Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 7
MIÐVKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 7 I>V Fréttir Ólíkar niðurstöður um stærð jarðskjálfta fyrir norðan: Mismunandi mæliaðferðir notaðar - ætlaðar mismunandi aðstæðum Stærsti jarðskjálftinn i hrin- unni sem varð norður af Eyja- firði i fyrradag kom fram á skjálftamælum víða um heim. Á mælum jarðskjálfta-upplýsinga- miðstöðvarinnar U.S. Geological Survey, USGS í Denver í Banda- ríkjunum, mældist skjálftinn sem varð klukkan 18.48 vera 5,8 á Richter. Voru upptök hans á um 10 km dýpi. Á vef EMSC-CSEM, samtaka jarðskjálftafræðistofn- ana í Evrópu, sem Veðurstofu Is- lands er aðili að, var greint frá skjálfta á þessum slóðum á sama tíma frá 5,2 og upp í 5,6 á Richtersskala en Veðurstofan gaf upp töluna 5,5. Á vef Veðurstofunnar er að finna upplýsingar um ástæður sem geta leitt til mismunar á upp- gefnum styrkleikatölum jarð- skjálfta. í grófum dráttum eru stærðir skjálftanna ýmist reikn- aðar út frá bylgjum sem fara í gegnum jörðina þ.e. Mb-bylgjum (b=body), eða yfirborðsbylgjum Ms (s=surface). Mb-kvarðinn er talinn ágætur fyrir skjálfta minni en 5,6 á Richt- er en vanmetur oftast stærri skjálfta. Fyrir skjálfta stærri en 5,5 á Richter er Ms-kvarðinn tal- inn heppilegri. Hann er reiknað- ur út frá bylgjum sem berast eft- ir yfirborði jarðar (s=surface). Einnig er til M1 stærð (l=local), fyrir skjálfta í næsta nágrenni mælanna. Hann vanmetur oftast stærðir jarðskjálfta sem eru meira en 5,5 á Richter. Til að mæla stærðir stórra skjálfta er talið best að miða við svokallaða breiðbandsmæla sem eru langt frá upptökunum, þ.e. i meiri fjar- lægð en 1/18 af ummáli jarðar. -HKr. Kærir til ráðherra Meirihluti sveitarstjómar Skeiða- og Gnúpveijahrepps hefur ákveðið að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfísáhrifum vegna fyrir- hugaðrar Norðlingaölduvirkjunar til umhverfisráðherra. Meðal þess sem sveitarstjómin nefn- ir í kæru sinni er að mótvægisaðgerð- ir, sem nái langt út fyrir skilgreind áhrifasvæði virkjunarinnar, hafi ekki verið metnar í skýrslu Skipulagsstofn- unar. Þá er á það bent að Skipulags- stofnun meti umtalsverð umhverfis- áhrif vegna virkjunarinnar en faHist eigi að síður á framkvæmdina. Þá sé reglu um varúðar- og vemdarsjónar- mið ekki fylgt. Minnihluti hreppsnefndar var andsnúinn kærunni og telur að mála- rekstur muni skaða sveitarfélagið. -rt Starfsleyfisskylt Niðurrif bygginga er starfsleyfisskylt Áminning vegna niðurrifs Heilbrigðisefthlit Reykjavíkur hef- ur áminnt fýrhtæki fyrir að hafa ekki farið að fyrhmælum efthlitsins við niðurrif gamallar lýsisverksmiðju sem stóð við Sólvallagötu 80. Niðurrif bygg- inga er starfsleyfisskylt og heilbrigðis- efthlitið gefur ákveðin fyrirmæli um hvemig standa skuli að verki og hvað skuli gera við niðurrifsefnin. Fyrh- tækið fór ekki að þessum fyrirmælum en vann verkið án samráðs við heil- brigðisefthlitið. Það fargaði lýsis- menguöum jarðvegi sem fjarlægður var af staðnum án þess að heilbrigðis- efthlitið vissi af. Ekki liggur fyrh vissa um hvort forguninni var ábóta- vant en fyrirtækið fór ekki þær boð- leiðir sem því bar að gera, að sögn Lúðvíks Gústafssonar, deildarstjóra í heilbrigðisefthlitinu. Áminningin hef- ur verið kynnt umhverfis- og heil- brigðisnefiid. -JSS Kúfiskur á vegi Vöruflutningabílstjóri dottaði undh stýri í Öxnadal í fyrrinótt og rumskaði ekki fyrr en komið var út í vinstri vegkant. Þá rykkti hann bílnum aftur inn á hægri vegar- helming og urðu afleiðingamar þær að kassi með farminum féll á veg- inn af tengivagni flutningabílsins sem hann ók. Farmurinn var lax og kúfiskur sem hann var að flytja frá Ákureyri og suður i flug. Fiskurinn dreifðist um veginn og þurfti að loka fyrh umferð um tíma. Lögreglan á Akureyri fékk til- kynningu um atburðinn um klukk- an hálfþrjú en unnið var að hreins- unarstarfi á vettvangi fram undh morgun. Engin slys urðu á fólki í þessu óhappi. -sbs Best geymda leyndarmálið Myndlistarmaðurinn Guðráður B. Jóhannsson, frá Beinakeldu í Austur-Húnavatnssýslu heldur fyrstu einkasýningu utan héraðs um þessar mundir. Áður hefur hann sýnt fjórum sinnum heima í héraði. Hann sýnh nú 30 olíumál- verk í Eden í Hveragerði og verður sýningin opin til 23. september. Sýn- inginn er sölusýning. Guðráður er sjálfmenntaður listmálari en hefur notið leiðsagnar Bjama Jónssonar. Gagnrýnendur hafa sagt að Guðráð- ur sé eitt best geymda leyndarmálið í íslenskri myndlist, „sjálfmenntað náttúrutalent" var sagt um hann og stendur hann fyllilega undh þvi með þessari sýningu. -JÖA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.