Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 1
4 i i i i 4 i i i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 DAGBLAÐIÐ VISIR 213. TBL. - 92. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK ■ ROSABALLIÐ I iRAGERÐI. BLS. 45 Embætti ríkissaksóknara: Akærum vegna kynferðis- brota á bórnum fjölgar - sönnunarstaöan afar erfið, segir forstööumaður Barnahúss Ákærum ríkissaksóknara vegna kynferðisbrota gegn bömum fjölg- aði mikið á síðasta ári, miðað við árin á undan. Samkvæmt upplýs- ingum frá embætti ríkissaksóknara voru 10 slíkar ákærur lagöar fram árið 1998. Árið 1999 voru ákærurnar 15 talsins, árið 2000 voru þær 11 en árið 2001 voru þær 28. Það sem af er þessu ári hafa 10 ákærur vegna kyn- ferðisbrota gegn bömum verið lagð- ar fram. Tekið skal fram að í hverri ákæru getur verið um fleiri en eitt brot aö ræða gegn sama brotaþola. Þá eru ekki tiltekin brot gegn 209. gr. al- mennra hegningarlaga sem tekur meðal annars til kynferðislegrar áreitni gegn bömum sem eru 14 ára og eldri. Það vekur athygli hversu lítið brot af þeim málum sem fara til skýrslutöku fyrir dómi í Bamahúsi eða héraðsdómi leiða til ákæru. Að því er fram hefur komið í DV komu 67 böm til skýrslutöku í Bamahúsi árið 1999. Næsta ár á eftir voru þau 45 talsins og á síðasta ári 44. Það sem af er þessu ári hafa 26 böm komið í Bamahús til skýrslutöku fyrir dómi. Áður en breyting varð á réttar- farslögum 1. maí 1999 tóku lögreglu- menn skýrslur af brotaþolum, með aðstoð kunnáttumanns ef því var að skipta. Eftir breytinguna eru slikar skýrslutökur á ábyrgð dómara. Um er að ræða fyrstu rannsóknar- skýrslu, og jafnframt yfirleitt þá einu sem tekin er af brotaþola. Markmiðið með því er að hlífa bam- inu við frekari skýrslutökum. Tekin er skýrsla í öllum málum þar sem kæra liggur fyrir vegna gruns Um kynferðisafbrot gegn bömum. „Þessar tölur sýna muninn á kærðum málum og ákærðum mál- um sem er vafalaust í öllum afbrota- flokkum töluverður,“ sagði Vigdís Erlendsdóttir, forstöðumaður Barnahúss, þegar DV bar þessar töl- ur undir hana. „í kynferðisbrota- málum er sönnunin afar erfið. Sagt er að í undir fmun prósentum til- vika finnist læknisfræðileg sönnun- argögn, svo sem rofið meyjarhaft, lífsýni og þess háttar. Brotaþoli er yfrrleitt einn til frásagnar og svo meintur gerandi. Þeirra framburði ber sjaldnast saman eins og gefur að skilja. Yfirleitt era ekki vitni að slíkum atburðum. Sönnunarstaðan er því afar erfið. Ákæravaldið þarf að sýna fram á sekt og hjá þvi ligg- ur sönnunarbyrðin." -JSS Skaftárhlaup: Nær há- marki í nótt Hlaup sem hófst í Skaftá um klukkan 18 í gærkvöld var enn í jöfnum vexti þegar blaðið fór í prentun í morgun. Var það þá komið yfir 350 rúmmetra á sek- úndu sem er um helmingur af þvi sem mest mældist í hlaupinu sem þama varð i júní. Upptök hlaupsins nú eru í Skaftárjökli við norðurenda Langasjávar. Tveir sigkatlar eru í jöklinum en talið er að hlaupið nú sé ekki úr sama sigkatli og í sumar. Bjami Kristinsson, vatnamæl- ingamaður hjá Orkustofnun, segir að það komi væntanlega í ljós um hádegið hvort aukningin á vatnsrennslinu verði með þeim hætti að búast megi við stærra hlaupi en í sumar. Vatnamælingamenn munu væntanlega fara að upptökum hlaupsins ef fært verður með þyrlu í dag. Bjami segir að búast megi við að hlaupið nái hámarki í nótt eða á morgun. Ekki er þó reikn- að með að það valdi tjóni á veg- um eða öörum mannvirkjum. „Oft á tiðum fer þó vegarstubbur niður í Skaftárdal undir vatn en það á samt að vera hægt að kom- ast þar yflr á stórum bílum,“ segir Bjami Kristinsson. Tveir vatnamælingamenn Orkustofnunar voru á svæðinu í morgun og fleiri voru þá á leið- inni. Gert er ráð fyrir að flmm vatnamælingamenn fylgist með hlaupinu í dag. -HKr. Elskar HP-sósu Tariq Aziz, aðstoðarforsætis- ráðherra íraks og hægri hönd Saddams Husseins, sem mikið hefur verið í fréttum að undanfomu, mun vera sjúkur í svokallaða HP-sósu og aldrei borða málsverð án þess að krydda réttinn rækilega með sósunni. Það var breski þingmaðurinn George Gallo- way sem vakti athygli umheimsins á þessu eftir að hann kom úr heimsókn frá írak í vikunni. -EK ■ wm ■ Olafur Davios mótl Björgólfi T Björgólfssyni 0« Guðmundssyni fundi einkavæðin og Samson-hópsi ' DV-mynd 24 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM VINNUVÉLAR: Líf mitt snérist um jarðýtur 17-40 VEIÐIVÖTN: Stærsti urriðinn á flugu síðan veiðar hófust 51 Nyia Pixel Plus ^ tæknin frá Philips kallar fram betri myndgæði en áður hefur þek! VERÐI h á okku, 32" Philips Pixel Plus tækið hefur sópað að sér verðlaunum og | uwotmni fékk nýverið EISA verðlaunin sem besta sjónvarp Evrópu 2002-2003.1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.