsmo sem framleiddi
áhrifshljóð og lék undir söng Bám. Risaeðlum-
ar era leikfong og beinagrindin líka en drek-
inn er brúða eftir Helgu Amalds af því taginu
sem leikarinn klæðir sig í að hluta þannig að
hann verður furðulega lifandi. Skemmtilegast
var að sjá Bám klæða sig í skó drekans og
teygja hann langt upp fyrir haus, gera hann
þannig óendanlega miklu stæmi en ungann
litla.
Textinn ber þess ofurlítil merki að vera
venjulega fluttur á sænsku; til dæmis verpir
maður eggjum á íslensku en leggur þau ekki,
og kveðskapurinn var að mestu laus við hefð-
bundin brageinkenni. En einmitt þannig urðu
söngvamir lika afskaplega bamslegir og hittu
beint í hjarta áheyrenda. Eins og sagan öll.
Silja Aðalsteinsdóttir
Pero-lelkhúsiö í Stokkhólmi sýnir í Geróubergi: Týnd-
ar mömmur og talandi beinagrindur eftir Báru Lyngdal
Magnúsdóttur. Sellóleikarl: Katrin Forsmo. Leikstjór-
ar: Peter Engkvist og Magnus Lundblad.
Sýningin er á dagskrá Listahátíöar og veröur sýnd í
Geröubergi á laugardag og sunnudag kl. 14 og 15.
Maddama, kerling,
fröken, frú...
Annað kvöld kl. 20 verður
sérstæð uppákoma kringum
höggmyndir Sigurjóns Ólafs-
sonar í listasafni hans á
Laugarnestanga sem jafn-
framt er opnun sýningarinn-
ar „Konan - Maddama, kerl-
ing, fröken, frú ...
Sigurjón vann fjölda verka
sem báru nafn konunnar eða
lýstu henni á einn eða annan hátt. Sígild lista-
verk, ekki síst í myndlistinni, eiga sér marga
túlkunarfleti og hver kynslóð skoðar og upplif-
ir verkin út frá eigin forsendum. Við opnunina
flytja eftirtaldar skáldkonur
eigin ljóð, sem þær hafa
samið sérstaklega við verk
Sigurjóns á sýningunni: Guð-
rún Eva Mínervudóttir,
Fríða Á. Sigurðardóttir, Þór-
unn Valdimarsdóttir, Kristin
Ómarsdóttir, Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Linda Vil-
hjálmsdóttir, Elísabet K. Jök-
ulsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigurbjörg
Þrastardóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir og Vig-
dís Grímsdóttir.
Gestir sem skoða sýninguna síðar geta hlýtt
á lestur skáldkvennanna af geisladiski um leið
og þeir skoða höggmyndimar, einnig geta þeir
keypt diskinn og sýningarskrá með ljóðum og
myndum. Sýningin er liður á dagskrá Listahá-
tíðar í Reykjavík og stendur til 30. júní. Lista-
safn Sigurjóns er opið alla daga nema mánu-
daga milli kl. 14 og 17.
Myndir af byltingunni
Kl. 12.30 í hádeginu á morgun heldur Jón
Ólafsson heimspekingur erindi 1 Listasafhi ís-
lands í tilefni af sýningunni Hin nýja sýn -
rússnesk list frá raunsæi til framúrstefnu. Er-
indi hans ber heitið Myndir af byltingunni og
verður flutt í kaffistofunni þannig að áheyr-
endur geta nartað í rússneska smárétti meðan
þeir hlusta.
Söngtónleikar
Annað kvöld kl. 20 halda þau Anna Alex-
andra, sópran, Védís Guðmundsdóttir, flauta,
og Guðmundur H. Guðjónsson, píanó, tónleika
i Salnum í Kópavogi. Á efhisskrá eru sönglög
og aríur eftir Hándel, Bach-Gounod, Grieg,
Mozart, Lehár og Rossini, ásamt verkum fyrir
flautu eftir Maraes og Popp.
Anna Alexandra Cwalinska sópransöngkona
lauk söngnámi frá Fryderyk Chopin tónlistar-
skólanum í Poznan í Póllandi og mastemámi
frá tónlistarakademíunni í Poznan. Síðan hef-
ur Anna tekið þátt í fjölda tónleika í heima-
landi sínu og Þýskalandi, Italíu og Austurríki
og verið kórstjómandi og kennari.
Þetta er allt aö koma
Mál og menning hefur end-
urútgefið í kilju skáldsöguna
Þetta er allt að koma eftir Hall-
grím Helgason. Bókin kom
fyrst út 1994 og vakti mikla at-
hygli og viðbrögð enda snörp
úttekt á samtíma höfundar í ís-
lensku menningar- og listalífi.
Þetta er allt að koma fjallar
á opinskáan hátt um stormasaman æviferil
hinnar dáðu listakonu Ragnheiðar Birnu, allt
frá getnaði til nýjustu sigra hennar i lífi og list.
Af hispursleysi og vandvirkni segir höfundur
frá erfiðri baráttu Ragnheiðar og leit hennar
að hinum hreina tóni. Byggt er á itarlegum
viðtölum við Ragnheiði sjáifa um ástir hennar
og áhugamál auk vitnisburðar samferðamanna
hennar. Útkoman verður „ógleymanleg bók um
ógleymanlega manneskju sem hefur helgað sig
listinni og fegurðinni og veitt birtu og gleði inn
í líf svo margra," eins og segir í kynningu. Um
hana sagði Kolbrún Bergþórsdóttir i Morgun-
póstinum: „Þetta hlýtur að vera fyndnasta bók
ársins. Reyndar held ég að það þurfi að leita
einhver ár aftur í tímann til að finna jafh
fyndna fslenska skáldsögu."