Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Qupperneq 13
13
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
PV__________________________________________________ - Útlönd
Bændur í Simbabve fengu
frest eftir dómsúrskurð
Um 4500 hvítir bændur í
Simbabve, sem samkvæmt fyrir-
skipun stjómvalda hafði verið gert
skylt að yfirgefa býli sin fyrir mið-
nætti í gær til að rýma til fyrir
þeldökkum, fengu í gær óvæntan
frest þegar hæstiréttur landsins úr-
skurðaði að stjórnvöld hefðu ekki
lagalega heimild til að gera eignar-
nám í jörðum þeirra nema gera lán-
ardrottnum, sem eiga veð í jörðun-
um þeirra, fyrst viðvart.
Þetta er þó aðeins gálgafrestur
því stjómvöld hafa hótað að tilskip-
un þeirra komi til framkvæmda eft-
ir sem áður og hafa hótað bændum
handtökum og allt að tveggja ára
fangelsi yfirgefi þeir ekki jarðir sín-
ar strax.
Engar fréttir höfðu í morgun
borist af aðgerðum stjórnvalda, en
þrátt fyrir dómsúrskurðinn höfðu
um helmingur bændanna yfirgefið
jarðir sínar i gær vegna ótta við
hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda.
Alan Parson, einn talsmaður bænd-
anna, sagði að viðtæk samstaða
væri þó meðal þeirra sem neitað
hefðu að gefast upp um að bíða og
sjá til hveming mál þróuðust. „Það
er auðvitað mikil spenna en menn
eru staðráðnir í að gæta réttar síns.
Úrskurður hæstaréttar nær til
flestra býlanna og við verðum því
bara að bíða og sjá til hvað gerist
næstu sólarhringana," sagði Par-
son.
Jenni Williams, talsmaður bar-
áttusamtaka hvítra bænda, sagði í
gær að hún ætti frekar von á þvi að
aðgerðir hæfust í dag. „Þeir hafa
þegar sett sig í samband við suma
bændurna og hótað þeim öllu illu,“
Hjónin Jenny og Ben Norton voru meöal þeirra sem yfirgáfu býli sitt í gær af sagði Williams. Talsmenn lögreglu
ótta viö hugsanlegar aögerðir stjórnvalda. Þau hafa búiö á jörö sinni í yfir segjast þó ekki hafa fengið nein fyr-
fjörutíu ár og telja eins og fiestir aögeröir stjórnvalda óréttlátar og ólöglegar. irmæli um aðgerðir.
Býli yfirgefiö eftir fjörutíu ára búsetu
REUTERSMYND
Segiskútusýning í Richmond
Áhugasöm börn fylgjast hér með bandarísku herskútunni Lady Washington á siglingu nálægt Richmond í Bresku-
Kólumbíu í Kanada, en um helgina fer þar fram sýning á tuttugu gömlum segiskútum. Eftir helgina munu skúturnar
síöan sigla niöur til Seattle, San Francisco, Los Angeles og San Diego, þar sem þær veröa til sýnis næstu mánuöina.
Ariel Sharon kallar heima-
stjórn Arafats morðingjagengi
Holly og Jessica
Stelpurnar voru á Netinu aöeins
stundu áöur en þær hurfu.
Stúlknahvarfið:
Líklegt að þær
hafi verið tældar
burt á Netinu
Talsmaður lögregluyfirvalda í
Cambridgeshire í Englandi, sem fer
með rannsóknina á hvarfi skóla-
stúlknanna tveggja, þeirra Holly
Wells og Jessica Chapman, sagði í
morgun að lögreglurannsókn hefði
leitt í ljós að stúlkumar, sem eru tiu
ára gamlar, hefðu verið á Netinu
heima hjá Holly, aðeins stundu áður
en þær hurfu og það vekti upp grun
um að þær hafi verið tældar burt af
einhverjum sem þær hafi komist í
samband við.
Að sögn talsmannsins eru heimilis-
tölvur frá heimilum beggja stúlkn-
anna nú til rannsóknar og vonast er
til að hægt verði að rekja samböndin.
Þá kom einnig fram í gær að skóla-
stjórinn í skólanum þebra hafi varað
foreldra bréflega við því að ókunnugt
grunsamlegt par hefði sést á ferli i ná-
grenni skólans aðeins vikum áður en
stúlkumar hurfu á sunnudaginn, en
parið haföi flúið af vettvangi eftir að
hafa orðið uppvist af því að ónáða
börn á nærliggjandi leikvelli.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, kallaði heimastjórn Palest-
ínumanna „morðingjagengi“ sem
yrði að uppræta á sama tíma og
palestínsk sendinefnd ræddi við
háttsetta ráðamenn vestur í Was-
hington. Jafnháttsettir fulltrúar
hvorra tveggju hafa ekki hist í
marga mánuði.
Þrír ráðherrar heimastjómarinn-
ar ræddu í gær við Colin Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, og
Condoleezzu Rice þjóðaröryggisráð-
gjafa þar sem því var heitið að
reyna enn að binda enda á átökin
sem hafa staðið í 22 mánuði.
Fundarmenn vom þó ekki á einu
máli um þá áskorun Georges W.
Bush Bandaríkjaforseta frá því í
júní þegar hann hvatti Palestínu-
menn til að losa sig við Yasser Ara-
fat og velja sér nýjan leiðtoga.
Saeb Erekat, helsti samningamað-
ur Palestínumanna, sagði að hann
hefði fengið fullvissu um það í við-
ræðunum að miðað væri við stofn-
un sjálfstæðs palestínsks ríkis.
Colin Powell sagði eftir fundinn
að hann hefði flutt Palestínumönn-
um þau boð að Bush forseti væri
staðráðinn í að gera allt sem í hans
valdi stæði til að þoka friðarviöræð-
unum áfram.
REUTERSMYND
Sólskinsbros í Frans
Margrét Þórhildur Danadrottning og
Henrik drottningarmaöur voru glöö í
sinni í frönskum kastala sínum.
Danadrottning
segir brúðkaups-
tal ekki tímabært
Margrét Þórhildur Danadrottning
sagði í gær að enn væri of snemmt
að tala um brúðkaup Friðriks krón-
prins og unnustu hans, Mary Don-
aldson.
„Þetta fellur undir einkalífið. Það
er ekki tímabært að tala um brúð-
kaup og ég hef ekki hitt vinkonu
krónprinsins," sagði Margrét Þór-
hildur í gær þegar hún og Henrik
drottningarmaður tóku á móti
fréttamönnum í kastala Henriks,
Ca'ix, skammt frá borginni Cahors í
suðvesturhluta Frakklands.
Fundir drottningar og manns
hennar með fréttamönnum í Ca'ix
eru árlegur viðburður. Henrik brá
heldur ekki út af þeirri venju í gær
að bjóða fréttamönnum að smakka
vín sem hann framleiðir.
í kastala drottningarmanns eru
framleiddar um 120 þúsund flöskur
af víni árlega. Helmingur þeirra er
seldur í Frakklandi, íjórðungur i
Danmörku og fjórðungur annars
staðar í heiminum.
Bókhaldssukkið
hjá WorldCom
vindur upp á sig
Stjórnendur gjaldþrota fjarskipta-
fyrirtækisins WorldCom upplýstu í
gær að komið hefði í ljós að 3,3
milljarða dollara tekjur til viðbótar
hefðu verið ranglega færðar í bók-
hald fyrirtækisins. Bókhaldssukk
fyrirtækisins nemur því rúmum sjö
milljörðum dollara.
Innanhússeftirlit leiddi í ljós að
milljarðamir 3,3 hefðu veriö rang-
lega færðir frá árinu 1999 til fyrsta
ársfjórðungs 2002. Áður hafði fyrir-
tækið upplýst að 3,85 milljarða doll-
ara kostnaður hefði ranglega verið
færður sem langtímafjárfesting. Það
var gert til að fela tap á rekstrinum
frá árinu 2001.
Þessar nýju upplýsingar kunna
að auka enn á vanda fjármálamark-
aða sem hafa átt undir högg að
sækja undanfarna mánuði.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hefur látið bókhaldssvik og
annað misferli fjölmargra banda-
rískra stjórfyrirtækja aö undan-
fómu mjög til sín taka. Hann hefur
hvatt til aukinnar siðvæðingar með-
al fyrirtækjanna og vUl að þeir sem
gerist sekir um svik verði sóttir til
saka og þeim refsað.
Atvimia
Vilt þú fá upplýsingar um ATVINNU I BOÐI
beint í farsímann þinn?
Sendu þá SMS-skeytið SMART ATVINNA
á þitt þjónustunúmer.
Við sendum þér SMS með upplýsingar
um Atvinna í boði frá DV.
iNýTTI
99
kr./stk.
Hmamœ&í
kr./stk.
Vilt þú fá upplýsingar um HÚSNÆÐI
beint í farsímann þinn?
Sendu þá SMS-skeytið SMART IBUD á þitt
þjónustunúmer. Við sendum þértil baka
upplýsingar um Húsnæði í boði frá DV.
Stefnuitiot
Ert þú að leita að spennandi stefnumóti?
Viltu kynnast manni eða konu?
Vilt þú fá upplýsingar um karla og konur sem
vilja hitta þig, beint í farsímann þinn?
Sendu þá SMS-skeytið SMART KVK til að
kynnast konum eða SMART KK til að kynnast
manni á þitt þjónustunúmer.
Viðsendum þértil baka upplýsingar frá
Einkamáladálki DV.
iS.maQgj sms