Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 18
42 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Tilvera DV Þegar haustar ad, kvöldin lengjast og veður kólnar eyðir þjóðin meiri tíma fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Vetrardag- skrá íslensku stöðvanna þriggja hefur nú verið kortlögð og þar sem okkur lék forvitni á að vita hvað þar bœri hœst af íslensku efni höfðum við samband við forsvarsmenn innlendra deilda og inntum frétta. Viljum hreyfa viö fólki - segir Heimir Jónasson á Stöð 2 Ætlum að skemmta Islendingum - segir Árni Þór Vigfússon á Skjá einum Ámi Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri varð sjálfur fyrir svörum á Skjá einum. Hann sagði meðal annars þetta:: „Nýjungamar á dag- skránni hjá okkur nú á haustdögum eru Popp- Punktur, skemmtiþátt- ur með fræðilegu í vafi sem fór í loftið í fyrsta sinn síðasta laugardag. Þetta er spurninga- og þrautaþáttur sem snýst um popptónlist og popp- menningu síðustu 50 ára, í umsjá Dr. Gunna og Felix Bergssonar. Liðin verða skipuð fólki úr þekktustu hljóm- sveitum landsins og öðrum úr skemmtigeir- anum. Miðað við við- brögðin sem við höfum fengið sýnist okkur þátturinn eiga alveg upp á pallborðið hjá Ámi Þór Vigfússon á Skjá einum „Allir þessir þættir munu skemmta íslendingum í vetur, ásamt þvi aö fræða þá um allt það fjölbreytilega og skemmtilega sem er aö gerast. “ „Lykilorðið hjá okkur em gæði og stöðugleiki. Þess vegna erum við yfirleitt með marga þætti af einhverju efni og keyrum þá allan veturinn," segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri innlends efnis á Stöð 2. Hann hefur orðið áfram: „Byrjum á þáttaröðum. Einn tveir og elda er ein þeirra. Þar fær Bryndís Schram snilldarkokka i lið með sér. Hún er að byrja núna í kvöld. Það er stefn- an hjá mér að vera með fólk á aldrinum 25-40 ára sem þáttastjómendur, Bryndis, Siggi Hall og Jón Ársæll eru undantekningar. Þau eru tíma- laus! Bryndís hættir í mars og þá kemur Siggi Hall með ferðaþættina sína. Hann fer til Þýska- lands - á Rínarsvæðið, í Norðurlandaborgirnar, til Ítalíu og hugsanlega Mexíkós. Hittir marga skrýtna fugla og kíkir i pottana hjá þekktum kokkum.“ Tvíburar keppa „ísland í dag og ísland í býtið eru þættir í mik- illi sókn. Við hættum með helgarfléttuna og veröum með Island í dag um helgar líka. Þáttur- inn Viltu vinna milljón? er orðinn stór hluti af imynd Stöðvar tvö. Við teljum að með þeim þætti höfum við brotið blað því hann er mjög dýr og tæknilega flókinn í vinnslu. I vetur ætl- um við meðal annars að velja tvíbura í stólinn sem keppa saman og við ætlum líka að vera með barnaþátt og kosningamessu, ætlum að reyna að fá ráðherrana í stólinn og láta þá gefa innkom- una til góðgerðarmála. Þættimir Sjálfstætt fólk hafa fengið sterk viðbrögð og hann rúllar í allan vetur. Jón Ársæll tekur viðtöl við þekkt fólk í þjóðfélaginu og athafnafólk erlendis. Jón Ásgeir Jóhannesson er fyrstur. Svo er það Jón Gnarr. Hann verður á besta tíma um helgar og mun koma á óvart því hann sýnir á sér algerlega nýja hlið. Andrea verður áfram í vetur kl. hálfátta á fimmtudögum með það nýjasta sem er að gerast í tísku, tónlist og listum. Panórama er bíóþátturinn hennar Vig- disar Jóhannsdóttur, á dagskránni frá mánudög- um til fimmtudags. Afi er áfram hjá okkur, bú- inn að fylgja krökkunum i flmmtán ár og á næst- unni verður hann með Ýmu tröllastelpu að kenna umferðareglurnar.“ Gosiö í Eyjum „Stærsta trompið okkar í heimildaþáttunum nefnist Ég lifi og þér munuð lifa. Þeir þættir fjalla um Vestmannaeyjagosið. Eftir seríuna um þorskastríðið ákváðum við að taka fyrir annað efni sem skipti aila þjóðina máli. Hingað til hef- ur verið fókuserað á hraunflæði, eldvirkni og annað slikt þegar fjallað hefur verið um gosið en aldrei á fólkið sjálft. Það fékk enga áfallahjálp og þama heyrum við sögur sem aldrei hafa verið áður sagðar. Við ætlum að frumsýna í janúar, helst daginn sem gosið hófst fyrir 30 árum. Takmark okkar er að hreyfa við áhorfandan- um þannig að hann bæði hlæi og gráti, helst í sama þættinum. Hrein og bein er slíkur þáttur. Þar segir ungt samkynhneigt fólk frá því hvem- ig það kemur út úr skápnum og lýsir sínu hug- arástandi á mjög einlægan hátt. Við erum með lítið af stökum þáttum. Sumar í Tíról er undantekning. Guðrún Gunnarsdóttir í íslandi í dag er elskuð og dáð af áhorfendum og hún fylgdist með Sigurði Dementz söngvara fagna níræðisafmæli sínu í Tiról. Þar voru Diddú og þar var Kristján Jóhanns- son. Allir í essinu sínu. Mikið af söng og sól. Undan ísnum, leitin að Fairy Battle P 2330, er þáttur um leitina að flug- vélinni sem fórst milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar í seinni heims- styrjöldinni. Við fylgjum Herði Geirssyni og og sérsveitarmönnum breska flughersins sem meðal annars sækja lík- amsleifar þeirra sem jök- ullinn skilaði eftir öll þessi ár og voru jarðaðir við heiðursathöfh. Þama er ævintýri, mystik og dramatík. Þannig á það að vera.“ -Gun þjóðinni.“ Sérsmíðaður pottur „Annar sterkur þáttur hjá okkur verður Heiti potturinn sem sendur verður út í beinni á fóstu- dagskvöldum. Umsjónarmaður hans er Finnur Vilhjálmsson. Gestum verður boðið í sérsmíð- aðan pott hér í stúdíói Skjás eins og þar munu krauma spennandi umræður í bland við grín og tónlist. Pottinum verður skipt niður í hólf. Fyrsta hólfið er tileinkað málefhum líðandi stundar, annað er eymamerkt menningunni og í þriðja hólfinu verður „Séð og heyrt“-bragur þar sem fjallað verður um „fræga“ fólkið. í fjórða og síðasta hólfinu verður skoðað hvað beri hæst um helgina og þátturinn endar á vel völdu skemmtiatriði. Haukur í homi er þegar kominn út á meðal fólksins. Við sjáum honum bregða fyrir á hveij- um degi í nokkrar mínútur og spyrja algengra spuminga sem við höldum að við vitum en höf- um gleymt. Umsjónarmaður er Haukur Sigurðs- son.“ Súper húsfreyjan „Við höfum alltaf byggt dagskrá okkar að mikiu leyti á innlendu efni og þá fóstum þáttum sem fólk gengur að sem vísum. Margir þessara átta hafa öðlast þann sess i þjóðarsálinni að það væri hrein goðgá að breyta „grunn-formatinu“. Ég nefni þátt eins og Silfur Egils sem fólk frá fermingu og upp úr horfir á. Hann fer í loftið nú á sunnudaginn á sínum tíma kl. 12.30. Innlit út- lit og Fólk era þættir sem höfða til breiðs hóps og Djúpa laugin er þáttur sem allir sem ungir eru í anda fylkir sér um. Þessir þættir snúa aftur nú í haust og sumir eru þegar famir að rúlla. Friðrik Wiesshappel verður Völu Matt til halds og trausts í Innliti - útliti, ásamt nýjum liðsmanni sem er Kormák- ur Geirharðsson. Meðal nýjnga verða leiknir gamanleikir sem nefnast Súper húsfreyjan og Handlaginn heimilisfaðir. Sirrý verður áfram með Fólk og er ekkert mannlegt óviðkomandi, frekar en fyrri daginn en nýir umsjónarmenn taka við Djúpu lauginni í vetur, þau Háifdan Steinþórsson og Kolbrún Bjömsdóttir. Þau voru meðal þeirra tíu úr hópi 200 umsækjenda sem fengu að stjóma prufuþáttum sl. sumar i beinni. Áhorfendur völdu þau tvö. Síðar í vetur koma fleiri þættir á skjáinn og þá ber hæst hæfileika- keppni framhaldsskólanna, heimildaþáttaröð með Erpi Eyvindarssyni og heimildaþátt um Stein Steinarr. Allir þessir þættir munu skemmta íslending- um í vetur, ásamt því að fræða þá um allt það fjölbreytilega og skemmtilega sem er að gerast á okkar litla en þó spennandi landi.“ -Gun. DV-MYND HARI Dagskrárstjórinn „Við viljum að fólk bæöi hlæi oggráti, helst í sama þættinum, “ segir Heimir Jónasson. Þéttasta dagskrá í sögu Sjónvarpsins - segir Rúnar Gunnarsson dagskrárstjóri Fram til vors eru vel yfir 300 ís- lenskir dagskrárliðir fyrir utan dag- legt Kastljós í Sjónvarpinu og segir Rúnar Gimnarsson, yfirmaður inn- lendrar dagskrárdeildar, það verulega aukningu frá fyrra ári. Ég tel að þetta verði þéttasta og mest spennandi vetr- ardagskrá í sögu Sjónvarpsins," segir hann. Rúnar ætti að vita hvað hann syngur því að hann hefur starfað við fyrirtækið frá því það hóf göngu sina 1966 og þetta er þriðja vetrardagskrá- in sem hann skipuleggur. Gefum hon- um orðið: Á Spaugstofan glaðbeitt „Ég vil byrja á að nefna nýjan, létt- an spjallþátt Gisla Marteins sem kem- ur i stað Kastjóss á laugardagskvöld- um. Spaugstofan mætir svo glaðbeitt til leiks strax á eftir. Tvö leikrit eru á dagskrá núna í september. Allir hlut- ir fallegir, eftir Ragnar Bragason og Hvemig sem við reynum, eftir Hrafii- hildi Hagalín." Af föstum þáttum er sjálfsagt að nefiia hið sívinsæla Kast- Ijós, unglingaþáttinn Atið, Maður er nefndur og menningarþáttinn Mósaík. Jón Ólafsson heldur áfram með þátt- inn Af fingrum fram á föstudagskvöld- um. Stundin okkar verður í höndum nýrra umsjónarmanna, Jóhanns G. „Við erum með velyfír 300 íslenska dagskrárliði, fyrir utan Kastljósið,“ segir Rúnar Gunnarsson. Jóhannssonar og Þóru Sigurðardóttur og Viltu læra íslensku? er nýr viku- legur þáttur sem byrjar eftir áramót- in. Þá eru það styttri þáttaraðir: Líf og læknisfræði er á fimmtudögum kl. 20, fyrsti þátturinn af sex er farinn í loft- ið. Vönduð fjögurra þátta heimilda- þáttaröð um Flugsögu Islands verður spennandi að sjá í október, þar er áhersla á áður óbirt myndefhi. I þátt- unum Heima er best eru eldaðar ljúf- fengar krásir. Tuttugasta öldin er nýr heimildamyndaflokkur sem verður á skjánum í skammdeginu en nýir vís- indaþættir verða á dagskrá þegar dag fer að lengja. Sömuleiðis þriggja þátta heimildaþáttaröð um ferðir viking- anna.“ $auöaþjóöin og Isaldarhesturinn „Af stökum þáttum má nefha beina útsendingu frá afhendingu Camegie art award og Edduverðlaunanna og upptökur frá Listahátíð, svo sem af sígaunahljómsveit, tangóhópi og tón- leikum rússneska fiðlusnillingsins Maxims Vengerovs. Á jóladag mynd- skreyta tíu íslenskir kvikmyndaleik- stjórar lesinn kafla að eigin vali úr verkum Laxness og íslensku sönglög- in verða flutt í nýjum útsetningum af ungum tónlistarmönnum annan í jól- um. Margar einstakar heimildamyndir verða á dagskránni. Þar má nefna Sauðaþjóðina eflir Guðnýju Halldórs- dóttur, sem sýnd verður 1. desember, og ísaldarhestinn eftir Pál Steingríms- son á nýársdag. Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson mun vekja viðbrögð og líka mynd um spilafikn á íslandi. Fæddur í Paradís er um Guðmund Pál Ólafs- son náttúrufræðing og íslandsmyndir Hans Nicks eru eftir Svisslending sem safnaði einstöku kvikmyndaefni hér á landi um miðja síðustu öld. Jón Magn- ússon hefur spilað á götum víða um heim. Maðurinn með gítarinn er mynd um hann og Lifandi dauðir fjall- ar um hljómsveitina Ham.“ Björk of course „Ný barnastuttmynd eftir Hauk Hauksson verður frumsýnd á nýárs- dag og leikritið Björk of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, verður unnið upp á nýtt fyrir sjónvarp. Óskaböm þjóðarinnar er hröð mynd með harð- kjamatónlist um smákrimma sem klúðra málum. Igingút og Regína eru finar fjölskyldumyndir og Mávahlátur verður sýnd á páskadag. Margt fleira er fram undan og ég vil í lokin nefha þætti sem hefð er komin á, eins og jóladagatalið, sem er að þessu sinni Hvar er Völundur? eftir Þorvald Þor- steinsson, áramótaskaupið, sem verð- ur í höndum Óskars Jónassonar eins og í fyrra, spumingaþáttinn Gettu bet- ur og með vorinu fógnum við með for- keppni vegna evrópsku söngvakeppn- innar.“ -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.