Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 11 DV Þetta helst ! HEILDARVIÐSKIPTI 2.688 m.kr. Hlutabréf 307 m.kr. Húsbréf 1.155 m.kr. | MEST VIÐSKIPTI i Q Össur 109 m.kr. | © Delta 43 m.kr. ! © Baugur 39 m.kr. MESTA HÆKKUN : ©SÍF 3,9% © Marel 2,2% l © Kaupþing 0,8% MESTA LÆKKUN j © Baugur 3,0% © Össur 2,9% | © Alþýðubankinn 2,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1.297 - Breyting ©0,67% Tap hjá Auðlind Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. var rekinn með 111 milljóna króna tapi á ársfjórðungnum sem lauk 31. júlí sl. Tap fyrir skatta var 134 miRj- ónir króna. Þetta er þó betri afkoma en á sama tímabili árið áður en þá varð 481 milljónar króna tap af rekstri sjóðsins. Eigið fé Auðlindar 31. júlí 2002 er 2.696 milijónir króna en heildareign- ir 2.726 miiljónir. Þar af eru eignar- hlutir i innlendum félögum 1.478 milijónir króna, skuldabréf og hlut- deiidarskirteini í verðbréfasjóðum 545 milljónir og eignarhiutir í er- lendum félögum og hlutdeildarskír- teini 463 milljónir króna. Þokkalegar horfur í flugi Gert er ráð fyrir talsverðri aukn- ingu í flugumferð á næstu árum samkvæmt fréttatilkynningu frá Al- þjóðaflugmálastjórninni (ICAO). Samkvæmt spá stofnunarinnar er gert ráð fyrir 7,1% vexti í farþega- flutningum á árinu 2003 og 5,6% vexti á árinu 2004. Stofnunin telur á hinn bóginn að umsvif í flugi, mælt í framleiddum sætiskílómetrum muni standa í stað á þessu ári. Um 2,9% samdráttur varð á þennan mælikvarða á árinu 2001. Þetta kom fram í Morgunpunktum Kaupþings í gær. Flugumferð minnkaði um þriðj- ung á fjórða ársfjórðungi ársins 2001 og má sem kunnugt er rekja þá þróun til áhrifa hryðjuverka- árásanna I Bandaríkjunum. Mikið tap varð á rekstri margra flugfélaga á síðasta ári vegna minnkandi eftir- spurnar og hækkandi kostnaðar m.a. við eldsneytiskaup og trygging- ar. Hefur verið áætlað að tapið nemi samtals um 12 milljörðum Banda- ríkjadala. Nú virðist sem eftirspum í flugi hafi almennt náð sér á strik og hef- ur það gerst mun hraðar en margir bjuggust við fyrst eftir hryðjuverka- árásirnar. Alþjóðaflugmálastjómin telur að með aukinni tiltrú neyt- enda á þróun efnahagslífs í heimin- um og stööugra efnahagsumhverfi megi að jafnaði búast við 5% aukn- ingu í fluggeiranum á næstu ámm. Flugfélög í Bandaríkjunum komu verst allra flugfélaga út úr voðaat- burðunum þar í landi. Er ekki gert ráð fyrir aö flugumferð í Bandarfkj- unum nái þeim hæðum sem hún var í á árinu 2000 fyrr en í árslok 2004. Er jafnvel búist við minnkun flugumferðar í Bandaríkjunum á yf- irstandandi ári og er það þá annað árið í röð sem flugumferð minnkar þar í landi. Viðskipti . Umsjón: Vidskiptabladið Islandsbanki í hópi „bestu banka heims“ íslandsbanki hefur verið valinn í hóp „bestu banka heims“ og út- nefndur besti bankinn á íslandi árið 2002 af tveimur fagtímaritum um bankamál og fjármálamark- aði, The Banker og Global Fin- ance. Þar með hafa þrjú af helstu bankatímaritum heims valið ís- landsbanka sem banka ársins hér á landi en fyrir nokkrum vikum tilkynnti Euromoney val sitt á ís- landsbanka sem besta banka landsins. Breska fjármálatímaritið The Banker rökstyður val sitt á ís- landsbanka sem banka ársins á ís- landi með þvf að benda á breitt þjónustuúrval bankans og góðan rekstrarárangur. Samruni ís- landsbanka og FBA hafi verið ár- angursríkur og sterk fjárhags- staða íslandsbanka og hærra láns- hæfismat en hjá keppinautum veiti bankanum forskot f þjónustu við leiðandi fyrirtæki. The Banker er geflð út af útgáfufýrirtæki Fin- ancial Times og voru' verðlaun tímaritsins afhent við athöfn í Lundúnum fyrir skömmu. Bandaríska tímaritið Global Finance velur árlega „bestu banka heims“ og er íslandsbanki einn 32 banka frá 27 löndum í þeim hópi í ár. Verðlaunin verða afhent í Washington í lok mánaðarins í íslandsbanki Bandaríska tímarítiö Global Finance velur áríega „bestu banka heims“ og er íslandsbanki einn 32 banka frá 27 löndum í þeim hópi í ár. tengslum við ársfund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans. Bankamir eru valdir m.a. á grundvelli rekstrarárang- urs, orðspors og góðrar stjómunar samkvæmt tillögum bankamanna og fjármálastjóra víða um heim. Þetta eru jafnframt þeir bankar sem að mati tímaritsins hafa sett þau viðmið á heimamarkaði sem keppinautar miða sig við, þeir em jafnan markaðsleiðandi og í for- ystu við að innleiða nýjungar. Afkoma Norðuráls fyrstu sex mánuði ársins: Hagnaður 404 milljónir króna Rekstur Norðuráls skilaði 404 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Nettóvelta fyrir- tæksins var 4,2 milljarðar króna eða 48 milljónir dollara fyrstu sex mánuðina. Á sama tímabili árið 2001 var velta fyrirtækisins 3,8 milljarðar króna eða 36 milljónir dollara. Framleiðsla á áli var 45 þúsund tonn á tímabilinu en árið áður höfðu verið framleidd 30 þús- und tonn. Á miðju ári 2002 var eitt ár síðan stækkun úr 60 þúsund tonna ársframleiðslu í 90 þúsund tonn var tekin í notkun. Álverð var 1367 dollarar á tonn fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs en var 1550 dollarar á sama tímabili í fyrra. Áætlun gerði ráð fyrir 1500 dollumm á tonnið. Útlit er fyrir fremur lágt álverð það sem eftir er ársins og er verðið lið- lega 1300 dollarar á tonn um þess- ar mundir. Þess má geta að erlent ráðgjafarfyrirtæki hefur unnið spá fyrir Norðurál um þróun ál- vers næstu 5 árin. Þar er því spáð að meðalverð verði rétt rúmlega 1500 dollarar á tonn en jafnframt er gert ráð fyrir nokkrum sveifl- um á milli einstakra timabila. Horfur eru á áframhaldandi aukn- ingu á spum eftir áli í heiminum og er gert ráð fyrir að framleiðsl- an þurfi að aukast árlega um 700-800.000 tonn á ári að meðal- tali. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nokkur breyting hafl orð- ið á ytra rekstrarumhverfi Norð- uráls miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2001. í lok júní í fyrra feng- ust 104 krónur fyrir hvem dollar en ári síðar 86 krónur fyrir hvem dollar. Tekjur félagsins og bók- hald era í dollurum sem veldur því að innlendur kostnaður hefur hækkað. Kostnaður við rafskaut er umtalsverður þáttur í rekstri álversins en verð rafskauta er í evrum. Evran hefur styrkst um 18% frá miðju ári 2001 til miðs árs 2002. Eignir og skuldir fyrirtækis- ins eru bókfærðar í dollurum og hafa gengisbreytingar því ekki umtalsverð áhrif á efnahag félags- ins. Útlit er fyrir áframhaldandi hagnað af rekstri Norðuráls út árið 2002 þrátt fyrir lækkun ál- verðs. Norðurál áætlar að fram- leiða rúmlega 90.000 tonn á árinu. Búr hefur dreifingu á grænmeti og ávöxtum Innkaupa- og dreiflngarfyrirtæk- ið Búr ehf. hefur fest kaup á hús- næði að Bæjarflöt 2 í Reykjavík í þeim tilgangi að koma þar upp að- stöðu fyrir innkaup og dreifingu á ávöxtum og grænmeti. Húsnæðið hefur verið innréttað með tilheyr- andi tækjabúnaði, svo sem kælibún- j*. aði og v þroskun- araðstöðu fyrir ban- ana. Starfsem- in fer í gang í byrjun októ- ber. Tilgangurinn * með þessari íjár- festingu er að bæta samkeppnis- stöðu viðskiptavina Búrs með beinum inn- kaupum og auka gæði og vöruval í verslunum þeirra, að því er segir í frétt frá Búr. Með þessu móti er fyrirtækinu gert "kleift að mæta síauknum kröfum viðskipta- vina um ferskleika og fjölbreytni í þessum mikilvægu vöruflokkum. Samanlögð ársvelta félagsins með ávexti og grænmeti er áætluð rúm- lega einn milljarður króna. íslenskt grænmeti skipar mikil- vægan sess hjá neytend- um og mun Búr svara kröfum markaðarins með því að hafa á boðstól- um islenskt grænmeti í eðlilegu sam- ræmi við árs- tíðabundna framleiðslu. Með breytingum á tollalöggjöf og beingreiðslum til garðyrkjubænda fyrr á þessu ári hefur innflutn- ingur veriö gerður auðveldari. Búr mun því kappkosta að flytja til landsins fjölbreytt úrval af erlend- um grænmetistegundum og gefa þar með viðskiptavinum sínum valkosti í vöruúrvali eins og tíðkast í mat- vöruverslun í nágrannalöndunum. Búr hefur gert samninga við öfl- ug dreifingarfyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum um innkaup á þess- um vörum. Samið hefur verið við Eimskip um flutninga til landsins á öllum innflutningi Búrs, en um flutninga með flugi hefur verið gert samkomulag við Icelandair Cargo. Öll dreifing innanlands frá birgða- húsi til verslana á ávöxtum og grænmeti verður í höndum Land- flutninga, dótturfélags Samskipa, samkvæmt nýgerðum samningi þar um. Búr ehf. hefur sl. sjö ár starfað á svoköOuðum þurrvörumarkaði og séð um innkaup og birgðahald fyrir Kaupás, Samkaup, Oliufélagið, kaupfélögin og fleiri aðila. Áætluð velta Búrs á yfirstandandi ári er 4,5 milljaðar króna. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 5/99, ek. 38 þús. Verð kr. 890 þus. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 790 þus. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 59 þús. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/00, ek. 32 þús. Verð kr. 1200 þús. Toyota Yaris Terra, 5 d., bsk. Skr. 6/01, ek. 32 þús. Verð kr. 950 þús. VW Polo Comfortline, 5 d., bsk. Skr. 7/01. ek. 40 þús. Verð kr. 1050 þús. Baleno Wagon 4x4 6/98, ek. 42 þús. kr. 1030 þús. Suzuki Baleno GL, 3 d., sjsk. Skr. 10/98, ek. 21 þus. Verð kr. 790 þus. Alfa Romeo, 5 d., bsk. Skr. 11/98, ek. 34þús. Verð kr. 890 þus. Isuzu Trooper 3,0 disil, bsk. Skr. 4/99, ek. 64 þús. Verð kr. 2490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---///>-------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.