Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 27
MIÐVTKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 51 < DV Sport Stærsti urridinn á flugu í Veiðivötnum - síðan veiðar hófust í vötnunum, 12,6 punda Veiðin hefur verið mjög góð í Veiðivötnum í sumar og margir veiöimenn fengið þar fína veiði. Við fréttum af nokkrum um dag- inn sem veiddu 20 fallega silunga og öðrum sem veiddu 35 silunga. Þetta voru fínar stærðir í silungn- um. „Það var meiri háttar að veiða þennan stóra silung en hann veidd- ist í Hraunsvötnum á flugu sem er nefnd Stórfiskaflugan. Ég var ekki lengi með fiskinn, stuttan tíma,“ sagði Jón Ingi Kristjánsson í sam- tali við DV-Sport en hann veiddi stærsta silunginn á flugu síðan veiðar hófust í Veiðivötnum. Fisk- urinn var 12,6 punda og veiddist í Hraunsvötnum. „Við vorum að veiða þarna, ég og Ingólfur Kolbeinsson, í Vestur- röst og við fengum þrjá aðra fiska þama en þeir voru ekki eins stórir og þessi stóri bolti. Það er búið að setja fiskinn stóra í uppstoppun, enda ekki á hverjum degi sem mað- ur veiðir svona stóran fisk og það á fluguna," sagði Jón Ingi enn fremur. „Það er alltaf gaman að veiða þarna í vötnunum og þessi fiskur hjá Jóni Inga var verulega fallegur og þéttur. Veiðin hefur verið góð í sumar þarna inn frá og vænir fisk- ar til þama,“ sagði Ingólfur sem ætlaði I Grímsá i Borgarfirði seinna i vikunni. Grímsá aö komast í 1.005 laxa Grimsá í Borgarfirði er að kom- ast 1 sömu tölu og hún var í í fyrra, 1005 laxa. Veiðimaður sem var þar fyrir tveimur dögum veiddi flmm laxa en lax er aðeins að ganga í ána enn þá. Jöfh og góð veiði hefur verið í Grimsá. Þverá og Kjarrá enduðu í 1.453 löxum og Norðurá 2.310, sem er miklu betra í báðum þessum veiði- ám miðað við árið í fyrra. Laxá í Kjós bætti sig um 650 laxa og rosalega mikiö veiddist af sjó- birtingi, 4 til 8 punda. G.Bender Jón Ingi Kristjánsson meö 12,6 punda urriöa sem hann veiddi í Veiöivötnum fyrir fáum dögum og fluguna sem hefur verið nefnd Stórfiskaflugan. DV-mynd Ingólfur Kolbeinsson Magnús Gylfason stjórnar æfingu liösins í gær en í dag mæta íslensku strákarnir liði ísraels á Akranesi kl. 16. DV-mynd Hari íslendingar leika í undankeppni EM í knattspyrnu u-17 ára hér á landi: Stefnum ótrauðir í úrslit - segir Magnús Gylfason, þjálfari Norðurlandameistaranna ísland u-17 ára: Landsliðshópurinn Markverðir: Jóhann Ólafur Sigurðsson Selfoss Guðmundur Þórðarson Keflavlk Aðrir leikmenn: Aron Bjamason Fram Hrólfur Öm Jónsson Fram Kristján Hauksson Fram Kjartan Ágúst Breiðdal lFylkir Ragnar Sigurðsson Fylkir Hiimar T. Amarsson Haukar Hafþór Æ. Vilhjálmsson ÍA Kristinn Darri Röðulsson ÍA Ólafur Þór Berry ÍBV Helgi Örn Gylfason ÍR Kjartan Finnbogason KR Ingólfur Þórarinsson Selfoss Guðjón Baldvinsson Stjaman Sigurbjöm Ingimundarson Stjaman Þórður S. Hreiðarsson Valur Hjálmar Þórarinsson Þróttur í dag hefst hér á landi einn riðill undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspymu, skipuðum leikmönn- um 17 ára og yngri, en auk íslend- inga leika ísrael, Sviss og Armenía í þessum riðli. Stærsti hluti ís- lenska liðsins varð Norðurlanda- meistari í þessum aldursflokki í sumar en lítils háttar breytingar hafa þó orðið á liðinu síðan. Magn- ús Gylfason, þjálfari liðsins, sagði að sér litist vel á komandi leiki og stefnan væri að komast áfram upp úr riðlinum en tvær efstu þjóðimar komast áfram í keppninni. Sviss og ísrael sterk íslenska liðið hefur æft vel fyrir þessa keppni og liðið á erfitt verk- efni fyrir höndum en Sviss og ísrael hafa sterkum liðum á að skipa en lítið sem ekkert er vitað um styrk- leika armenska liðsins. „Það er hugur í okkar mönnum og ég veit að strákamir ætla að standa sig vel. Svissneska liðið er ábyggilega mjög sterkt en Svisslend- ingar léku til úrslita í þessum ald- ursflokki á Evrópumótinu í fyrra. Eins veit ég vel að ísraelsmenn era mjög sterkir en þeir unnu æflnga- mót á dögunum sem haldið var í Englandi. Ég hef ekki undir hönd- um neinar upplýsingar um arm- enska liðið svo við rennuum blint í sjóinn gagnvart þeim,“ sagði Magn- ús Gylfason skömmu fyrir æflngu liðsins síðdegis í gær. Magnús sagði að tveir leikmenn hefðu gengið upp eftir sigur á opna Norðurlandamótinu í ágúst sl. og eins væri Skagamaðurinn Ágúst Örn Magnússon fjarri góðu gamni vegna meiðsla og væri það skarð fyrir skildi enda sterkur leikmaður þar á ferö. Islenska liðið mætir ísr- ael á Akranesi klukkan 16 í dag en annar leikur liðsins verður gegn Sviss í Keflavík á fóstudaginn kem- ur kl. 16. Lokaleikur liðsins í riðlin- um verður háður á Víkingsveilin- um á sunndag klukkan 16. „Liðið á verðugt verkefni fyrir höndum og það er ekkert launung- armál að við stefnum leynt og ljóst að tveimur efstu sætum riðilsins og komast þannig áfram í keppninni," sagði Magnús. -JKS Bland i nolca Enska knattspyrnusambandiö greindi frá því í gær að sambandið myndi setja af stað rannsókn vegna atburða sem áttu sér stað í leik Birmingham og Aston Villa á mánu- dag. Markvörður Aston Villa fékk á sig allsögulegt mark og í framhaldi af þvi sáu aðdáendur Birmingham-liðs- ins sig knúna til að ryðjast inn á völl- inn þar sem þeir voru með dónalega tilburði. Þá lenti einn áhorfendanna í einhverjum handalögmálum við Steve Staunton, fyrirliöa Aston Villa. Forsvarsmenn Birmingham hafa á undanfomum árum átt i vax- andi vandamálum með hegðun stuðn- ingsmanna sinna og hefur félagið birt mynd af höfuðpaurnum á heima- síðu sinni þar sem þeir fara fram á það við „raunverulega" stuðnings- menn sína að j)eir beri kennsl á hann svo hægt verði að meina honum að- gang að knattspyrnuleikjum i fram- tíðinni. Liklegt er talið að Birming- ham-liðiö fái í þaö minnsta sekt vegna atviksins en heimaleikjabann er einnig kostur í stöðunni. Franz Beckenbauer er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum og hafa þær margar falliö í grýttan jarðveg. Nú hefur hann lýst þvi yfir að Michael BaUack, leik- maður Bayem Munchen, sé í það minnsta jafngóöur og Zidane, ef ekki betri. Hann sé ekki einungis fimm ár- um yngri heldur einnig miklu ágeng- ari við mark andstæðinganna en franski starfsbróöir hans. Roy Keane hefur fengið aukalega tveggja daga frest til að svara fyrir ummæli sín sem hann setti fram í ný- legri ævisögu sem kom út á dögunum og hefur valdið miklu íjaðrafoki í Englandi. I bókinni lýsir hann því hvemig hann hafi af ásetningi reynt að slasa Alf Ingi Haaland, þáver- andi leikmann Man.City. Ákæru- atriði knattspymusambandsins em tvíþætt. Annars vegar er það sá ásetningur að ætla að meiða leik- manninn, en hins vegar að segja frá þvi í bókinni i hagnaðarskyni. Þaö er einn leikur á dagskrá í Essó- deildinni í handknattleik í kvöld, en þá mætast lið Hauka og Gróttur/KR og fer leikurinn fram á Ásvöllum og hefst hann klukkan 20.00. ■*. t <*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.