Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 29 # Úrslitin: Islandsmót unglinga í golfi 2002: - Jaðarsvöllur, Akureyri Strákaflokkur (13 ára og yngri): 1. Snorri Páll Ólafsson, GR .... 232 Hringirnir: 75-81-76 2. Bjöm Guðmundsson, GA .... 246 Hringirnir: 86-80-80 3. Sigurður Jónsson, GSG .....252 Hringirnir: 79-86-87 4. Axel Bóasson, GK...........254 5. Gunnar Friörik Gurmarsson, GR 257 Drengjaflokkur (14-15 ára): 1. Þórður Rafh Gissurarson, GR . 235 Hringirnir: 81-77-77 2. Sigurbergur Sveinsson, GK . . 237 Hringirnir: 78-77-82 3. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 240 Hringirnir: 75-82-83 4. Amar V. Ingólfsson, GH......242 5. Guðni Birkir Ólafsson, GKj .. 244 6. Sigurður Pétur Oddsson, GR . 245 7. Kristján V. Þórarinsson, GK . . 249 8. Ólafur B. Loftsson, NK......250 9. Sigurður Björn Bjömsson, GK 251 10. Vignir Jónsson, GK ........254 Piltaflokkur (16-18 ára): 1. Magnús Lárusson, GKJ ........229 Hringirnir: 78-75-76 2. Karl Haraldsson, GV .........231 Hringirnir: 81-76-74 3. Hjörtur Brynjarsson, GSE....231 Hringirnir: 77-77-77 4. Siguröur Rúnar Ólafsson, GKG 234 5. Atli Elíasson, GS ...........237 6. Rúnar Óli Einarsson, GS .... 240 7. Elmar Geir Jónsson, GS......246 8. Aifreð Brynjar Kristinsson, GR 246 9. Torfi S. Gíslason, GS .......247 10. Haraldur Sigurðsson, GR . . . 247 missti af á síðasta ári,“ sagði Snorri um íslandsmeistaratitil sinn. Þakkar starfsmönnunum „Stutta spilið gekk mjög vel hjá mér í mótinu. Ég hafði spilað þarna nokkrum sinnum áður og var búinn að æfa vel. Það var frábært veður og allar aðstæður mjög góðar," sagði hann enn fremur og vildi þakka sér- staklega starfsmönnum mótsins fyrir frábæra umgjörð og góða vinnu. „Ég stefni á að verða atvinnumað- ur erlendis í framtíðinni. Ég veit að til þess að ná því þá þarf ég mikinn aga og markvissar og stífar æfingar," sagði Snorri Páll einbeittur á svip en hann hefur æft golf í átta ár eða síð- an að hann var fimm ára en foreldr- ar hans eru báðir á kafi í golfmu hjá GR. -ÓÓJ Þóröur Rafn Gissurarson úr GR sést hér slá upp úr sandgryfju en hann iék af miklu öryggi tvo síöustu daga mótsins og lenti sjaldan í svona slæmri aöstööu. GR-ingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Snorri Páll Ólafsson: Vinirnir unnu Magnús Lárusson úr Kili íslandsmeistari pilta: Gerði færri mistök íslandsmót unglinga í golfi: Hér til vinstri sést Snorri Páll Ólafsson pútta en aö neðan eru þeir félagar úr GR og bestu vinir, Snorri Páll og Þóröur Rafn Gissurarson. Það stóöst þeim enginn snúninginn á íslandsmótinu á Jaöarsveili á Akureyri um síðustu helgi og unnu þeir báöir sína flokka. DV-myndir Óskar Tveir vinir og félagar úr GR urðu á dögunum Islandsmeistarar í yngri flokkunum hjá strákum. Snorri Páíi Ólafsson vann strákaflokkinn með yf- irburðum og Þórður Rafn Gissurar- son kórónaði tvö glæsileg ár í drengjaflokknum þar sem hann vann bæði íslandsmótið og holukeppnina annað áriö í röð. Náttúruorkan Þórður Rafn byrjaði ekki vel á fyrsta deginum en kom sterkur til baka og vann að lokum með tveimur höggum eftir harða baráttu. „Ég stefndi bara að því að bæta mig eftir fyrsta daginn en púttin mín voru þá léleg,“ sagði Þórður sem var þá sex höggum á eftir efsta manni. „Móðir mín kom þá til mín og sagðist ætla að fylla mig af náttúruorku. Hún fór með mig út fyrir bæinn svo ég gæti sloppið við streituna, fyllti mig af náttúruorku og eftir það kom ég mjög sterkur inn,“ sagði Þórður sem segist hafa barist mest við Guðjón Hilmars- son úr GKG um sigurinn á mótunum en Guðjón lent í þriðja sæti á þessu móti. í öðru sæti var Keilisstrákur- inn Sigurbergur Sveinsson sem hafði tveggja högga forskot fyrir síðasta dag. Þórður segist vera sterkastur í stutta spilinu. „Núna ætla ég að æfa mig vel og ætla að koma sterkur inn á næsta ári þar sem ég fer upp i 16 til 18 ára flokkinn. Ég ætla mér að reyna að stríða þar eldri strákun- um,“segir Þórður sem segist ráðfæra sig oft við vin sinn og félaga í GR, Snorrra Pál Ólafsson sem lék frábær- lega á Akureyri og vann strákaflokk- inn með 14 höggum. „Við erum góðir vinir en það er engin keppni á milli okkar. Við spilum bara saman og höf- um gaman af því,“ segir Þórður um vinskap sinn við Snorra. Snorri Páll vildi ekki gera mikið úr yfirburðum sínum eða góðu skori. „Ég er mjög ánægður með mótið. Það gekk kannski ekki alveg nógu vel á öðrum deginum en ég lét það ekki hafa áhrif á mig og hélt ótrauður áfram. Ég spila bara mitt golf og það var tak- markið að ná í gullið sem ég Magnús Lárusson sýndi að Kjölur framleiðir ekki að- eins efnilega kvenkylfmga þegar hann tryggði sér ís- landsmeistaratitilinn í piltaílokki en þetta var í fyrsta sinn sem hann verður íslandsmeistari. „Ég er eini strákurinn sem er að berjast um efstu sæt- in hjá félaginu en stelpurnar hafa verið að standa sig vel undanfarin ár. Það eru síðan fullt af ungum kylfingum að koma upp,“ sagði Magnús sem hafði tveggja högga forskot á íslandsmótinu þegar keppninni lauk. Byrjaöi ekki vel „Þetta var erfið keppni. Ég byrjaði ekki vel og var í fjórða sæti eftir fyrsta daginn, tveimur höggum á eftir forustumanninum. En ég lék betur annan daginn, náði þá forustunni og átti þá eitt högg á manninn í ööru sæti. Ég lék síðan bara öruggt sfðasta daginn, stefndi að því að hitta brautirnar og flatirnar og þvi aö ná pörunum,“ seg- ir Magnús en honum hafði gengiö ágætlega á íslandsmót- um fyrri ára þrátt fyrir að fyrsti titillinn hafi ekki kom- ið fyrr en um síðustu helgi. „Ég hafði einu sinni verið í þriðja sæti og einu sinni í öðru sætinu og það var meira gaman og öllu skemmtilegra að ná í sjálfan íslandsmeistaratitilinn." Sló vel Magnús var ánægður með spilamennsku sína á Jaðarsvellinum. „Ég sló mjög vel og gerði færri mistök heldur en hinir. Ég var búinn að fara eina ferð á völlinn og spilaði síðan þarna á Toyota-mótaröðinni og hafði þvi spilað þarna fimm til sex hringi þegar ég kom á mótiö. Jað- arsvöllurinn er nokkuð öðruvísi en Hlíðavöllur- inn hjá okkur. Hann er með harðar flatir og er fljótur að refsa," segir Magnús sem er aö keppa á íslandsmóti fullorðinna nú um helgina. „Ég ætla að reyna að stríða þeim aðeins," segir Magnús sem varð í öðru sæti á meistaramóti Kjalar í ár. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.