Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Björgvin lék á pari Björgvin Sigurbergsson hóf keppni á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Five Lakes-golfvellinum í Englandi í gær. Hann lék fyrsta hringinn á 72 högg- um eða á pari vallarins og er í 44.-55. sæti. Hann fór 13 holur á pari, þrjá fugla, einn skolla og einn skramba. Félagi hans úr Keili, Ólafur Már Sigurðsson, tek- ur einnig þátt í sama móti og fór fyrsta hringinn á 77 höggum. Þeir halda keppni áfram í dag og eftir ann- an hring kemur í ljós hvort þeir komast í gegnum nið- urskurðinn. -JKS Start leitar að nýjum þjálfara Norska liðið Start leitar að þjálf- ara til að rétta félagið við og koma þvl upp í efstu deild í fyrstu at- rennu. Start er langneðst í norsku úrvalsdeildinni og er þegar fallið þótt Qórum umferðum sé enn ólok- ið. Guðjón Þórðarson tók sem kunn- ugt er við liðinu í júlí en þá var staða liðsins allt önnur en glæsileg. Forráðamenn báru þá von í brjósti að Guðjóni tækist að koma liðinu inn á réttar brautir og bjarga liðinu hið minnsta frá falli. Það hef- ur ekki gengið eftir en samningur sem Guðjón gerði við Start var þó aðeins út þetta tímabil. Nú er ljóst að Start ætlar að ráða nýjan þjálfara og þykir ekki ólíklegt að Bárd Wiggen, aðstoðarþjálfara verði boðin staðan en það er þó alls ekki víst. Wiggen er gamall heima- maður og hefur verið aðstoðarþjálf- ari hjá Start í þrjú ár. -JKS Símadeild karla í knattspyrnu: Tíu fengu bann í lokaumferðinni Á fundi aganefndar Knattspymu- sambands íslands i gær voru tíu leikmenn í Símadeild karla dæmdir í eins leiks bann en lokaumferðin í deildinni fer fram á laugardaginn kemur. Leikmennimir sem hér um ræð- ir, Bjami Geir Viðarsson, Ingi Sig- urðsson og Kjartan Antonsson, allir úr ÍBV, verða því fjarri góðu gamni í leiknum gegn FH. Framarar, sem etja kappi við KA í lokaumferðinni, verða án þeirra Bjama Hólm Aðal- steinssonar og Sævars Guðjónsson- ar en KA leikur án Dean Martins. Gunnar Þór Pétursson úr Fylki og Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari liðsins, verða í banni þegar Fylkir sækir ÍA heim á Skagann og Kefl- víkingurinn Kristján Helgi Jó- hannsson og Þórsarinn Óðinn Áma- son fengu sömuleiðis leikbann. Þá var Fylkir dæmdur til að greiða 10 þúsund króna sekt vegna brottvísunar þjálfara liðsins í leikn- um gegn KR um síðustu helgi. -JKS Körfuknattleiksliö Þórs: Pétur hættur Pétur Guðmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari og framkvæmdastjóri Körfuknatt- leiksdeildar Þórs frá Akureyri, en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ekki er skýrt frá ástæðum uppsagnar öðravísi en á þann hátt að þetta sé vegna fjárhagsstöðu félagsins. Pétur var ekki við störf hjá fé- laginu nema í um hálfan mánuð, en hann var ráðinn í byrjun sept- ember. Þórsarar ætla að hefja leit að nýjum þjálfara nú þegar enda styttist óðum í að keppni í úr- vailsdeildinni hefjist. -PS Körfuknattleikur: Harlem Globetrotters til íslands í nóvember - sýningar á fimm stööum á landinu Hinir heimsþekktu körfuknatt- leikssnillingar í bandaríska sýn- ingarliðinu Harlem Globetrotters koma til íslands í nóvember og ^ verður þetta fjóröa heimsókn liðsins til landsins. Ákveðið hef- ur verið að vera með fimm sýn- ingar víðs vegar um landið; Reykjavík, Reykjanesbæ, Egil- stöðum, Sauðárkróki og á Akur- eyri. Miðasala á sýningarnar hefst fljótlega en hægt verður að nálg- ~4 ast aðgöngumiða á sölustöðum Heklu um allt land og í síma 5907270. Þá verður áskrifenda- klúbbur ÍU, M12, með sértilboð til áskrifenda sinna. Harlem Globetrotters vekur gríðarlega athygli hvar sem liðið kemur fram til sýningar enda hafa liðsmenn skemmt áhorfend- um um árabil fyrir snilli sína og tækni sem ekkert annað lið getur státað af. -JKS » mm saBBí1; 12* ■ mm f £ v '< mss&. Sigurður Donys fyrir utan grunnskólann á Vopnafiröi í gær en hann heldur utan að nýju eftir hálfan mánuð og æfir með Middlesbrough í sex vikur. Fleiri lið sýna þessum 16 ára Vopnfiröingi áhuga. DV-mynd Jón Sigurður Donys, 16 ára gamall leikmaður Einherja á Vopnafirði: Boðinn samningur hjá Middlesbrough - Newcastle og Manchester United fylgjast einnig með stráknum Sigurði Donys, 16 ára gömlum Vopnflrðingi, hefur verið boðinn samningur hjá enska úrvalsdeild- arliðinu Middlesbrough. Enska liðið bauð Sigurði utan til æfinga fyrir skömmu og eftir fjögurra daga veru hjá félaginu var honum boðinn samningur. Sigurður hreif Steve McClaren, knattspyrnu- stjóra Middlesbrough, upp úr skónum en Sigurður lék einn æf- ingaleik með 19 ára liði félagsins og skoraði tvö mörk. Vitað er um áhuga fleiri liða og á enskum netmiðlum í gær kom fram að Newcastle fylgdist vel með gangi mála og Steve McCl- aren yrði því að vera fljótur til en þess má geta að leikmannamark- aðurinn í Englandi opnast ekki fyrr en eftir áramótin. Sigurður staðfesti í samtali við DV f gær að Manchester United hefði óskað eftir að fá hann til æflnga fyrir skömmu en ekki hafi orðið af því þar sem aðilar hefðu ekki komið sér saman um tímasetningu. Af því gæti orðið síðar en Sigurður er aftur á leiðinni utan til Eng- lands. Lék í utandeildinni í sumar Sigurður lék með Einherja í sumar í utandeildarkeppninni auk þess sem hann lék með 3. flokki félagsins í keppni sjö manna liða. í fyrravetur lék hann með Þór frá Ákureyri i íslands- mótinu innanhúss og það var þar sem hjólin fóru að snúast og í framhaldinu var honum boðið ut- an til æfinga hjá Middlesbrough. Sigurður hefur æft með 17 ára landsliði íslands en var ekki val- inn f hópinn sem keppir í riðla- keppni Evrópumótsins sem fram fer hér á landi um helgina. Hann tók sér frí frá skólanámi í vetur og vinnur í sláturhúsinu á Vopna- firði þessar vikurnar. Spenntur fyrir aö leika er- lendis „Það var mjög spennandi að æfa með Middlesbrough og mér gekk bara vel á æfingum og eins í æfmgaleiknum sem ég tók þátt í. Enska liðið bauð mér samning áð- ur en ég fór heim en ég vil hugsa mitt mál áður en ég tek ákvörðun um slíkt. Ég er hins vegar mjög spenntur fyrir því að leika erlend- is en tíminn á eftir að leiða þetta allt saman i ljós. Middlesbrough hefur boðið mér aftur til æfinga í sex vikur og fer ég aftur utan eft- ir hálfan mánuð,“ sagði Sigurður Donys í samtali við DV. Hann sagði að Newcastle hefði einnig fylgst með sér þegar hann lék umræddan æfíngaleik og Manchester United hefði boðið honum að æfa með félaginu en það hefði ekki gengið eftir. Hann sagðist vita að United myndi fylgj- ast með honum þegar hann færi aftur til Middlesbrough. Atvinnumaöur eöa á leik- skóla eins og mamma „Ég hef svona innst inni gengið með það í maganum að gerast ein- hvern tímann atvinnumaður í knattspyrnu eða þá að vinna á leikskóla eins og mamma. Ég hef lengi fylgst með ensku knatt- spyrnunni og hef fylgt Manchest- er United að málum og þá sérstak- lega vegna þess að David Beck- ham er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ sagði Sigurður Donys. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.