Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 32
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz® - Loforð er loforð MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Si'mi: 533 5040 - www.allianz.is Breytingar hjá sölufélaginu Miklar breytingar eru fram und- an hjá Sölufélagi garöyrkjumanna sem mun hætta heildsöludreifmgu á næstunni. Samkvæmt heimildum DV munu nokkrir bændur kaupa stóran hlut í félaginu. Rætt hefur verið um að félagið verði hreint af- urðasölufyrirtæki og þjónustugjöld framleiðenda verði lækkuð um allt að 60 prósent. Aukin sérhæfmg mun eiga sér stað þar sem garðyrkju- bændur munu eingöngu selja vörur sinar til svokallaðra stórkaupenda eins og Mata, Búr, Baugs og Banana sem muni sjá um dreifmgu. SFG mun hins vegar flokka vörur áfram og sjá um gæða- og þróunarmál. Georg Ottósson, formaður Félags garðyrkjumanna, sagði við DV að miklar breytingar séu fram undan og verði ræddar á fundi með félags- mönnum. Pálmi Haraldsson, framkvæmda- stjóri eignarhaldsfélagsins Þvengs, segir að SFG verði breytt í hreint af- urðasölufyrirtæki í því skyni að lækka þjónustugjöldin gríðarlega, breyta starfseminni og einfalda hana. Þannig lækki milliliðakostn- aður og það skili sér vonandi til neytenda. „Þama mun engu að síður eiga sér stað gríðarleg gerjun," sagði Pálmi. -Ótt Þjófur hjá biskupi Öryggisvörður tilkynnti um mannaferðir í Biskupsstofu til lög- reglu um fimmleytið í morgun. Lög- regla hafði snör handtök, var komin á vettvang þremur mínútum síðar og handtók mann sem farið hafði inn í húsið. Sá hafði tekið til tölvu og fleira sem hann hugðist hafa á brott með sér. Þá frétti lögregla af manni sem sást á hlaupum frá Hringbraut 119 í morgun. Sá náðist skömmu sfðar á stolnum bíl og með þýfi í fórum sín- um, lyf og fleira. -hlh m EINN EINN TVEIR NEYÐARLlNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ ÞU 5KALT EKKI STELA! DV-MYND HARALDUR INGÓLFSSON Þúsund kílóa ferlfki Hann er ekki árennilegur, þessi rostungur sem sótti Skaga í Skagafiröi heim á dögunum. Ingólfur Sveinsson, bóndi í Lágmúla, segir aö rostungurinn hafi á aö giska veriö rúmt tonn aö þyngd og tennurnar ógnvænlegar, sjö til átta þuml- ungar á lengd, eöa fast aö 20 sentímetrar. Brimlargeta oröiö allt aö 1.500 kíló aö þyngd og 3,80 metrar á lengd. Ingólfur segir aö þetta sé í annaö skiþti á sjómannsferli sínum sem hann rekst á rostung viö Skagann. Sönnunargögn gild þótt •• húsleit sé ólögmæt Eiríkur Tómasson telur þetta hafa áhrif á lögreglu í erindi Eiríks Tómassonar lagapró- fessors á fundi sem Verslunarráð ís- lands efndi til í morgun um húsleit hjá fyrirtækjum kom fram, að sönn- unargögn sem aflað er við húsleit hér á landi eru gild fyrir rétti óháð því hvort húsleitin var gerð með lögmæt- um hætti. Eiríkur sagði þetta víða tíðkast í Evrópu en í Bandaríkjunum væri almennt litið fram hjá sönnunar- gögnum sem aflað væri með ólögmæt- um hætti. „Þetta viðhorf - sem er að sjálf- sögðu umdeilanlegt - hefur það í för með sér að lögreglan gætir sín mun betur en ella að fara ekki út fyrir vald- heimOdir sínar,“ sagði Eiríkur. Eiríkur telur að skerpa þurfl á ákvæðum laga sem heimOa hinu opin- bera að framkvæma húsleit hjá ein- staklingum og fyrirtækjum þannig að I morgun Forystumenn í íslensku viöskiþtalífi sóttu fund Verslunarráös og hlýddu á erindi Eiríks Tómassonar. nákvæmar verði tOgreint hvaða skO- yrði þurfí að vera fyrir hendi tO þess að húsleit sé heimO. í erindi hans kom fram að í íslensk- um lögum er ekki að flnna skOyrði um hve alvarlegt meint brot þarf að vera tO þess að grípa megi tO húsleit- ar. Ekki er þar heldur kveðið á um það beinum orðum að rökstuddur grunur þurfi að vera fyrir hendi um að brot hafi verið framið. Eiríkur benti á að slík ákvæði væri að finna í dönskum rétti. „Reyndar nota dómarar þetta orða- lag - rökstuddur grunur - oft þegar þeir kveða upp húsleitarúrskurði og mér fmnst sú dómaframkvæmd fyUi- lega eðlOeg. En þama tel ég að það þyrfti að taka af skarið við endurskoö- un laganna og reyndar setja frekari skOyrði fyrir húsleit, tO dæmis um al- varleika brots,“ sagði Eiríkur. -ÓTG DV-Magasín á morgun: Ekkjan gagnrynir bjorg unarmálin harðlega „AOt þetta mál hefur fuOvissað mig um að það er eitthvað mikið að í björgunarmálum landsmanna,“ segir Hrönn Héðinsdóttir í Ólafsvík í við- tali við DV-Magasin, sem kemur út á morgun. Hrönn missti eiginmann sinn og son í desember sl. þegar drag- nótabáturinn Svanborg SH ffá Ólafs- vOl fórst Við Öndverðames á SnæfeOs- nesi . Gagnrýni Hrannar 1 viðtalinu beinist meðal annars að því að þyrlu- sveit Varnarliösins skyldi ekki köOuð út fyrr, eða um leið og ljóst var hvOík hætta var þama á ferðum. Að halda því fram að veðurhamurinn hafi ver- ið slíkur að engu hefði breytt þótt vamarliðsþyrlumar hefðu farið fýrr í loftið sé í mótsögn við annað. „Ef aðstæður eru slæmar á auðvit- að strax aö kaOa út aOa þá sem ehi- hveija björgun geta hugsanlega veitt,“ segir Hrönn og bætir við að sam- skiptaleysi mOli björgunarmanna hafi einkennt ahar aðgerðir á slysstaðn- um. Þannig hafi menn kostað kapps að dæla upplýsingum í íjölmiöla en undir höfúð hafi verið látið leggjast að koma nokkrum skOaboðum tO ætt- ingja. Hún segir í viðtalinu að eigin- maður sinn hafi gjaman talað um að óþarft væri fyrir ástvini sjómanna i landi að hafa áhyggjur. „Ef eitthvað brygði út af væru þyrlur aOtaf fljótt sendar í loftið og skipulag björgunar- mála væri gott. En svona góður var veruleikinn nú ekki þegar tO kast- anna kom,“ segir Hrönn í viðtalinu. Viðtökur við Magasíni, sem kom út í fyrsta sinn í sl. viku, hafa verið eúik- ar góðar. Blaðið kemur út i 80 þúsund enitökum og er dreift sérstaklega í hvert hús á höfuðborgarsvæðOiu, auk þess sem dreifing blaðsOis á Akureyri er nú að hefjast. Þá fá áskrUendur DV úti um land DV-Magasni sér að kostn- aðarlausu. -sbs Yfirlýsing frá ÍA: Lofa að leggja sig fram Farið er að hitna í kolunum fyrir lokaumferð íslandsmótsins í knatt- spyrnu um komandi helgi en þá taka Skagamenn á móti Fylki og KR á móti Þór, Akureyri. Þarf Fylkir að sigra á Skaganum tO að vera örugg- ur með titOinn. Stjórn Rekstrarfé- lags knattspyrnufélags ÍA, þ.e. Skagamanna, hefur séð ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu fyrir leiki helgarinnar þar sem fram kemur að metnaður ÍA hafi aOtaf og muni aUtaf standa tO þess að standa sig vel, bæöi á knattspymuveUinum og utan hans. Svo verði einnig á laugardag þegar ÍA mætir Fylki uppi á Skaga. „Dylgjur um að Skagamenn muni ekki leggja sig aUa fram í þessum leik eru því móðgandi gagnvart leikmönnum, stjóm og aðstandendum ÍA,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni. Ástæður þessarar yfirlýsingar má rekja tO orða sem höfð voru eftir Ólafi Þórðarsyni, þjálfara Skaga- manna og fyrrverandi þjálfara Fylk- is, fyrir síðustu helgi um að hann vOdi að Fylkir yrði íslandsmeistari. -hlh Áslandsskóli: Tekist á í bæjarstjórn TiOaga fræðsluráðs Hafnarfiarðar um riftun rekstrarsamnings Ás- landsskóla við íslensku menntasam- tökin var ekki tekin á dagskrá bæj- arstjómar í gær, eins og tO stóð. Boðað hefur verið tO aukafundar í bæjarstjóminni í dag þar sem hún verður á dagskrá. FuUtrúar sjálf- stæðisflokks greiddu atkvæði gegn því að hún færi á dagskrá í gær. Á fundinum óskuðu þeir eftir aö bók- uð yrðu hörð mótmæli gegn því ger- ræði sem fælist í samþykkt tiOögu um fyrirvaralausa riftun samnings við Islensku menntasamtökin. -JSS Hestur hljóp á bíl Hestur hljóp á bO sem stöðvaður hafði verið á Laugarvatnsvegi, við Neðra-Apavatn, í gærkvöld. Smá- vægOegar skemmdir urðu á bílnum en farþega sakaði ekki. Af hestinum er það að segja aö hann stökk út í myrkrið og fannst ekki við eftir- grennslan. -hlh SPORTVÖRUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383 DVJJYND HARI Ekkjan og hafið „Eitthvaö mikiö aö í björgunarmálum landsmanna, “ segir Hrönn Héöins- dóttir. Hún missti eigimann sinn og son þegar Svanborg SH fórst í des- ember í fyrra. Talaðu við okkur um íGáR Auðbrekku 14, sími 564 2141 ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.