Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 9
MIÐVKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 9 DV Fréttir Afhendingu frystiskipsins Hannover til Samherja seinkar um fimm mánuði: Drátturinn raskar áætlunum félagsins - leitast við að koma áhöfnum í afleysingapláss Mikil seinkun hefur orðið á af- hendingu frysti- skipsins Hannover sem Samherji keypti frá Deutsche Fischfang Union. Sam- hliða sölu Bald- vins Þorsteins- sonar til DFFU I Þýskalandi var ákveðið að kaupa Hannover í staðinn sem er 1.225 brúttólestir að stærð og smíðað árið 1994. Samið var við skipa- smíðastöð í Riga í Lettlandi um gagngerar breytingar á skipinu, þar sem það yrði lengt um 18 metra og því breytt í fjölveiðiskip, svipuðu Vilhelm Þorsteinssyni. Upphaflega var gert ráð fyrir að Samherji gæti sent skipið á veið- ar í lok maí en nú liggur fyrir að skipið mun ekki komast á veiðar fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Kristján Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam- herja, sagði í samtali við DV i gær að þessi seinkun hefði raskað áætlunum félagsins. Ýmiss konar tilfærslur væru þekktar innan út- gerðarinnar vegna breytinga og Kristján Vilhelmsson. hefði orðið nokkurt umrót í rekstri félagsins á árinu. Búið væri að selja Baldvin Þorsteins- son, Kambaröstina og Akureyrina og kaupa Sléttbak í staðinn og fleira mætti nefna. Við sölu skipa þarf að segja áhöfn upp en félagið mun leitast við að finna sem flest- um pláss á öðrum skipum. Tæplega tvær áhafnir eru að jafnaði á hverju skipi Samherja og spurður hvort hluti skipverja sé ekki í lausu lofti vegna seink- unarinnar á afhendingu skipsins segir Kristján að fyrirtækið hafi leitast við að koma þessum mönn- um í afleysingapláss á öðrum skipum félagsins þar tiLnýja skip- ið kemur og má þar nefna að nokkur ný störf sköpuðust þegar rekstri Þorsteins EA var breytt í júní sl. Kristján segir aðspurður að drátturinn hafi vissulega óþæg- indi i för með sér fyrir Samherja, sé kostnaðaraukandi og veiðiáætl- anir hafi raskast. Kristján tekur enn fremur fram að ekki hafi ver- ið búið að ráða áhöfn á skipið. Samherji mun fara fram á dag- sektir vegna málsins. -BÞ Hannover til Samherja Guöbjörg ÍS 46 kemur til landsins. Skipiö varö síöan eign Samherja, síöan DFFU, undir nafninu Hannover, og er nú á leiö til Samherja aö nýju. Baldur siglir til Eyja Ferjan Baldur hefur hafið siglingar milli lands og Eyja þar sem ferjan Herjólfur er í slipp i Noregi næsta mánuðinn. Vestmannaeyingar eru margir afar óánægðir með stöðu sam- göngumála milli Eyja og lands og hafa 1.600 manns skrifað á undirskriftar- lista þar sem ófremdarástandi í sam- göngumálum er mótmælt. Óttast Eyja- menn að sitja uppi með vanmáttugan og hægfara Baldur meðan Herjólfur er úr leik. -hlh Hrun á heilsugæslunnar Óbreytt skipulag í heilsugæslu hér á landi mun leiða til hruns að áliti stjómar Félags íslenskra heimilis- lækna. Það þýði aö á endanum muni enginn læknir fást til að starfa innan hennar. Stjómin bendir hins vegar á að til- lögur sem Heilsugæslan í Reykjavík hefur lagt fyrir heilbrigðisráðherra til lausnar vanda heilsugæslunnar breyti engu um þá réttindabaráttu sem heimilislæknar standi í. Grand- vallarkrafa heimilislækna sé að þeir fái að njóta sömu starfskjara og aðr- ir sérfræðimenntaðir læknar. -JSS DV-MYND GVA Ný Europrisverslun Europris opnar á næstunni nýja verslun aö Skútuvogi 2. Undirbúningur er í fullum gangi en eftir er aö merkja húsnæöiö betur. Europris opnar nýja verslun Europris mun næstu daga opna nýja lágvöruverðsverslun að Skútuvogi 2. Verslunin verður ívíð minni en sú sem opnuð var að Lynghálsi 4 um miðjan júlí, um 1000 fermetrar, en vöruúrvalið það sama. Lárus Guðmundsson, einn aðstandenda Europris, er afar ánægður með þær móttökur sem Europris hefur fengið hér á landi. „Við bjóðum það gott verð og mikið vöruúrval að við vissum að það yrði mikið að gera. En búðin hefur verið full hjá okkur frá opnun og við viður- kennum fúslega að móttökurnar eru mun betri en við bjuggumst við,“ sagði Lárus. Opnun nýju verslunarinnar er ekki nákvæmlega tímasett en undirbúning- ur er í fullum gangi. Europris er upphaflega norsk versl- anakeðja með um 120 verslanir en verslun Europris við Lyngháls var sú fyrsta sem opnuð var utan Noregs. Verslanimar hér verða í innkaupasam- bandi við þær norsku og hafa aðgang að lager þeirra. Megináhersla verslana Europris er mjög lágt vöruverð. Aliar verslanimar eru reknar með viðskipta- leyfi eða „franchise", þ.e. hver verslun er rekin af sérstöku fyrirtæki. Fram- kvæmdastjóri Europris á íslandi er Matthías Sigurðsson, gamalreyndur í kaupmennskunni, oft kenndur við verslunina Víði. Auk hans og Lárusar kemur Ottó Guðmundsson að fyrirtæk- inu. -hlh Stolið úr bílum við bíó Þjófar brutust inn í fimm bíla fyr- ir utan kvikmyndahús borgarinnar í fyrrakvöld meðan vammlausir borgarar sátu og horfðu á stjömur hvíta tjaldsins. Farið var inn í bíla fyrir utan þrjú bíóhús og úr bílun- um stolið ýmsu, svo sem geislaspil- urum, farsímum og úr einum bíln- um í gærkvöld var nánast allt tekið sem hönd á festi, svo sem gleraugu, fatnaöur og ýmislegt fleira. Aðferð- in sem menn nota er yfirleitt sú sama, það er að brjóta hliðarrúður búa og táka svo til óspilltra mál- anna. „Þjófnaður úr bílum við bíó- húsin er vaxandi plága,“ sagði varð- stjóri lögreglu við DV í morgun. -sbs ÞINN LEIKUR Nýtt kortatímabil Bfldshöfða 20 • Sími: 577 2525 www.nevadabob.is "þú færð verðið ef til vill neðar ef þú prúttar við GAMLA DON" ÞIN VERSLUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.